Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. mai 1976. TÍMINN 17 Keflvíkinqar halda sínu striki — þeir unnu góðan sigur (2:1) yfir hinu unga liði Þróttar í fjörugum leik í gærkvöldi ÓLAFUE JÚLIUSSON........ átti einn stórleikinn enn i gærkvöldi. Keflvíkingar tóku foryst- una í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi, þegar þeir unnu sigur (2:1) yfir nýliðum Þróttar í mjög líflegum leik í Laugardalnum. Keflvik- ingar áttu f ullt i fangi með hið unga lið Þróttar, sem fer fram með hverjum leik. Leikurinn var mjög liflegur til að byrja með og skiptust liðin á að sækja — og sköpuðust þá oft hættuleg tækifæri við mark lið- Baráttu- glaðir KR-ingar — höfðu ekki heppnina með sér gegn Fram TAÐAN FRAMARAR voru heppnir að tryggja sér jafntefli (1:1) gegn hinum baráttuglöðu KR-ingum, sem hafa farið mjög vel af stað i 1. deiidarkeppninni. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks og náðu góðum tökum á miðjunni — ætluðu sér greinilega ekkert nema sigur. En heppnin var ekki með þeim og þeir urðu að sætta sig við jafntefli gegn slöku Fram- liði, sem leikur langt frá því, sem • það bezt hefur gert undanfarin ár. KR-ingar voru ákveðnir — þeir voru fljótari á knöttinn, en Framarar, og náðu góðum tökum á miðjunni. Björn Pétursson var drjúgur — hann átti oft lúmskar sendingar, sem sköpuðu usla I Fram-vörninni, sem var oft illa á verði. Það er greinilegt, að Fram- liöið er ekki eins sterkt og sl. sumar — leikmenn eru ekki eins grimmir og oft áður og munar mest um, að Marteinn Geirsson er ekki eins ákveðinn og sl. keppnistimabil, þegar hann skor- aði 8 mörk. Höfuöverkur Fram- liðsins er miðjan og sóknin, en Framarar eiga enga kraftmikla miðvallar- og sóknarleikmenn, sem geta púrrað upp þann kraft, sem þarf til, að ógna og skapa hættu upp við mark andstæðing- anna. KR-liðið er skipað léttleikandi leikmönnum, sem eru grimmir og ákveðnir. Halldór Björnsson stjórnar liðinu af miklum krafti — og er hann nú kominn i mjög góða æfingu og oröinn einn okkar allra sterkasti miðvallarspilari og miðvörður, en hann getur leikið þessar stöður jöfnum höndum. Halldór hefur sýnt það að undan- förnu, að hann á heima i lands- liðinu. Björn Pétursson var seigur á miöjunni — leikinn og útsjónarsamur leikmaður. Jóhann Torfason og Arni Guðmundsson voru menn fram- linunnar — léku varnarmenn Fram oft grátt. Hálfdán örlygsson skoraði (42.min.) mark KR-inga, eftir glæsilegt einstaklingsframtak — hann prjónaði sig i gegnum varnarvegg Fram og skoraði með föstu vinstrifótarskoti, sem Arni Stefánsson, markvörður Fram, réði ekkert við. Hálfdán lék á 3 Framara og komst á auðan sjó inni i vitateig, þar sem hann lét skotið riða af — knötturinn hafnaði ofarlega i hliðarnetinu fjær. Agúst Guðmundsson skoraði mark Fram-liðsins (63. min.) og var það einnig glæsilegt. Pétur Ormslev tók hornspyrnu — knötturinn fór vel fyrir markið og hafnaði hjá Agústi, þar sem hann var staðsettur við markteigs- hornið fjær — Agúst afgreiddi knöttinn með viðstöðulausu skoti, sem skall i hliðarnetinu fjær, óverjandi. MAÐUR LEIKSINS: Halldór Björnsson. —SOS anna, sem ekki nýttust. Keflvik- með hverjum leik. Þeir láta ingar skoruðu fyrsta mark leiks- knöttinn ganga og nota breidd ins — Rúnar Georgsson, eftir ljót vallarins. Þorvaldur t. Þorvalds- mistök varnarmanna Þróttar, son er mjög snjall spilari og skap- sem sendu knöttinn til hans. Kefl- ast alltaf hætta, þegar hann t'ær vikingar skoruðu seinna markið, knöttinn, þvi að hann getur skotið rétt fyrir leikshlé — og þá tók og á þá oft stórhættulegar send- bezti maður vallarins, Ólafur ingar. Sverrir Brynjólfsson er Júliusson, góða hornspyrnu og einnig drjúgur og duglegur leik- sendi knöttinn vel fyrir markið, maður. Annars er ekki hægt að þar sem Sigurður Björgvinsson segja annað, en Þróttarar eigi kom á fleygiferð og skallaði framtiðina fyrir sér. knöttinn örugglega fram hjá Jóni Þorbjörnssyni, markverði Þrótt- MáÐUR LEIKSINS: óiafur ar. Sigurður