Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 2, júli 1976 TtMINN 5 il lÍí 111 11 11111 II Vffr fi Rannsókn Kennedysmorðsins Mjög er nú rætt um þaö i Bandarlkjunum, hvort hefja skuli aö nýju rannsókn á moröinu á Kennedy Banda- rikjaforseta. Sérstök þing- nefnd, sem hefur fjaliaö um þetta mál nýlega, hefur látiö I ljós þá skoöun, aö ýmislegt hafi komiö fram aö undan- förnu, sem nefndinni, er rann- sakaöi moröiö á sinum tima, hafi ekki veriö kunnugt um. Nefnd þessi, sem var undir forsæti Warrens, þáv. for- manns Hæstaréttar Banda- rikjanna, var skipuö mörgum mikiismetnum mönnum, og haföi auk þess færustu menn leyniþjónustunnar (CIA) og leynilögreglunnar (FBI) sér til hjáipar. Þetta sýnir, aö rannsókn slikra mála getur oft veriö miklum erfiöleikum bundin. Menn ættu þvi aö kasta varlega steinum aö Is- ienzkum löggæzlumönnum, þótt þeim takist ekki aö upp- lýsa öll mál, eöa telja þaö vænlegra til árangurs aö kalia erlenda sérfræöinga til aö- stoöar. En þaö er vlöar en I sambandi viö Kennedy-morö- iö, sem þeim skjátlast. Skattlagning iðnaðarins Athyglisveröareru þær upp- lýsingar, sem komu fram I John Kennedy. Hjörtur Eirlksson. ræðu Hjartar Eirlkssonar, framkvæmdastjóra iönaöar- deildar Sambandsins, á land- búnaöarráöstefnunni á Blönduósi, aö Sambandiö hygöist fjárfesta um 350 milij. kr. I ullar- og skinnaiönaö- inum, en af þeirri upphæö myndi ekkiminna en 100 millj. króna fara í alls konar skatta til hins opinbera. Þetta nemur um 30% af stofnkostnaöinum, en hliöstæöar tölur i Noregi og Sviþjóö eru 15% og 17% auk þess sem ullariðnaöurinn er þar styrktur riflega af rikisfé. Augljóst er af þessu, aö enn hefur ekki veriö efnt þaö lof- orö, sem iðnaðinum var gefið við inngönguna i Evta, aö hann skyldi ekki látinn sæta verri skatta- og tollakjörum en sambærilegar atvinnu- greinar I nágrannalöndunum. Þaö er vissulega kominn timi til þess, að þetta fyrirheit veröi efnt. AAikil fjölgun Samkvæmt upplýsingum Guölaugs Þorvaldssonar há- Guölaugur Þorvaldsson. skólarektors luku alls 322 nemendur prófi frá Háskól- anum á kennsluárinu 1975- 1976, en á kennsluárinu 1974- 1975 luku 234 prófi. Hér er þvi ekki um litla fjölgun aö ræöa. Vissulega er þaö ánægjulegt, þegar vel menntað fólk kentur til starfa, en samt er þaö spurning, hvort þaö fólk, sem hér bætist I hópinn, hafi ekki of einhæfa menntun til þess aö geta fundið sér starfssvið viö hæfi á vinnumarkaöi þjóöar, sem telur rúmlega 200 þús. manns. Helzt þarf þaö aö vera utan rlkiskerfisins, en hjá þvi er viöast fullskipaö. Þetta er áreiðanlega málefni, sem þarfnast góörar Ihugunar. Há- skólarektor vék aö þessu, þeg- ar hann afhenti prófskirteinin. Hann benti m.a. á, aö I flest- öllum löndum Evrópu væri aö- gangur aö háskólum nú oröinn mjög takmarkaöur. Auk fjöldatakmarkana heföu sum lönd dregiö úr styrkjum og námslánum tU stúdenta, og hert á inntökuskilyröum og prófkröfum. —Þ.Þ Aðalfundur íslenzkra rafveitna: ORKUBÚSKAPUR LANDSHLUTANNA Aöalfundi Sambands isl. raf- veitna lauk I gær. Siöari fundar- daginn var rætt um orkubúskap einstakra landshluta og uröu miklar umræður um þau mál. Framsögu um Norðurlands- virkjun höfðu þeir Lárus Jónsson alþingismaður og dr. Kjartan Jó- hannsson verkfræðingur. Helgi Bergs bankastjóri skýrði frá störfum nefndar, sem iðnaðar- ráöherra skipaði til að kanna við- horf sveitarfélaga á Austurlandi til stofnunar sameignarfélags rikisins og sveitarfélaganna um orkuöflun á Austurlandi, og Þor- valdur Garðar Kristjánsson al- þingismaður flutti erindi um störf Orkunefndar Vestfjarða. Dr. Kjartan gerði itarlega grein fyrir orkuvinnslu á Norðurlandi og dró hann saman helztu niður- stöður I lok erindisins, sem eru þessar: Ég tel, að þær áætlanir, sem hér hafa verið kynntar, gefi ótvl- rætt til kynna, að greiðslubyrði Norðurlandsvirkjunar og þá um leið heildsöluverð raforku frá henni verði óbærilega hátt, nema mjög fljótlega fáist viðbótar- markaðir fyrir raforku frá fyrir- tækinu umfram þá markaði, sem þegar