Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 24
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 Tryggið gegn stein- efnaskorti,-gefið STEWART fóðursalt SAMBANDIÐ /S, INNFLUTNINGSDEILD 3^ Málaliðarnir fyrir rétt í Angóla í dag Gólf-og Veggflísar Nýborgy^ Armúla 23 - Sími 86755 NTB/Reuter, Luanda. — Þrettán hvitir málaliðar, sem teknir voru tii fanga meðan á borgara- styrjöldinni I Angóla stóð, verða leiddir fyrir rétt i Luanda i dag. Réttarhöld i máli þeirra hefjast þvi aðeins tveim dögum eftir að fjöldafundur um tiu þúsund angólskra borgara krafðist dauðadóma yfir mönnunum þrettán, en þeir börðust sem málaliðar gegn MPLA og Kúbu- mönnum. Verjendur thálaliðanna munu þó gera sitt ýtrasta til þess að bjarga lifum þeirra. Bandariski lögfræöingurinn Robert Cesner, sem er verjandi bandarisku málaliðanna tveggja, sagði i gær aðhann myndi kalla varnarmála- ráðherra Angóla, Enrique Carreira, fyrir réttinn sem vitni. Eftir dagblöðum i Angóla aö dæma mun i réttarhöldum þessum verða tekin afstaða gagn- vart rikisstjórnum Banda- rikjanna og Bretlands, vegna þe ss að þær hafa heimilaö mönnum að gerast málaliðar i Angóla. Það er heimsvalda- stefnan sem á að dæma, eftir þvi sem segir I fréttafyrirsögnum dagblaðsins Jornal de Angóla i Luanda i gær. Niu af málaliöunum þreltán eru Bretar og munu angóiskir lög- fræðingar verja *nál þeirra, þar sem enginn brezkur lögfræðingur fékkst til þess að fara til Angóla. Tveir hinir siðustu af mála- liðinum — einn íri og einn Argentinumaður — munu einnig hafa angóiska verjendur. Akæruskjöl i málum máia- liðanna þrettán hafa ekki enn verið birt i heild, en talið er að þau byggi á þvi að mennirnir hafi barizt fyrir frelsishreyfinguna FNLA og þvi komið til Angóla tii þess að drepa angólska borgara. Taiið er að Cesner, lög- fræðingur Bandaríkjamannanna, muni byggja málsvörn sina á þvi aö skjólstæðingar hans tveir hafi ekki hleypt af einu einasta skoti meðan á borgarastyrjöldinni I Angóla stóð. Útvarpið I Luanda birti i gær tilkynningu frá upplýsingamála- ráöuneyti landsins, þar sem er- lendir fréttaritarar eru hvattir til þess að gefa ekki ranga mynd af réttarhöldunum. t tilkynningunni er þvi haldið fram að nokkur hluti hinna alþjóðlegu fjölmiðla reki þegar áróðursherferð gegn Málaliðar úr sveitum FNLA i Angóla. Þeir þrettán, sem nú mæta Angóla. fyrir dóm eru úr hópi þeirra. Spennan eykst í Ródesíu: Skæruliðar þjóðernissinna búa sig undir aðgerðir frá Zambíu NTB/Reuter, Salisbury.— Yfir- vofandi hætta virðist vera á þvi að skæruliðastyrjöldin i Ródesiu breiðist innan skamms tima út til Hermenn stjórnarinnar I Ródeslu við öllu búnir. Talið er aö nú sé farið að gæta nokkurs óróa meðal blökkumanna I sveitum öryggisvaröa. hinnar svokölluðu þriðju viglinu, það er eftir að smærri hópar þjóð- ernissinnaðra blökkumanna ráð- ast til Ródesiu, yfir landamærin frá nágrannariki landsins i norð- vestri, Zambiu. t tilkynningu frá rikisstjórn hvita minnihlutans i Ródesiu i gær, segir meðal annars, að um það bil eitt þúsund fullþjálfaðir þjöðernissinnar séu reiðubúnir til árásar á öryggissveitir stjórn- valda i landamærahéruðum. Um fjögur hundruð þeirra séu þegar staðsettir nálægt landamær- unum, það er skammt innan landamæra Zambiu, en um sex hundruð til viðbótar séu á