Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 2. júli 1976 Félag drdttarbrauta og skipasmiða: Endurnýjun skipaflotans verði framkvæmd hér á landí Nýsmíði fiskiskipa verði skipulögð Aöalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja var hald- inn á Akureyri 12. júni s.l. A fund- inum voru margvisleg hags- muna- og áhugamál skipasmiöa- iönaðarins rædd og ályktanir geröar. Var m.a. rætt um stefnumörk- un í skipasmiöum og viögerðum i ljósi þeirra viðhorfa sem skapast hafa i kjölfar spádóma um fram- tiö fiskistofnanna. Var lögð áhersla á að endurnýjunarþörf fiskiskipaflotans væri nægileg hér á landi til þess aö skapa inn- lendum skipasmiðastöðvum verkefni á næstunni, jafnvel þótt flotinn yrði minnkaður i samræmi við spár þeirra sem lengst vilja ganga i þessu efni. Voru i þessu sambandi kynntar athuganir sem starfsmenn Landssambands iön- aðarmanna hafa unniö fyrir fé- lagiö og sýna þetta svo ekki verö- ur um villst Ennfremur var rætt um láns- fjárfyrirgreiöslu til þeirra út- geröarmanna, sem gert hafa samninga viö innlendar stöövar, en þessi mál eru nú I miklum ólestri vegna greiösluvandræöa Fiskveiöasjóös og Byggöasjóös. 1 stjórn félagsins voru kjörnir: Jón Sveinsson, Garöabæ, for- maöur, Gunnar Ragnars, Akur- eyri, Þorgeir Jósepsson, Akra- nesi, Marselius Bernharðsson, isafiröi og Þórarinn Sveinsson, Reykjavik. 1 varastjórn voru kosnir: Þorbergur Ölafsson, Hafnar- firði og Páll Hlööversson, Nes- kaupstaö. Skrifstofa félagsins er hjá Landssambandi iönaöarmanna, Hallveigarstig 1, Reykjavik og er framkvæmdastjóri Þórleifur Jónsson. Ályktun um fjármagns- fyrirgreiðslu vegna ný- smiða Aöalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiöja, haldinn á Akureyri 12. júni 1976, telur aö al- varlegasti vandi, sem nú steöjar aö skipasmiöa- og viögerðariön- aöinum i landinu, sé vanmáttur opinberra lánasjóöa til aö standa undir nauðsynlegri fjármögnun framkvæmda. Þetta er eölileg af- leiöing af stefnuleysi viö endur- nýjun fiskiskipaflotans, sem birtist i gifurlegum sveiflum i innflutningi fiskiskipa á slðustu árum. Þegar skip eru flutt til landsins tekur Fiskveiöasjóöur viö stutt- um lánum, sem á þeim hvila og endurlánar þau til 18 ára. A þennan hátt hefur sjóöurinn oröiö að taka á sig verulegar f járbind- ingar vegna hins mikla innflutn- ings á skuttogurum aö undan- förnu. Allt frá siöastliönu hausti hafa greiösiur framkvæmdalána til innlendra skipasmiöastööva verið i megnasta ólagi og litiö veriö gert hingað til sem dugaö hefur, þrátt fyrir itrekaöar aö- varanir félagsins til stjórnvalda um hvaöa afleiöingar þetta myndi hafa. Nú eru þær af- leiöingar óöum aö koma i ljós og bitna á iðngreininni meö vaxandi þunga og má þar til dæmis nefna: 1. Vanskil á greiðslum aðfanga til innlendrar skipasmiöi og viögeröa, sem valda ekki aö- eins auknum kostnaöi, heldur einnig álitshnekki og tjóni gagnvart innlendum og erlend- um viðskiptaaöilum stöövannat 2. Gifurlegur vaxtakostnaöur hleöst upp vegna lengingar smiöatima, sem aftur veldur þvi aö skipin veröa dýrari og ósamkeppnishæfari viö erlenda framleiöslu. 3. Þegar er tekið aö gæta veru- legs samdráttar i innlendum skipasmiöaiðnaöi og fyrir- sjáanlegt er, aö ef fram heldur sem horfir veröur ekki hægt aö standa viö þá smiöasamninga, sem geröir hafa veriö og sam- þykktir eru af opinberum lána- sjóöum. 