Tíminn - 11.06.1976, Side 10

Tíminn - 11.06.1976, Side 10
10 TÍMINN Föstudagur 11. júnl 1976. Vor í borg og bæ ,,A vorin skartar skógarbjörk iskikkju grænna laufa. Ég leita inn I laufsalinn, i limi syngur þrösturinn”. Þaö er alltaf létt yfir björkinni og nú er hún nýút- sprungin ljósgræn og æsku- fögur. Hvitir blómsveipir sjást á fyrstu reyniviðartrjánum i byrjun júni — og ribsrunnarnir eru viða þaktir sinum gulgrænu blómklösum. „Litið orð af fegurð fer, mér finnst á móti vega — að blómin þroskast — að blómin þroskast i blóðrauð ber, sem bragðast prýðilega”. Gaman er að virða fyrir sér vor- liti i laufi, litbrigðin eru furðu mörg i raun og veru: Fagur- græn, ljósgræn, dökkgræn, daufgræn, gljáandi græn, silfur- grá, ljósrauðleit o.s.frv. Hlynur og silfurreynir fara sér hægt og gljáviöirinn er naumast farinn aö bæra á sér i júnibyrjun i Reykjavik. Nú gengur gróður- setningartimi sumarblómanna I garð um hvitasunnuleytið i hinum veðursælli héruðum landsins a.m.k. Og allmargar tegundir eru á markaði i garð- yrkjustöðvunum, aðallega gamalkunnar vinsælar tegundir, en fátt nýrra held ég. Sum blóm er hægt að fá I jurta- pottum til að flytja beint út I garðinn. En vitanlega eru þessi pottablóm dýrari en önnur sömu tegundar. Jurtirnar eiga að vera „hertar” þ.e. búið að venja þær við svala útiloftið áður en þær eru boðnar til sölu. Ekki er hætt við að viðbrigðin úr hlýju gróðurhúsi eða sólreit undir gleri — og úti i garð — verði of mikil. Algeng sumarblóm, sem viðast þrífast vel eru t.d. stjúpur, morgunfrú, paradisar- blóm, fiðrildablóm (Nemesiur), fagurfífill (Bellis), kornblóm, ljónsmunnur, flauelsblóm, garðanál (Elysium), brúðar- auga (Lobelia), ilmskúfur (Levkoj) og margar tegundir af tryggðablómi (Chrysanth- emum), fjölbreytileg mjög bæði að lit og stærð. Og sérhvert blóm hefur sina fegurð til að bera: „Stjúpan min hefur ótal andlit — afar blómsæl, hörku- góð. — Hún er enginn bölvaður „bandit”, blessuð dis á vorri slóð. Mér hefur snúizt margt i vil, menn hafa búið hana til”. Satt er orðið hin stóru nær alla- vega litu stjúpublóm, sem við ræktum og dáumst að, hafa verið framleidd með jurtakyn- bótum og úrvali. Menn hafa æxlað saman þrenningarfjólur og aörar fjólutegundir. Þannig er þaö með ýmis skrautblóm o.fl. ræktaðar jurtir. „Morgunfrúin mjúk og fin, máski brosir hlýtt til þin. Hún er feit og fifilrjóð, finnur náð hjá margri þjóð”. Það er reisn yfir rauöum, hvitum eða gulum ljónsmunn- anum og nafnið lýsir honum vel. Takið með gætni i varirnar og opnið ginið á honum til að sann- færast. Neðri vörin er lendingarpallur fyrir skordýrin. Kornblómið einæra þolir vel bæði vind og skugga enda vex það vel úti á ökrum erlendis innan um korniö- Meðan rúgur var fluttur inn ó- malaður leituðu mörg börn að fræjum I honum og fundu m.a. fræ kornblómsins og sáðu þvi inni. Hið sérkennilega fagurbláa kornblóm er sannarlega fallegt og skemmtilegt sumarblóm. Paradisarblómin bera óvenju skæra og margvislega liti, sem hvarvetna vekja aðdáun. Þrífast vel I skjóli á móti sól, svipað og fiðrildablómin, sem einnig bera marga liti. Garðanálin myndar lágar breiður snjóhvitar og fjólu- bláar eftir afbrigðum. Flauelsblómin bera marga gula og rauða liti. Af Crysantehmum sumar- blómum má nefna hina lit- skrúðugu friggjarbrá (Chr. carinatum) og hina rauðgulu njarðarbrá sem dæmi. Tilbreyting er góð, eitthvað sem verulega stingur i stúf við annað. Skal hér nefndur silfur- kambur (Senecio cineraria), sem ber allstór hærð, fjaður- skipt blöð, silfurgrá að lit. Fer hinn grái litur blaðanna mjög vel við margar litsterkar blómategundir, t.d. i jaðri beða eða dálitil silfurgrá breiða inni i miðjum stórum blómareit. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um fremur auð- ræktuð fögur sumarblóm. Margar fleiri tegundir getið þið séð i görðum og blómræktar- stöðvum — og athugað hvernig ykkur lizt á þær. Ef þið viljið reyna eitthvað fáránlegt, sem ekki er nefnt i blómræktar- bókum, þá setjið bara niður gul- rófu i rúmgott horn i garðinum! Setjið hana ekki dýpra en svo að sjái á hana, eða hún fari aðeins I kaf. Upp mun spretta hár, greinóttur stöngull, sem ber mesta fjölda af fagurgulum blómum — og kannski fræ að hausti. Þetta er i raun og veru mikilfengleg jurt, sem mikið ber á I blómi. Inni getið þiö sáð appelsinu — eða sitrónukjörnum og fengið úpp af þeim allra snotrustu jurtir með sigræn og gljáandi blöð á trékenndum stönglum. Börn hafa gaman af að sá t.d. matbaunum i jurtapott og fylgjast með hröðum vexti þeirra — sjá þær vefja grip- þráðum sinum um mjóan tein og klifra upp eftir honum. Nú skarta túlipanarnir fögrum litum og hvita sunnu- liljan lætur ljós sitt skina, hvit með gula stjörnu I miðjunni. Börnin.eru farin aö tina sól- eyjar, músareyra og lamba- gras. Islenzkir tómatar nýkomnir I hátiðarmatinn. Víöir með blomskúfum (kvenreklum). Blómgaður reyniviður — 30. mal 1976. Reynir aö Lindargötu 6 — 30. maí 1976.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.