Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 25. mai 1976. TÍMINN 21 Einar Sigurfinnsson: frRit sem vert er að vekja athyglimannaog kvennaá" Blik heitir ársrit eitt, sem gef- ið er út á íslandi. A Islandi, já, þótt Vestmannaeyjar hafi verið aö mestu leyti vettvangur þess og efnissvið. Þó djúpt og ókyrrt sævarsund sé milli lands og eyja eru þær samislenzkar að eðli og tign, sem aðrir landshlutar. — tsland óg Vestmannaeyjar var þó sagt og mun sjást ritað. „Blik” var upphaflega litiö „ársrit gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja” hafið og haldiö uppi af skólastjóranum Þor- steini Þ, Viglundssyni, þeim manni sem sá góði skóli á eink- um að þakka tilveru sina og vaxandi gengi. 1 rúmlega þrjá- tiu ár hefur þetta rit komið út og heitir nú „Ársrit Vestmanna- eyja” og hefur „fyrrverandi” skólastjóri, Þorsteinn Þ. Vig- lundsson, annazt útkomu þess og efivi á eigin kostnað. Ég á þetta rit, „Blik”, frá ár- inu 1956, eða siðan ég varð Ey- verji. Þaö er vissulega marg- þætt og merkilegt safn, mynda- auðugt skemmti- og fræðirit, mest snertandi Vestmannaeyj- ar og menn, sem þar hafa dvalið og starfaö og koma þar furöan- lega margir við sögu. Einatt byrjar hver árgangur á „hug- leiðingu” við skólasetningu eöa skólaslit, fluttri af skólastjóra eða sóknarpresti. Þá eru margs konar skrár og skýrslur um skólann og námsfólk. Nöfn og fjöldi, heimili og foreldrar ný- nema, furðu margþættur fróö- leikur með ævarandi gildi. Þar er og „þættir nemenda”, frá- sagnir eða hugðarmál þeirra, skemmtilega skrifaðir smá- pistlar, sem nokkuð glöggt sýna hugi höfundanna ungu, sem flestir uröu starfandi borgarar i þessum fósturbæ sinum. Já, það var árið 1956 sem ég kynntist og eignaðist „Blik” fyrst.Þaðertalinn 17. árgangur þessa rits. Hefst það með mynd- um frá heimsókn forseta Is- lands, herra Asgeirs Ásgeirs- sonar, og frúar hans til Eyja. Þar er og glögg og góð ritgerð um kirkjur i Vestmannaeyjum frá kristnitöku til vorra tlma, eftir sr. Jens A. Gislason, þáttur og myndir af gamla athafna- svæðinu við höfnina, gömul skjöl og margt fleira. í næsta árgangi, 1957, er meðal annars bygging og lýsing Strandakirkju, sem er með elztu steinkirkjum landsins, byggð af óvenjulegum stórhug. Ritgerð er um baráttu við „ginklofa” sem var alvarleg drepsótt, eink- um i Eyjum. Um þessar mundir var að risa sú mikla skólahússbygging, sem setur sinn tignarsvip á efri hluta bæjarins. Mikla baráttu og erfiði kostaði þessi bygging og þaö sem þessum skóla kemur við, og segir „Blik” allmarga þættium það efni, á við og dreif, allsögulega og næsta ótrúlega andúð, sem við var að etja á ýmsan hátt. Marga sögulega þætti hefur ritið fiutt um leiklist i Eyjum, iþróttastarfsemi og ýmsan ann- an félagsskap, með fjölda góðra og greinilegra mynda. Um land- búnað og sjávarsókn, fuglaveið- ar og fleira, sem við kemur at- vinnuháttum ýmissa tima og alls staðar eru myndir til skýringa. Vi'ða eru þættir um ýmsa ein- staka menn, sem að einhverju koma við sögu Eyjanna, eða hafa átt þar lengri eða skemmri dvöl. Greinilegar umsagnir eru um utanþjóðkirkjusöfnuðina og þeirra störf, og svo framvegis. Þótt meginhluti „Bliks” sé samið eöa safnað af útgefenda þess, eru margir höfundar þar, með ágætar greinar. Má þar til dæmis nefna Arna simritara Arnason, fjölfróðan sagnaþul. Ýmsir rita þar um atvinnu- rekstur og margs konar samtök af eigin raun, skýrar myndir með af mönnum og mannvirkj- um, til glöggvunar. Og nú, þegar ég er að pára þessar linur, færir pósturinn mér nýtt „Blik”, 32. árgang, 1976. Enn eitt merki tryggðar