Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 11. júní 1976. ICELAND DEFENCE FORCE Hér áður kölluðu menn brezka hernámsliðið, setuliðið, og ekki i virðingarskyni. Eftir að bandariski herinn kom hingað tiðkaðist að kalla hópinn varnarlið íslands. I ljósi nýafstaðins þorskastriðs er kaldhæðni þessa nafns augljós. Hér er ekki um varnarlið íslands að ræða heldur varnarlið Bandarikjanna á íslandi. Nýafstaðin Keflavikurganga og nýlegar skoðanakannan- ir ýmissa dagblaða sýna að fólk, sem áður trúði að herliðið væri hér fyrir íslendinga sá nú, að þegar á okkur var ráðizt af Bretum, þá var ekk- ert gagn i herliðinu. Ymsir urðu undrandi og jafn- vel sárir, og þar af margir sem ánetjuðust Vörðu landi á sinum tima, aðrir fengu staðfestu á vissu sinni. í kjölfar þessa gerist það, að hópar manna, sem áður héldu þvi fram að herliðið væri brýn nauð- syn sjálfstæði íslands, og að okkur bæri að þakka þann drengilega stuðning, sem Bandarikin sýndu okkur, hafa nú kúvent og spyrja: hvers vegna eigum við að láta Bandarikjamenn hafa aðstöðu og land afgjaldslaust? Þeir eru rikir og við eigum að nota okkur það. Við eigum að fá hjá þeim fé og byggja upp land okkar og þjóðfélag, laga verð- bólguna og koma sem flestu á réttan kjöl. í sumum lesendabréfum—en mörg þeirra eru skrifuð á ritstjórnarskrifstofum þessara blaða—eru dæmi tekin af „mellum á striðs- árunum, sem lærðu fljótt að taka gjald fyrir veitta þjónustu” sem rökstuðningur fyrir afgjaldi af hersetunni. Litið fer nú fyrir rökunum um nauðsyn her- varna á íslandi. Þessir menn virðast sjá nauðsyn fyrir efnahagslifið af veru hersins. Islendingar eiga sem sé að temja sér siði, sem þeir hafa áður haft skömm á, að kaupa og selja allt hvað heitir ef hagnaðar er von. Ekki eru þetta i sjálfu sér órökrétt sjónarmið, en þau boða tima nýrra siðferðisviðhorfa i þessu landi. Hafa þessir menn ekki athugað möguleik- ana á þvi að Island yrði voldugt vopnafram- leiðsluland. Nógir eru kaupendurnir s.s. IRA, Palestinu-Arabar, leifarnar af Baader Meinhof hópnun of fleiri af þvi tagi. Vafalaust borga þeir vel. Svo er einnig hægt að auglýsa eftir tilboðum i landsvæði sem er hernaðarlega mikilvægt vegna hnattstöðu sinnar. Það er óþarfi að selja aðeins einum — ef fleiri bjóðast. Er það tilviljun eða gráglettni örlaganna að æðsti prestur nýja siðferðisins heitir Aron? Bróð- ir Móse var Aron, hann gerði gullkálfinn, sem ekki hefur þótt par fint tiltæki hingað til. Með áðurgreindum málflutningi þessara manna er alið á þeirri ómennsku skoðun að við getum ekki bygtt þetta land án ölmusugjafa. Orð hins aldna stjómmálajöfurs Eysteins Jóns- sonar „við verðum að vinna okkur út úr erfiðleik- unum” lýsa öðru siðferði. Hinu gamla siðferði sem þótti gott. Það sér hver vakandi maður að siðferði Islend- inga fer hnignandi.Morð — smygl — fjársvik — ó- orðheldni gerast sifellt algengari. Er Aronskan dæmi hnignandi siðferðis? Hver er siðferðisviðmiðun þjóðarinnar? Hvert viljum við stefna? Spyrji nú hver sjálfan sig minnugur þess að svo uppsker hver sem hann sáir. PE Umsjónarmadur: Pétur Einarsson Bætt menntun iðnverkafólks Islendingar hafa frá fyrstu tið lifað af verðmætum þeim, sem landið og hafið umhverfis það hafa haft uppá að bjóða. En: „Allt minnkar sem af er tekið,” segir máltækið, og það megum við nú reyna. Hvað skal nú til bragðs taka? Efla iðnaðinn, segja margir, þvf að auðsætt er að þangað verð- ur það vinnuafl, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum, að streyma. En þá komum við að stóru vandamáli, nefnilega þvi, að svo illa hefur verið staðið að uppbyggingu iðnaðar i landinu, að hann er þess alls ómegnugur að taka svo skyndilega að sér það stóra hlutverk, sem honum er nú ætlað. Skelfing er til þess að vita að það hafi þurft slíka ógæfu sem ofveiði er til þess að opna augu okkar fyrir nauðsyn iðnaðar i