leið til landamærahéraðanna. Fram til þessa hafa bardagarn- ir milli þeldökkra skæruliða þjóð- ernissinna og stjórnarhers hvita minnihlutans i Ródesiu aðallega farið. fram við austur- og norð- austur landamæri rikisins, það er landamæri þess að Mósambik. Þau svæði hafa verið nefnd fyrsta og önnur viglina. Þó hafa sézt nokkur merki þess að skæruliðar hefðu uppi aðgerðir frá nagranna Ródesiu til suðvest- urs, Botswana. Peter van der Byl, varnar- málaráðherra Ródesiu sagði ný- lega I viðtali við dagblað i Suður- Afriku, að sveit skæruliða, sem komið hefði yfir landamærin frá Zambiu, hefði þegar eyðilagt flugbraut flugvallar eins i nánd við landamærin. John Vorster, forsætisráðherra Suður-Afriku, mun gefa Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, yfirlit um gang og stöðu mála i Ródesiu, þegar þeir ráðherrarnir hittast i Hamborg i Vestur-Þýzkalandi dagana 23. og 24. júni næstkom- andi. Það var vara-forsætisráðherra Ródesiu, Edward Sutton Pryce, sem skýrði frá þessu en hann lýsti þvi jafnframt yfir, aö rikisstjórn hvita minnihlutans i Ródesiu hefði ekki i hyggju að taka upp að nýju viðræður við fulltrúa þjóðernissinnaðra blökkumanna i landinu. Viðræður þessara tvegg- ja aðila um hugsanlegar breyt- ingar á stjórnarfari i landinu stóðu þar til I marz siðastliðnum, þegar upp úr slitnaði. Friðarher Araba til Líbanon Reuter, Beirút. — Um eitt hundrað hermenn frá Sudan komu i gær til alþjóðlega flugvallarins i Beirút, en þeir eru hluti af friðargæzluher Arabarikja, sem tryggja á öryggi i Libanon, eftir þvi sem útvarpið I Beirút skýrði frá i gær. Samkvæmt heimildum meðal arabiskra diplómata I Beirút er talið að i friðar- gæzluhernum, sem utan- rikisráðherrar Arabarikja ákváðu á fundi sinum i Cairó i þessari viku aö koma upp, verði um tvö þúsund menn. Utanrikisráðherrar Araba- rikjanna ákváðu einnig á fundi sinum i Cairó að krefj- ast brottflutnings alls Sýr- lenzks hers frá Libanon. Talsmenn sameinaðra herja vinstri sinnaðra Liban- ona og þeirra skæruliða úr röðum Palestinuaraba sem barizt hafa við hlið þeirra, sökuðu Sýrlendinga i gær um að brjóta vopnahlé það, sem komið var á. Of veik viðbrögð Reuter, Brussel. — Bretar vöruðu i gær varnarmála- ráðherra Nato-rikjanna við þvi að hugsanlega gæti kom- ið til sovézkra afskipta af innanrikismálum Júgó- slaviu, eftir dauða Tito for- set^ ef Nato tæki ekki skýrari afstöðu gegn afskipt- um Sovétmanna af málefn- um erlendra rikja. Roy Mason, varnarmála- ráðherra Bretlands sagði i yfirlýsingu, sem John Kil- lick, sendiherra Breta hjá Nato, las i hans stað, að við- brögð vestrænna rikja við at- burðunum i Angóla, þar sem Sovétmenn studdu afskipti Kúbana af borgarastyrjöld- inni, hefðu verið of veik. Ef Nato tekur ekki ákveðn- ari afstöðu gegn slikum at- vikum, þá er hætt við að þau fari að gerast nær heimavig- stöðvunum, til dæmis i Júgó- slavíu, þegar Tito verður all- ur, sagði i yfirlýsingu ráð- herrans. Brezki varn- armálaráðherrann neyddist til að yfirgefa fundinn áður en að honum kom á mæl-. endaskrá. I BARUM BREGST EKK/ I wJeppa I I hjólbaröar I ■ Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ ■ Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 1,1 'v Föstudagur 11. júni 197G *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.