Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. júni 1976.
TÍMINN
7
Sföan er aökomast á bak og nýtur
Eygló Björk ólafsdóttir dyggi-
legrar aöstoöar stöilu sinar viö
þaö.
— Slakaðu á taumnum, slakaðu
á taumnum, hrópaði Kolbrún
skyndilega til eins barnanna og
gaf okkur þar með ótvirætt i skyn,
að hún hefði mikilvægari hlutum
að sinna, en að ræöa við okkur.
Hópurinn lagði siöan af stað, —
reiðlagið svona upp og ofan.
Ein bláklædd yngismær datt af
baki rétt I þvi sem við vorum að
yfirgefa staðinn. Ekki mun það
hafa verið eingöngu henni að
kenna.þvihesturinn varleiddur á
brott og settur I skammarkrók-
inn, að sögn eins snáðans, þvi
þetta var i annað sinn sem ein-
hver datt af baki hans þennan
dag. Annars eru hestarnir valdir,
— ekki húðarjálkar, eins og ljós-
myndarinn orðaði það, — en með
tilliti til þess, að um byrjendur i
reiðlistinni er að ræða.
Enginn vafi er á þvi, að börnun-
um finnst þetta stórkostlegt, og
geta má þess, að ennþá eru ein-
hver pláss laus á siðasta nám-
skeiðið, sem verður i lok júli, ef
einhver skyldi hafa áhuga á þvi,
að leyfa börnum sinum að njóta
holirar og skemmtilegrar útivist-
ar með þarfasta þjóninum, sem
er i dag einn mesti og bezti tengi-
liður milli sveita og borgar.
Þegar aiiir voru komnir á bak var
farið I reiðtúr meö leiöbeinand-
ann, Kolbrúnu Kristjánsdóttur, i
fararbroddi.
Smávægilegir byrjunaröröug-
leikar, en allir hjálpa öllum og
Þórný Þorsteinsdóttir sat hin
hreyknasta i hnakknum er yfir
lauk.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson
RÁÐ-
STEFNA
UAA
NÝT-
INGU
HAFSINS
— haldin á Sauðór
króki um helgina
KS-Akureyri — Ráöstefna um
nýtingu hafsins fyrir Norðurlandi
fyrir svæöiö frá Horni aö Langa-
nesi verður haldin I félagsheimil-
inu Bifröst á Sauðárkróki laug-
ard. 12. júni næstk. kl. 9.30 f.h. og
lýkur samdægurs. Ráöstefnan er
haldin I samráöi viö sjávarút-
vegsráöuneyti og sjávarútvegs-
stofnanir, ennfremur i samvinnu
viö samtök sjómanna, útvegs-
manna og fiskframleiðenda á
Noröurlandi.
Þetta er opin ráðstefna þar sem
allir hafa málfrelsi og tillögurétt.
Málefnum ráðstefnunnar verður
visað til sérstakrar samstarfs-
nefndar, sem undirbýr tillögur
fyrir næsta þing Fjórðungssam-
bands Norölendinga.
Ráðstefnan er liður i starfi
Fjórðungssambandsins, að leita
eftir samstarfi sveitarstjórnar-
manna og hagsmunahópa, um
mótun heildarstefnu fyrir lands-
hlutann i þeim málaflokkum sem
efst eru á baugi. Jafnframt liður i
meiri viðleitni að skapa opinn
vettvang til skoðanaskipa þeirra,
sem öðrum fremur móta stefnuna
og framkvæma, svo og þeirra er
búa við vandamálin heima fyrir.
Að niðurstöðum fengnum, er
stefnt að þvi að móta heildar-
stefnu fiskveiðiréttar og sjávar-
útvegsmála fyrir framantalið
svæði. Matthias Bjarnason
sjávarútvegsmálaráðherra mun
á ráðstefnunni gera grein fyrir
stefnu rikisstjórnarinnar i haf-
réttar, fiskveiði og sjávarmálum
almennt með hliðsjón af samn-
ingum við erlenda aðila og fyrir-
sjáanlegri takmörkun sóknar i
fiskistofna.
Kristján Kolbeins fulltrúi i á-
ætlanadeild framkvæmdastofn-
unar rikisins mun gera grein fyrir
áætlanagerð i sjávarútvegi og
jafnframt gera grein fyrir fjár-
mögnun, framleiðslu og reksturs-
afkomu sjávarútvegsgreina á
Norðurlandi. Jakob Jakobsson
fiskifræðingur mun gefa yfirlit
um ástand fiskistofna og ræða
nýtingu þeirra. Már Elisson fiski-
málastjóri, ræðir fiskveiðilaga-
réttinn og hafréttarmál og Björn
Dagbjartsson forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins
ræðir nýtingu sjávarafla og nýj-
ungar i fiskiðnaði. Ennfremur
mun Jónas Blöndal skrifstofu-
stjóri ræða um nýjar leiðir og
markmið i fiskveiðum. Fulltrúar
útvegsmanna, sjómanna, sölu-
samtaka og einstakra sveitar-
stjórna munu og gera grein fyrir
sjónarmiðum sinum á ráðstefn-
unni.
Þetta er fyrsta sérverkaráð-
stefnan sem Fjórðungssamband-
ið gengst fyrir á Sauðárkróki. 'A
Sauðárkróki er mikil útgerð og
gróskumikill fiskiðnaður, og er
þvi staðurinn tilvalinn ráðstefnu-
staður fyrir framangreind verk-
efni. Bæjarstjórn Sauðárkróks
mun bjóða ráðstefnugestum til
hádegisverðar og i ráðstefnulok
verður farið i kynningarferð um
bæinn á vegum útgerðar og fisk-
vinnsluaðila og þegnar veitingar i
boði þeirra. Fundarstjóri á ráð-
stefnunni verður Jóhann Salberg
sýslumaður og ráðstefnustjóri
Þórir Hilmarsson. Fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam -
bands Norðlendinga er Askell
Einarsson.