Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. júní 1976.
TÍMINN
15
Fréttabréf frá Bíldudal:
Gott veður en
lítil atvinna
Söngleikurinn Sabina eftir
Hafliða Magnússon frá Bfldudal
var frumsýndur hér 30. mai af
„Litla leikklúbbnum” frá Isa-
firði. Sýningar voru tvær kl. 17
og 20.30. Leikstjóri var Margrét
Öskarsdóttir.
Var leikstjóra, höfundi og
leikurum fagnað að sýningum
loknum og færðir blómvendir.
Mjög gott veður hefur verið
hér undanfarna daga, og hiti
komizt upp i 19 stig. Hefur
gróðri farið vel fram, og bæði
börn og fullorðnir notað hitann
og góða veðrið, enda var það
kærkomið eftir langan og snjó-
þungan vetur.
Atvinna hér á Bildudal er litil
um þessar mundir, einn bátur
er á hörpudisk, en aðrir eru að
búa sig til dragnótaveiða. Einn
stór bátur er á linuveiðum og is-
ar aflann um borð, þar sem
Fiskvinnslan h.f. er ekki tilbúin
til að taka við fiski, en þar er
unnið af fullum krafti, en von-
andi verður hún tilbúin áður en
dragnótaveiði hefst.
Að lokum má geta þess, að
kvenfélagskonur á Bildudal
hafa unnið ötullega að hreinsun
á staðnum, og mættu önnur
kvenfélög taka það til eftir-
breytni, þar sem þetta er einnig
mjög góð fjáröflun fyrir félögin.
Myndirnar eru af leiksýning-
unni, og þegar leikstjóri og höf-
undur tóku við blómvöndum, i
lok sýningar Sabinu.
Þjóðleikhúsið:
Imynd-
unar-
veikin í
leikferð
gébé Rvik. —Föstudaginn 11. júni
leggur leikflokkur frá Þjóðleik-
húsinu upp I leikför um landið
með gamanleikinn ímyndunar-
veikina eftir Moliére, en verkið
var frumsýnt I leikhúsinu þann
20. mai s.l. og hefur veriðsýnt við
ágæta aðsókn og mjög góðar
undirtektir. Aætlað er að
sýningar verði á tiu stöðum og
lýkur leikferöinni 23. júni.
Leikstjóri Imyndunarveikinnar
er Sveinn Einarsson, en leik-
myndina gerði Alistair Powell og
tónlistin er eftir Jón Þórarinsson.
Sýningar veröa á eftirtöldum
stöðum: 11. júni: Höfn I Horna-
firði, 12. júni: Fáskrúðsfjörður,
13. júni: Egilsstaðir, 14. júni:
Neskaupstaður, 15. júni:
Raufarhöfn, 16. júni: Húsavik,
18. og 19. júni: Akureyri, 20.
júni: Ólafsfjörður, 21. júni:
Sauðárkrókur og 22. júni:
Blönduós.
Anna Kristin Arngrímsdóttir og
Randver Þorláksson í hlut-
verkum sinum i tmyndunar-
veikinni.
10
% afsláttarkort
Afslóttarkort, sem gilda til 8. september, eru afhent
í skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DOMUS,
alla virka daga nema laugardaga.
Nýir félagsmenn fá einnig afsláttarkort
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
VORHAPPDRÆTTI
FRAfVlSOKNAHFLOKKSINS 1976
Vinningar:
Nr. 013506
m
1. Sumarbústaðaland 1 h3 i Grimsnesi...........
2. Seglbátur með seglum og tilhsyrandi útbúnaði .
3. Litsjónvarp 1800 Nordmende frá Radíóbúðlnni .
4. Litsjónvarp 1400 Nordmende frá Radióbúðinni .
5. Kvikmyndavél tekur mynd og tal Humig 30 x 1 .
6. Tjald og viðleguútbúnaður frá Sportval ....
7. Kvikmyndasýningarvél frá Sportval...........
8. íþrótta- eða sportvörur frá Sportval ....
9. Sportvörur frá Sportval.....................
10. Ljósmyndavél frá Sportval.....................
11. -15. Ljósmyndavélar kr. 20 þúsund hver vinningur
16.-2S. Sportvörur 15 þúsund kr. hver vinningur . .
300.000,00
300.000,00
185.000,00
150.000,00
100.000,00
50.000,00
50.000,00
45.000,00
40.000.00
30.000,00
100.000,00
150.000,00
Kr. 1.500.000,00
í»eir sem fengið hafa heimsenda
miða eru vinsamlega hvattir til að
senda greiðslu við fyrsta tækifæri.
Greiða má girósendingu i næstu
peningastofnun eða á póststofu.
Einnig má senda greiðsluiia til happdrættis-
skrifstofunnar, Rauðarárstig 18, inngangur frá
Njálsgötu. Skrifstofan er opin til kl. 18:30 og til
hádegis laugardag.
Afgreiðsla Timans, Aðalstræti 7, tekur einnig á
móti uppgjöri og hefur miða til sölu.
Dregið 16. júní um 25 glæsilega
vinninga.