Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 23
Föstudagur 11. júni 1976. TtMINN 23 11 Q|H sSSlffll Almennir stjórnmálafundir í Norðurlands kjördæmi vestra Þingmenn Framsóknarflokksins i Norðurlandi vestra halda stjórnmálafundi sem hér segir: Hvammstangi: föstudag 11. júni kl. 21. Blönduós: jlaugardag 12. júni kl- 14. Argerði, Lýtingsstaðahreppur: mánudag 14. júni kl. 15. Sauðárkrókur: mánudag 14. júni kl. 20.30. Siglufjörður Alþýðuhúsinu: þriðjudag 15. júni kl. 21. ^ Hofsós: miðvikudag 16. júni kl. 20.30.___________________ ----------------------------- Leiðarþing í Austurlands kjördæmi Alþingismennirnir Halldór Asgrímsson og Tómas Arnason halda leiðarþing i Austurlandskjördæmi sem hér segir: 13.júni Hof i öræfum kl. 4e.h. 13. júni Hrolllaugsstaðir i Suðursveit — 9 — 14. júni HoltáMýrum —4 — 14. júni Nesjaskóla —9 — 15, júni Fundarhúsið.Lóni —4 — lð.júni Höfn —Sindrabæ —9 — 18-júni Reyðarfjörður —Skólanum —9 — 19. júni Eskifjörður — Valhöll —9 — 20. júni Neskaupstað —9 — 21. júni Búðir — Skrúöur —9 — 22. júni Stöðvarfjörður — 9 — 23. júni Breiðdal — Staðarborg — 9 — 24. júni Beruneshreppur—Hamraborg —4 — 24. júni Djúpavogi — Skólanum —9 — 25. júnl Geithellnahreppi — Múla —4 — Allir eru velkomnir á Leiðarþingin. Alþingismennirnir Ingvar Gislason og Stefán Valgeirsson halda fund i Tjarnarborg, ólafsfirði, föstudaginn 11. júni kl. 21. Almennir stjórnmálafundir Kjördæmissamband framsóknarmannai Vesturlandskjördæmi efnir til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Borgarnes: (samkomuhúsinu) föstudaginn 11. júni kl. 21. Ræðu- menn: Halldór E. Sigurðsson ráðherra, Dagbjört Höskuldsdóttir stjórnarmaður SUF og Steinþór Þorsteinsson form. kjördæmis- sambandsins. Hellissandur: (Röst) föstudaginn 11. júni kl. 21. Ræöumenn: Asgeir Bjarnason forseti Alþingis, Alexander Stefánsson oddviti ólafsvik: (félagsheimilinu) laugardaginn 12. júni kl. 14, Ræðu- menn: Halldór E. Sigurðsson, Dagbjört Höskudsdóttir Grundarfjörður: (samkomuhúsinu) laugardaginn 12. júni kl. 14 Ræðumenn: Ásgeir Bjarnason, Alexander Stefánsson og Steinþór Þorsteiiisson. Búðardalur: sunnudaginn 13. júni kl. 14. Meðal ræðumanna: Halldór E. Sigurðsson ráðherra. Breiðablik, Snæfellsnesi: sunnudaginn 13. júni kl. 14. Meðal ræðumanna: Ásgeir Bjarnason forseti Alþingis. Logaland Borgarfiröi: sunnudaginn 13. júni kl. 14. Meöal ræðu- manna: Alexander Stefánsson oddviti. VÉLSKÓLA ÍSLANDS SLITIÐ Í60.SINN 1 vetur stunduðu 420 nemendur nám i skólanum, þar af ein stúlka, i 22bekkjardeildum, flest- ir i Reykjavik eða 350, en samtals 70 I vélskóladeildum á Akureyri, Siglufirði, Isafirði og I Vest- mannaeyjum. Samtals útskrifuöust nú 336 vél- stjórar úr hinum ýmsu stigum skólans, þar af luku 52 nemendur 4. stigs vélstjóraprófi úr efsta bekk skólans. Aö loknu vélskóla- námi fara þeir flestir á samning I smiðju I tæp tvö ár en þreyta sið- an sveinspróf i vélvirkjun, en nú veitir Vélskólinn einnig iðnrétt- indi vélvirkja. Hæstir á vélstjóraprófi 1. stigs