Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 20
20 Köstudagur 11. júní 1976. Styrkur til náms í Frakklandi Franska sendiráðiö i Reykjavlk hefur tilkynnt að frönsk stjórnvöld bjóði fram styrk til handa islendingi til 4-6 mánaða námsdvalar i Frakklandi háskólaárið 1976-77. Styrkurinn er ætlaöur tii framhaldsnáms viö háskóla I raunvisinda- og tæknigreinum. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 26. júni n.k. — Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. júni 1976. Umsóknir um húsnæði fyrir íslenzka nómsmenn í Noregi Samkvæmt upplýsingum sendiráðsins i Osló er þar starf- andi stofnun á vegum óslóarháskóla, er hefur m.a. það verkefni með höndum að útvega námsmönnum húsnæði. Hefur stofnun þessi látið i ljós áhuga á að greiða götu is- lenskra námsmanna i Noregi við útvegun húsnæöis eftir þvi sem tök eru á, hvort heldur þeir eru þar við háskóla- nám eða annað nám. — Umsóknir um húsnæði þurfa að hafa borist stofnuninni i siðasta lagi fyrir 15. júli ár hvert. Heimilisfangið er: Studentsamskipnaden, Boiigavdeling- en, Sogn, Oslo 8. — Tilskilin umsóknareyðublöð fást hjá Lánasjóði Islenskra námsmanna, Laugavegi 77, Reykja- vik, skrifstofu SINE i Stúdentaheimilinu v. Hringbraut, Reykjavik, svo og i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 3. júni 1976. Lausar stöður Við menntaskólann á Isafirði eru lausar til umsóknar tvær kennarastöður. Kennslugreinar eru Islensk fræði og náttúrufræði (liffræði, lifefnafræði, haf- og fiskifræöi, jarðfræði). Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 6. júli n.k. — Umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. júni 1976. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 10. júni 1976 Laus staða Laus er til umsóknar staöa heilbrigðisráðunauts við Heilbrigðiseftirlit rikisins. Umsækjendur þurfa að vera dýralæknar helst með nokkra sérþekkingu I heil- brigðiseftirliti eða matvælasérfræöingar. Staðan veitist frá 1. ágúst 1976. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu fyrir 10. júli 1976. Lausar stöður Við Menntaskólann i Kópavogi er laus til umsóknar kennarastaða i efnafræði. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Beykjavik, fyrir 10. júli n.k. Umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 9. júni 1976. CAV Lesendur segja: Eysteinn Sigurðsson cand. mag.: Austur yfir — austur fyrir austur yfir fjall... Það var fyrir nokkrum árum, er ég hafði nýlokið kandidats- prófi minu I islenzkum fræðum, að ég réði mig um sumartima afleysingafréttamann hér á Timann. Ég vann þetta sumar mestmegnis við að safna og skrifa innlendar fréttir. Dag nokkurn var mér úthlutað þvi verkefni að fylgjast með flokki hestamanna úr Reykjavik, sem mig minnir væru á leið til hesta- mannamóts á Þingvöllum. Leysti ég þetta af beztu sam- vizku, fylgdist með hópnum upp að Kolviðarhóli og skrifaði siöan fréttina. Sagði ég þar m.a. eitt- hvað á þá leið, að frá Kolviðar- hóli hefði hópurinn haldið á- leiðis „austur fyrir fjall”. Daginn eftir birtist þessi frétt á forsíðu Timans. Samdægurs hringdi til min móðir min, sem er borin og barnfædd Reykvikingur. Leið- rétti hún þetta orðalag mitt, og benti mér á, aö rangt væri að tala um að fara austur fyrir fjall. Hið rétta væri að segja austur yfir fjall, og hefði það orðalag verið einrátt hér i Reykjavik i uppvexti sinum. Mér — nýútskrifuðum islenzku- fræöingnum — þótti að visu býsna hart að þurfa að játa á mig mistök þessi, en sá þó við nánari athugun, að hjá þvi yröi ekki komizt. Frá skáta- starfi minu á unglingsárum á ég margar góðar minningar um Hellisheiöi, og ég sá strax I hendi mér, að i þessu orðasam- bandi á oröið fjallalveg