Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. júli 1976 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- iýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Aukin framleiðsla er rétta svarið við gjaldeyrisskortinum Mjög er nú rætt um gjaldeyrisskort og svartan gjaldeyrismarkað i sambandi við hann. Skýring hans er augljóslega sú, að kaupgetan er meiri en gjaldeyrisöflunin. Undir slikum kringumstæðum greip viðreisnarstjórnin til gengisfellinga til að draga úr kaupgetunni, en fyrri stjórnir beittu mjög ströngu og jafnvel stundum nánasarlegu gjald- eyriseftirliti, eins og árunum 1947-1949, þegar m.a. var skömmtun á ýmsum vörum. Hvorug leiðin reyndist einhlit. Undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, er sjálfsagt að herða eftirlit með gjaldeyris- skilum allra hinna stærri aðila, eins og viðskipta- málaráðherra hefur nýlega bent á i blaðaviðtali, en hæpið er að gera harða og kostnaðarsama hrið að hinum mörgu smáu aðilum. Leiðin til lausnar, eins og nú standa sakir, er hvorki gengisfelling eða viða- mikið og strangt gjaldeyriseftirlit, heldur að auka sem mest gjaldeyristekjurnar, sem bæði má gera með þvi að auka útflutning og draga úr innflutningi, með auknum iðnaði fyrir heimamarkaðinn. í stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldin var i maibyrjun siðast- liðinn, var lögð höfuð áherzla á þetta, ásamt skipu- legri og markvissari þjóðarbúskap. Þar segir á þessa leið: „1. Að rikisbúskapurinn sé greiðsluhallalaus og skuldir rikissjóðs, sem myndazt hafa á undanförn- um árum, séu greiddar hæfilega niður. 2. Að sem bezt sé vandað til vals þeirra fram- kvæmda, sem ráðizt er i, og að rikisvaldið hafi það styrka forystu i samvinnu við atvinnusamtökin að þær framkvæmdir sitji fyrir sem arðbærar eru þjóðarbúskapnum. Fundurinn lýsir stuðningi við það, að árlega sé gerð lánsfjáráætlun, sem sé stefnumarkandi um framkvæmdir þjóðarinnar á hverjum tima. 1 þvi sambandi telur fundurinn, að takmarka verði erlendar lántökur við fjármögnun þeirra framkvæmda, sem á lánstimanum afla eða spara þann gjaldeyri, sem nægir fyrir fjármagns- kostnaðinum. 3. Að efld sé sérhver framleiðslugrein, sem getur eða hefur haslað sér völl á erlendum mörkuðum og nýjar greinar á slikum sviðum studdar af alefli. Sérstaklega þarf að auka hagnýtingu innlendra hráefna og leita nýrra, þ.a m. fiskstofna, sem ekki eru fullnýttir. Þá minnir fundurinn á mikla þýðingu matvælaframleiðslu landbúnaðarins og iðnað úr framleiðslu hans, svo og fóðurvöruiðnað úr grasi. 4. Að bætt sé samkeppnisaðstaða islenzkra fram- leiðslugreina við erlendan varning á innlendum og erlendum mörkuðum. Fundurinn bendir á, að inn- lend framleiðsla, sem keppir við innflutning, þurfi að greiða tolla og söluskatt af hráefni, hærra orku- verð, hærri f jármagnskostnað og búi á margan hátt við erfiðari aðstöðu en samkeppnisaðilinn. Þetta þarf að leiðrétta, og beina jafnframt fjármagni þjóðarinnar i vaxandi mæli til aukningar innlendri framleiðslu.” Eins og hér kemur fram, leggur Framsóknar- flokkurinn höfuð áherzlu á eflingu framleiðslunnar og markvissari fjármálastjórn sem megin úrræði