4. Nú á næstu vikum mun ráöast, hvort stöövunum veröur gert kleift að «tarfa áfram og standa viö geröa samninga, eöa hvort gripa veröur til fjöldauppsagna á þvi sérþjálfaöa vinnuafli, sem i stöövunum vinnur, en slíkt myndi valda óbætanlegu tjóni. A sama tima og þetta gerist ganga þeir samningar, sem þegar hafa veriö geröir erlendis, meö eölilegum hætti meö banka og ríkisábyrgðir aö bakhjarli. F.D.S. bendirá.aö meö þessum hætti eru innlendu stöövarnar þvingaöar til aö standa ekki viö samninga viö þá útgeröaraöila, sem viö þær hafa samið, en þeir sem samiö hafa viö erlendar stöövar standa meö pálmann i höndunum. Það hlýtur þvi aö vera krafa fé- lagsins aö nægilegt fjármagn veröi útvegaö til aö bæta úr þessu ófremdarástandi og aö I fram- tiöinni bitni fjárhagserfiöleikar sjóöanna ekki á innlendu smiöinni, heldur veröi hún frem- ur látin sitja fyrir þvi takmark- aöa fjármagni, sem á hverjum tima er til ráðstöfunar. Ályktun um lánsfjár- fyrirgreiðslu fyrir skipaviðgerðir Ein afleiöing skuttogarakaup- anna aö undanförnu veröur óhjá- kvæmilega sú, aö viögeröamark- aðurinn hefur stóraukizt og mun halda áfram að vaxa á næstu árum. Ljóst er, aö verulegt átak veröur aö gera I aöstööumálum þessarar greinar, og liklegt er aö- auka þurfi afkastagetu hennar talsvert til aö koma i veg fýrir aö þessi aukning bætist ekki einung- is viö þær viögerðir, sem þegar eru framkvæmdar erlendis og veröi þannig aöeins til þess, aö enn meiri gjaldeyri verði sóaö i viögeröirnar en hingað til hefúr tiðkazt. Þaö er þvf fagnaöarefni, aö ráöamenn þjóöarinnar skuli gera sér grein fyrir þessu og hafa bein- linis óskaö eftir aö þetta veriö kannað sérstaklega, eins og m.a. hefur komið fram bæöi i viöræö- um F.D.S. viö iönaöarráöherra og I bréfi ráðherrans til félagsins. Þaö er hins vegar full ástæða til aö vara sterklega viö þeim, aö þvi er viröist útbreidda misskilningi, aö hægt sé, eöa skynsamlegt, að bæta úr þessu meö þvi aö draga stórlega úr nýsmiöi og beina vinnuaflinu aö viðgeröunum. 1 þessusambandi vill F.D.S. leggja sérstaka áherzlu á aö þessir tveir þættir skipasmiöaiönaöarins verða að starfa saman og bera hvom annan uppi. Hvor þeirra um sig er forsenda þess aö hægt sé aö stunda hann meö hag- kvæmu móti. F.D.S. vekur athygli á, aö á sama tima sem mikil hætta er á aö veruleg aukning veröi á þvi aö skip sigli til útlanda til viögeröa, er lánafyrirgreiðsla til þessara mála i m jög bágbornu ástandi hér á landi, og veikir það sam- keppnisaöstööuna verulega. Þetta kemur fram i eftirfarandi: 1. Aætlanir Fiskveiöasjóös á þessu ári gera ráö fyrir mjög óverulegri lánsfjárfyrir- greiöslu til tækjakaupa og skipaviðgeröa. 2. Skipaviðgeröir njóta engra samkeppnislána, en mjög al- gengt er aö sigli skip til útlanda til viögerða fá þau verulegan hluta kostnaðarins aöláni, m.a. vegna þess aö erlendu stööv- arnar fá útflutningslán úr sjóöum i sinum löndum. Þetta gerir samkeppnisaöstöðuna al- gerlega óviöunandi. 3. Islenzkir bankar veita banka- ábyrgöir fyrir viögeröum, sem eru framkvæmdar erlendis en engin leiö er aö fá slikt hiö sama fyrir innlendar stöövar, þrátt fyrir itrekuö tilmæli F.D.S. Þetta er auövitaö engan veginn forsvaranlegtog leitt til þess aö vita aö ekki skuh vera skilning- ur á þessu augljósa atriði. 4. Engar rikisábyrgöir eða fyrir- greiösla hafa veriö veittar til endurnýjunar og uppbyggingar dráttarbrauta á undanförnúm árum.