Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 11. júní 1976. TÍMINN 21 Ásgeir Bjarnþórsson: En sú regin-vitleysa Hundertwasser-sýning Þaö - var föstudaginn fyrir hvitasunnu sem Listahátiöin i Reykjavik hófst nú i ár. Þaö geröist i Listasafni rikisins á viöeigandi hátiölegan hátt. Þangað var boöið stórmennum þjóðarinnar, allt frá forseta, ráöherrum, sendiherrum og niður i listamenn. Þetta var fjöldi af friöu fólki. Svo hófst hátlðin klukkan 16. Dr. Selma talaði, fulltrúi Austurrlkis talaöi, og loks talaöi menntamálaráöherra og lýsti Listahátíöina opnaða. Hún byrjaði þarna i Listasafni lands vors með sýningu á verkum gests frá Austurriki, Hundert- wasser að nafni. Og hér var engin smásýning á ferð. Allt húsnæöi listasafnsins, aöalsalir og hliöarsalir — fullt af verkum Hundraövatnamannsins, mál- verk og graflk o.s.frv. Hvað var svo allt þetta? Sama, sama! Sömu sterku litirnir og svipaöar tizkukomposisjónir, forte, forte — dempaðir litir ekki til, og er þó litspennan talin til hins helzta I myndlist. Meö öðrum oröum: Hér er hreinræktaöur trúöur — svindlari á ferð. Meiri regin vitleysu hef ég aldrei séö, né stærra húsnæði fyllt af sömu vitleysunni — vit- leysa á vitleysu ofan. Og þarna ráfar svindlarinn með forsetan- um og báöir jafnhátlölegir á svipinn. Ekki skortir blessaöa alvöruna. 1 fyrra sýndi hér amerikani þó nokkrar „myndir” og allar eins!. Malerisku kröfurnar virðast ekki háar hjá henni Selmu, og þetta dálæti hennar á aö sjá þaö sama aftur og aftur — þaö er furöulegt. Hvaö kostar svo svona sýning ríkið meö öllu saman? Flutning- ar, trygging og upphenging? Þaö er sennilega ekki smápeningur. Hvað segja yfir- völdin um svona sýningu? Skipta þau sér af henni? Er Selma gersamlega einráö um hvernig hún notar fjármuni almennings? Viö þekkjum hvernig hún hefur notað islenzkt fé til að kaupa „grafik” suður I Paris — og átölulaust, þvi miöur. Viö heyrðum rabb þeirra Selmu og þess, sem hefur veriö meö list- þættina I útvarpinu, og hefur fólk ekki fengið nóg af sllku? Þaö eina, sem Selma sér og hefur áhuga á, er tizka og veit þó hver óheimskur maöur, aö tizka stendur aldrei stundinni lengur. Þegar ég fór af umræddri sýningu, leit ég inn á Bogasal- inn. Þar var veriö að opna sýningu á verkum furöufuglsins Karls Einarssonar. Þau voru miklu merkilegri en ég haföi gert mér i hugarlund. Karli kynntist ég I Kaupmannahöfn fyrir mörgum árum. Jónas Þorvaldsson: E7 - E5 skókinni til stuðnings Jönas Þorvaldsson skrifar: Nú er hafib umdeildasta skák- mót sem haldið hefur veriö hér á landi. Winstonskákmótið hef- ur komið af staö miklum úlfa- þyt. Mótmæli hafa komiö frá einstaklingum og félögum, sem skoraö hafa á skákmenn aö taka ekki þátt i mótinu. Skákmenn sem upphaflega létu skrá sig á mótiö, voru allt I einu orönir samvizka þjóö- arinnar, I bindindismálum hennar. A sama tima hófst bindindis- mannaskákmót, sett af staö til höfuös Winstonmótinu. Það er háö undir kjöroröinu „Skák undir hreinu lofti”. Fátt er svo meö öllu illt aö ekki boöi nokkuö gott. Winstonskákmótiö hefúr komið af staö bindindismanna- skákmóti, svo nú eru fimm hundruð þúsund krónur i boöi fyrir skákmenn, i staö tvö hundruð og fimmtiu þúsunda, sem áöur var. Reglur sem gilda i bindindis- mannamótinu eru frábrugbnar aö einu leyti. Þaö er bannað aö reykja meöan á skák stendur, þess er ekki óskaö heldur bann- aö. Það er svipaö aö banna reykingamanni að reykja yfir skák og aö krefjast þess af bind- indismanni að hann reyki yfir skákinni. Ég skora á skákmenn sem koma til meö aö vinna verölaun á Winstonmótinu aö þeir láti tiu prósent verö- launanna renna til Krabba- meinsfélags Reykjavikur, til styrktar næsta Bindindis- mannamóti sem vonandi verö- ur árlegur viöburöur hér eftir. f . " ... * HRINGIÐ í SÍAAA 18300 MILLI KLUKKAN 11 — 12 V </ TÍMA- spurningin Saknarðu sjónvarpsins á fimmtudagskvöld- um? Hulda Kristjánsson, húsmóöir: — Ég læt sjónvarpið yfirleitt sitja á hakanum og sinni heldur heimilisstörfunum, og þess vegna sakna ég þess ekkert. Klara Njálsdóttir, húsmóöir: — Nei, ég sakna þess hreint ekki neitt og nota fimmtudagskvöld- in svo og aðrar frístundir til aö vera úti viö og vera á hestbaki. Þröstur Theódórsson, 13 ára: — Þó ég horfi mikið á sjónvarp, þá sakna ég þess ekkert á fimmtudögum. Þá les ég sögubækur, spila á spil eða geri bara eitthvað. Ragnar Einarsson, 9 ára: — Mér finnst allt i lagi þó þaö sé ekki — ég fer bara út aö leika mér. Asgeir Arnason, kennari: — Nei, ekki get ég nú sagt aö ég sakni þess og er raunar afskap- lega ánægöur meö fimmtudagskvöldin. Annars horfi ég yfirleitt frekar sjaldan á sjónvarp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.