Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. júli 1976 TÍMINN 15 Lesendur segja: Ólafur Þ. Kristjdnsson: Tillögur stórstúkuþings í ófengiskaupamálum 1 dálkinum „Lesendur segja.” i Timanum i dag er grein merkt stöfunum HV. Aöalefni hennar er aö mótmæla — og mér liggur viö aö segja hneykslastá—samþykktum frá nýafstöönu Stórstúkuþingi, einkum einni. Annars er viöa komiö viö i greininni. Sumt er þar dagsatt, eins og t.d. þetta um samtök bindindismanna (og þar á HV viö góötemplararegluna, þótt önnur bindindissamtök séu hér einnig til): „Stefna samtökin aö þvl aö eyöa meö öllu neyzlu drykkjanna (þ.e. áfengra drykkja) sem og annarra fikni- efna, sem þau hafa látiö til sin taka um i vaxandi mæli undan- farin ár.” Sumt I greininni er aö nokkru leyti rétt, einkum sé þaö slitiö úr samhengi viöannaö i þjóölifinu. Og sumt er aö minu áliti hrein fjarstæöa. En hvaö sem um þetta er þá gefur greinin fullt tilefni til þess aö ræöa nokkuö tíllögurnar frá stórstúkþinginu. Veröur látiö nægja aö tala um eina tillögu i dag, hvaö sem siöar kann aö veröa. Stórstúkuþingiö samþykktí áskorun þess efnis, aö áfengis- kaup manna i Afengisverzlun rikisins veröi skráö á nafn. Aö visu á þingiö ekki heiöurinn aö þvi aö vera upphafsmaöur aö þessari tillögu. Landssam- bandiö gegn áfengisbölinu hefur á ársþingum sinum undanfariö gert áskoranir i sömu átt. Ástæöurnar eru einkum tvær: Samkvæmt landslögum hafa unglingar innan 20 ára aldurs ekki leyfi til áfengiskaupa. Framvisun nafnskirteinis og skráning kaupanna á nafn eiga aö tryggja aö þetta ákvæöi sé ekki brotíö. Þaö er vitaö aö talsverö ólög- leg áfengissala á sér staö, meira aö segja til unglinga allt niöur aö eöa niöur fyrir fermingar- aldur. Ég hef engan mann heyrt mæla þeirrisölu bót. Hins vegar hefúr oft reynzt erfitt aö hafa hendur I hári slikra lögbrjóta og sanna á þá verknaöinn. Oft eöa oftast hafa þeir keypt áfengiö I áfengisverzluninni, og þá stundum sjálfsagt allmikiö i einu. Skrásetning áfengiskaupa á nafn mundi gera rannsókn leynivinsölumála auöveldari og vera leynivinsölum aöhald. Ef svo þaö skyldi bætast viö, aö einhverjir borgarar skyldu ekki kunna viö aö láta nafnsittkoma afgreiösluseöla áfengis- verzlunarinnar, sizt oft eöa fyrir miklu magni áfengis og keyptu þvi minna áfengi en ella, þá tei ég ástæöu til aö fagna þvi, bæöi vegna mannanna sjálfra og annarra. Ég biö lesendur aö hugleiöa og gjarnan ræöa sin á milli þaö sem hér hefur veriö sagt um ástæöurnar fyrir áskorun Stór- stúkuþingsins nú og annarra áöur um aö áfengiskaup i Áfengisverzlun rikisins veröi skráö á nafn. Ekki kæmi mér á óvart, þótt þeir yröu nokkuö margir, sem vildu taka undir áskorunina, lika I rööum þeirra manna, sem' ekki eru bind- indismenn sjálfir. Þetta veröur aö nægja I dag. Hafnarfiröi 29. júni 1976 Ólafur Þ.Kristjánsson Sjónvarpið færi barna- tímann af sunnudögum Nú er sjónvarpiö aö fara 1 sumarleyfi, og geta þá bæöi börn og fullorönir fariö út og suöur án þess aö óttast aö missa af einhverju skemmtilegu I þessu ómissandi skemmtítæki. En sjónvarpiö tekur aftur