landinu. En „betra er seint en aldrei”, og nú skal ráðiztaf alefli i uppbyggingu iðnaðar, en áður en langt um liður kemur enn eitt meinið i ljós, það er ekki til nægi- lega mikið af fólki menntuðu til iðnaðarstarfa. Hvernig skyldi standa á þessu? Það er augljóst 011 áherzla hefur verið á það lögð, að efla hinar svonefndu bóknámsbrautir, og þvi er allur þyngsti straumurinn úr grunnskólanum i þá átt, en sáralitill i iðnmenntun. Ef byggja á upp iðnað í landinu þarf þvi að byrja á réttum stað, þ.e. iðnnáminu. Það hefur nú þegar verið rætt og ritað svo mikið um þær breyt- ingar sem nauðsynlegar þykja á hinu almenna iðnnámi, að það þætti sennilega „að bera i bakka- fullan lækinn” að koma nú með eina langlokuna enn um það efni. Ég ætla þvi að ráðast fram á nýjum stað, ogtina til nokkur at- riði, sem algjörlega hafa verið látin liggja i láginni. Ef byggja á upp iðnað að ein- hverju marki hlýtur kunnátta þeirra, sem við hann vinna, að skipta afar miklu máli. Þvi ætti að vera augljós nauðsyn þess, að iðnverkafólki gæfist kostur á að sækja námskeið, sem varðaði þann iðnað, sem það ynni við. Ef tekið er dæmi úr matvæla- iðnaði, þá þyrftu námskeiðin m.a. að miða að þvi að fræða fólk um nauðsyn þrifnaðar við slikan iðn- að. Ennfremur ætti fólkinu að lærast þar, þvOik verðmæti það eru.sem það vinnur að, bæði fyrir þjóðina og svo allan alheiminn. Þá verður einnig að gefa fólki kostáaðfylgjastmeðöllum þeim nýjungum, sem fram koma i hverri grein. Að sjálfsögðu hef ég hér að framan aðeins stiklað á stóru varðandi það, sem ætti að vera árangur af slikumnámskeiðum, en eitt er það, sem ég myndi trú- lega ekki sleppa við að tjá mig um, ef ég hefði talað um þetta á annan hátt en með pennanum, það er spurningin um kaupið. — Við þvi' myndi ég segja, að þeir, sem sæktu slik námskeið, yrðu ó- neitanlega að leggja talsvert á sig á meðan á námskeiðinu stæði, en yrðu vinnuveitandanum aftur á móti miklu dýrmætari að afloknu sliku námskeiði. Fólk, sem farið hefði á slik námskeið ætti þvi tvi- mælalaust að vera betur launað en hinir, sem ekki fara á nám- skeið. Einnig ætti að hvila sú skylda á vinnuveitendum að láta þetta fólk ganga fyrir með vinnu. Þótt ég hafi aðeins minnzt á matvælaiðnaðinn hér að framan þá var það einungis til að sýna dæmi, en að sjálfsögðu á þetta við um allan iðnað, þvi að hvar er ekki þörf á aukinni kunnáttu i iðn- aði? Sjálfsagt undrast einhverjir að ég skuli hér aðeins minnast á iðn- verkafólk en ekki iðnaðarmenn- ina, en að minu mati hefur ekki verið staðið eins illa að nokkrum hlut i menntakerfinu eins og fræðslu iðnverkafólks, og svo við- bótarfræðslu fyrir þá, sem eldri eru i hinum ýmsu greinum iðnað- ar. Þá er og eitt stórt atriði, sem fáir virðast gera sér ljóst, og það er, að sennilega munu um 80-90% þeirra, sem vinna við verk- smiðjuiðnað, vera ófaglært verka fólk. Ég sagði hér á undan, að ég ætl- aði að tina til nokkur atriði, sem hefðu orðið útundan, en ég hef nú þegar teygt svo mjög úr máli minu, að ef ég nú færi að tina til fleira yrði greinilega um efni i heila bók að ræða, svo það verður sennilega að biða betri tima. En vonandi fara nú augu þeirra, sem þessum málum eiga að stjórna, að opnast fyrir þvi, hversu aumlega á vegi stödd við erum i' þessum málum,og hversu mjög er þörf skjótra úrbóta. Vona-ndi verður þess ekki allt of langt að biða að iðnaðurinn verði sú lyftistöng, sem hann ætti að vera þjóðfélaginu. Það ætti að vera fyrsta mark- mið okkar tslendinga, að ekki væri flutt svo mikið sem eitt fisk- bein né einn ullarlagður úr landi óunnið. Gestur Kristinsson. Bifreiðaeigendur Eigum mikið úrvai af sóluðum hjólbörð- um á góðu verði. Einnig nýja hjólbarða i flestum stærðum Sendum í póstkröfu Fljót afgreiðsla Gúmmívinnustofan Skipholti 35 — Simar 31055 og 30360

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.