Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. júnl 1976.
TÍMINN
3
Forseta-
hjónin við
brúðkaup
Forseti tslands, dr. Kristján
Eldjárn og kona hans hafa þegið
boð Karls XVI Gústafs Svia-
konungs um að vera viðstödd
brúðkaup hans og ungfrú Silviu
Sommerlathl Stokkhólmi laugar-
daginn 19. júni n.k.
Forsetahjónin munu halda
flugleiðis til Stokkhólms föstu-
daginn 18. júni.
1 fylgd með þeim verða Birgir
Möller forsetaritariog kona hans.
EKKI BÚIZT VIÐ GOSI í ÖSKJU
EN VISS HÆTTA Á GOSI í KRÖFLU
gébé Rvik. — 1 birtingu frétta-
viðtals við Axel Björnsson jarð-
eðlisfræðing I Timanum I gær,
urðu þau mistök að upplýsingar
varðandi öskju i Dyngjufjölluin
annars vegar og Kröflusvæðið
hins vegar blönduðust saman.
Það rétta i málinu er eftirfar-
andi:
Hækkun hitastigs I Viti við
öskju bendir ein sér ekki til þess
að þar sé gos i aðsigi. Hitastigs-
sveiflur og breyting á virkni
hvera er algeng á háhitasvæð-
um.
Frá þvi að gos varð i Kröflu i
desember sl. og þar til i marz,
minnkaði virkni á Námafjalls-
Kröflusvæðinu. í marz varð
breyting á. Gasmagn margfald-
aðist I djúpvatni úr borholu 3.
Sýrustig lækkaði i vatni úr holu
4 vegna iblöndunar brenni-
steinsgasa. Halli á landi byrjaði
að ganga til baka. Við gosiö i
desember seig land viö stöövar-
húsið um það bil 2 m miðað við
Reykjahlið. t marz fór land þar
að risa aftur og hefur nú lyfzt
um 60 cm. Meðallyftingin er um
6,5 mm á dag.
Fram að miðjum marz voru
flestir jarðskjálftar innan
Kröfluöskjunnar, en siðan þá
hefur vaxandi fjöldi skjálfta átt
upptök sin á mjóu belti frá Leir-
hnjúk og suöur í Bjarnarflag.
Þessi atriði benda öll til þess
að kvika sé undir Námafjalls-
Kröflusvæðinu á fárra kiló-
metra dýpi og þvi nokkur hætta
á eldgosi meðan á þessum
breytingum og kvikuflutningum
stendur. Hvort kvikan brýtur
sér leið upp á yfirborð og veldur
eldgosi eða ekki, verður ekkert
sagt um með vissu á þessu stigi
málsins.
Aðalfundur Flugleiða h.f.:
Farþegum fækkar
OÓ Rvik. — Fyrsti aðalfundur
Flugleiða h.f. var haldinn I gær en
félagið var stofnað 1973 en þá var
stjórnum Fiugfélags tslands og
Loftleiða veitt umboð til að ganga
frá stofnun hlutafélags er skyldi
sameina undir eina yfirstjórn all-
ar eignir félaganna og rekstur
þeirra, þar til á aðalfundi Flug-
leiða 1976. Var þvi i raun fjallað
um rekstur félagsins fyrstu þrjú
starfsárin.
A aðalfundinum fluttu skýrslu
stjórnar örn 0. Johnson aðalfor-
stjóri, Kristján Guðlaugsson for-
maður stjórnar Flugleiða, Alfreð
Eliasson forstjóri og Sigurður
Helgason forstjóri. Hjá þeim kom
fram, að á þeim þrem árum sem
Flugleiðir h.f. hafa starfað hefur
oröið nokkur samdráttur á flutn-
ingum, en i kjölfar oliukrepp-
unnar, sem skall á skömmu eftir
stofnun félagsins, fylgdu miklar
verðhækkanir á eldsneyti, sem
ollu hækkandi fargjöldum og
minnkandi ferðamannastraumi,
en islenzku flugfélögin sluppu vel
út úr þessu miðað við ýmis önnur
félög. A vissum leiðum var sam-
dráttur á farþegaflutningum, en
þvi var mætt með minna sæta-
framboði og varð útkoman betri
sætanýting og hagkvæmari
rekstur.
