Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 2. júH 1976 Sævar NK-18 fluttur til sjávar. Leiðin var um fjórir kilómetrar. Ljósmynd: Karl. Bátasmíði í sveit KS-Akureyri— Siðastliðinn föstu- dag var hleypt af stokkunum á Akureyri tæplega 7 tonna fram- byggðum bát, sem Baldur Hall- dórsson á Hliöarcnda og synir hans höfðu smiðaö. Er þetta 45. báturinn, sem Baidur smiöar. Bátnum var gefið nafnið Sævar og ber einkennisstafina NK-18 og er eigandi hans Armann Her- bcrtsson Neskaupstað. Báturinn gébé Rvik — A fundi verðlagsráös sjávarútvegsins var ákveðið nýtt almennt fiskverð, sem gildir frá 1. júli til 30. september 197G. Einnig voru verðlagöar tvær fisk- tegundir, sem ekki hafa verið verölagðar áöur, en það eru hlýri oglanghali. Þá hefur einnig verið ákveðið nýtt lágmarksverð á hörpudiski og rækju, sem gildir frá 1. júli til 30. september 1976. Samkomulag varð um eftirfar- andi breytingar á þvi lágmarks- fiskverði, sem giiti til 30. júni: og hækkar hver tegund frá þvi veröi sem hér segir: Þorskur um 8,8%, Ýsa um 9,2%, stór ufsi og milli- ufsi um 13.0%, smár ufsi um 9,2%, steinbitur um 11,7%, keila um 9,2%, lúða um 9,2.grálúða um 37,4%, skata, skötuselur og háfur mun halda til heimahafnar ein- hvern næstu daga og þegar hefja linu og handfæraveiöar. Sævar er vel búinn að tækjum m.a. eru i honum talstöð ör- bylgjustöð, radar, dýptarmælir, vökvaspil og 6 rafknúnar hand- færarúllur auk venjulegs öryggis- útbúnaðar. Hli'öarendi er um 4 kflómetra frá sjó og var báturinn um 9,2%, en verð á löngu er ó- breytt. Lágmarksverð á hlyra veröur kr. 20,- slægður ogkr. 16,- óslægð- ur. Langhali var verðlagður á kr. 25.-. Þá var gerö sú breyting á greiðslu uppbótar á linufisk, að séu þær fiskteg., sem uppbót er greidd á, isaöar I kassa i veiði- skipi, greiðist 12% álag á hið al- menna verð i stað 8% ella. Fram- angreindar veröhækkanir byggj- astá þvi, aö Rfldssjóður ábyrgist viðmiðunarverð Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins á frystum fiskafuröum. Hörpudiskur Yfirnefnd Verölagsráðs sjávar- útvegsins ákvaö eftirfarandi Framhald á bls. 19. settur á vagn sem siðan var dreg- inn af stórum vörubil til sjávar. Mun það örugglega sjaldgæft ef ekki einsdæmi að bátar séu smið- aðir i sveit þetta langt frá sjó. Aðspurður um næstu verkefni i bátasmiðinni sagði Baldur að allt værióvistum þauogenginn bátur væri i pöntun hjá sér sem stæði, en vonandi væri þetta timabundiö ástand og menn færu aftur að stunda trilluútgerð i auknum mæli. 1 ...I Upplýsinga- miðstöð fyrir Vestur- (slendinga gébé Rvik — Meðan hinn stóri hópur Vestur-lslend- inga dvelur hér á landi, verð- ur starfrækt upplýsingamið- stöð i Hljómskálanum i Reykjavik frá kl. 13:30 til 16:00 alla virka daga. Þar getur fólk fengið skrá yfir Vestur-lslendingana, hvar þeir búa o.s.frv. og einnig er Vestur-lslendingunum sjálf- um bent á, að þeir geta kom- ið i Hljómskálann og fengið allar nauðsynlegar upplýs- ingar og hjálp meðan þeir dvelja hér. Verð á langhala og hlýra í fyrsta sinn Rólega farið i veiðiskapinn i Laxá i Dölum, Góð veiði i Þverá i Borgarfirði — Þaö eru komnir rúmlega 350 laxar á land r.