Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. maí 1976. TÍMINN 9 AðalfundurFélags íslenzkra fræða Félag íslenzkra fræða hélt aðal- fund sinn fyrir skömmu Reykja- vík. A fundinum urðu talsverðar umræður um framtiðarstarf félagsins. Fram kom, að félagið á kost á húsnæöi fyrir slarfsemi sina að Hverfisgötu 26, þar sem BHM hefur nú aðsetur sitt. Fundurinn heimilaði stjórn að taka þetta húsnæði á leigu, en með þvi mun stórbatna aðstaða félagsins til að efla starfsemi slna I nánustu framtlð, segir I frétta- tilkynningu. Dr. Jakob Benediktsson rit- stjóri Orðabókar Háskólans flutti erindi á fundinum um íslenzka málnefnd. Kom fram I máli hans, að starf nefndarinnar hefur veriö minna en skyldi undanfarið, fyrst og fremst vegna fjárskorts. 1 framhaldi af máli hans spunnust umræður um málvernd almennt, og m.a. kom fram sú hugmynd, að hrundið yrði af stokkunum fréttabréfi um málrækt, sem kæmi út ársfjóröungslega. Sam- þykkti fundurinn ályktun, stílaöa til menntamálaráöherra, þar sem skorað er á hann að efla starf ís- lenzkrar málnefndar og gera kleift að.hefja útgáfu sllks frétta- bréfe. Fráfarandi formaður félagsins, Sverrir Tómasson cand. mag., gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður I stað hans var kosinn BjörnTeitsson mag. art. og ritari Eysteinn Sigurösson cand. mag. Gjaldkeri félagsins er Einar G. Pétursson cand. mag. I vara- stjórn sitja dr. Bjarni Einarsson, Kristin Arnalds cand. mag. og Eirikur Þormóðsson cand. mag. Kór Tónlistarskólans með tónleika á Hellissandi gébé Rvik — Næstkomandi mið- vikudagskvöld, 26. mai, heldur Kór Tónlistarskólans I Reykjavik tónleika I félagsheimilinu á Hell- issandi kl. 20.30. Söngstjóri kórs- ins er Marteinn Hunger Friðriks- son. A efnisskrá eru íslenzk og er- lend þjóðlög i útsetningu frægra tónskálda, gamankeðjusöngvar eftir Mozart og litil barnaópera, sem nefnist „Við reisum nýja Reykjavik” eftir Hindemith. Þá munu ungir listamenn einnig leika á hljóðfæri á tónleikunum. ■ TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOOIO u Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H|f. ÓSEYRI 8 EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR. Bach-tónleikar í Hóteiqskirkju Efnisskrá: Jóhann Sebastian Bach: Kantata nr. 106: Actus tragicus Kantata nr. 147: Herz und Mund und Tat und Leben Menn telja að Jóhann Sebasti- an Bach hafi samið 265 kantöt- ur, þótt ekki séu til nema 202 sem sannað veröur að séu eftir hann. Hinn 2, og 3. mai sl. fluttu kór Langholtskirkju, kammer- sveit og einsöngvarar tvær þeirra i Háteigskirkju. Stjórn- andi var Jón Stefánsson, organ- isti og söngstjóri Langholts- kirkju, en einsöngvarar ólöf K. Harðardóttir (sópran), Sigriður E. Magnúsdóttir (alt), Garðar Cortes (tenór) og Halldór Vil- helmsson (bassi). Þótt langt sé um liðið langar mig til aö geta þessara tónleika fáeinum orð- um. Fyrir tónleikana birtu dag- blöðin mjög skilmerkilega fréttatilkynningu, þar sem m.a. var I stuttu máli rakin afreka- skrá kórsins, svo og umsagnir fræðimanna um kantöturnar tvær sem fluttar yrðu. Fyrri kantötuna, Actus tragicus, segir þar að Bach hafi samið áriö 1707, þá 22ja ára, og skotið þar með öllum samtimamönnum sinum langt aftur fyrir sig, enda hafi list hans varla náð hærra né hugsunin dýpra i annan tima. En um siðari kantötuna, Herz und Mund und Tat und Leben, segir að hún sé samin fyrir vitjunardag Mariu 2. júli, og úr þeirri kantötu sé hin vel þekkta útsetning Bachs á sálmalaginu Slá þú hjartans hörpustrengi. Upprunastefna Svo sem kunnugt er hafa hljóðfæri þróazt verulega siðan á dögum Bachs, bæði blásturs- og strengjahljóðfæri. Trompet- ar voru þá t.d. takkalausir, og þvi liggur trompetrödd 2. Brandenborgarkonsertsins svo hátt, að þar eru náttúrutónar hljóðfærisins þéttastir. Venju- lega láta menn sig hafa það að leika Bach á