1973 náði framleiðsla Flugleiða
h.f., þar er Fl, Loftleiða og Air
Bahama hámarki. Það ár varð
hún 413.5 tonn/km. Hér er átt við
það magn af flutningsgetu sem
boðið er fram til flutnings á far-
þegum, frakt og pósti mælt i tonn-
um margfaldað með fjölda flog-
inna kilómetra. A siðastliðnu ári
varð framleiðslan samtals 340.6
tonn/km og er samdrátturinn á
þessu tveggja ára timabili 17.7%.
1 meginatriðum er það tvennt
sem veldur samdrættinum 1974.
Þar koma fram áhrif sameining-
ar og samræmingar millilanda-
áætlana Flugfélags Islands og
Loftleiða, en einnig er um að ræða
minnkandi sætaframboð vegna
samdráttar i efnahagslifinu.
Samdrátturinn 1975 á einungis
rætur að rekja til minnkandi
ferðalaga vegna efnahagssam-
dráttar. Með sama hætti endur-
speglast áhrif sameiningar félag-
anna i bættri hleðslunýtingu. Árið
1973 var hún 66%, árið 1974 72% og
árið 1975 71.9%. A sama timabili
hafa heildarfragtflutningar dreg-
i.zt saman sem nemur 29.1%
<reiknað I tonn/km . Póstflutningar
hafa hins vegar haldið áfram að
aukast, en hægar en áður. Far-
þegaflutningar félaganna
þriggja, þ.e. Flugfélags íslands
og Loftleiða og International Air
Bahamas, voru 685.475 árið 1974,
en þessi tala lækkaði um 5% i
651.151 árið 1975.
Heildartekjur Flugleiða h.f. á
árinu 1975 urðu 12.109 milljónir
króna. Hagnaður af reglulegri
starfsemi fyrirtækisins árið 1975
varð 205 milljónir króna, og hefur
þá verið tekið tillit til afskrifta og
fjármagnskostnaðar. Sölu-
hagnaður og tjónabætur námu á
árinu 307 milljónum króna, og eru
af lið sem ekki tilheyra reglulegri
starfsemi. Nemur þvi afgangur
til ráðstöfunar samkvæmt
rekstrarreikningi samtals 512
milljónum kr. Heildareignir
Flugleiða h.f. i árslok 1975 voru
8.339 milljónir króna, en skuldir
námu 6.860 milljónum króna.
Framangreindar niðurstöður ná
til reksturs Flugleiða h.f., annars
en dótturfyrirtækjanna, Inter-
en rekstur er hagkvæmari
national Air Bahama Ltd., Hekla
Holdings Ltd. og Hótel Esja h.f.,
sem eru gerð upp sérstaklega.
Arið 1975 voru að meðtöldum
leiguflugsfarþegum fluttir 682.204
farþegar með flugvélum félags-
ins. Starfsmannafjöldi I árslok
1975 var 1.550.
Segja má, að flugstarfsemi
Flugleiða skiptist I fimm aðal-
þætti. Farþegaflutningar samkv.
þeirri skiptingu árið 1975 voru
sem hér segir: Norður-Atlants-
hafsflug 243.362 farþegar: Innan-
landsflug 205.176: Evrópuflug
130.677: Bahamaflug 71.936 og
leiguflug 31.053. Samtals flugu þvi
með flugvélum félagsins á árinu
682.204 farþegar. Árið 1975 varð
fækkun farþega hjá áætlunarflug-
félögum yfir Norður-Atlantshaf
6.7%. Arið áður hafði slik fækkun
oröið 9.9%. Af þessum orsökum
var dregið úr sætaframboði Loft-
leiða á N-Atlantshafi sem nam
18.1%. Farþegum fækkaði um
11%, en hleðslunýting batnaði
verulega. Úr 71.5% 1973 i 76.3%
áriðl975. Má þvi segja að hlutur
Loftleiða i heildarflutningunum á
N-Atlantshafi sé góður, en félagið
er hið tiunda I röðinni með 3.3%
árið 1975. I Evrópuflugi hefur
einnig orðið verulegur sam-
dráttur á framboði og farþegum
fækkað á umræddu timabili. A
leiðunum til Evrópu fjölgaði far-
þegum til ársins 1974, en fækkaði
aftur árið 1975 sem nemur 5.7%.
