Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.06.1976, Blaðsíða 5
Köstudagur 11. júní 1976. TÍMINN 5 Sldandi tölur Það kemur fram i grein, sem Sigurður Hiöðversson,. f r a m - kvæmdastjóri Húseininga hf. á Siglu- firði, ritar i féla gsblað t æ k n i - fræðinga, að hiutur islenzkra húseiningaf ram ieiðenda i heildaribúðarby ggingum hér á landiá sfðustu árum hefur ekki verið nema 5-10%, en sambærilegar tölur I ná- grannalöndum okkar eru 80-90%. Þessar tölur eru óneitaniega sláandi, þegar það er haft i huga, að með einingafram- leiddum húsum ætti að vera hægt að lækka byggingar- kostnað verulega. Enn þá meira siáandi eru þessa r tölur fyrir þá sök, að hér á islandi eru húsbyggingar rikari þáttur i lifi fólks en viða annars staðar að þvi leyti, að hér eru ibúðir að langmestu leyti i eigu einstaklinga og þvi sérstakur hagur að finna ódýrustu leiðirnar við hús- byggingar. Glíman við „kerfið" i grein sinni segir Sigurður Hlöðversson m.a.: „Það þarf engum að biandast hugur um, að eina leiðin til lækkunar byggingar- kostnaðar er aukin tækni og fjöldaframleiösla, enn fremur að i þvi veðurfari, sem ein- kennir okkar land, þarf sú framleiðsla að færast inn i verksmiðjur, til að fram- leiðsla geti verið jöfn og stanz- laus, komizt verði hjá sveiflum, sem stafa af veöur- farsástæðum. Svo virðist þó vera, að einn aðili geri sér þetta ekki ljóst, eða ef hann gerið það, þá skirrist hann við að sýna það i verki, en það er hið opinbera — „kerfiö”.” Óréttldtt skattakerfi Óréttiátt skattakerfi (14 pt.) ,,Við það aö framieiða hús- hiuta innan fjögurra veggja i verksmiðju við beztu að- stæður, en ekki úti undir berum himni, við misjafnar og oft lélegar aðstæður, þarf verksmiðjan að greiða sölu- skatt af aUri vinnu, á sama tima og sá, er vinnur samskonar verk úti undir berum himni, greiðir ekki neinn söluskatt af vinnunni. Það er þvi augljóst, að nú- verandi skattakerfi er and- snúið verksmiöjuframleiðslu á húseiningum og er um leið verulegur og vaxandi hemili á eðlilega þróun. A framleiðslu Húseininga hf. er þetta upp- hæð, sem nemur um 300-500 þúsund krónur á hús, eða á ársfram leiðslu þeirra um 12-20 milljónir, eða andvirði 3-4 húsa.” Engin leiðrétting „Þetta er þeim mun gremjulegra þegar á það er litiö, að fyrir um 2 árum var það álit stjórnskipaðrar nefndar, sem faiið var að endurskoða skattakerfið, að þaðværi réttlætismál.aö sölu- skattur yrði felldur niður af vinnu einingaframleiddra húsa. Þrátt fyrir eftirrekstur Sambands einingahúsafram- leiðenda, svo og einstakra fyrirtækja, hefur , ekkert gengið að fá leiðrettingu á þessu réttlætismáli. Vonandi er hið opinbera ekki á móti lækkun byggingarkostnaðar og eðlilegri þróun i þá átt.” Slæm sam- keppnisaðstaða Loks segir Sigurður i grein sinni: „Með þvi að búa vel að hús- einingaverksmiðjum og stuðla að eðlilegri þróun tækni og vélvæðingar i byggingariðnaðinum, er hús- einingaverksm iðjum gert kleift að lækka mjög verðið á framleiðslu sinni. Sú aukna samkcppni, sem húseiningaverksmiðjur mundu þá veita almenna byggingariðnaðinum, myndi stuöla að lækkun byggingar- kostnaðar almennt. Auk þeirrar mismununar, sem húseiningaverksmiðjur búa viö i skattakerfinu, búa þær viöslæma samkeppnisaðstööu við innflutt einingahús hvað varðar tolla, þar sem greiða þarf 15-25% toll af hráefni en innflutt einingahús búa við sérstök tollafriðindi vegna EFTA-aðildar.” Þennan iðnað verður að aðstoða Þetta mál þarfnast sér- stakrar skoðunar. Ljóst er, að leiörétta verður þann mis- mun, sem húseiningaverk- smiðjur búa við hvað varöar söluskatt. Einnig verður að Ieiðrétta það misræmi, sem er miili toUa á hráefni tU vinnslu og innfluttra einingahúsa. Og loks verður að gera hús- einingaverksmiöjum kleift að komast i afurðalánakerfi eins og annar iðnaður býr við, t.d. skipasmiðar, eins og Sigurður Hlöðversson bendir á i grein sinni. —a.þ. Listahátíð í Reykjavík AÐEINS SYNINGAR A LITLA PRINSINUAA Samvinna sænsks og gébé Rvik — Eitt sérstæöasta at- riðið á Listahátið 1976 er brúðu- leiksýning Mariónettuleikhússins frá Stokkhólmi á Litla prinsinum eftir Antoine de Saint-Exupéry. Hér er um óvenjulega samvinnu erlendra og innlendra leikhús- manna að ræða, en auk Svianna taka islenzkir leikarar þátt í sýn- ingunni. Það er sænski brúðuleik- húsmaðurinn Michael Meschke, sem samið hefur leikgerðina og leikstýrir, en leikið er á isienzku. Litli prinsinn verður sýndur tvisvar á stóra sviðinu i Þjóðleik- íslenzks leikhúsfólks húsinu, á laugardagskvöidið og á sunnudag. Með Michael Meschke er fimm manna hópur frá Mariónettuleik- húsinu og stjórna þeir leikbrúðum i sýningunni en islenzku leikar- arnir flytja textann. Ein persón- an, flugmaðurinn, er leikin af leikara sýnilegum á sviðinuogfer Sigmundur Orn Arngrimsson með það hlutverk. Aðrir leikarar eru Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir, sem leikur litla prinsinn, Steinunn Jóhannesdóttir leikur rósina, Briet Héðinsdóttir refinn, Erlingur Gislason höggorminn o.fl., Hákon Waage leikur mont- hanann og landfræðinginn og Flosi Ólafsson leikur drykkju- manninn og ljósmanninn. Sagan um Litla prinsinn er viö- fræg og þekktasta saga höfundar, en bókin hefur komið út i islenzkri þýöingu Þórarins Björnssonar. Segir þar frá manni, sem nauð- lendir i Sahara-eyðimörkinni og rekst þar á litla prinsinn, litinn drenghnokka, sem styttir honum stundir og segir honum frá heim- kynnum sinum úti i geimnum og ferðalagi sinu milli hinna ýmsu hnatta himinhvolfsins. Þýðingu leikgerðarinnar gerðu Briet Héöinsdóttir og Sigurður Pálsson, en tónlistin er eftir Karl-Erik Welin. Leikstjóri er M. Meschke, en aðstoðarleikstjóri Seth Nilsson. Sænsku brúðuleik- ararnir eru Monika Barth, Agneta Ginsburg, Agneta Karl- ström og Karin Therén. Þessi sýning Mariónettuleik- hússins á Litla prinsinum hefur vakið mikla athygli og orðið við- fræg, enda farið viða, m.a. i leik- för til 10 borga i Asiu. Hluti'sýn- <3/EB> ’acrohat’ Lyftutengd 4ra hjóla rakstrar og snúningsvél

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.