til starfa i ágúst, og nú langar mig til þess aö koma á framfæri viö forráöamenn þess tilmælum varöandi barnatimann. A sumrin hefur sá háttur veriö haföur á, aö barnatiminn á miövikudögum er felldur niöur, eöa ef til vill mætti fremur oröa þaö svo, aö sunnu- dagsþátturinn hefur veriö felldur niöur, og þess i staö hefur efni, svipaö þvi sem á veturna er á miövikudögum, veriö fært yfir á sunnudagana. Sunnudagar eru þeir dagar, sem fólk fer helztaöheiman, og þá gjarnan meö börn sin meö sér. í barnafjölskyldum skapast mikiö vandamál, þegar klukkan fer aö nálgast sex, ef fjöl- skyldan er ekki farin aö nálgast heimaslóöir, svo öruggt sé, aö börnin geti horft á þetta efni, sem er reyndar þaö eina, sem sérstaklega er ætlaö fyrir þau. Veröur þetta þvi oft á tiöum til þess, aö fjölskyldan veröur aö flýta sér heim úr sveitaferö, eöa göngutúr miklu fyrr en ella til þess eins aö horfa á sjónvarpiö. Vilja nú ekki sjónvarpsmenn ihuga þann möguleika aö hafa Yfir á virka daga með barnatimann —segir fjögurra barna móöir barnaefniö á miövikudögum i staö þess aö hafa það á sunnu- dögum. Þá eru flest börn heima, og fjölskyldan öll, og enginn þarf aö óttast aö hann missi af sjónvarpsefni barnanna. Ef til vill segir nú einhver, aö þaö séu ekki allir, sem fara út úr bænum. Vist er þaö rétt, en þrátt fyrir það held ég, aö þau börn ættu jafnt aö geta notíö sjónvarpsefnisins á miöviku- dögum, og sunnudagarnir yröu þeim ekkert lengri en miöviku- dagurinn heföi annars oröiö. Sjónvarpsmenn ættu aö gleðjast yfir þvi, aö vita, aö barnatimarnir skuli vera svo vinsælir, aö ekki megi af þeim missa, og ættu þvi aö geta fært þá ýfir á virkan dag yfir sumariö, og mesta sumarleyfis- timann, til þessaö stuöla þannig aö þvi, aö fjölskyldan geti notiö sunnudaganna I friö og ró, án þess aö barnsaugun séu flóandi I tárum yfir þvi aö missa af myndinni um Lassie eöa ein- hverju ööru, sem vissulega heldur huganum föngnum á meöan á er horft og jafnvel lengur. Fjögurra barna móöir. HRINGiÐ í SIMA 18300 MILU KLUKKAN 11 — 12 r TIMA- spurningin — Er það tilhlökkunarefni eða ylli það þér kvíða, ef olíulindir fyndust á Norðausturlandi eða út af ströndum þess? Lára Ingólfsdóttir húsmóöir: — Þaö yrði mér tilhlökkunarefni, þá tækist okkur ef til vill aö greiöa eitthvaö af skuldunum. Már Elisson, fiskimálastjóri: — Eins og tæknimálum er háttað i dag þá ylli þaö mér kviöa. En tækninni fleygir fram og innan skamms veröur mögulegt að bora án allrar hættu á djúpu vatni. Alice Larsen, húsmóöir: — Við þyrftum ekkert aö óttast þó svo olia iyndist. Þaö er alltaf að koma ný og betri tækni sem kemur i veg fyrir alla mengun. Guömundur Magnússon byggingarmeistari: —Ahrif af oliufundi yrðu auövitaö bæöi góö og slæm. Viö fengjum bæöi mengun og mikla peninga. Ætli menn horföu ekki meira á gróöann? Pétur Erlendsson, bankastarfsmaöur: — Þaö myndi valda mér kviöa ef olia fyndist, þvi fundur hennar myndi setja allt efna- hagslifiö á annan endann, nema stjórnvöld gættu þess að treysta lika á aðra hluti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.