Þá hafa fragtflutningar dregizt
saman en póstflutningar aukizt
nokkuð öll árin.
1 innanlandsflugi. hefur far-
þegum haldið áfram að fjölga, en
vegna tregðu yfirvalda við að
leyfa hækkanir voru fargjöld ó-
eðlilega lág og afkoma innan-
landsflugs þessvegna ekki i sam-
ræmi við farþegafjöldann. Far-
þegum fjölgaði á timabilinu ’73-
’75um 11.9%. Fragt-og póstflutn-
ingar hafa stöðugt aukizt i innan-
landsflugi. Flogið er reglulega til
ellefu staða innanlands. Með
stofnun Flugfélags Norðurlands
hætti beint flug til Raufarhafnar
og Þórshafnar. Veigamestu stað-
irnir á innanlandsflugleiðum eru
Akureyri, Vestmannaeyjar, Isa-
fjörður og Egilsstaðir.
Samkvæmt efnahagsreikningi
námu heildareignir Flugleiða h.f.
i árslok 1975 8.339 millj. kr, en
skuldir voru 6.860 millj. kr. Er
eigið fé fyrirtækisins þvi 1.479
millj. kr.
Líkfundur í
Keflavík
Gsal-Reykjavik — Aðfara-
nótt siðastliðins miðviku-
dags, fundu lögregluþjónar i
Kefiavik lik af miðaldra
manni við svonefnda Mið-
bryggju i Keflavik, sem er
gömul bryggja og litið notuð.
Likið reyndist vera af Einari
Hjálmtýssyni, 45 ára
gömlum Keflvikingi, sem
hafði farið að heiman frá sér
einum og hálfum tima áður
en likið fannst. Einar var
einhleypur og barnlaus.
Lögreglunni i Keflavik var
tilkynnt um það aðfaranótt
miðvikudags, að Einar heit-
inn hefði þá klukkutima áður
farið að heiman og haft á
orði, að hann hygðist fyrir-
fara sér. Um hálftima eftir
að tilkynningin barst lög-
reglunni, fannst likið við
bryggjuna.
Fegursti prentgripur á íslandi:
Dýraríki íslands eftir
Benedikt Gröndal komið út
J.H. Rvik. Fyrir hundrað árum
mátti tiðum sjá mann i sjóklæð-
um paufast bograndi fram og
aftur um fjöruna neðan við
Vesturgötuna. Þar var á ferli
eitt af skáldum þjóðarinnar, ó-
útreiknanlegur einfari, sem i
mörgu var á öndverðum meiði
við aðra menn, hiifði engum og
sá flesta hluti i öðru ljósi en
samborgarar hans: Náttúru-
fræðingurinn Benedikt Gröndai.
t þrjátiu ár hélt hann áfram
göngum sinum, og þegar heim
kom, settist hann niður og teikn-
aði þaö, sem honum hafði fén-
azt. Arangurinn varð undurfag-
urt handrit. Dýrariki tslands,
mcö á annaö þúsund litmyndum
af spendýrum, fugium, fiskum
og hryggieysingjum. Hann hóf
þetta verk þjóðhátiðarárið 1874
og iauk þvi árið 1905, fjörgamáll
maður. Og lauk þvi þó ekki al-
veg, þvi að siðasta blaðsiöan,
þar sem myndir eru af smokk-
fiski og skeijum hefur ekki verið
fyllt.
Benedikt Gröndal fæddist 6.
október 1826, og I haust eru þvi
liðin 150 ár frá fæðingu hans.
Bókaútgáfan Orn & örlygur
hefur nú gefið út þessa merku
bók, sem beðið hefur prentunar
i söfnum i marga tugi ára.