til að sigrast á efnahagsvandanum. Með aukinni framleiðslu er ekki aðeins unnið gegn gjaldeyris- skortinum og skuldasöfnuninni, heldur skapast jafnframt miklu betri aðstaða til að draga úr verð- bólgunni. ERLENT YFIRLIT Steel og Pardoe heyja harða keppni Henni er veitt mikil athygli í Bretlandi UM ÞESSAR mundir beinist áhugi þeirra, sem fylgjast með stjórnmálum i Bretlandi, að fáu meira en formanns- kosningunni I Frjálslynda flokknum. Þótt Frjálslyndi flokkurinn hafi ekki nema 13 menn i neðri málstofu þings- ins og þyki ekki liklegur til aö auka fylgi sitt þar, hefur hann haft mikil áhrif i stjórnmála- heimi Breta. Astæöan er sú, aö hann hefur aö baki sér miklu meira kjósendafylgi en þing- mannatala hans gefur til kynna. Þannig fékk hann i febrúarkosningunum 1974 rúmlega 19% greiddra at- kvæða, þótt hann fengi ekki nema 14 þingmenn kjörna. I sömu kosningum fékk Ihalds- flokkurinn um 38% greiddra atkvæða, eöa tæplega helm- ingi fleiri atkvæöi en Frjáls- lyndi flokkurinn. Ihaldsflokk- urinn fékk hins vegar 296 þing- menn kjörna meðan Frjáls- lyndi flokkurinn fékk ekki nema 14 þingmenn. Þetta sýn- ir glöggt, hve ranglátt kosn- ingafy rirkomulag ein- menningskjördæmin geta reynzt, ef ekki fylgja þeim uppbótarsæti til að bæta úr þessum ágalla þess. Sökum hins mikla kjósenda- fylgis Frjálslynda flokksins, leggja báöir aðalflokkarnir, Ihaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn, kapp á aö ná fylgi kjósenda hans i þing- kosningum. Þeir taka þá gjarnan upp ýmiss mál, sem Frjálslyndi flokkurinn hefur verið fyrstur til aö beita sér fyrir. Þvi hefur oft veriö sagt, að Frjálslyndi flokkurinn væri sá brezki stjórnmálaflokkur- inn, sem hafi haft málefnalega mest áhrif eftir siöari heim- styrjöldina, enda þótt hann hafi aldrei átt fulltrúa i rikis- stjórn á þeim tima. Það er vafalitiö þessi vitneskja um hin óbeinu áhrif Frjálslynda flokksins, sem á mikinn' þátt i þvi að márgir kjósendur hafa haldið tryggö við hann, jafn- framt þvi aö þeir hafa ekki getað fellt sig við stefnu og forystu aðalflokkanna tveggja. FORMANNSKJÖRIÐ hjá Frjálslynda flokknum fer nú fram með sérstökum hætti og er ekki óliklegt, að það eigi eftir að hafa áhrif, hvernig stóru flokkarnir haga for- mannskjöri hjá sér I framtið- inni. Hingaö til hafa formenn flokkanna verið kjörnir i viö- komandi þingflokki og óbeinir kjósendur þvi ekki getað haft áhrif á það hvaða maöur veld- ist til þess aö vera aðalleiðtogi viökomandi flokks, likt og á John Pardoe. David Steel. sér stað viðast annars staðar I lýðræðisrikjum. Þessi tilhög- un hefur sætt vaxandi gagn- rýni i Bretlandi að undan- förnu. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú tekið upp það fyrir- komulag, að þingflokkurinn greiöir fyrst atkvæði um for- mannsefnin, en siöan fer fram kosning i flokksfélögunum um þá, sem fá tilskiliö fylgi viö kosninguna i þingflokkunum. Aö þessu sinni hlutu aðeins tveir þingmenn tilskilið fylgi til aö geta komizt i framboð hjá flokksfélögunum eða þeir David Steel, sem fékk 5 at- kvæði, og John Pardoe, sem fékk 3. Fleiri freistuðu að komast i framboð, en fengu ekki tilskilið