Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 2. júll 1976 búnar eru til alls konar skripa- myndir og manneskjur. Hér sjáum viB gott dæmi um þaö, sem fyrir augu ber á götum þýzkra borga, þegar menn skemmta sér og taka þátt i þessum dæmigeröu þýzku hátíöum. Hann er grænmetisæta og drekkur hvorki né reykir AriB 1952 var maBur sendur út af örkinni frá kvikmyndafélag- inu Universal i Bandarikjunum, og átti sá aö reyna aö hafa upp á einhverjum nýjum hæfileika- mönnum, sem hægt væri aö dubba upp á og gera aö frægum kvikmyndastjörnum. Maöurinn rakst þá á Dennis Weaver og flutti hann meö sér til Holly- wood. Dennis Weaver þekkjum viö öll undir nafninu McCloud, og höfum viö fengiö aö fylgjast meö honum undanfarna mánuöi i sjónvarpinu okkar, þar sem hann leysir hverja gátuna á fæt- ur annarri á vegum lögreglunn- ar i New York. Til Hollywood kom Weaver þremur dögum fyrir jól, og meö honum var kona hans og tveggja ára gam- all sonur, ai hann var aöeins meö einn einasta dollaraseöil I vasanum. — Ég sagöi þeim, sem réöu mig, aö kaupiö skipti mig ekki öllu máli. Ég heföi mestan áhuga á að fá gott hlut- verk. Svo undirritaöi hann samning um að fá 125 dollara á viku, og þaö fannsthonum sjálf- um dágott. Lágmarkslaun leik- ara á viku voru þá 90 dollarar. En Weaver haföi heldur en ekki yfirsézt, þegar hann undirritaöi samninginn. Hann haföi ekki haft fyrir þvi aö lesa hann, þvi aö þá heföi hann séö, aö hann átti ekki aö fá laun nema i 40 vikur á ári hVerju. Þegar búið er að margfalda og deila kemur i ljós, að hann heföi þá verið meö nákvæmlega 90 dollara á viku, ef hann heföi fengiö greitt fyrir þær 52 vikur, sem eru f ár- inu. Weaver er fæddur i Joplin I Missouri. Atvinnuleysi var alla tiö mikiö i heimabyggö Weavers, og fjölskylda hans baröist í bökkum, enda voru börnin fimm. Þegar Weaver var fimm ára fluttist fjölskylda hans á bóndabæ, enda var þaö eina ráöiö til þess aö tryggja börnum nægilegan mat. Svo fór hann i háskóla, þegar hann haföi aldur til, og þar hitti hann konuna, sem hann kvæntist, Gerry, og þau giftu sig áriö 1945. Þau eiga nú þrjá syni, Rich 26 ára, Robbie 22, og Rusti 16 ára. Weaver og fjölskylda hans til- heyra trúarsöfnuöi, sem meöal annars bannar þeim aö boröa kjöt, drekka áfengi og reykja, og fylgir hann þessum boöum og bönnum mjög nákvæmlega. Hann stundar joga, sem er einn- ig liöur i trúarboöskap safnaöar hans, og einu sinni i mánuöi predikar hann i kirkjunni, sem söfnuðurinn á i Los Angeles. Þaö er mikiö um aö vera á hverju vori i Þýzkalandi, þegar kjötkveöjuhátlöirnar standa sem hæst. Þá klæöast menn hin- um furðulegustu búningum, og Skemmtilegar fígúrur 4 — Enginn aft koma, nú getur þú farift yfir. DENNI DÆMALAUSI Þeir hljóta aft eiga annaft fugla- baft þarna suður frá, þar sem þeir eru á veturna, þvi ekki komast þeir hjá þvi aft bafta sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.