Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriftjudagur 25. maí 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall haf a meira saman við hann að sælda, en þér haf ið ekkert stolt! Það er greinilegt, að þér svífist einskis til að ná honum aftur! — Svo það haldið þér, spurði hún rólegri röddu. — Þá viljið þér kannski aðvara Venetiu, þegar þér borðið með henni í kvöld. Það eina, sem er rétt h já yður, er að það er ekki hægt að flýja ástina, bætti hún við lágri röddu. — Það veit ég núna. — Ég mundi vilja selja sál mína til að geta það núna, bætti hún beizklega við og hvarf fram fyrir. 23. kafli Uppsagnarfresturinn var nákvæmlega f jórar vikur, fjórar stuttar vikur, áður en hún sneri baki við St. Georges sjúkrahúsi. Það var allt of stuttur tími til að venjast tilhugsgninni um að lifa og starfa án þess að sjá Mark, hugsaði Myra í örvæntingu. París væri ekki lengur tengd Brent í huga hennar, heldur Mark. Hún vissi, að hún yrði að fara héðan. Það eina sem var fyrir hana að gera, var að fara heim og hef ja störf hjá föður sínum. Gæti hún nokkurn tíma orðið hamingjusöm í lífinu án Marks? En stoltið bannaði henni að fara til hans og biðja um að fá að segja honum sannleikann. Næstu daga hitti hún hann aldrei einan. Alltaf voru aðrir læknar viðstadd- ir hjúkrunarkonur eða sjúklingar. Og tíminn leið... brátt yfirgæfi hún sjúkrahúsið fyrir fullt og allt. Hún fengi aldrei að sjá Mark aftur. Hvernig var hægt að elska einn mann svona heitt og það mann, sem var svo þrjózkur og skilningssljór? Hann trúði aðeins því, sem hann vildi trúa. En hvers vegna vildi hann endilega trúa því, að hún elskaði Brent ennþá, væri meira að segja í leynilegu ástarsambandi við hann? Myra velti því fyrir sér, en komst ekki að niðurstöðu. Greinilegt var, aðsamúð Marks var öll í garð Venetiu... samúð? Hafði Venetiu ef til vill tekizt að veiða hann líka og gera hann ástfanginn af sér? Þessi hugsun olli svo miklum sársauka, að Myra ýtti henni f rá sér. Ef það var satt, kæmist hún að því. Ef til vill var gott, að hún var að fara, þá fengi hún ekki að vita, hvernig málin þróuðust. Jafnframt því, sem henni var sagt upp við sjúkra- húsið, var ákveðið, að enski ballettinn héldi áfram sýningum sínum í Óperunni um óákveðinn tíma. Venetia hafði heillað Parísarbúa og fólk vildi, að hún framlengdi heimsókn sína. Það var Brent sem sagði Myru það. Hann kom inn einn morguninn, sem hún sat fyrir hjá Símoni í vinnu- stofunni. Hún hafði ekki sagt neinum, að hún væri að fara, en þó hafði hún fengið Símon til að flýta því að mála hana. Hún vissi, að það skipti Símon miklu máli og ef myndin tækist vel, yrði það til að gjörbreyta öllu fyrir gamla manninum. Vinnustofan var björt og rúmgóð og afgangurinn af ibúðinni gat rúmað heila fjölskyldu, hugsaði Myra og hún sagði það við Brent, þegar þau sátu og drukku kaff i meðan Sfmon málaði. Hún skildi ekki, hvers vegna hann roðnaði og leit undan. — Sagði ég einhver ja vitleysu? spurði hún brosandi. — En hvers vegna? Þið Venetia ætlið að gifta ykkur, er það ekki? Hvers vegna gerið þið það ekki strax, þegar þið hafið þessa íbúð? Hún sagði þetta í léttum tón, en hann vissi, að henni var alvara. Símon leit á þau, en hélt svo áf ram að mála. — Ég er sammála, drengur minn. — Ég líka, viðurkenndi Brent — en Venetia er á annarri skoðun. — Líkar henni ekki íbúðin? spurði Myra. — Hún hefur ekki séð hana. Hugsa sér ef það væri ég, sem hefði fengið tækifæri til að búa hérna, hugsaði Myra og skugga brá á andlit hennar, þegar hún hugsaði um að hún færi brátt frá París. Brent sá það og f lýtti sér að spyr ja: — Er eitthvað að, Myra? Gamli maðurinn gekk að legubekk í hinum enda herbergisins og lagðist þar niður, utan heyrnarmáls. — Ekkert, svaraði Myra. — Hvers vegna spyrðu? — Þú ert eitthvað svo föl, hefur verið það í marga daga, alveg síðan við f luttum hingað við Símon. Þú hef ur einhvern veginn ekki verið þú sjálf. Þú ert svo æst... gerir þér upp gott skap... eins og þú sért að reyna að dylja eitthvað. — Ég vissi ekki að þú værir svona skarpskyggn, Brent, sagði hún og reyndi að vera létt í máli. — Þú lítur bara á mig eins og sá sem ég var, en ekki eins og þann, sem ég er núna, sagði hann alvarlegur. ÞRIÐJUDAGUR 25. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikrimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðard' les söguna . „Þegar Friðbjörn Brandsson minnkaði” eftir Inger Sandberg (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Mi&degissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Oscar Wiide Sigurður Einarsson þýddi. Valdimar Lárusson byrjar lesturinn. 15.00 Mi&degistónleikar St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur Concerto grossoop. 6nr. 6eftir Hand- el, Neville Marriner stjórn- ar. Jost Michaels Kammer- sveitin i Munchen og Ingrid Heiler leika Konsert fyrir klarinettu, strengjasveit og sembal i B-dúr eftir Stamitz, Carl Grovin stjórn- ar. Fritz Henker og Kammersveit útvarpsins i Saar leika Fagottkonsert i B-dúr eftir Johann Christian Bach, Karl Ristenpart stjórnar. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 17.30 „Sagan af Serjoza” eftir Veru Panovu Geir Krist- jánsson les þýðingu sina, söguiok (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Trú og þekking Erindi eftir Aasmund Brynildsen rithöfund og gagnrýnanda i Noregi. Þýðandinn, Matthias Eggertsson bændaskólakennari, flytur síðari hluta. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Að tafli Ingvar As- mundsson flytur skákþátt. 21.30 Franski tónlistarflokkur- inn Ars AntiquaGuðmundur Jónsson pianóleikari kynn- ir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Harlads Björns- sonar.Höfundurinn Njörður P Njarðvik les (24). 22.40 Harmonikulög Veikko Ahvenainen leikur. 23.00 A hijóðbergi A þjóðveg- *num til Kantaraborgar Peggy Ashcroft og Stanley Holloway lesa úr Kantara- í!r?“ 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ónvarp Þriðjudagur 25. mai 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis, sem lýsir annrikinu undir þinglokin. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Columbo Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Vinur i raun Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.50 i skugga kjarnorkunnar Bandarisk fræðslumynd um ógnir kjarnorkunnar á styrjaldartimum og þær hættur, sem notkun hennar fy'gja. jafnvel á friðartim- um. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.