Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 1
FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122 — 11422 Leiguflug—Neyöarflug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER HÁÞRÝSTIVÖRUR okkar sterka hlið HffiQSMinSH Síðumúla 21 , Sími 8-44-43 Mörg íslenzk skip föluð til fiskveiða við Af ríkustrendur og áhugi fyrir því, að Islendingar smíði skip og leiðbeini um uppbyggingu fiskiðnaðar -hs-Rvik. Það dylst engum, sem eitthvaö þekkir til út- gerðar, að hún gegur heldur erfiðlega um þessar mundir og er jafnvel rekin með tapi, auk þess sem eitthvað af skipum er verkefnalaust. Þegar við bætist, að margir eru uggandi um, að þorsk- stofninn hér við land sé of- veiddur, þá er ef til vill ekki svo undarlegt þótt upp komi sú hugmynd að fá eitthvaö af skipunum til veiða við Afriku- strendur. En það er nú einmitt það, sem Timinn hefur fregnaö, að erlendir aðilar hafi áhuga á að gera. Upphaflega mun norskur aöili hafa leitað eftir leigutöku á 10 skuttogurum af stærri gerðinni, þ.e. 750 tonn og þar yfir, til veiða við strendur Afriku og átti aö landa afl- anum I móðurskip. Ætlunin var sú, samkvæmt þessari fyrstu málaleitan, að is- lenzkar áhafnir yrðu á skip- unum, að öllu leyti fyrst um sinn, en innfæddir tækju siöan smátt og smátt við, eftir þvi sem þeirlærðu handbrögðin. 1 framhaldi af þessu yrðu skipin siðan seld, eftir svo sem árs- leigu, en það er hins vegar hugmynd, sem allir eru lik- lega ekki sammála um að sé æskileg. Samkvæmt upplýsingum Timans, er þessi skipaieiga eða -kaup að einhverju leyti fyrir tilstilli Sameinuöu þjóð- anna, og Alþjóðabankinn mun eiga að tryggja greiðslur. Er hugmyndin liður I þeirri við- leitni, að fyrirbyggja frekari matvælaskort, sérstaklega þó eggjahvituskort, sem hrjáir Ibúa margra Afrikuríkja. Umboðsmanni þessara aöila hér á landi mun svo hafa borizt bréf, með nánari út- listunum á þvi, hvers konar skip væru æskileg. t bréfinu var ekki minnzt einu oröi á skuttogara, heldur var falazt eftirleiguá 10 bátum af stærð- inni 105 tonn eða þar um bil og öðrum 10 I kringum 300 tonn. Leigan skyldi vara til eins árs, Islenzkar áhafnir kenndu inn- fæddum mönnum veiðarnar, er siðan fengju þá skipin keypt, ef vel gengi. Skipin skyldi nota til rækju- og tún- fiskveiða út af Filabeins- ströndinni. Timinn hafði i gær samband við þann mann, sem nefndur hafði verið sem umboðsmaður Karfa loftbelgsins skellur á girð- inguna í flugtaki. — Timamyndir: GE. Jötunn dugir til olíukönnunar: Sléttan ekki líklegust erlendu aðilanna. Hann neitaði ekki þessum fregnum, en vildi sem minnst um þær ræða, þvi að enn væri máliö tæpast komiö á umræðu stig. Hann játti þvi, aö norskur aöili heföi haft samband við sig tvisvar sinnum, en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Eftir klukkan 8 I gærkvöldi höfðum við samband við fyrrn. umboðsmann sem ann- ast milligöngu I þessu máli og var hann þá nýbúinn að tala viö einn af erlendu aðilunum, sem að þessu standa. Sagði hann, að það sem hér að ofan er nefnt væri aðeins lkill angi af öllu saman, þvi aö hann hafi veriöbeðinn um að kanna, auk áöurnefndra atriða, hvort hér væri hægt að fá smiðuð fiski- skip, 105 lestir og 300 lestir og skuttogaray alls 10-30 skip. Ennfremur var beðið um is- lenzkar hugmyndir að þvi, hvernig bezt yrði staðið að matvælaöflun, t.d. stærð og gerð frysúhúsa og skipa. Nánar veröur sagt frá þessu máli siðar og þá gefið upp nafniö á umboðsmanninum is- lenzka, en hann óskaði eftir að þvi yröi