nútima-hljóðfæri, enda hefði hann vafalaust samið fyrir þau hefðu þau verið fyrir hendi. En þó vilja sumir hverfa aftur til upprunans, og leika á „upprunaleg” hljóðfæri, blokk- flautur, viola da gamba, takka- lausa trompeta. Slikt orkar jafnan nokkurs tvimælis, sér- staklega þó þegar munurinn er einungis fólginn I tæknilegum erfiöleikum við hljóðfæraleik- inn, en hljóm-munur er hverf- andi. Hins vegar má kannski segja, að sjálfsagðasta aftur- hvarfið til upprunans sé það að stilla stærð kórs og hljómsveitar I hóf, og að nota sembal en ekki pianó. A þessum tónleikum var leikið á blokkflautur, og gerðu það Jósef Magnússon og Sigrið- ur Pálmadóttir. Tónn blokk- flautunnar er talsvert frábrugð- inn tóni þverflautunnar, og fór vel á þessu. Annars eru mörg einleikshlutverk I þessum kantötum, en frægast þeirra er óbó-„arian” I kórnum „Hvilik hamingja að vera Krists” og „Jesú veröur gleði og traust mins hjarta”. Þessir disætu kórar hefðu annars að ósekju mátt vera ögn hraðari I flutn- ingi. Sönglist Jón Stefánsson stjórnaði liði sinu af miklu öryggi. Kórinn virtist mér hinn ágætasti: Hann telur um 40 söngvara, flest ungt fólk. Ekki veit ég hvort allur þessi hópur syngur við messur i Langholtskirkju, en sé svo þurfa prestarnir þar a.m.k. ekki að kvarta undan þvi að Oröið nái ekki eyrum æskunnar (hversu langt inn fyrir hljóðhimnuna sem það annars fer), né sóknar- börnin yfir ófullkominni söng- list. En vafalaust er það mikil- vægt fyrir metnað og sjálfs- virðingu kirkjukóra aö takast á við alvörutónlist I bland — sálmajarmið á sunnudögum getur ekki gert sálinni gott til lengdar. Ólöf K. Haröardóttir hefur ákaflega fallegan og talsvert mikinn sópran, einkum á efra miðsviöi raddarinnar. Sigriður E. Magnúsdóttir er llklega okk- ar menntaðasta og mesta söng- kona. Rödd hennar er voldugt hljóðfæri sem hún beitir af full- komnum smekk og kunnáttu. Það er til marks um siðleysi og snobb óperettuþjóöfélagsins Is- lenzka, að hingað er keypt dýr- um dómum á listahátiðir fólk, sem auglýst hefur verið upp á grammófónplötum sem hver maöur getur keypt, til að flytja hér gamlar Iummur, en söng- konu eins og Sigrlði Magnús- dóttur eru borgaöar 7000 kr. á kvöldi fyrir söng sinn I Carmen (ef marka má fjölmiðla). Garö- ar Cortes er afar smekkvls söngvari. Hann hefur góða rödd en ekki mikla, sem Hklega flokkast fremur sem hár bariton en hreinn tenór. Hann á þvl stundum I erfiðleikum með efstu tóna þeirra radda sem tenórum eru ætlaðar. Halldór Vilhelmsson er mjög duglegur og vaxandi söngvari. Fyrir 10 árum haföi hann óvenjulega þýða bassarödd en heldur veika, en með árunum hefur röddin styrkzt verulega og orðiö kjarn- meiri. Svartagall Margir líta efnahagsástand vort alvarlegum augum um þessar mundir og vilja rekja til þess hinn mikla tónlistaráhuga þessarra missera, sem fram kemur I kórsöng og lúðrahljómi um land allt. 1 Danmörku er mér sagt að kreppu megi marka af fjölda öldurhúsa sem rlsi á hverju götuhorni landslýðnum til hugarhægðar. En stjórn- málamenn vorir meina oss þennan munað hins fátæka manns------á landi hér er það orðið „status-symbol” að fara I hundana, þvl það geta þeir einir sem aðgang hafa að tollfrjáls- um veigum fríhafna eða ráðu- neyta. Er það I ætt við aðra stjórnvizku landsfeðra vorra, því Salómón segir: „Ekki sæmir konuúgum að drekka vln, né höföingjum áfengur drykkur. Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum, og rangfæra málefni allra aumra manna. Gefið áfengán drykk þeim, sem kominn er I örþrot, og vfn þeim, sem sorgbitnir eru. Drekki hann og gleymi fátækt sinni og minn- ist ekki framar mæðu sinnar.” 21.5. Sigurður Steinþórsson Nú er hver síðastur að tryggja sér Skoda. Síðustu sendingarnar á hinu einstakiega lága afmælisverði eru að verða uppseldar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.