voru: örn Ingólfsson, Beiðdals- vik, 9,09, Konráö Breiðfjörö Pálmason, Hafnarfiröi, 8,79 og Sigurður Jónsson, Stykkishólmi, 8,77. Hæstir á vélstjóraprófi 2. stigs voru: Þorsteinn Sverrisson, Reykjavik, 8,80, Guðný Lára Petersen, Reykjavik, 8,79 og Jón Ragnar Guðmundsson, Hafnarf., 8,70. Hæstir á vélstjóraprófi 3. stigs voru: Grétar Hartmannsson, Fljótum, Skagaf., 8,70, Jón Sigur- björnsson, Akureyri, 8,69 og Jón Traustason, Akranesi, 8,31. Hæstir á vélstjóraprófi 4. stigs voru: Tómas Hansson, Akureyri, 8,85, Guðfinnur Grétar Johnsen, Vestmannaeyjum, 8,53 og Asgeir Albertsson, Reykjavik, 8,26. Aðsókn að skólanum hefur f arið ört vaxandi á undanförnum árum og er nú svo komið aö til vand- ræða horfir vegna tækjaskorts og vöntunar á viöbótarhúsnæði, en fé til þessara hluta hefur veriö mjög naumt skammtað. I skólaslita- ræðu sinni sagði skólastjóri að vonandi þyrfti samt ekki aö neita neinum um skólavist næsta vetur af þessum sökum. Nýmæli I skólastarfinu i vetur var svonefnd starfs- og kynning- arvika, en þá heimsóttu nemend- ur ýmsa vinnustaöi og stofnanir undir leiðsögn kennara sinna, svo sem landhelgisgæzluna, vélaum- boð, rannsóknastofnanir, þjóð- minjasafn, listasöfn, leikhús, kyndistöð Hitaveitu Reykjavikur, en þar voru gerðar mæÚngar á kötlum ogloks fiskiskip i höfn, en Verkalýðsfélag Norðfirðinga mótmælir Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi: „Stjórn Verkalýðsfélags Norð- firðinga mótmælir harðlega öll- um samningum við Breta um fiskveiðiheimildir i islenzkri lög- sögu á þeim samningsgrundvelli sem nú liggur fyrir. Sú staðreynd að fiskistofnar við ísland eru nær uppurnir og nægja ekki íslendingum sjálfum til framfærslu, ætti að vera næg á- bending til stjórnvalda um það að um ekkert er að semja við útlend- inga án þess að stór skerða um leið kjör verkafólksogsjómanna i landinu. Sú staðreynd að Bretar hafa beitt okkur Islendinga hernaðar- ofbeldi og itrekað reyntr að drepa varðskipsmenn okkar ætti einnig að vera næg ástæða fyrir islenzk stjórnvöld til að semja ekki við Breta. Sú staðreynd að innan skamms tima verður 200 milna fiskveiilög- saga alþjóðleg regla, sem of- beldisþjóðir eins og Bretar og Vestur-Þjóðverjar verða að sætta sig við, ætti að vera næg ástæða fyrir islenzk stórnvöld til að semja ekki við Breta. StjórnVerkalýðsfélags Norð- firðinga krefst þess að samning- unum við Vestur-Þjóðverja verði þegar sagt upp þar sem Þjóðverj- ar hafa ekki staðið við sinn hluta samningsins. Stjórn Verkalýðsfélags Norð- firðinga skorar á öll verkalýðsfé- lög i landinu að mótmæla kröftug- lega öllum úndanslætti rikis- stjórnarinnar i stærsta kjaramáli islenzkrar alþýðu — landhelgis- málinu.” þar var reiknuð út raforkuþörf þeirra með tilliti til þess aö fá raf- magn úr landi. Þá unnu nemendur aö sérstök- um verkefnum i skólanum, 3. stigs nemendur skoðuðu Se- mentsverksmiðju rikisins, en nemendur 4. stigs fóru i náms- og kynnisferð til Danmerkur, Þýzkalands og Sviss og skoðuðu vélaverksmiðjur. Nemendur