Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. júní 1976. TÍMINN 9 Fimm mynda flokkur um Íslendinga í Kanada sýndur í sjónvarpinu nú í júnímdnuði Þessi vlgalegi kappi er einn afkomenda islensku landnemanna við Winnipegvatn i Kanada, Helgi Jónsson, skipstjóri, sem fæddur er f Mikley og hefur aliö þar allan sinn aidur. Helgi stundar fiskveiðar af kappi og gerir út sinn eigin bát á Winnipegvatn. Hann er einn þeirra landa okkar, sem ólafur Ragnarsson, ræðir við i annarri myndinni um tslendinga i Kanada, sem er á dagskrá i kvöld, föstudagskvöld i sjón- varpinu. A annan dag hvitasunnu hófur sjónvarpið sýningu myndaflokks, sem unninn hefur verið á þess vegum um vesturferðir Islend- inga á öldinni sem leið og stöðuls- lendinganna meðal þjóðabrot- anna i Kanada. Fyrsta myndin i flokknumvarum 50 minútna löng en hinar um hálf klukkustund að lengd hver um sig. Ólafur Ragnarsson hefur haft umsjón með gerð myndanna en á- samt honum fóru þeir örn Harð- arson, kvikmyndatökumaður, og hljóðupptökumennirnir Oddur Gústafsson og Marinó Ólafssontil Kanada á siðastliðnu ári til þess að afla efnis i þessar myndir. Oddur hefur siðan unnið að tón- setningu myndanna og Erlendur Sveinsson annaöist klippingu þeirra. Fyrsta myndin, fjallaði um á standið á Islandi , orsakir vesturferðanna, landaleit i Norö- ur-Ameriku og það hvernig Is- lendingunum hefur vegnað i nýju heimkynnunum. Hinar myndirnirnar fjalla meira um afmarkað efni, sem snertir fólk af islenzkum ættum i Kanada, svo sem menningararf- leifðina og langlifi islenzkrar tungu vestra, atvinnu og lifnaðar- hætti. Þá eru einnig tekin fyrir á- kveðin svæði þar sem tslending- ar hafa gert garðinn frægan, eins og til dæmis I annarri myndinni að vestan, sem er á dagskrá næst- komandi föstudag, en þar er f jall- aö um eyju i Winnipegvatni, sem heitirMikley, og er réttnefnd eyja Islendinganna. Svo sem kunnugt er sýndi sjón- varpið siðastliðinn vetur tvær heimildamyndir um hátiðahöld Vestur-Islendinga i tilefni 100 ára afmælis landnáms i Nýja-lslandi, en sjónvarpsmenn öfluðu efnis i þær myndir i ferðum sinum vest- ur um haf á siðastliönu ári, jafn- framt þvi, sem þeir unnu aö gerð myndaflokksins, sem nú eru að hefjast sýningar á. Myndaflokkurinn er i litum, en þar sem þarna er um að ræða kvikmyndafilmur en ekki mynd- segulbönd er ekki tækni.eða unnt að sýna hann i litum miðað við núverandi tækjakost sjónvarps- ins, nema með þvi að láta flytja efnið yfir á myndsegulbönd er- lendis. Þeir, sem að gerð myndanna unnu, vænta þess, að þær verði til þess að varpa nýju ljósi á vegferð vestur-Islendinga stuðla aðaukn- um skilningi og tengslum milli heimaþjóðarinnar og landanna vestra. Leikfélag Reykjavíkur: LEIKFERÐ MEÐ SAUAAA- STOFUNA LEIKFÉLAG Reykjavikur er að leggja upp i leikferð um landið með Saumasfofuna eftir Kjartan Ragnarsson og verður fyrsta sýn- ingin á Akranesi mánudaginn 21. júní. Leikendurnir eru niu, Sigriður Hagalín, Asdis Skúladóttir, Hrönn Steingrimsdóttir, Soffia Jakobsdóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Ragnheiöur Stein- dórsdóttir, Sigurður Karlsson, Karl Guðmundsson og Harald G. Haraldsson, en meö hópnum er einnig Magnús Pétursson, pianó- leikari. Leikmynd gerði Jón Þórisson. . Reiknað er með aö Saumastof- an verði leikin 25 sinnum úti á landi. 1 \ -;( 46 léb VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar stgerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitið upplýsinga. Magniís E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykiavík - Sími 22804 1 Frá Alþýðuskólanum Eiðum Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur er til 15. júni. Skólastjóri Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni sveitarsjóðs Mosfells- hrepps úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjaldfölinum en ógreidd- um fyrirframgreiðslum útsvara og aðstöðugjalda ársins 1976, svo og fyrir ógreiddum fasteignagjöldum 1976, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtökin geta farið fram að liðnum 8 dög- um frá birtingu úrskurðar þessa, hafi ekki verið gerð skil fyrir þann tima. Hafnarfirði 19. mai 1976. Sýslumaður Kjósarsýslu f S >'-* v y ' $ Af marq gefnu tilefni vekur heilbrigðismálaráð athygli á þvi, að samkvæmt ákvæðum 39. 2. gr. heilbrigðisreglugerðar er bannað að hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn i matvöruverzlanir, veitingastofur eða önnur fyrirtæki, þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla fer fram. Leyfishafar ofangreindra fyrirtækja bera ábyrgð á að fyrirmælum þessum sé framfylgt. Reykjavik, 10. júni 1976, j;-'- Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar ¥ vr»' sv. .Vv' Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. júni 1976. Lausar stöður hjúkrunarfræðinga Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar: Heilsugæzlustöð Ilafnar i Hornafirði, nú þegar. Heilsugæzlustöð Laugaráss i Biskupstungum, nú þegar. Heilsugæzlustöð Kópaskers frá 1. ágúst 1976. Heilsugæzlustöð Húsavikur frá 1. des. 1976. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Uppl. eru veittar i heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu og i viðkomandi heilsugæzlustöðvum Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu. J L GRENSASVEGUR Hagkaup niiflimnn íkeifunnill DilASAIAn Skeifunni 11 Opið frá kl. 8.00—19.00 alla daga nema sunnudaga Símar: 81502 — 81510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.