hafa verið til umræðu, þ.e.a.s. þeir markaðir, sem nú- verandi bvegð og atvinnuhættir á Norðurlandi og Austurlandi gefa að viðbættri fyrirsjáanlegri aukn- ingu raforkunotkunar vegna þeirra og hugmynda um orkusölu á svonefnda gufukatla. Þótt fyrirliggjandi orkuspár kunni að vera ónákvæmar og þær megi bæta, skeikar ekki þvi að máli skipti i þessu sambandi. Sama gildir um mat eigna og áætlun kostnaðar vegna yfirstand andi framkvæmda. Allt þetta er að minum dómi frekar lágt metið i þessum áætlunum. Um greiðslubyrðina og heild- söluverðið veldur mestu, hver lánskjör verða, og ætla verður að endingartimi virkjana eins og Kröflu sé mun meiri en sá ára- fjöldi, sem lán miðast við, eöa a.m.k. 20-30 ár. Engi að siður verður ekki fram hjá því komizt að miða við likleg eða möguleg lánakjör, þvi að þau móta rekstraraðstæður fyrirtækisins. En jafnvel hin hagstæðustu lána- kjör munu hrökkva skammt án aukins markaðar fyrir raforkuna. Helgi Bergs sagði, að niður- stööur nefndarinnar um stofnun sameignarfélags um orkuöflun á Austurlandi væru þær, að al- mennur vilji væri fyrir aðild sveitarfélaganna að stjórn orku- mála i landshlutanum, en eignar- yfirfærsla á eignum Rarik væri ekki timabær, þótt hún gæti kom- ið'til greina siðar. 1 samræmi við þessar niður- stöður þótti nefndinni rétt að leggja til að stofnað yrði sérstakt orkuöflunarfyrirtæki á Austur- landi, Austurlandsveita, sem væri eign Rafmagnsveitna rikis- ins, sem afhenti henni mannvirki sin til reksturs, ásamt áhvilandi skuldum og meðfylgjandi réttind- um og skyldum. Að öðru leyti væri hlutverk Austurlands- virkjunar — að annast áætlanir og undir- 1 1 ■ \ búning nýrra virkja til vinnslu og flutnings raforku — aðbyggja og starfrækja mann- virki til vinnslu og flutnings raf- orku til almenningsnota og iðnaðar — að selja raforku i heildsölu til stórra notenda — að dreifa og selja orku til al- menningsnota Þá gerði tillagan ráð fyrir þvi, að ef sveitarfélög I Austurlands- kjördæmi óskuðu siðar eftir þvi að gerast eignaraðilar að Austur- landsveitu, yrði ráðherra heimilt að gera samninga um það fyrir hönd veitunnar. Þorvaldur Garðar lauk máli sinu með þvi aö telja upp megin- forsendur tillögu Orkunefndar Vestfjarða um framkvæmdir I orkumálum Vestfjarða en þær eru: 1. Fullnægt verði orkuþörf Vestfirðinga með innlendum orkugjöfum. 2. Vestfirðingar búi við sam- bærilegt orkuverð og aðrir lands- menn. 3. Orkufyrirtæki Vestfirðinga hafi traustan rekstrargrundvöll. * ' ■ CAV Olíu- og loftsíur i flestar tegundir bifreiða og vinnu véla ]1L()SSI? ~ Skipholti J5 Simar 8l3 S0verilun 8 13-51 verkst*ði 8 13 S3 skrilstota Viðgerðir á rafmagns- og diesel-kerf um y llTiOSSIS----------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa fffjff BAGGAKASTARI Átakalaus baggahiröing f" GERD BK baggakastarinn sparar bæði tima og erfiði. Einn maður sér um hleðslu bagganna á fljótan og auðveldan hátt Kast-stefna bagganna er stillanleg úr sæti ökumanns, sem er kostur á hallandi landi. Örfdir eftir óseldir — Greiðsluskilmdlar Hagkvæmt verð kr. 1 14 þúsund með söluskatti Globusi LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Fýlgist með verðlagi Verðsýnishorn úr HAGKAUP HAGKAUP VERSLUNA VERSLUN B Bakaðar baunir kín- verskar 227 g Ora grænar baunir 1/2 dós Búlgörsk jarðarberja- sulta 500 g Sveppir kínverskir 284 9 Smjörlíki 1 stk. Kaffi 250 g Appelsinur 2 kg Fiesta eldhúsrúllur 2 stk. í pakka Petal salernispappír 2 stk. i pakka ÍN Ef þér verslið annars staðar, þá hafið þér hér eyðublað til að gera verðsamanburð. Opið til 10 föstudaga lokað á laugardögum. Mn I SKEIFUNNI 15lIsiMI 86566 Landbúnaðarvélar Til sölu eru: Massey Ferguson 165, árg. 69, litið keyröur, meö þéttu húsi og nýjum dekkjum. Massey Ferguson 203 með iðnaðar-ámoksturstækjum, vökvastiri og tvöfaldri kúplingu, árg. 65. Ford 2000, árg. 73. Heytætla og fleiri vél- ar. Upplýsingar gefur Viðar Pálsson, Hliöarholti. Simi um Hvolsvöll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.