og vináttu útgefandans, Þorsteins Þ. Viglundssonar, og konu hans. Ekki lét ég lengi dragast að opna ritið, fletta blöðum þess og skoðamyndir, margar og glögg- ar. Og svo hef ég farið yfir efni þess, sem er allfjölbreytt og skemmtilega skráð. Nefna má til dæmis Um sam- vinnufélagstilraunir I Eyjum og stofnarnir i þeim greinum, skrá um muni byggðasafns Vest- mannaeyja, hvort tveggja framhald frá fyrra ársriti. Byggðasafnið er að mestu leyti verk Þorsteins og er það I um- sjón hans og umönnun. Þá er „Bréf til vinar mfiis og frænda” — hófst einnig I siðasta hefti — „Æviþáttur”, sem er löng og margslungin frásögn, ótrúleg en svo góðum rökum studd að óhrekjanlegt mun vera. Vélbátarnir eiga þar og sinn þátt, með mörgum myndum. Margir þættir eru I þessu nýja „Bliki” til gamans og gagns. Það er eigulegt og læsilegt eins og hin fyrri. Þróttmikið, is- lenzkt mál er ein þess höfuö- prýði. Þökkum „Blikið” Þorsteinn. Mættum viö fá meira að heyra. Einar Sigurfinnsson Hveragerði Reiður skattgreiðandi: ,,En, hvílík afgreiðsla!" Reiður skattgreiðandi i Kópa- vogi ritaði blaðinu og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég þurfti að gegna erindi á bæjarskrifstofunni i Kópavogi nýlega, sem ekki er I frásögur færandi. En þvíllk afgreiðsla! Eða réttara sagt, það var engin afgreiösla á staðnum! Þegar ég kom inn, biöu fjórar eða fimm hræður eftir afgreiðslu, og röltu um skrifstofuna i reiðuleysi. Hvar var afgreiöslufólkið sem við skattborgararborgum laun? Jú,einn maöur fyrir innan borö- ið var að tala I simann við kunn- ingja sinn, hitt fólkið var annað hvort að rabba saman, ekki við, eöa að snúast um sjálft sig. Af fólkinusem fyrir framan borðiö var, skipti sér enginn né þóttist sjá það. Eftir að hafa beðiö I hálfa klukkustund hætti áðurnefndur maöur loksinsislmanum, en fór siöan að huga aö einhverjum plöggum á boröi sinu. Ég spuröi þá loks, þvi lengur gat ég ekki á mér setiö, hvar afgreiöslufólk skrifstofunnar væri, og hvort væri ekki hægt að fá að ljúka er- indi sinu fyrir lokunartima. Jú, afgreislufólkið á að vera hérna einhvers staöar, sagði maður- inn, sem virtíst hálfhissa á að einhver þarna fyrir framan boröið gæti talað. Ég skamm- aðist yfir þessari þjónustu, sem virtistþó litil áhrif hafa á mann- inn. En ég spyr, við sem borgum mikla skatta, sem að hluta eru notaöir til að greiöa fólki þessu laun, eigum við ekki heimtingu á að viö fáum afgreiöslu á opin- berum skrifstofum? Telur þú, að nú sé tlmi til þess að semja við — Telur þú, að nú sé tími til þess að semja við Breta? fengið uppgjöf á sinni sekt, þeir eru látnir hirast inni og taka út sinn dóm. Viö getum ekki gefið eftir, þvi við höfum engan fisk til handa þeim. En það er kannski ætlun þeirra að hiröa skikann með öllu saman? Þóra Haraldsdóttir, verzlunarstjóri: — Ails ekki. Það á alls ekki að semja við Breta. Jón Sæmundsson, blikksmiður: — Aö minum dómi á alls ekki aö semja við þá. Þeir hafa sýnt okkur fádæma yfirgang og frekju — en ætla svo sjálfir að færa út eigin landhelgi. Stefán Vilhjáinisson, starfar á hvalbát: — Nei, þaðer alls ekki timabært. Viðhöfum ekkert um aö semja, enda fyrirsjáanlegt aö það verði að leggja fiskiskipaflota okkar sjálfra meira eða minna, vegna þess hvernig ástand fiskistofn- Ómar Karlsson, bátsmaður á varðskipinu Ver: — Nei alls ekki. Það er enginn grundvöllur fyrir samningum við Breta. Senn veröa samþykkt alþjóðalög um 200 milna fiskveiði- lögsögu, auk þess sem framferði þeirra hefur veriö þannig, að ómögulegt er að semja við þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.