öfl- uðu sjálfir fjár til utanlandsferð- arinnar m.a. með þvi að taka aö sér að breyta brennslukerfi ms. Akraborgar fyrir svartoliu, eins og fram hefur komið I fréttum. Haldnir voru fyrirlestrar um sérhæfð efni, nemendur sóttu námskeið I skyndihjálp hjá Rauöa krossinum, námskeið i eldvörnum hjá Slökkviliði Reykjavikur og námskeið I meö- ferð gúmmibjörgunarbáta hjá Slysavarnarfélagi Islands. Þessi fyrsta starfs- og kynning- arvika skólans þótti takast vel og verður væntanlega fastur liður i skólastarfinu. I ráði er að stofna vélskóla- deildir á Akranesi, Neskaupstað og i Keflavflc ef næg þátttaka fæst, og verður kennslan þá i tengslum við iönskólana á þess- um stöðum, eins og I vélskóla- deildunum sem nú. starfa utan Reykjavikur. Bókaverðlaun voru veitt af sendiráðum Danmerkur og Vest- ur-Þýzkalands fyrir beztan ár- angur i dönsku og þýzku. Úr minningarsjóöi um Steingrim Pálsson cand. mag. voru veitt bókaverðlaun fyrir beztan árang- ur I Islenzku. Nemendur útskrifaöir úr raf- magnsdeild 1965 veittu verðlaun fyrir beztan árangur I vélfræöi- fögum. Nemendur útskr. 1966 stofnuðu Framtakssjóð vélskófa- nema til aðstyrkja einn nemanda til framhaldsnáms Nemendur úrskrifaöir fyrir 25 árum færðu skólanum að gjöf málverk af Júliusi Björnssyni rafmagnsverkfræðingi sem starf- að hefur við skólann I rösk 30 ár sem kennari og prófdómari. Þórður Runólfsson fýrrverandi öryggismálastjóri flutti kveðju frá nemendum sem útskrifuðust fyrir 55 árum, en hann hefur nú starfað við skólann sem kennari og prófdómari i 27 ár. Vélasölufyrirtækið Fjalar hf. gaf silfurbikar sem sá hlýtur er bezt- um árangri nær i vélfr. i 3. stigi og er þaö farandbikar sem af- hentur verður á Sjómannadaginn 13. júni ásamt silfurpeningi til eignar. Skólastjóri þakkaöi gjafir er skólanum höfðu verið færöar, óskaði nemendum heilla og sagði skólanum slitið. Kennarar Við Alþýðuskólann á Eiðum eru iausar kennarastöður. Kennslugreinar m.a. islenzka, stærðfræði, eðlis- og efnafræði. Upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn Kristjánsson. Útboð Tilboð óskast i holræsihreinsibúnaö fyrir Vélamiðstöð Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 13. júli, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirlcjuvegi 3 — Sími 25800 Fiskvinnsluskólinn Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júni. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi stað- ist landspróf eða gagnfræðapróf. Ljósrit af prófskirteini fylgi umsóknum, sem sendist til Fiskvinnsluskólans, Trönu- hrauni 8, Hafnarfirði. Skólastjóri. Útboð Bæjarstjórinn á Eskifirði óskar eftir til- boðum i að steypa 1. hæð grunnskóla Eski- fjarðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarsjóðs Eskifjarðar og hjá verkfræði- stofunni Hönnun h.f., Höfðabakka 9, Reykjavik gegn 10.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð hjá bæjarstjóranum á Eskifirði þann 24. júni n.k. kl. 14.00. Bæjarstjórinn á Eskifirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.