Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. júní 1976. TtMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26S00 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Bændur og launþegar Á nýloknum aðalfundi Sambands islenzkra samvinnufélaga var áréttuð fyrri viljayfirlýsing samvinnuhreyfingarinnar um að leita sem bezt samstarfs við samtök launþega og bænda. Þvi miður hefur þetta samstarf bænda og launþega engan veginn verið nógu náið i seinni tið, og vafa- laust sitthvað sem veldur. Hörmulegt dæmi um þetta var stórfelld niður- helling á mjólk i verkfallinu i vetur. Slikt hafði aldrei gerzt áður. Samkvæmt upplýsingum Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins mun alls hafa verið hellt niður um 550 þús. litrum af mjólk og mun láta nærri að tap bænda af þessu nemi 30 millj. króna. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins, Jón Ármann Héðinsson, taldi þetta slikt hneyksli, að hann flutti frumvarp um bann við verkfallsaðgerðum, sem leiddu til þess, að mjólk væri hellt niður. Að ráði bænda var þetta frumvarp látið daga uppi að sinni i trausti þess, að samkomulag næðist um það við verkalýðs- samtökin, að slik niðurhelling á mjólk vegna verkfalla endurtæki sig ekki. Vonandi tekst slikt samkomulag og væri gott spor i þá átt, að bæta sambúð bænda og launafólks. Annað dæmi um minna samstarf bænda og launþega en áður er verðlagning landbúnaðar- vara. Um alllangt skeið var afurðaverðið ákveðið af sameiginlegri nefnd þessara aðila. Yfirleitt gaf þetta góða raun. Skyndilega tóku samtök launþega þá ákvörðun, að taka ekki þátt i störf- um nefndarinnar, og hefur svo verið um hrið. Nú hefur landbúnaðarráðherra skipað nefnd til að endurskoða löggjöfina um þetta efni og eiga sæti i henni bæði formaður Alþýðusambands Islands og formaður Stéttarsambands bænda. Vonandi leið- ir þessi endurskoðun til nýs samkomulags bænda og launþega um þessi mál. Af hálfu forustumanna launþega hefur það nokkuð verið gagnrýnt, að Vinnumálasamband samvinnumanna hefur oft setið sömu megin við samningabörðið og Vinnuveitendasambandið i vinnudeilum. Þetta er engan veginn æskilegt, en ástæðan er sú, að samvinnufélögin hér hafa ekki náð svipuðum sérsamningum við verkalýðs- hreyfinguna og viða hefur komizt á i nágranna- löndunum. Fleiri mál mætti nefna, er þarfnast endur- skoðunar og endurbóta i samstarfi bænda og launþega. Þau ætti að vera hægt að jafna, þvi að sameiginlegu hagsmunirnir eru miklu meiri en ágreiningsefnin. Er 35 meira en 70 Það er gott dæmi um blekkingar stjórnarand- stæðinga, að þeir láta eins og Bretar hefðu ekkert veitt á íslandsmiðum næstu sex mánuði, ef ekki hefði verið samið við þá. Á sama tima i fyrra höfðu þeir til jafnaðar um 50 togara á veiðum og fengu þeir samanlagt um 70 þús.smál. Þeir hefðu tvimælalaust stefnt að þvi, að ná þessu aflamagni með óleyfilegum veiðum, ef ekki hefði verið samið. Sennilega hefði þeim ekki tekizt það, en þeir hefðu alltaf náð þeim 35 þús. smál., sem eru hámark þess, sem þeir geta náð samkvæmt Oslóar-samningnum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verða Spinelli og Pasti sigursælir? Kommúnistar tefla fram óháðum frambjóðendum FRÉTTAMENN, sem fylgj- ast með kosningabaráttunni á Itallu, telja yfirleitt varlegast að spá engu um úrslitin og þó einkum það, hvort Kommún- istaflokknum tekst að ná meira fylgi en Kristilega flokknum, og verða þannig stærsti flokkurinn á ítaliu. Það telja þeir þó liklegt, að ekki verði mikill munur á fylgi þeirra. I Jángkosningunum 1972 munaði verulega á fylgi þeirra, en þá fékk Kristilegi flokkurinn 38.7% og Kommún- istaflokkurinn 27.1% af greiddum atkvæðum. Munur- inn var þá um 12% greiddra atkvæða. Þessi munur minnk- aði hins vegar stórlega f hér- aðsstjórnarkosningunum 15. júni i fyrra, þegar Kristilegi flokkurinn fékk ekki nema 35.3%, en Kommúnistaflokk- urinn 33.4%. Munurinn varð m.