fylgi. Astæðan til formannskjörs- ins nú er sú, að Jeremy Thorpe, sem hefur verið for- maður flokksins siðustu niu árin, sagði af sér formennsk- unni. Hann hafði verið sakað- ur um kynvillu og tókst honum ekki að kveöa þann orðróm niður, enda þótt hann bæri á móti honum og heimilidirnar væru i mesta lagi vafasamar. Thorpe haföi sem formaöur flokksins unnið sér miklar vin- sældir um skeið og var fyrir þingkosningarnar I febrúar 1974 vinsælasti stjórnmála- leiðtogi Bretlands, enda næst- um þrefaldaöi Frjálslyndi flokkurinn þá fylgi sitt. Thorpe tókst ekki aö halda fylgisaukningu áfram i þing- kosningunum, sem fóru fram sjö mánuðum siöar, en flokkurinn fékk þó 18,3% greiddra atkvæöa, en ekki nema 13 þingmenn, i stað 19,4% greiddra atkvæða i mai kosningunum og 14 kjörna þingmenn. Siöan hefur hallaö undan fæti hjá Thorpe. Þegar hann sagði af sér formennsk- unni i vor, tók Jo Grimond við formennskunni til bráða- birgða en hann haföi verið for- maöur flokksins á undan Thorpe og unnið sér mikiö álit. Þá var oft sagt um Grimond, að hann væri bezta forsætis- ráðherraefni Bretlands. ÞEIR, sem nú keppa um formennskuna, en báðir til- tölulega ungir. David Steel er 38 ára gamall, en hefur þó set- ið á þingi i 11 ár. John Pardoe er 41 árs og hefur átt sæti á þingi i 10 ára. Báðir eiga þeir frækilegan stjórnmálaferil að baki. Steel er lögfræðingur frá Edinborgarháskóla, vann sem sjónvarpsfréttamaður um skeið, og bauð sig svo fram til þings i skozku kjördæmi, þar sem thaldsflokkurinn hafði haft 9.500 atkvæða meirihluta. Hann náði kosningu og hefur aukið fylgi sitt stööugt siðan. í siðustu kosningum hafði hann um 9000 atkvæöa meirihluta. Pardoe stundaði fyrst laga- nám við Cambridgeháskóla, en hvarf siðan að námi I enskri tungu. Faðir hans var ein- dreginn fylgismaður Ihalds- flokksins, og mun Pardoe hafa fylgt honum að málum i upp- vextinum . Arið 1956 gekk hann i Verkamannaflokkinn, þvi að hann var andstæður stefnu thaldsflokksins i Súezdeilunni. Fáum árum siðar fekk hann I Frjálslynda flokkinn sökum eindregins stuðnings hans við aðild Breta að Efnahags- bandalaginu. Ariö 1964 fór hann i framboð fyrir Frjáls- lynda flokkinn i kjördæmi Margretar Thatchers og tókst honum að minnka meirihluta hennar úr 16.200 i 8800 atkvæði - Tveim árum siðar náöi hann kosningu i Cornwall North og hefur verið endurkjörinn þar siðan. Þeir Steel óg Pardoe eru báðir i miklu áliti. Steel mun þó i meira áliti I þinginu, eins og ráða má af þvi, að hann átti manna mestan þátt i þvi aö koma fram umdeildum lögum um fóstureyðingu. Hann þykir lika stefnufastari en Pardoe, sem hefur það orö á sér að vera tækifærissinni. Pardoe, er hins vegar enn meiri mælskugarpur, sennilega sá mesti, sem nú á sæti I neðri málstofunni. Hann er að sumu leyti róttækari en Steel. Hann þykir liklegur til að vekja meiri styr sem flokksformað- ur en Steel og gæti t.d. oröiö Verkamannaflokknum skæður keppinautur. Steel þykir hins vegar liklegri til að vera traustari og rasa siður um ráö fram. Úrslitin i kosningunum þykja óviss en fleiri virðast þó spá Steel sigri. þ.þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.