úna, sagði Rikharð Kristjánsson i gær, þegar VEIÐIHORNIÐ innti hann eftir hvernig veiðin hefði gengið. A siðustu tveim dögum hafa komiö um eitt hundraö lax- ar á land, svosegja má að mikill fjörkippur sé kominn i veiöina. — Laxinn er að visu miklu smærri núna en I upphafi veiöi- timans, sagði Rikharð, og veiö- ast allt niöur i sex til átta punda laxar. Jón Ingvarsson úr Reykjavik veiddi þann, sem þyngstur hefur fengizt enn úr Þverá, en sá reyndist vera 19 pund og var veiddur á flugu. Laxveiðimennirnir eru farnir að nota töluvert af flugu núna, enda sagt að það sé miklu meira „sport” i þvi. — Vatnið er mjög gott i Þverá núna og vel tært. Á annað hundrað laxár úr Laxá á Ásum Kristján Sigfússon sagði i gær, að þann 29. júní s.l. hefðu veriö komnir á land eitthundrað og sextiu laxar. Þetta er mun minni veiði en á sama tima i fyrra. Þyngsti laxinn reyndist vera átján pund, en þyngd lax- annaerfrá4til 12 pund. Einnog einn veiðimaður fær þó mjög góöa veiði, t.d. einn, sem er mjög kunnugur ánni, hann fékk tólf laxa einn daginn. Eins og kunnugt er, er aðeins veitt á tvær stangir i Laxá á As- um ogerleyfiðbundiö við aöhá- mark sé að veiða 20 laxa á stöng á dag. Enginn hefur þó náð þvi ennþá, en á siðastliðnu sumri var það algengt að menn þurftu jafnvel að hætta veiði um há- degi, þar eð að þeir höfðu þá veitt tuttugu laxa. Krislján Sigfússon sagði, að það værienn sama gamla sagan hjá laxveiðimönnum, sem veið- ar stunda i Laxá á Asum, þeir eru eitthvað latir og tregir við aö skila veiðikortunum, og þvi er mjög erfitt að fá upp ná- kvæma og rétta tölu yfir þann fjölda laxa og stærð þeirra, sem veiðzt hefur. Hér meö eru þeir enn einu sinni áminntir um að skila kortum sinum, strax og þeir hætta veiði i ánni. Eins og undanfarin sumur, eru það Bandarikjamenn sem leig ja ána, en veiði þar má hefj- ast 20. júni, þó Bandaríkja- mennirnir byrji yfirleitt aldrei það snemma. VEIÐIHORNIÐ ræddi við Gunnar matsvein i veiðihúsinu við ána i gær, og sagði hann, að aðeinsheföi verið veittá einastöng frá 27. júni en alls er leyfilegt að hafa sjö stangir i ánni. A land eru þvi ekki komnir margir laxar, eða aðeins þrir og voru þeir 10, 11, ogl2pund. Gunnar sagðisteiga von á fyrsta hollinu eftir tvær vikur. Vatnið er mjög mikið i Laxá i Dölum eins og er, enda hefur rignt þarmikið siðustu 2-3daga, og einnig er vatnið mjög grugg- ugt. Samt taldi Gunnar að þó nokkuð af laxi væri komið i ána, en að það vantaöi bara flugu- veður, en Bandarikjamennirnir veiða eingöngu á flugu sem kunnugt er. —gébé — Landsbankinn 90 ára Landsbanki tslands átti niutiu ára afmæli I gær, stofnaður 1. júli 1886. Bankinn var I húsnæði hjá Sigurði Kristjánssyni við Bakara- stlg, sem þá hét, en seinna nefnd- ist Bankastræti, og hafði þar áður veriö prentsmiðja. Svo var fyrirlagt, að bankinn skyldi opinn tvo daga i viku, tvo klukkutima samfleytt, og „fram- kvæmdastjórinn” var raunar em- bættismaður I fullu starfi, annars staðar, Lárus E. Sveinbjörnsson vfirdómari. Gæzlustjórarnir sem voru eins konar eftirlitsmenn,' i gær með fjárreiðum banka, voru einnig embættismenn, Eirikur Briem prestaskólakennari og Jón Pétursson dómstjóri. Sérstakur gjaldkeri og bókari voru i bankanum, og fram- kvæmdastjórinn, Lárus Svein- björnsson, hafði brugðið sér til Danmerkur haustið 1885, til þess að huga að þvi, hvernig banka- rekstur færi fram. Eins og kunnugt er varð Tryggvi Gunnarsson fljótlega bankastjóri, og var það siðan mjög lengi. Hús Landsbanka islands kemur fiestum islendingum kunnuglega fyrir sjónir. 