Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI -L. L T " Landvélar hf „Gengissig” heitir þetta listaverk eftir Inga Hrafn Hauksson, en iistaverkið prýöir nú göngugötu Reyk- vikinga, Austurstrætið, á- samt fjölda annarra högg- mynda. Það er i tilefni af Listahátið 1976 sem útihögg- myndasýningin var sett upp, og þar eru höggmyndir úr ýmsum efnum og af ýmsum stærðum og gerðum. Mað- urinn á myndinni er ekki hiuti af listaverkinu, heldur er þar höfundur verksins, Ingi Hrafn. Timamynd Gunnar. Arið 1975 var mun hagstæðara ár i rekstri Coldwater Seafood Corporation en árið áður. Mikil aukning var i sölu á bandariska markaðinum og verðlag fór hækkandi er á árið leið. Heildar- verðmæti seldra afurða hjá Cold- water árið 1975 var $ 100.6m en hafði verið $ 78.1 milljón árið áður. 1 byrjun april s .1. samþykktu stjórnir S.H. og Coldwater að gerðar skyldu nauðsynlegar ráð- stafanir til að hefja byggingu fiskiðnaðarverksmiðju 1 tengsl- um við frystigeymsluna i Everett. Aætlað er að hin nýja verksmiðja geti tekið til starfa eftir u.þ.b. eitt ár, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Sæsímastrengirnir: Bæði Scotice oglcecanslitnir gébe Rvik —Um klukkan hálf niu á miðvikudagskvöldið slitnaði sæsimastrengurinn Scoticeog eru þá báðir sæsimastrengirnir sem til islands liggja, slitnir. Að sögn Þorvarðar Jónssonar hjá Pósti og sima fer nú fram viðgerð á Ice- can-strengnum rétt fyrir noröan Grænland, en óvíst er enn hvenær viðgerð getur hafizt á Scotice. Við erum þó ekki með öllu sima- sambandslaus við umheiminn þar sein viö höfum eina talrás, sagði Þorvarður, einnig er allt i lagi með skeytasamband en telex gengur mjög stirðlega Þorvarður sagði að Scotice hefði slitnað á stað sem-er um þriðjung af leiðinni frá Færeyjum til Vestmannaeyja. Kvaðst hann enn ekki hafa frétt neitt frá Mikla Norræna ritsimafélaginu um hvernig viðgerð á strengnum yrði háttað. Möguleiki væri á að kapalskipið sem nú vinnur að við- gerð á Icecan norður af Grænlandi, myndi af þeirri við- gerð lokinni, taka til við viðgerð á Scotice, eða að annað yrði sent þangað. Þorvarður sagði, að ef gott veður héldist á þeim slóðum sem Icecan slitnaði við Grænland, þá væri möguleiki á að viðgerð tæki um tvo sólarhringa, alls ekki skemur. Flugleiðir þurfa á fleiri vélum að halda d næstunni — rætt um að auka hlutafé félagsins Gsal-Reykjavik — t skýrslu stjórnar Flugleiða I gær á aðal- fundi félagsins kom fram, að á næstunni yrði timabært að hefja undirbúning að aukningu flug- flota félagsins og að ekki yrði komizt hjá aukningu fyrir sum- arið 1977. Aðalstjórn Flugleiða var kosin á fundinum I gær, og eiga i henni sæti, örn ó. John- son, Alfreð Eliasson, Svanbjörn Frimannsson, Bergur G. Gisla- son, E. Kristinn Olsen, Einar Arnason, Ótarr Möller, Kristján Guölaugsson, Birgir Kjaran, Sigurður Helgason og Sigurgeir Jónsson. 1 varastjórn voru kosnir Dag- finnur Stefánsson, Grétar Br. Kristjánsson, Ólafur Ó. Johnson og Thor R. Thors. Þá voru endurskoðendur kjörnir i gær, Björn Hallgrimsson og Þorleif- ur Guðmundsson og til vara, Stefán Björnsson og Valtýr Hákonarson. Flugfloti Flugleiða er nú full- nýttur og von á auknum flutn- ingum, ef hagvöxtur heldur á- fram i nágrannalöndum, svo sem verið hefur, segir i frétta- bréfi Flugleiða i gærkvöldi. Seg- ir að i þessu sambandi hefði verið rætt upi hvort og hvenær aukning á hlutafé félagsins væri timabær. Að lokinni skýrslu stjórnar voru reikningar félagsins sam- þykktir. Ennfremur var sam- þykkt að greiða hluthöfum 2,95% arð af hlutafjáreign. A fundinum þakkaði Orn Ó. Johnson, forstjóri Flugleiða, Jakobi Frimannssyni, sem