Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 25. maí 1976. Amnesty International: Árslöng alþjóðleg kynningarherferð gébé: Rvik — Nýlega var i stuttri heimsókn hér á iandi, Guy Binsfeld, fulltrúi samtak- anna Amnesty International. Binsfeld er Luxembourgarmað- ur, félagsfræðingur að mennt, i og hefur ráðið sig til Amnesty næstu tvö árin til að sjá um kynningarstarfsemi fyrir sam- tökin. Binsfeld er að undirbúa mikla alþjóðlega herferð, sem Amnesty hyggst gangast fyrir á næsta ári til kynningar á starf- semiog markmiði samtakanna. Margt verður gert i þvi skyni, en Timinn ræddi stuttlega við Binsfeid meðan hann var stadd- ur hér. — Starfsemi Amnesty Inter- national hefur aukizt stórkost- lega þessi fimmtán ár, sem samtökin hafa starfað, sagði Binsfeld. Meðlimir samtakanna eru um 70 þúsund talsins f 34 löndum þar sem starfandi eru landsdeildir. Þessi fyrirhugaða herferð mun hefjast 10. desem- bernk., mannréttindadagSþ. og standa til 10. des,næsta ár. Ætl- unin er ekki aðeins að kynna starfsemi Amnesty I fjölmiðl- um, heldur einnig i verkalýðs- samtökum og öðrum félaga- samtökum. Ég mun fara til flestra þeirra landa, sem Am- nesty starfar i, þótt þvi miður sé ómögulegt að fara til þeirra allra, sagði Binsfeld. Meðal þess sem Binsfeld nefndi i sambandi við kynn- ingarherferð AI, sagði hann að frægir listamenn myndu gera veggspjöld, sem yrðu siðan seid i Al-löndunum, sýningar á ýms- um þjóðlegum munum frá hverju landi og sagðist hann vona i því sambandi, að Islend- ingar sæju sér fært að leggja þar eitthvað af mörkum. Þá munu verða haldnir tónleikar i Miinchen undir stjórn hins heimsfræge hljómsveitarstjóra, Leonard Bernstein og myndi allur ágóði frá þeim renna til starfsemi AI, auk þess sem þeir verða hljóðritaðir og plata seld i sem flestum löndum. — Við vonumst til að öllum undirbúningi verði lokið i sept- ember í haust, sagði Guy Bins- feld, og það er von okkar, að við getum með þessu aukið skilning fólks á vandamálum þeirra fjöl- mörgu fanga, sem samtökin berjast fyrir og vakið áhuga á starfi okkur, jafnframt sem vonazt er eftir enn fleiri starfs- kröftum. Auglýsið í Tímanum Bændur 14 ára drengur óskar eftir aö komast í sveit í sumar. Hefur verið i sveit áður. Upplýsingar í síma 41608. Sveit Óska eftir að koma 10 ára telpu á gott sveita- heimili í sumar í tvo og hálfan mánuð, gegn meðgjöf. Upplýsingar í síma 4- 24-49. 15 óra drengur óskar eftir að kom- ast i sveit. Upplýsingar i sima 91-21619, eftir kl. 7 á kvöldin. Bændur 13 ára duglegur dreng- ur óskar eftir að kom- ast í sveit í sumar. Hefur verið í sveit áð- ur. Upplýsingar í sima 30634. Til sölu heybindivél, baggasleði og heykló. Upplýsingar i sima 99-1192, Selfossi. Frd Hússtjórnarskóla Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Sýning verður opin miðvikudag 26. mai kl. 16-22. fimmtudag 27. mai kl. 10-22. Skólastjóri. Ljósmóðir Ljósmóður vantar til starfa við sjúkrahús Patreksfjarðar um óákveðinn tima. Nán- ari upplýsingar á sýsluskrifstofunni á Patreksfirði. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Lesendur segja: Gísli AAagnússon: Við stöndum einir í landhelgismólinu En eigum þó vopn, sem dugað gætu til sigurs Samtimis þvi, að engu munar að brezk herskip grandi íslenzk- um varðskipum og áhöfnum þeirra, hrópa skriffinnar blað- anna og jafnvel sumir alþingis- menn hástöfum, að við höfum borið sigurorð af Bretum. Sein- ast i morgun, þ. 11. mai, var les- in sú geipan ritsijóra Alþýðubl., aðvið hefðum sigrað Breta, þeir væru í dauðateygjunum. Svona svigurmæli eru ábyrgöarlaust fleipur. Afsama toga er spunnið barnalegt hjal sumra ritstjór- anna, að nú verðum við að fara að sýna Bretum meiri hörku i baráttunni á miðunum. Hvers konar hörku? Gera ekki varð- skipsmenn allt, sem hægt er — og jafnvel meira til? Eigum við að fara að skjóta á herskipin eða hvað? Við stöndum einir, Islending- ar. Ahafnirvarðskipannaleggja sig í lifshættu dag hvern. Þeir menn hafa unnið ótrúleg afrek. Hvar eru nú kempurnar, þessar sem kenndu sig við „Varið land”? Þær þegja eins og steinn. Er leyfilegt að ætla að þeim hafi lærzt að blygðast sin? Við stöndum einir. Viö send- um „harðorð mótmæli”. Það er sjálfsögð „hefð”, þegar likt stendur á, en vita gagnslaus hefö. Bretinn mótmælir lika. Við höfum leitað aðstoðar hjá „bjargvættunum”. Við höfum beðið Atlantshafsbandalagið á- sjár, þar sem við erum ein af bandalagsþjóðunum. En Nato bresturbæðivilja ogmátttil að- stoöar. Hitt þykir þeim viðhæfi, höfðingjunum sem þar hafa tögl og hagldir, að beita íslendinga efnahagslegum þrælatökum, til þess að reyna að beygja þá i duftið Við höfum kært Breta fyr ir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Arangur enginn — og bjóstenginn við, að ég ætla. Við höfum leitað til „verndarengl- anna” i vestri um leigu eða kaup á skipi. Þeir hafa máttinn, en þá brestur viljann. Því var svarið þvert NEI, þegar það loksins kom. Og svona til að hressa ofurlitið upp á vesalings Bretann lét stjórn Bandarikj- anna Kissinger flytja Cross- land hinum brezka þann fagn- aðarboðskap, að hann þyrfti ekkert að óttast, það væri af og frá, að Bandarikin léti stórveld- ið i norðri fá nokkurt skip til þess að klekkja á hinum friða flota Breta. Ég spyr enn: Hvar er nú „Variöland?” Væri ekki tilvalið fyrir þá ágætu menn, er þar voru innstu koppar i búri og höfðu sig mest i frammi, að hefja nýja undirskriftasöfnun? Vissulega stöndum við einir. En við höfum vopn, sem bita mundi, efbeitt væri. Við gætum hótað úrsögn úr Nato. Við gæt- um hótað lokun herstöðvarinnar á Keflavik. Og viö gætum sett þessar hótanir þannig fram, að eigi yrði efast um aö alvara byggi að baki. Tveir af ráðherr- um Framsóknarflokksins hafa hvað eftir annað gefið í skyn, að vel gæti til mála komið að beita þessum vopnum. Hvi er það eigi gert? Hverjir standa þar i gegn? Spyrjið Geir. -Þarf ef til vill skipstap og tortlming mannslifa til að koma? Enda þótt ég hafi frá önd- verðu veriö andstæður erlendri hersetu á íslandi og sýnt það á sinum tima við atkvæðagreiðsl- ur f miðstjórn Framsóknar- flokksins, þá var ég hlynntur þvi, að við gengjum i Atlants- hafsbandalagiö. Ég trúði þvl, að það myndi geta orðið okkur til halds og trausts. Sú trú er nú löngu fokin út I veður og vind, enda sýnt aðþetta var falstrú. 1 Natohugsar hver þjóð um sjálfa sig — og aðeins um sjálfa sig. Þar er engu skyett um lif og hagsmunilitillar þjóðar við yzta haf. Þetta er sú blákalda stað- reynd, sem blasir við. 11/5 ’76. GIsli Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.