15 ÁRA PILTUR BEIÐ BANA — er dráttarvél valt yfir hann —hs—Rvik. Enn eitt hörmulegt dróttarvélarslysið varð við bæinn Þverá I Fnjóskadal á þriðjudags- kvöld, en þar lét lifið 15 ára piltur úr Kópavogi, er vélin valt yfir hann. Mun hann hafa látizt sam- stundis. Hann hét Arnór Stefáns- son. Pilturinn, sem var i sumarvist á bænum, var að aka dráttarvél- inni ihlaðbrekkunni, þegar slysið varð. Fór vélin afturábak fram af vegkantinumogvaltheilan hring. Dráttarvélin var gömul og án öryggisgrindar. Þess má geta, að allar vinnu- vélar til búreksturs eru undan- þegnar hvers konar öryggiseftir- liti, og enn munutalsvert margar dráttarvélar, sem ekki eru búnar öryggisgrind, vera i notkun viða um land. Verkfræðirtgar fá ekki borguð laun — Reykjavíkurborg sökuð um verkfallsbrot gébé Rvik-----Ég held að þetta sé I fyrsta sinn sem borgin fer út á þann hála is, að gera tilraun til að brjóta löglega boðað verkfall, sgði Gunnar H. Gunnarsson, formaður samninganefndar verkfræðinga hjá Reykjavikur- borg. Þeir hafa vitað um þetta verkfall nú i tvær vikur, og hafa ekki kært það, svo það verður að álita að þeir telji það löglegt. Þá er þaö bara önnur tilraun til verk- fallsbrots að benda fólki á að koma teikn. til byggingafull- trúa um visst pósthóif. Gunnar sagði einnig, að borgin sýndi tregðu viðað greiða verkfræðing- unum laun sin, en þeir höfðu ekki fengið þau borguð seinni hluta dags i gær. Sagði hann, að einum verkfræöingnum hefði þá verið nóg boöið og hann hefði skrifað uppsgnarbréf. — Heföin er sú, að aldrei sé gengið istörfverkfallsmanna, þvi að ef það er gert, þá er verkfalls- rétturinn einskis nýtur, sagöi Gunnar. Okkur finnst margar rök semdir lögmanna borgarinnar heldur hæpnar og þetta var ekkert annað en sviösetning hjá þeim, þegar lögreglan kom á skrifstofurnar og hindruðu verk- fallsverðina i starfi, þannig að það tókst aö afhenda nokkrar teikningar til byggingarfull- trúans. Bæði lögreglan og vinnu- málafulltrúinn voru þá með hót- anir við verkfallsverðina, sem létu undan pressunni. Hins vegar hefur allt verið rólegt i dag, sagði Gunnar. Meðan blm. Timans ræddi við Gunnar, var hann kallaöur i sim- ann, en það var sáttasemjari rfldsins, sem var aö boða til samningafundar i dag, svo for- vitnilegt verður að vita hvort þar gerist eitthvað. A siðasta fundi sögðu deiluaðilar hins vegar, að hvorugur þeirra myndi óska eftir fundi,fyrr en hinn aðilinn mildaði að einhverju leyti tilboð sitt. Að lokum sagði Gunnar, aö venjulega fengju verkfræðing- arnir útborguð laun sin, annað hvort siðasta dag mánaðar eða þá þann fyrsta, en seint i gærdag höfðu þeir engin laun fengið, og var þvi borið viö að tölvan, sem reiknarút launin, væri biluð. Hins vegar, sagði Gunnar, hafa allir aðrir hópar, sem vinna hjá borg- inni, fengið laun sin greidd. Við erum þvi' eini hópurinn sem ekki hefur fengið launing greidd, og þetta fyllti mælinn hjá einum verkfræðingnum, sem skrifaði uppsagnarbréf i hvelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.