nú baðst undan endurkosn- ingu, farsælt og langt starf i þágu Flugfélags íslands og Flugleiða, en Jakob hefur átt sæti i stjórn frá stofnun Flugfé- lags Akureyrar árið 1937. Stjórn félagsins bar upp tvær tillögur á fundinum og voru þær báðar samþykktar. önnur fjall- aði um aðalfundi i Flugfélagi Is- lands og Loftleiðum, þar sem stjórninni var veitt fullt og ótak- markað umboð til þess að halda aðalfundi. Hin tillagan fjallaði um stofnun arðjöfnunarsjóðs, og var stjórninni heimilt að stofna slikan sjóö að fengnu samþykki skattyfirvalda. Djúprækju skipið: AAálið hjá stjórninni gébé Rvik — Málið var afgreitt á örfáum dögum frá sjávarútvegsráðuneytinu til rikisstjórnarinnar, sagði Matthias Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra um beiðni Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns á Dalvik, um fyrirgreiðslu til að festa kaup á 300 tonna skipsskrokki frá Bretlandi, en fullhanna á skipið i Slippstöðinni á Akur- eyri. Það mun verða sér- staklega útbúið til djúp- rækjuveiða, en frá þessu var itarlega skýrt i Timanum i gær. Ráðherra sagði eimiig, að sjávarútvegsráðuneytið hefði eindregið mælt með þvi við rikisstjórnina, að af kaupum þessum yrði, á þeim forsendum, að hér væri um merkilega nýjung að ræða i sérsmiði, svo og að megin- fjárfestingin yrði innan- lands, sbr. vinnan á Akureyri. I dag Frystihús S.H.: Utgerðarfélag Akureyringa framleiddi mest á síðasta úri -—► e Heildartekjur Flugleiða hf. árið 1975 12,1 milljarður -—► e Vatn í nýju borholuna gébé Rvik — 1 gærmorgun kom fyrsta vatnið i þriðju borholuna sem Jötunn er að bora á Laugalandi i Eyja- firði. Reyndist það vera 20 litrar á sekúndu, og 90 stiga heitt, sem er mjög góður árangur. Þegar þetta gerðist var borinn kominn niður á 1135 metra. Að sögn Isleifs Jónssonar, forstöðumanns jarðborunardeildar Orku- stofnunar, er enn óvist hve Jötunn verður lengi á Lauga- landi, en sem kunnugt er, er hans beðið með óþreyju við Kröflu. Starfsmenn við bor- inn eru i yfirvinnubanni, þannig að ekki er unnið um helgar, né á helgidögum Coldwater Seafood Corp: NÝ VERKSMIÐJA í BANDARÍKJUNUM Nýja karfaverdið á að beina sókn togskipa í Fram hefurkomið i fréttum, að Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið nýtt lágmarksverð á karfa 500 gr. og stærri. Samkvæmt þvi verður verðið á timabilinu 8. júni til 31. desember 1976 36 kr. fyrir hvert kg., og er hér um 46% hækkun að ræða. í fréttatilkynningu frá sjávar- útvcgsráðuneytinu segir, Ö5 til þess að beina sókn togskipa frá þorskveiðum að karfaveiðum, og til þess að styrkja rekstrarstöðu togara- útgerðarinnar og auka at- vinnu og framleiðsluverðmæti i frystihúsum, þá hafi sjávar-' útvegsráðherra beitt sér fyrir þvi, með samþykki rikisstjórnar- innar, að stjórn Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins samþykkti _að hækka viðmiðunarverð karfa- karfann afurða frá 8. júni s.l. að telja til n.k. áramóta. A þessum grund- velli samþykkti Verðlagsráð sjávarútvegsins fyrrgreinda hækkun á karfaverðinu. Sjávarútvegsráðuneytið leggur mikla áherzlu á, i sambandi við þessar ákvarðanir, að veiðiferðir togveiðiskipa á karfaveiðum standi eigi i lengri tima en 13 daga til þess að tryggt verði gott hráefni i framleiðslu karfaflaka fyrir Bandarikjamarkað, sem skila á mikium verðmætisauka. í ljósi alls þessa samþykkti rikisstjórnin að ábyrgjast getu Verðjöfnunarsjóðs til þess að risa undir greiðslum úr sjóðnum, sem kunna að leiða af hækkun við- miðunarverðsins á sömu forsend- um og gert var um ábyrgð rikis- sjóðs til Verðjöfnunarsjóðsins á s.l. ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.