Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 2. júll 1976 Gegn „Aronskunni" Með breytingum, sem gerðar voru á kosn- ingu til stjórnar SUF þá kemur framkvæmda- stjórnin saman til funda fjórum til fimm sinn- um á ári, þess á milli starfar dagleg fram- kvæmdastjórn i Rvk. Um siðustu helgi þingaði stjórn SUF á Akureyri. Þar var samþykkt ein- örð ályktun gegn „Aronskunni”. Fram- kvæmdastjórnin mótmælti harðlega öilum sjónarmiðum af þessu tagi eins og kemur fram i ályktuninni, sem birtist á öðrum stað hér á siðunni. Þeir hópar manna, sem vilja hafa tekjur af varnarliðinu, skiptast i tvo flokka. Það eru þeir, sem vilja leigja þeim land og selja þeim allt hvað heitir, og hins vegar þeir, sem telja það réttlætismál, að herliðið greiði gjöld á ís- landi til jafns við Islendinga, og ef til vill má telja þriðja hópinn, sem telur að herliðið kaupi þjónustu af íslendingum á lægra verði en landsmenn þurfa sjálfir að borga, og vilja að þessu verði breytt. Á skoðunum þessara hópa er að visu töluverður munur, en eitt er þeim sameiginlegt, að þeir gera ráð fyrir herliðinu á þessu landi enn um langa hrið. Viðhorf her- námssinnanna eru auðskilin, en þeir, sem and- stæðir eru hersetunni i hjarta sinu, virðast sumir vera að gefast upp. Vist er það rétt, að litið hefur þokað, en sá dagur kemur vissulega, að ísland verður herlaust land. Alltaf eru til staðar úrtölumenn. Þegar sjálfstæðisbarátta íslendinga var háð hve harðast um siðustu aldamót, þá fór þvi fjarri að allir íslendingar vildu aðskilnað frá Dönum. Barátta þjóðhollra Islendinga var löng, og þeir unnu sigur. Vopn þjóðarinnar i sjálfstæðisbaráttu sinni hefur löngum verið þrautseigjan og svo er enn. Ef til vill á stuðningur fólks við „Aronskuna”, að einhverju leyti rót sina að rekja til vantrúar á islenzku efnahagskerfi, og efa um það að við getum stjórnað efnahags- málum okkar sjálfir svo vit sé i. Ekki er að undra, þótt þessi linnulausi barlómur islenzkra stjórnmálamanna smjúgi inn i vitund fólks. Ástæða er samt til þess að spyrja, ef efnahags- lifið er i þvilikum ólestri og haldið er fram, og einnig að við íslendingar höfum aldrei náð valdi á þvi, hver er þá orsökin fyrir þvi, að við erum ein af rikustu þjóðum veraldar og al- menn velsæld hér sambærileg við það bezta sem gerist. Það er ábyrgðarhluti að vera póli- tiskur leiðtogi. HlutverK hans er ekki fyrst og fremst að viðhalda sjálfum sér og stöðu sinni, heldur að reyna með skynsamlegum vinnu- brögðum og hugsun að efla trú fólksins á land- inu og tilveru þjóðarinnar. T>eir stjórnmálamenn, sem draga skipulega og þrotlaust úr tiltrú almennings á þvi að við getum verð áfram sjálfstæð þjóð, eru sjálfir kjarklausir og án sjálfsvitundar forystu- mannsins. Dæmigerðir foringjar af þessu tagi eru ýmsir framámenn sjálfstæðisflokksins, sem alltaf finna tilefni til undansláttar við út- lendinga, samanber erlendar varnir, erlend stóriðja. Þetta land er erfitt og rýrt af auðlind- um ef miðað er við ýmis önnur þjóðlönd. Til þess að byggja land eins og Island þarf vinnu- samt fólk með kjark og sjálfsvirðingu. I dag erum við auðug þjóð vegna þess að forverar okkar höfðu þessa kosti til að bera. pE Umsjónarmaður: Pétúr Einarsson SUF þing á Laugar- vatni í haust Um siðustu helgi var haldinn á Akureyri stjórnarfundur i fram- kvæmdastjórn SUF. Þessir fundir eru haldn- ir 4 til 5 sinnum á ári. Þeir eru á vissan hátt pólitiskt stefnumark- andi fyrir samtökin, þvi þá er vettvangur til þess að taka afstöðu til ým- issa mála, sem upp koma á grundvelli stefnu SUF. Framkvæmdastjórnin sam- þykkti haröa ályktun gegn Aronskunni og var þaö i anda stefnu ungra framsóknarmanna. Mörg mál voru rædd á þessum fundi og ákveöinn var undirbún- ingur aö þingi SUF á næsta hausti. Samþykkt var aö þingiö skyldi haldiö aö Laugarvatni fyrstu helgina i september. Akveöiö var, aö einbeita kröftum þingsins aö ákveönum málaflokk- um og valdir voru einstakir menn til þess aö leiöa undirbúning þeirra. Þessa málaflokka á aö undir- búa fyrir þingiö: Almenn stjórnmálaályktun, umsj. Magnús Ólafsson. Verka- lýösmál, umsj. Ingvar Baldurs- son. Verkmenntun, umsj. Gestur Kristinsson. Húsnæöismál, umsj. Helgi H. Jónsson. Skipulagsmál umsj. Pétur Th. Pétursson. Akveöiövarað þessir lykju störf- um fyrir miðjan ágúst og drög að ályktunum yröu þá send út um landiö til athugunar Ennfremur var kosin nefnd til undirbúnings að uppstillingu en hanaskipa: Halldór Asgrimsson, Sævar Þ. Sigurgeirsson, Haukur Halldórsson, Dagbjört Höskulds- dóttir og Friðrik Georgsson. Þessi nefnd skal ljúka tillögugerö fyrir SUF þing. Gestur Kristins- son veröur starfandi sem erind- reki SUF i sumar, og mun hann feröast um landiö og undirbúa þingiö i haust. Miklar umræður uröu um utan- rikissamskipti SUF, en þau hafa aukizt mikiö á siðasta ári. Anægja er almennt meö hvernig til hefur tekizt, þótt ýmsir agnúar hafi komiö á daginn, og þarf aö færa til betri vegar. Þessi fundur var væntanlega sá siðasti fyrir þingiö i haust. Ályktun fram- kvæmdastjórnar SUF um „Aronskuna" Framkvæmdastjórn S.U.F. samþykkir: Stefna S.U.F. er að bandaríski herinn hverfi brott af íslandi. Framkvæmdastjórnin lysir sterkri and- stöðu sinni gegn því að leiga verði tekin fyrir að- stöðu bandaríska hersins hér á landi. Allt frekara fjármagnsstreymi frá hernum er fyr'st og fremst til þess f allið, að treysta sess hans í íslenzku þjóðfé- lagi og leggja grunn að áframhaldandi veru hans á íslandi. Framkvæmdastjórn S.U.F. lýsir andstyggð á öll- um hernaðarumsvif um og telur ekki rétt siðgæði að af la þjóðinni tekna með einum eða neinum afskipt- um af vígbúnaði herþjóðanna. Því mótmælum við harðlega „Aronskunni". Akureyri, 26. júní, 1976. Húsnæði í sveit óskast sem fyrst. Sími 99-84909. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir við að skipta um dekk þótt springi á bílnum. — Fyrirhafnarlaus skyndi- viðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. Islenzkur leiðarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. m ARMULA 7 - SIMt 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.