Þetta þýðir aö flestar þeirra hafa ekki getaö endur- nýjað tækjakost sinn eðlilega. Félag dráttarbrauta og skipa- smiöja vill benda stjórnvöldum á að ef ekki veröur bætt úr þessum atriöum, dugar ekki góöur vilji tU að spara þann gjaldeyri, sem fyrirsjáanlega muni eytt til aö gera viö islenzk skip erlendis. Vegna hinna gifurlegu hags- muna, sem hér eru i veöi fyrir þjóöfélagið, krefst aöalfundurinn þess, aö þegar i staö veröi gert þaö átak sem dugir 1 þessu sam- bandi. Fyrsti skuttogarinn, sem smíö- aður er hérlendis, rennur niöur dráttarbrautina i Stálvik i april 1973. Ályktun um stefnumót- un stjórnvalda varðandi nýsmiði og viðgerðir skipa Aöalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiöja fagnar viðleitni og yfirlýsingum stjórn- valda I þá átt, aö koma á skipu- lagi um nýsmiöi fiskiskipa. Nán- ast öll skipasmiöi innlend og er- lend er undir ákvöröunum stjórn- valda komin. Enn hefur ekki ver- ið mótuö ákveöin stefna um æski- lega stærö og samsetningu flot- ans, en fundurinn telur veröugt verkefni fyrir Framkvæmda- stofnun rikisins og Þjóöhags- stofnun að semja áætlun um þetta efni. Jöfn og skipuleg endurnýjun flotans hlýtur á allan hátt aö vera skynsamlegri og eölilegri en mikil endurnýjun á fáum árum með hléurrr á milli. Sveiflur i endurnýjun flotans hafa um ára- bil staöiö islenskum skipasmiöa- iðnaöi fyrir þrifum, enda getur skipasmiöaiðnaöur ekki byggst upp og þróast með eðlilegum hætti, nema verkefni séu fyrir- liggjandi, a.m.k. 2 ár fram i tim- ann. Jafnari endurnýjun flotans er þannig forsendan fyrir þvi, aö innlendar skipasmiöastöðvar nýtist til fulls og þar af leiðandi að þörfin fyrir innflutning skipa fari minnkandi á næstu árum. Mikiö hefur að undanförnu bor- ið á þeirri skoðun, að hætta beri smiöi fiskiskipa innanlands, jafn- framt þvi aö takmarkaður hefur verið innflutningur fiskiskipa, þar sem fiskiskipastóllinn sé nú þegar oröinn of stór. Aðalfundur F.D.S. vill alvarlega vara við röksemdum af þessu tagi og bendir á, aö jafnvel þó mestu böl- sýnisspár um nauðsynlegan niöurskurö flotans rætist veröur, samkvæmt þeim athugunum sem félagiö hefur látiö gera, eftir sem áöur um að ræöa meiri endurnýj- unarþörf en innlendar stöövár geta annaö. Þaö er útbreiddur og hættulegur misskilningur aö æskilegt sé aö hætta endurnýjun flotans i nokkur ár, eftir að mikiö hefur veriö keypt af skipum. Slikt leiöir aðeins til áframhaldandi sveiflukenndrar endurnýjunar. Mjög háum fjárhæöum er nú árlega varið til viögeröa á is- lenskum skipum erlendis. Úr þessu má bæta verulega meö efl- ingu islenskra viögeröarstööva^ þannig aö fyrirsjáanlegá áukn-' ingu á viðgerðum vegna stækk- aðs skipastóls þurfi ekki að framkvæma erlendis. Erfitt er að meta afkastagetu islenskra viögeröarstööva en ljóst er, að mannafli er þar takmarkandi þáttur ásamt þvi sem verömynd- unarkerfið torveldar I mörgum tilfellum notkun hagrænna vinnu- bragöa. Ennfremur er um aö ræða mismunun i lánafyrir- greiðslu, sem kemur mu. fram i veitingu bankaábyrgöa vegna er- lendra viögeröa og minni lánamöguleika innlendra aöila. Einnig þarf viöa aö bæta aðstööu til viögerða hér á landi, bæöi inn- an fyrirtækjanna sjálfra og i höfnum. Unnið er nú aö undirbúningi sérstaks hagræðingarverkefnis i viðgeröum, sem er mjög nauö- synlegt aö ráöast i, til þess að auka afkastagetuna og minnka kostnaö viö viðgeröir. Vill fund- urinn beina þeim eindregnu ósk- um til rikisstjórnarinnar og þá sérstaklega til iðnaðarráöherra, sem sýnt hefur þessum málum mikinn áhuga, að beita sér fyrir þvi, aö fjárlagabeiöni Iönþróun- arstofnunar Islands um fjárveit- ingu til þessa verkefnis veröi samþykkt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.