Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 11. júnf 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall ekki aðskilja hann við sig. Ekki vegna þess að hann væri svo verðmætur — hún átti mun verðmætari skartgripi — heldur af þvi hann var allt, sem hún átti til minningar um hann... Venetia var satt að segja búin að gleyma boði Estelle um að koma með út að borða eftir sýninguna, þegar Mark stakk höfðinu inn úr dyrunum og spurði hvort hún væri tilbúin. — Frænka bað mig að sækja þig, sagði hann. — Hún bíður í bílnum úti. Venetiu langaði ekki sérstaklega til að fara með, en það yrði að minnsta kosti skárra en að fara heim í einmanaleikann á hótelinu. Estelle brosti vingjarnlega til hennar, þegar hún settist inn í bílinn. — Við ætlum að sækja f leira ungt fólk, áður en hátíða- höldin byrja, sagði hún. — Ég vona, að þú haf ir ekkert á móti því? Það skipti Venetiu engu máli. Hún hallaði sér aftur i sætinu og lokaði augunum. Hún vissi ekki einu sinni í hvaða átt þau óku og opnaði ekki augun fyrr en bíllinn nam staðar. Hún sá að Mark stóð kyrr andartak fyrir utan bílinn og horfði upp, en leit siðan á f rænku sina. En Estelle var þegar farin inn og hin komu á eftir. Venetia leit í kringum sig. Þetta var fallegt, gamalt hús. Mjóar tröppur með haglega útskornum handriðum lágu í hringi upp, utan uppum furðulega, kringlótta lyftu, sem líktist mest fuglabúri. Þetta var friðsælt og virðulegt hús, hugsaði Venetia þegar hún gekk á hæla Estelle upp stigann. Á þriðju hæð nam Estelle staðar framan við fallega, tvöfalda eikarhurð, lyfti gamaldags dyrahamri og beið. En hvað þetta er fallegt hús, hvíslaði Venetia. — Ég vildi eiga heima í svona húsi. — Vildirðu það? svaraði Estelle brosandi og í sama bili opnuðust dyrnar og Brent stóð í gættinni. — Korhið inn, sagði hann hjartanlega — en kom þá auga á Venetiu. Hann haf ði ekki átt von á henni líka. Þau komu inn i anddyrið og héldu áfram inn i gríðar- stórt herbergi með háum, breiðum gluggum — greini- 72 lega vinnustofu. Trönur með málverki stóðu á gólfinu, en yfir var hvítt klæði. — Er þetta myndin? spurði Estelle. — Má ég ekki fá að sjá hana, Brent? — Um leið og listamaðurinn gefur samþykki sitt, j svaraði hann brosandi og varð að stilla sig til að ekki sæist, hvað honum var mikið niðri fyrir. Hann varð að neyða sjálfan sig til að horfa ekki á Venetiu. — Hvar er hann svo? spurði lafði Lowell. — Hérna, frú mín. Þarna stóð Jósep gamli og líkari postula en nokkru sinni áður, hugsaði Mark. Frá þeirri stundu er bílinn ók yfir Signu, hafði hann haft hugboð um, hvað frænka hans ætlaðist fyrir og æsandi eftirvænting hafði gripið hann. Það ekki að ástæðulausu, því við hlið Jóseps gamla stóð Myra með handlegginn undir hans. Estelle gekk til Símonar og kyssti hann innilega á vangann. — Það er líklega allt í lagi, þó ég haf i tekið með mér þetta fólk, ég gat varla farið að yf irgefa gesti mína, sagði hún glaðlega. — Ég vissi ekki einu sinni, að þér ætluðuð að koma, f rú ; mín, sagði Símon. Estelle hló og leit aðdáunaraugum á Brent. — Þér <*hefur þá tekizt að halda leyndarmáli okkar leyndu, Brent! Nú langar mig til að sjá myndina. Brent segir, að þér hafið verið óánægður með það allan tímann, sagði hún og leit á Símon. — Það eru listamenn alltaf, skaut Venetia inn í og horfði á Brent. — Það var glettni og hlýja í rödd hennar og hann tók eitt skref í átt til hennar. Hann snart hönd hennar og stóð svo grafkyrr,því hann fann eitthvað kalt og hartá f ingri