haldið leyndu fyrst um sinn. Ómar Ragnarsson og félagar hans koma á vettvang — en andartaki of seint. Þeir ráðslaga um, hvaö gera skuii, og fangaráöið var að fara á loft I flugvél Ómars og sækja Holberg á lendingarstað. Langanesströnd, Vopnafjörður og Hérað álitlegri, segir Guðmundur Pálmason Lending und- /r Hafnarfjalli Gsal-Reykjavik — Það sem eink- um skortir á eru upplýsingar um það, hvar setlögin liggja, sem koma að landgrunni tslands, og hvort þau liggi eitthvað undir landið. Botnlandslagið fyrir Noröausturlandi gefur enga vis- bendingu um þetta, og upplýsing- ar um setlagahrygginn, sem kemur frá Jan Mayen að land- grunni ísl., eru engar frá land- grunni aðlandi. Já, þaðer rétt að við höfum rætt um það sem möguleika, að kanna framhald setlagahryggsins og athuga hvað er að finna á þriggja til fjögurra kfiómetra dýpi á Noröaustur- landi. Þannig fórust orð Guðmundi Pálmasyni, forstööumanni jarð- hitadeildar Orkustofnunar, i viö- tali við Timann, en eins og öllum er kunnugt, hafa hugsanlegar oliuauðlindir við Island verið mikið til umræðu siðustu daga. Jötunn, bor Orkustofnunar, getur borað niður á 3,5 km með góðu móti, og jafnvel eitthvaö lengra aö sögn Guömundar, og ætti þvi að geta svarað spurning- um um það, hvort oliusetlög sé að finna á Islandi. Einkum hefur verið rætt um Melrakkasléttu i sambandi við oliuauöinn, og þar væri að finna setlög. Guðmundur dró I efa, aö Melrakkaslétta væri liklegasta svæðið, einkum vegna þess hve það væri nálægt gosbelti. Hann sagði hins vegar að liklegra væri að setlög væru fyrir sunnan Langanes, i Vopnafirði, eða jafn- vel sunnar, á Héraði. Guðmundur tók þó skýrt fram, að vegna skorts á upplýsingum væri ekkert hægt að staöhæfa i þessu sambandi, en sagðist þó telja meö ólikindum, að oliusetlög fyndust nálægt gosbeltum. Að lokum sagði Guðmundur, um hugsanlega athugun á setlög- unum við Isiand, að um það hefði verið rætt innan Orkustofnunar en á þessu stigi þó ekki i alvöru, til þess væri of margt óljóst. Loftbelgur Holbergs AAássonar JH—Reykjavik. — Vestmannaey- ingurinn Holberg Másson er gamalkunnugur lesendum Tim- ans siðan á menntaskólaárum hans f Reykjavik, er hann bjó sér til loftbelg og gerði hvað eftir annað tilraunir til þess að komast á loft i honum. Siðan eru eitthvaö um fjögur ár, og alta stund siðan hefur hálfur hugur hans eða meira verið bundinn viö loftbelgi. Hann hefur eignazt sinn loftbelg, sem ber einkennisstafina TF-HOT, og hefur öðlazt islenzk og bandarisk réttindi til þess að fljúga honum. — Þið sögðuð frá þvi, þegar ég lenti hjá Halakoti i Hraungerðis- hreppi um daginn, sagði Holberg, er hann hringdi til Timans i gær, og nú skulum þið bara koma út á Alftanes, þar sem ég fer á loft og flýg yfir Reykjavik. Við rukum til, og um klukkan fjögurfyllti Holberg belginn heitu lofti, sem lyfti honum. Hann steig þó ekki nógu hátt strax, þvi að karfan rakst i giröingu og lagði hana út af. Það varö þó ekki til trafala. Loftbelgurinn barst út yfir Seyluna og siöan til norðaust- urs inn yfir Seltjarnarnes og út yfir Hvalfjörð. Holberg var einn i körfunni, þvi að Ómar Ragnars- son og tveir menn aðrir, sem ætl- uðu að fara meö honum, komu of seint á vettvang. Heita loftið i belgnum endist til þriggja klukkustunda flugs, og vissu menn ekki um tima, hvert hann hefði borið. En Holberg sá sér farborða eins og fyrri daginn. Framhald á bls. 19. / Loftbelgurinn yfir forsetasetrinu á Bessastöðuni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.