opnaði þarna Júliusson. markareikning sinn i 1. deildar- — SOS keppninni. Þróttarar skoruðu mark sitt á 60. minútu og var það stórglæsi- legt. Sverrir Brynjólfsson skaut þá góðu „bananaskoti” af 30 m færi — knötturinn hafnaði efst upp undir þverslánni. Ólafur Júliusson og Gisli Torfa- son léku aðalhlutverkið hjá Keflavikur-liðinu, sem sýndu oft ágæta knattspyrnu. Þá var Sigurður Björgvinsson, hinn efni- u • , , j ... legi unglingalandsliðsmaður, STAÐAN er nu þessi I 1. de.ldar- góður á miðjunni — hann stöðvaði a margar sóknarlotur Þróttar. Ein- .......... ar Gunnarsson og Guðni ™,ur................ Kjartansson standa alltaf fyrir Alír;n"............., sinu i vörninni — þeir hafa sterka . ..........„ , r , „ ® , bakverði við hliðina á sér, þar ^ik.ngur............. ; sem þeir Lúðvik Gunnarsson og c'u3”' ................, !! : : : Einar Ásbjörn Ólafsson eru. Rún- ..........„ ar Georgsson s»u sig bezt . ..........JJJJ ! J sókninni — marksækinn leikmað- ..........3003 .7 0 ur, sem getur skorað mörk. ' . ., Þróttarar sýndu i þessum leik, Markhæstu menn: þrátt fyrir tapiö að þeim fer fram ,Ie.rma"n( G«*nnamon Val....3 F J F Bjorn Pétursson, KR..........2 Friðrik Ragnarss. Keflavik....2 Guömundur Þorbjörnss. Val.... 2 _ - óiafur Júliusson, Keflavik....2 Aftur siálfsmark Rbn„G.or6,,.„,K„..vik « 1. DEILD HALFDAN ÖRLYGSSON... skoraöi glæsilegt mark fyrir KR. hjá Þórsurum... Akureyrarliöin Þór og KA geröu stórmeistarajafntefii (1:1) þegar þau leiddu saman hesta sina um helgina I 2. deildarkcppninni. Þórsarar endurtöku leikinn, sem þeir léku gegn Vestmannaeying- um á dögunum — þeir opnuöu leikinn meö sjálfsmarki. Þaö var Oddur óskarsson, sem varö fyrir þvl óhappi, aö senda knöttinn I eigiö mark — eftir aöeins 3 minútur. Þórsarar gáfust ekki upp — þeim tókstað jafna (1:1) stuttu sfðar, þegar Baldvin skoraöi af stuttu færi. Eftir þetta skiptust liöin á að sækja — en ekki urðu mörkin fleiri. Gunnar Austfjörð átti beztan leik hjá Þór, eins og oft áður, en Hörður Hilmarsson, sem lék nú i stööu miðvarðar, Jóhann Jakobsson og Gunnar Blöndal voru beztir hjá KA. 2. DEILD Selfoss.. Sumarli&i ... (1) Armann. Birgir 2, Svcinn, Magnús .0)4 Reynir .. Gunnar IsafjörSur. Kristinn Haraldur, Húnar, Jón Þór......... Baldvin Vestm.ey. ... (0) 2 Völsungur örn Valþór .(1) ÍKA........ Oddur s.m. „KR-ingar komu mér skemmtilega á óvart" þeir eru með léttleikandi lið, sagði Guðgeir Leifsson KR-ingarnir komu mér skemmtilega á óvart — þeir eru iéttleikandi og skemmtilegir enda reyndu þeir aö láta knöttinn ganga, sagöi Guögeir Leifsson, eftir aö hann haföi séö KR og Fram gera jafntefli (1:1) Halldór Björnsson er maöur KR-liðsins — ég hef aldrei séö hanneins góöan. Hann batt KR-liöiö saman meö krafti sinum og dugnaði, og sendingar hans voru mjög góöar. Haildór er aö minu mali, oröinn þaö sterkur, aö hann á heima i iandsliöinu — hann var bezti maður vallarins. Þá fannst mér Björn Pétursson einnig góöur — þaö er alltaf mikiö spil i kringum hann, sagöi Guögeir. — Framararnir komu mér einnig á óvart. Ég er hissa hvað þeir eru slappir núna — leikmenn liösins virðast llflausir og það vantar allan kraft i þá. Þá er sóknarleikur þeirra ekki nógu beittur, sagði Guðgeir. — Hvernig fannst þér leikurinn i heild? — Hann var ekki nógu skemmtilegur og stafar það aðal- lega af þvi, að leikmenn liðanna notuðu ekki breidd vallarins nógu mikið — þeir reyndu of mikið að brjótast upp miðjuna i staðinn fyrir aö nota kantana. Mestu hætturnar skapast ávallt, þegar leikmenn ná aö br jótast upp kant- ana og komast upp að endamörk- um og gefa þaðan fyrir — ef það tekst, þá skapast mikil hætta upp við mörkin, sem oft gefur mörk, sagði Guögeir, sem var mjög hrifinn af nýja grasvellinum I Laugardal. — Þetta er mjög góöur völlur — hann yrði miklu betri, ef hann væri snöggsleginn, en ekki látinn vera svona loðinn. Þá mætti völlurinn vera breiöar.i, sagði Guðgeir. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.