ö.o. ekki nema um 2% af greiddum atkvæðum. Kristi- legir demókratar reyna að hugga sig við það, að kommúnístum hafi oftast gengið betur i héraðsstjórnar- kosningum en þingkosningum, og þvi megi ekki byggja of mikið á kosningatölunum frá i fyrra. Tvennt virðist liklegt til aö ráða mestu um það, hvernig þessari glimu aðalflokka Itallu lyktar. Annað er það, hvort stuðningur páfans og kaþtílsku kirkjunnar við kristilega flokkinn reynist honum sami styrkur og áður, enda þótt þessir aðilar styðji hann opinberlega nú, en gerðu það óbeint áður. Tök kaþtílsku kirkjunnar eru ekki eins sterk ogfyrr. Hún átti þá enn örugg- ara fylgi hjá konum en körl- um, en nú virðist afstaða kvenna vera að breytast veru- lega I þessum efnum. Helzt gæti stuðningurkirkjunnar við Kristilega flokkinn hjálpað honum til að ná atkvæöum frá nýfasistum, Frjálslynda flokknum og sosial-demtíkröt- um, og aö honum tækist á þann hátt að halda stöðu sinni sem stærsti flokkur Italiu. Hitt atriðið, sem getur ráðið miklu um úrslitin,er viðleitni Kommúnistaflokksins til að dylja sem mest kommúnista- stimpilinn og koma sem mest fram likt og borgaralegur vinstri flokkur. Til að árétta þetta, hefur flokksforustan lýst yfir þvi, að hún muni hvorki beita sér fyrir úrsögn úr Atlantshafsbandaiaginu eða Efnahagsbandalagi Evrtípu, heldur sætta sig við, að Italla fullnægi skuldbind- ingum slnum við þessa aðila. Þá leggur flokksforustan mikla áherzlu á, að komið verði á samstarfi stærstu flokkanna, eða hinum sögu- iegu sættum, sem hún kallar það. Jafnframt lætur hún i það skma, að þetta geti gerzt I fyrstu, án þess að kommúnist- ar taki beinanþátt I rikisstjórn- inni. TIL ÞESS að sýna I verki, að Kommúnistaflokkurinn sé ekki lengur slikur byltinga- flokkur og talið hefur verið, hefurhanngripið til þess ráðs, að fá til framboðs fyrir sig ýmsa þekkta óháöa menn, sem ekki þykja liklegir til að fylgja fram kommúniskri stefnu. Þó nokkuð margir slík- ir menn munu skipa þingliö kommúnista eftir kosningarn- ar. A sumum framboðslistum kommúnista er rúmur fjórð- ungur skipaður slikum óháð- um utanflokkamönnum. Nino Pasti Þekktastir þessara manna eru þeir Nino Pasti hershöfðingi og Altiero Spinelli, sem hefur veriðannar af fulltrúum ltalíu I stjórnarnefnd Efnahags- bandalags Evrópu. Pasti hershöfðingi, sem er 67 ára gamall, var flugmaöur I siöari heimsstyrjöldinni og féll I hendur Bretum. Eftir heims- styrjöldina komst hann til mikilla metorða og gegndi m.a. þýðingarmestu trúnað- arstörfum á vegum Atlants- hafsbandalagsins. A árunum 1963-1966 átti hann sæti I her- foringjanefnd bandalagsins, sem hefur aðsetur sitt I Washington. Næstu tvö árin, 1966-1968var hann annar æðsti yfirmaður kjarnorkuherafla bandalagsins i Evrópu. Hann er nú kominn á eftirlaun, en er enn sem fyrr mikill fylgismað ur Atlantshafsbandalagsins. Spinelli, sem er 68 ára gamall, Gioiitti var leiötogi ungkommúnista á fyrstu valdaárum Mussolinis. Hann var tekinn fastur 1928 og dæmdur I 10 ára fangelsi. Fangavist hans var slðar framlengd og losnaði hann ekki úr haldi fyrr en eftir fall Mussolinis 1943. Hann hafði snúið baki við kommúnistum áður en hann var fangelsaður, en það bætti ekki aðstöðu hans, þvi að hann hélt áfram að vinna gegn Mussolini. A fangaárum sinum gerðist hann mikill fygismaður hug- sjónarinnar um sameiningu Evrópu og hóf að vinna fyrir það mál strax og honum var sleppt úr haldi. Hann hefur ritað bækur um þetta efni, sem hafa hiotið mikla viður- kenningu. Hann hefur slðustu sex árin átt sæti i stjórnar- nefnd Efnahagsbandalagsins og verið varaformaður hennar siöustu árin. Hann lætur nú af störfum þar og hyggst vinna heima fyrir að eflingu banda- lagsins. Hann segist ganga til samstarfs við kommúnista i trausti þess, að þeir séu orðnir lýðræðissinnar, sem styðji Evrópuhugsjónina. ÞAÐ veldur kommúnistum nokkrum ugg, að Sóslalista-^ flokkurinn hefur tekiö upp öllu róttækari stefiiu en áður, og getur hann þvi náð einhverju fylgi frá kommúnistum. Það spillir ekki fyrir sóslaiistum, að einn foringi þeirra, Antonio Giolitti, er neöidur sem hugs- anlegur forsætisráðherra i stjtírn, sem nyti beins eða ó- beins stuðnings þriggja stærstu flokkanna, en hann nýtur álits bæði hjá kristileg- um demókrötum og kommún- istum. Giolitti, sem er 61 árs gamall, átti um skeið sæti á þingi fyrir kommúnista, en sagði skiliö við þá, þegar þeir vörðu innrás Rússa I Ung- verjaland 1956. Hann gekk þá i Sósialistaflokkinn og hefur oft átt sæti I ríkisstjómum, sem hafa verið undir forustu Kristilega flokksins. öðrum flokkum en Sósíal- istaflokknum, sem standa á milli Kristilega flokksins og Kommúnistafiokksins, er spáð litlu gengi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.