hennar. Hann lyfti hönd hennar upp og leit á hana og demantshringurinn, sem hann hafði sjálf ur sett þar, var þarna og glitraði framan í hann. Þau gleymdu hinum gjörsamlega og heyrðu ekki hrifningaróp Estelle og gestanna, þegar Simon lyfti klæðinu af myndinni. Brent tók um hönd Venetiu og kyssti hana. — Svo þú ert ennþá með hann, hvíslaði hann. — Af hverju? — Af því þú hef ur ekki beðið mig að taka hann af mér! — Ég ætla aldrei að biðja þig þess. Ekki einu sinni, Myndasagan um Hvell Geira mun ekki birtast næslu daga i Timanum, þar sem famhald sögu þeirrar, sem nú er i gangi, hefur ekki komiö til landsins ennþá. Vonazt er þó til að úr rætist fljót- lega. Þangað til munu aðdáendur Dreka geta glatt sig við að lesa tvær seríur á hverjum degi. mmm FÖSTUDAGUR 11. júni 7.00 Morgunútvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar Diet- rich Fischer-Dieskau syng- ur lög eftir Robert Schu- mann: Jörg Demus leikur á pianó. Hans-Werner Watzig og Sinfónluhljómsveit út- varpsins I Berlln leika 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 Eruð þiö samferða til Af- riku? Ferðaþættir eftir norskan útvarpsmann, Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýðingu slna (1). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Danskur nútimahöf- undur Asthildur Erlings- dóttir lektor talar um Christian Kampmann. 20.00 Sinfónia nr. 23 i a-moll op. 56 eftir Nikolaj Mjakovský Sinfónluhljóm- sveit útvarpsins I Moskvu leikur: Alexej Kovaljoff stj. 20.30 Sauöfjárrækt Agnar Guðnason les gamalt erindi eftir Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum. 21.00 Frá iistahátlð: Beint út- varp úr, Háskólabiói. Vest- ur-þýzka söngkonan Anne- liese Rothenberger syngur við undirleik Gunthers Weissenborns prófessors. 21.45 Gtvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (38). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.25 Hiutverk kirkjunnar i is- lenzku nútimaþjóöfélagi. Dr. Björn Bjarnason pró- fessor flytur erindi. 23.00 Afangar. Tónlistarþátt- ur I umsjá Asmundar Sveinssonar og Guöna Rún- ars Agnarssonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 11. júni 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 islendingar i Kanada II Mikley — eyja íslending- anna Sjónvarpsmenn öfluðu efnis I þessa mynd I Mikley I Winnipegvatni siöastliðið sumar og haust, fylgdust meö mannlifi og lituðust um á þessari eyju, þar sem Is- lendingarhafa ráðið rlkjum undanfarna öld. Stjórn og texti Olafur Ragnarsson. Kvikmyndun örn Harðar- son. Hljóðupptaka og tón- setning Oddur Gústafsson og Marinó ólafsson. Klipp- ing Erlendur Sveinsson. 21.15 Boðið upp IdansKennar- ar og nemendur I Dansskóla Heiðars Astvaldssonar sýna nýjustu dansana. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.35 Marat-Sade eða: Ofsóknirnar og morðið á Jean-Paul Marat, sviðsett af sjúklingum á Charenton-geðveikrahælinu undir stjórn de Sade mark- greifa. Leikrit eftir Peter Weiss. Leikstjóri Peter Brook. Aða lhlutverk: Leikarar I The Royal Shakespeare Company, Patrick Magee, Ian Richardson, Michael Willi- ams, Clifford Rose, Glenda Jacksono.fi.Leikritið gerist á geðveikrahæh skammt frá Paris 15 árum eftir frönsku byltinguna. Vistmenn setja á svið sýningu um bylting- una og morðið á Marat, en þá skortir einbeitni til að halda sig við efnið. Sýnt I þjóðleikhúsinu árið 1967. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. Leikritið er ekki við hæfi barna. 23.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.