Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. júli 1976 TÍMINN 13 Hvað gerðist í AAilwaukee? „Við vorum einfald- lega ekki nógu góðir rr — Viö vorum einfaldiega ekki nógu góöir gegn Bandarikjamönnum — strákarnir náöu sér aldrei á strik og iéku langt frá slnu bezta, sagöi Birgir Björnsson, formaöur landsliösnefndar, þegar Tlminn haföi sam- band viö hann I Milwaukee. — Ég ætla ekki aö afsaka þennan ósigur á neinn hátt, en feröin hefur veriö erfiö og þaö var 35 stiga hiti, þegar ieikurinn fór fram. Strákarnir voru niöur viö strönd um morguninn og hefur þaö sitt aö segja I sambandi viö úrslitin. Þetta er ekki I fyrsta skipti, sem landsliöiö byrjar svona keppnisferö illa. — Að sjálfsögöu eru strákarnir vorum viö einfaldlega ekki nógu — og lékum langt undir getu, sagði Birgir Björnsson í viðtali við Tímann óánægöir meö ósigurinn gegn Bandarikjamönnum, en vorum við þaö ekki einnig, þegar viö töpuöum I fyrsta skiptið fyrir Spánverjum og Frökkum, sagöi Birgir. — Hefur oröiö mikil framför hjá Bandarlkjamönnum, Birgir? — Já, þaö er ekki hægt aö neita þvi — og þaö má alls ekki van- meta þá. Þeir hafa lagt mikla rækt við handknattleikinn að undanförnu — það sézt bezt á þvl, að þeir hafa verið viö stanzlausar æfingar sl. fjóra mánuöina. Þeir eru likamlega sterkir og snöggir i hreyfingum. — En hvaö meö Kanadamenn? — Þeir hafa lagt mikið upp úr, að vera vel undirbúnir fyrir Olympiukeppnina I Montreal — og hafa ekkert til þess sparað. Þeir hafa farið i þrjár keppnis-og æfingaferöir til Evrópu siöan i febrúar — hver ferð hefur staðiö yfir i um þrjár vikur. Það er greinilegt, aö þeir hafa mikið lært af þessum Evrópuferðum. Þeir eru þó ekki eins llkamlega sterkir og Bandarikjamenn, en þeir leika betri handknattleik — eru léttleikandi og skemmtilegir. Birgir sagði, aö til samanburð- ar, heföu Islenzku leikmennirnir ekkert snert handknattleik i 2-3 mánuði. Þess vegna heföi ekki mátt búast viö stórum hlutum i fyrsta leiknum, á meðan leik- mennirnir væru aö finna hvern annan og samlagast. — Strákarnir æfa nú af fullum krafti? — Já, viö æfum á hverjum morgni og erum nú eingöngu meö knattæfingar. En heima æföu strákarnir eingöngu þrek. — Hvaö viltu segja um leikinn gegn Bandarlkjamönnum? — Eins og ég sagöi áðan, þá góðir. Bandarlkjamenn náðu fljótlega forskoti og þeir höföu yf- ir (12:7) i hálfleik. Þetta bil náö- um við aldrei áð brúa i slðari hálfleiknum, sem lauk með jafn- tefli — 12:12, en Bandarikjamenn unnu samanlagt — 24:19, sagöi Birgir. Mörkin i leiknum skoruðu: — Geir Hallsteinsson (4), Pálmi Pálmason (4), Agúst Svavarsson (3), Viggó Sigurösson (2), Friðrik Friðriksson (2) og þeir Viðar Símonarson, Þórarinn Ragnars- son, Pétur Jóhannsson og Stein- dór Gunnarsson, eitt hver. Að lokum má geta þess, að Birgir sagði, að allar móttökur hjá Bandarikjamönnum og að- stæður, væru eins og bezt væri kosið. Strákarnir hafa það gott og við biðjum fyrir kveðju heim. sagði Birgir að lokum. — SOS PÁLMI SKORAÐI 11 MÖRK — þegar íslendingar sýndu góðan leik og sigruðu Kanadamenn með 8 marka mun GEIR...hefur skoraö 404 iands- liösmörk. GUÐJÓN MAGNÚSSON. Guðjón fer til Lugi... Handknattleikskappinn Guöjón Magnússon, sem haföi hug á, aö gerast leikmaöur meö sænska liö- inu Redbergslid hefur nú ákveöiö aö gerast leikmaöur meö sænska 1. deildarliöinu Lugi, sem Jón Hjaltaiin leikur meö. Guöjón ákvaö þetta, eftir aö hafa rætt viö forráöamenn Lugi-liösins ILundi, en hann er nú kominn heim, meö samning viö Lugi. McGerry til Saudi Arabíu... BILL McGarry, fyrrum fram- kvæmdastjóri Úlfanna, hefur verið skipaöur „einvaldur” landsiiös Saudi Arabiu i knatt- spyrnu. McGarry fær 40 þús. pund á ári, fyrir aö sjá um lands- liðið. Miklar likur eru á þvf, aö George Shmit, fyrrum þjálfari Keflvikinga, veröi aöstoöarmað- ur McGarry, sem tekur viö starfi hins fræga knattspyrnumanns frá Ungverjalandi — Puskas. — Strákarnir náöu aö sýna sínar réttu hliðar gegn Kanadamönn- STAÐAN íslendingar hafa nú tekiö forystu i afmælismóti Bandarlkjanna I handknattleik, eftir þrjá fyrstu leikina: Bandarikin — island......24:19 Kanada — Bandarikin.......24:18 ísland — Kanada..........28:20 ísland...........2 1 0 1 47:44 2 Bandarikin.......2 1 0 1 42:43 2 Kanada...........2 1 0 1 44:46 2 PALMI...hefur skoraö 15 mörk i Milwaukee. um. Þeir léku mjög góöan hand- knattleik —náöu sér vel á strik og léku vei, sagöi Birgir Björnsson, eftir aö isiendingar höföu unniö Kanadamenn meö 8 marka mun (28:20) i Milwaukee á miöviku- dagskvöldiö. — Þetta var allt annar leikur hjá þeim, heldur en gegn Bandarlkjamönnum, sagöi Birgir. — Við tókum leikinn strax i okkar hendur og náöum 8 marka forskotinu st,rax i fyrri hálfleikn- um, sem lauk — 15:7. Þessu for- skoti héldum við síðan út leikinn, sem við heföum eins getað unnið með meiri mun, sagði Birgir. Pálmi Pálmason var drýgstur Islendinganna til að skora — hann sendi knöttinn alls 11 sinnum i netið hjá Kanadamönnum, með langskotum, gegnumbrotum og úr vitaköstum. Annars skoruðu þessir leikmenn i leiknum: Pálmi (11), Viðar (4), Geir (3), Friörik (3), Agúst (2), Viggó (2), Þórarinn (2), Þorbjörn Guð- mundsson (2) og Steindór (1). -SOS Geir skoraði sitt 400. mark í Milwaukee — þegar íslendingar léku gegn Bandarík jamönnum GEIR HALLSTEINSSON skoraöi sitt 400. landsiiösmark fyrir island, þegar hann lék gegn Bandarikjamönnum I Milwaukee. Geir hefur nú skoraö 404 mörk I þeim 82 landsleikjum I handknattleik, sem hann hef- ur leikiö fyrir hönd islendinga. Geir, sem lék sinn fyrsta landsleik 19 ára, 1966 gegn Rúmönum, sem voru þá heimsmeistarar. Geir skoraöi þá sitt fyrsta landsiiösmark, I leiknum, sem fór fram I Reykjavík og lauk meö sigri Rúmena —16:15, eftir geysilega spennandi leik. Geir mun leika sinn 100. íandsleik i b-keppninni i Austurriki i febrúar, ef ekkert óvænt gerist. Þá mun Viðar Simonarson einnig leika sinn 100 landsleik, en hann og Geir hafa leikiö 84landsleiki, þegar þeir koma frá Bandarikjunum. ólafur H. Jónsson hefur leikið flesta landsleiki, eöa 92. — SOS Víkingar réðu ekki við Arna sem sýndi stórleik VRNI Stefánsson, landsliðsmark- ,'örðurinn snjalli úr Fram, sýndi njög góöan leik I gærkvöldi á ^augardalsvellinum, þegar Pramarar unnu góöan sigur (3:2) irfir Vlkingum I afar skemmtileg- . ím og spennandi leik. Arni varöi )ft meistaralega og geta Fram- irar þakkaö honum sigurinn. Vikingar hófu leikinn af mikl- im krafti og sóttu stift að marki i’ramara, sem svöruðu með íættulegum skyndisóknum. i’ramarar náðu að skora mark i únni fyrstu sóknarlotu, þegar lúnar Gislason sendi knöttinn Srugglega upp undir þaknetið i /ikingsmarkinu — af 10 m færi. Sftir markið drógu Framarar sig íokkuð I vörn og Vikingar áttu >ullin tækifæri til að jafna, en Vrni Stefánsson, markvörður í marki Fram-liðsins í gærkvöldi. (3:2) gegn Víkingi Fram stóð eins og klettur i mark- inu og bjargaði hann fjórum sinn- um meistaralega. Framarar fengu einnig sin marktækifæri i fyrri hálfleiknum — en þau sköp- uðust eftir skyndisóknir þeirra. Fyrst skaut Kristinn Jörundsson fram hjá I dauðafæri og siðan Pétur Ormslev. Kristinn Jörundsson náði siðan að skora (2:0) fyrir Framara á 7. minútu siðari hálfleiksins. Jó- hannes Bárðarson minnkaði muninn (2:1) fyrir Viking á 67. minútu, þegar hann og Stefán Halldórsson höfðu brotizt skemmtilega i gegnum Fram- vörnina. Jóhann skoraði með góðu skoti, sem hafnaði I hliðar- netinu. Vikingar sóttu stift að markinu og ætluðu sér greinilega að jafna metin. En heppnin var ekki með þeim — þeim urðu á ljót varnar- mistök, sem Rúnar Gislason nýtti. Rúnar komst inn i send- ingu, sem var ætluð Diðriki Ólafs- syni, markverði Vikings og skor- aði örugglega, er hann hafði leik- ið á Diðrik. Stefán Halldórsson átti siðan siðasta orð leiksins, þegar hann skoraði stórglæsilegt mark af 30 m færi — knötturinn hafnaði út við stöng, ofarlega i marki Framara. Vikingar léku sinn bezta leik á keppnistimabilinu — voru á- kveðnir og létu knöttinn ganga kantanna á milli. En þeir höfðu ekki heppnina með sér upp við mark Fram-liðsins, þar sem Arni Stefánsson átti stórleik i mark- inu. Framarar léku oft ágætlega og voru skyndisóknir þeirra afar hættulegar. Rúnar Gislason er nú orðinn mjög hættulegur i fram- linu Framliðsins — afar fljótur og útsjónarsamur leikmaður. Asgeir Eliasson átti góðan leik á miðj- unni, og þeir Jón Pétursson og Marteinn Geirsson voru sterkir fyrir i vörninni. Eirlkur Þorsteinsson og Róbert Agnarsson voru beztu menn Vik- ings. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn mjög vel. MAÐUR LEIKSINS: Arni Ste- fánsson. —SOS ARNI STEFANSSON.. inu sinu gegn Vlking. var I ess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.