Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 10
TtMINN Þriðjudagur 25. mal 1976. 10 Svalt og bjart I Reykjavík þjóðhátiBardag Nor&manna 17. mai. Trén við sendiráðið naum- ast farin að bæra á sér. Brum trjánna hafa hægt um sig ennþá og flýta sér ekki að kasta alveg af sér brumhlifunum. Einkum fer birkið varlega, það hefur lært af þúsund ára reynslu. Reyniviöurinn er djarfari, það eru farnar að sjást hálflaufgað- ar greinar hans móti sól. Ribsiö laufgast óðum og sér i blóma- klasana. Kannski verður berja- ár? Viðireklarnir teygja loðna kollana móti sumri og yl. Fagurgular rákir af páskalilju lýsa upp við húsin og himinbláir blettir af stjörnulilju sjást viða i görðum. Túlipanar nývaknaðir og skarta flestir i rauðum lit. Margvislega litir lyklar (primúlur) gægjast varlega upp úr moldinni. Það er kominn vorhugur i menn og málleysingja. „Lömb- in skoppa hægt með hopp, hugar sloppin meinum”. Fólk er að hreinsa til úti i görðum, bera á og gróöursetja hrislur og fjölær- ar jurtir. Það er of snemmt fyrir sumarblómin ennþá. Garð- yrkjufélagið og Skógræktar- félagiö halda námskeiö i gróðursetningu, hiröingu og tegundavali. Margir koma, hlusta, spyrja og læra. „Látið ekki sól skina á ræturnar, þær mega ekki þorna, já, þær þola ekki sól lengur, en þið þoliö að hafa hausinn á kafi i vatni”, predikar einn. Annar gengur um og tekur i plöntur, sem nemandi hefur gróöursett, gott, þær sitja blýfastar, þannig á það að vera. Lausar plöntur skakast til og ofþorna. Menn eru farnir að dytta að húsum sinum og mála. Sjá mynd af Njálsgötu 31 þann 11. maí. Þar var verið aö mála bárujárniö, bæöi á hliöum og þaki. Húsin i Reykjavik eru lit- skrúðug sem betur fer: Grá, hvit, brún, rauögul, leirljós o.s.frv. Þök flest rauð eöa græn. Fáein hús eru blá. Það kvað vera algengur húslitur i Rússiá. Gömlu torfbæirnir voru vina- legri aö sjá, en aö ýmsu óhent- ugri og láku i stórrigningum. Bárujárnshúsin halda vindi og vatni,enmarflötuþökin ervoru i tizku um skeið, aö þvi er virt- ist hripláku flest og eiga illa við islenzkt veðurfar. Gegn fallegu steinhúsunum úti á Ægisiðu, tróna grásleppu- hjallar og enn er þar róöið úr Garða- og Grimsstaðavör. Talsverö landeyöing kvað vera þar af sjávargangi. Timarnir breytast. „Farið þið út og náið i hrafnablöökur og fardagakál i matinn”, sögðu langömmur okkar við börn sín t Hljómskálagarðinum 17. mai 1976. Ingólfur Daviósson: BRUGÐIÐ UPP VORM YNDUM t Grimsstaðavör við Ægisiðu 7. mai 1976. um þetta leyti vors. Já, nú eru fifla- og njólablöðkur viða vel sprottnar og bragðast vel, mat- reiddar sem salat eða spinat. Fifilblöðkur þykja fyrirtaks- réttur viöa suður i löndum — og eru jafnvel ræktaðar. Fjalla- grös, hvönn og söl voru öldum saman helzt grænmeti vor ís- lendinga, en hafa eðlilega þokað fyrir uppskerumeiri ræktuðum garðjurtum, þ.e. kartöflum, káli, rófum, gulrótum o.fl. Ef þiö viljið reyna eitthvað nýtt, getið þið sáð til silfur- blöðku (sölvbede) sem er skyld spinati, en þolir dálitið frost og stendur fram á haust. Ung blöð silfurblöðku eru góð sem salat eða spinat, en síösumars, eru hinir stóru blaðleggir ágætir i kjötsúpu. Alaskalúpinan er ekki mat- jurt og varla góð beitarjurt heldur, en það virðist hægt að græða upp sendiö land og jafn- vel mela með henni — og hún bætir jarðveginn eins og aðrar jurtir ertublómaættar (belg- jurta), þvi að á rótunum lifa gerlar i smáhnúðum og vinna köfnunaretai úr loftinu. Alaska- lúpinan blómgast snemma og er hin vöxtulegasta. Eru fagurblá- ar breiður hennar hinar feg- urstu — og nú farið þiö að sjá þær. Lág viða sléttklippt limgerði úr fjallaribsi eru farin að laufg- ast og eru hin snotrustu. Miklu stærri skjólgarða geta raðir af birki eða viði myndað. Birkið er harðgerðast, stormþolnast og er ekki vandlátt að jarðvegi, en það vex hægt. Viðir vex mun fljótar, ef jarðvegur er frjósam- ur. Um ýmsar viðitegundir er að velja, en algengust munu gulviðir og bastarður hans og gráviðis-brekkuviðirinn og einnig viðjan. Brekkuviðir er þéttvaxinn og góður i fremur lág gerði. Viðjan verður mun hærri, getur orðið allmikiö tré. Gljáviðirlaufgast seinna en hin- ir, en heldur lika laufinu langt fram á haust, fagurgljáandi. Lús sækir litið á hann og skógarmaðkur ekki mikið held- ur. Gljáviðir verður stór og um- fangsmikill með timanum, en hægt er að halda honum i skefj- um með klippingu. Hann getur orðið allmikið tré. Er mikið af gljáviöi i Reykjavik komið út af stórri, gamalli hrislu I gamla kirkjugaröinum við Aðalstræti. Vesturbæjarviöir er algengur i Reykjavik, vex ört og veröur stór, en ekki er hann vindþolinn svo vel sé. Auðvelt er að fjölga flestum viöitegundum með græðlingum úti i garöi. Trjám, sem ekki eru eins auðgróa, t.d. birki og barr- trjám, er hægt að fjölga á sama hátt inni i hlýju og röku gróður- húsi. Veljið góðar hrislur til undaneldis! Þessa dagana skrýðist lerkið ljósgrænu barri. Það er fegurst þegar það er nýbúið að klæða sig! 17. mai létu börn leikskólans i Langagerði fara vel um sig i Hljómskálagarðinum, undir styttu Thorvaldsens. Fóstrurn- ar fræddu þau um ýmislegt sem fyrir augun bar. Bak við stjórnarráöiö ilmaði nýsiegin grasflöt 21. mai. Jú, sumar i lofti, sólin skin, sætlega angar jörðin”. Norska sendiráðið við Hverfisgötu 45, 11. mai 1976. Njálsgata 31 fyrir miðju. Vormáining 11. mai 1976'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.