ótvirætt við hana. Yfir Hellisheiði hefur um aldaraðir legið þjóðvegurinn frá Reykjavik og nálægum byggðarlögum austur i Arnes- sýslu. Þótt akandi ferðamenn nú á dögum kunni að verða litið varir við brekkurnar neðan við Skiðaskálann I Hveradölum og niður af Kambabrún, þá gegndi öðru máli áður fyrr. 1 þá daga var farið um Kolviðarhól, siðan upp snarbratta fjallshliðina, þangað til viö tók hraunið á Hellisheiðinni. Austar var svo komið að Kömbum. Þar fór ekki á milli mála, að verið væri að fara niður af fjalli, og allir kannast við lýsingar á þeirri hrikalegu leið frá árdögum hestvagna og siðar bifreiða á Is- landi. 1 þá tið fór það þannig ekki fram hjá neinum ferða- manni á leið yfir Hellisheiði, að hann væri að fara yfir fjallveg. Ég rifja þetta upp hér vegna þess, að mér hefur virzt, að orðalagið austur fyrir fjall sé orðið býsna útbreitt i tali Reyk- vikinga nú á dögum, ef ekki allt að þvi einrátt. Sjálfur er ég alinnupp hér i Reykjavik,og ég þykist þess fullviss, að áður- nefnd mistök min hafi einfald- lega stafað af þvi, að ég hafi þar fylgt málvenju, sem mér hafi verið töm frá barnæsku. Ég hef ekki haft tök á þvi að athuga, hve gamalt þetta orðalag sé, en mér sýnist liklegt, að það sé ungt. Ég hef spurt nokkra aldr- aða Reykvikinga, sem orðið hafa á vegi minum, um það, hverju þeir hafi vanizt i æsku sinni. Svör þeirra allra hafa verið á einn veg: samkvæmt þeim hefur aldrei verið talað um annað i Reykjavik á fyrstu áratugunum eftir aldamótin en að fara austur yfir fjall. 1 bókum má sjálfsagt finna dæmi þessu til stuðnings: ég rakst á þaö fyrir skömmu i Dægradvöl Benedikts Gröndals, að hann talar um leiðina „aust- ur yfir fjall”, er hann lýsir bernsku sinni á Bessastöðum. 1 orðabók Sigfúsar Blöndals er orðalagið „austur yfir fjali” lika gefið um leiðina austur yfir Hellisheiði, og einnig i orðabók Menningarsjóðs. Hvorug bókin gefur hins vegar orðasamband- ið „austur fyrir fjall”. Það liggur lika i augum uppi, að orðalagið austur yfir fjall hlýtur að vera hið rétta — leiðin liggur yfir fjallið, en ekki fyrir það. 1 islenzku máli er talað um að fara fyrir fjall, þegar menn taka á sig krók meðfram rótum þess. Lika fara menn fyrir fjörð, þegar þeir leggja lykkju á bein- ustu leið inn fyrir fjarðarbotn. Einnig er talað um að sigla fyrir nes, skaga og tanga — sjóleiðin frá Vestmannaeyjum til Reykjavikur er fyrir Reykjanes og Garðskaga. I s.likum til- vikum talar enginn um að fara yfir fjallið, fjörðinn, nesið eða skagann: hverjum dytti t.d. i hug að segja, að akvegurinn frá Reykjavik til Akraness liggi yfir Esju og siðan yfir Hvalfjörð? Alveg jafnfjarstætt er að tala um að fara fyrir fjall, sem raun- verulega er.farið yfir: þegar farið er yfir Hellisheiði, á þvi að tala um að fara austur yfir fjall. Aftur á móti er fullkomlega rétt að segja, að einhver staður sé fyrir austan fjall, þegar ekki er verið að tala um ferðalag þangað. Frá bæjardyrum okkar Reykvikinga er þvi t.d. Selfoss fyrir austan fjall, þótt leiðin þangað liggi hins vegar austur yfir fjall. Það má vera, að ég sé hér að gera langt mál um litið efni, en samt sem áður hefur mér þótt rétt að vekja athygli á þessu nú, þegar aðalferðatimi ársins fer i hönd. Þeim fjöidamörgu, sem nú i sumar eiga eftir að leggja leiö sina austur eftir veginum yfir Hellisheiði óska ég góðrar ferðar austur yfir fjall. Leiðrétting Fyrirsögn á grein Sn. S. i blaðinu 9. júni var og á að vera: „Hvað hét hundur karls...” — samanber grein með sömu fyr- irsögn, sem vitnaðer til frá 11. mai sl. Ég vænti þess, að blaðið láti þessa leiðréttingu koma, þar sem hún sést. Snorri Sigfússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.