Eiginlega var ætlun forráða-
manna bókaútgáfunnar, að hún
kæmi út siðastliðið haust, en
margvislegir örðugleikar við
prentun urðu þess valdandi að
þetta dróst.
Otkoma bókarinnar var kynnt
I gær, að viðstöddum Benedikt
Ljósmynd af einni
siðu bókarinnar.
Gröndal forstjóra, dóttursyni
skáldsins og náttúrufræðings-
ins, og konu hans, Halldóru, og
Steindóri Steindórssyni, fyrr-
verandi skólameistara á Akur-
eyri, sem fyrst vakti athygli út-
gefandans á þessu merkilega
riti og hefur ritað eftirmála, er
þvi fylgir um náttúrufræðinginn
Benedikt Gröndal.
Bókin er gefin út I 1500 tölu-
settum eintökum, og 1500. ein-
takið afhent dóttursyni og al-
nafna höfundarins i gær. örlyg-
ur Hálfdánarson komst svo að
orði, er hann kynnti bókina, að
forlögin hefðu hagáð þvi svo, að
bókin kemur út nú, þegar lista-
hátið stendur yfir, og væri það
raunar vel við hæfi, þvi að meiri
kjörgripur hefði ekki verið
prentaður hér á landi fram til
þess dags og sjálfar væru
myndir Gröndals svo fagrar og
vel gerðar, að þær væru sann-
kölluð listaverk.
Það er Grafik hf., sem hefur
annazt prentunina, og ber bókin
þvi vitni um getu þess fyrirtæk-
is. Sumum blöbunum hefur orð-
ið að renna allt að átta sinnum
gegnum prentvélina, sökum
þess hve margir litir eru notað-
ir.
Allar filmur, sem notaðar
hafa verið við prentunina, verða
innsiglaðar, og verða þær
geymdar i Landsbókasafninu
með þeim fyrirmælum, aö þær
megi ekki hreyfa i fimmtiu ár,
og verði þær notaðar þá til
endurprentunar á bókinni, skal
skylt að taka fram að um aðra
útgáfu sé að ræða. Verð hvers
eintaks er sextiu þúsund krónur,
en þess er að gæta, aö rikissjóð-
ur fær fimmtán milljónir króna i
söluskatt, þegar upplagið hefur
allt selzt. Geta má þess og, aö
allt upplagið er handbundið i
Sveinabókbandinu.
Steindór Steindórsson sagði
fáein orð um Benedikt Gröndal.
Hann kvaðst ætla, að Benedikt
Gröndal hefði byrjað að teikna
dýr til þess að nota teikningarn-
ar við kennslu i menntaskólan-
um, sem þá hét lærði skólinn.
Þegar Benedikt var rekinn frá
skólanum og borið við drykkju-
skap (þó að aðrir kennarar, sem
ekki var hróflað við, væru undir
viðlika sök seldir), veitti alþingi
honum ofurlitinn styrk til þess
að teikna islenzk dýr. Árangur-
inn varð þetta fagra handrit,
alls 108 siður, með titilblaöi,
sem Gröndal hefur sjálfur dreg-
ið. Handritið ber vitni um allt i
senn: Frábært handbragð, elju
og þekkingu. Svo vandaðar eru
teikningarnar, að jafnvel hvert
hreisturblað á fiskunum er látið
koma fram.
Steindór gat þess einnig, að
Benedikt Gröndal hefði fyrstur
Islenzkra manna skrifað
kennslubækur i náttúrufræði —
steinafræði, dýrafræði, efna-
fræði og landafræði, og hann
hefði orðið til þess að búa til
nokkurt kerfi islenzkra dýra-
fræðiheita.
— Benedikt Gröndal hafði
margt á hornum sér i ritsmiöum
sinum, sagði Steindór, en hann
hefur áreiðanlega átt sinar sól-
skinsstundir, þegar hann var
seztur við teikniborðið — að öðr-
um kosti hefði hann ekki getað
unniö verk sin af slikri alúö,
sem allir mega sjá i þessari bók.