Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, Föstudagur 2. júll 1976 í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 6 vang. Við því var ekki heldur að búast, því að jarf i, sem hámað hefir í sig nýja hreindýrahausa, sinnir ekki frosnu kjöti fyrsta dægrið. Pilturinn frá Mazhlíðstefndi á brekkuna. Sums staðar var snjórinn ekki samanbarðari en svo, að markaði fyrir sporum eftir luralegar lappir jarfans, og það var nóg til þess að knýja hann áfram yfir hættuleg gljúfur og svelluð klungur. Þegar förin hurf u á svellunum og harð- f enni, tók han á sig langa króka, leitaði og nasaði í kring- um sig eins og hundur. Ein einasta rispa i klakann var nóg til þess að vekja athygli hans, og nasirnar þöndust út, eins og hann fyndi fýluna af hreindýrabönunum. Torfærið varð æ meira, og Jónas tók af sér skíðin og reisti þau upp við klett. Hann stóð kyrr, hlustaði. En eyra hans nam ekki neitt hljóð. Hvergi va’rð lífs vart á f jallinu — ekkert nema klettatrjónur, snævidrifnir tindar og gínandi gljúfur. Jónas kleif hærra og hærra — hann valdi sér leið með fram djúpu gili. Broddstafurinn var hans eina stoð á þessu hættulega ferðalagi. Væri hann á jarfaslóð, lét hann hvorki erf iði né áhættu aftra sér. Það reið á því að finna bæli kvikindanna, meðan þau lágu í móki eftir blóðdrykkju. Skömmu eftir miðnætti var Jónas kominn upp á kletta- stall ofarlega í öðrum gilbarminum. Hann þumlungaði sig áfram og hvessti augun á svartan skúta í berginu. Hljóðlaust eins eins og skuggi læddist hann að munn- anum og rak staf inn sinn svo sem alin inn í myrkrið sér til varnar, ef íbúar skútans kynnu að hugsa skyndilega til útgöngu. Hann þandi nasirnar og dró andann djúpt — bléssvofrá sérog hörfaði aftur á bak, grettur á svip. Af engu dýri, sem ól aldur sinn til f jalla, lagði jaf n viðbjóðs- legan þef og af jarfanum. Jarfarnir höfðu valið sér híbýli af mikilli nákvæmni, og það var augljóst, að þeir hræddust ekki, þótt hlað- varpinn væri næsta ægilegur. Það var þó varla til það dýr, sem þeir þurftu að óttast. Bjarndýrin forðuðust þá, því að þeim gazt illa að lyktinni. Úlf urinn var eina dýrið, sem gat látið sér til hugar koma að éta jarf a, og þá mátti hann líka vera aðþrengdur af sulti. Og tæplega kom til greina, að einn úlf ur réðist á jarfa, þvf að þeim leik gat allt eins vel lokið með þeim hætti, að jarfinn æti úlfinn. En réðist hópur úlfa á jarfa, var baráttan náttúrlega vonlaus. En til þess kom sjaldan — jarf inn er of varkár til þess. Uppi í f jalllendinu átti hann sér greni og gjótur, og niðri í skóginum var hann viðbragðsf Ijótur að skjótast upp í tré, var hann öruggur, og það stoðaði lítið, þótt úlfaflokkurinn hoppaði og dansaði allt í kring. Glor- hungraður úlfur er að vísu ekki frýnilegur ásýndum, en hann kemst samt ekki í samjöfnuð við hvæsandi og spýtandi jarfa, sem ekki hreiðrar fyrr um sig á þægi- legri grenigrein en hann hefir útdeilt allri þeirri fólsku og fýlu, sem hann á til. En þá bíður hann líka rólegur betra tækifæris. Maðurinn var hættulegasti óvinur jarfans — maðurinn með eldvopn sitt og furðulega þolinmæði. Þegar hann var annars vegar, stoðaði lítið að klifra upp í tré — þá voru gjótur og hellar eina verndin, og þeim mun erf iðara sem var að komast að þessum f elustöðum, því betri voru þeir. En þótt þessi skúti væri góður, voru ræningjarnir, sem þar bjuggu, illa settir þessa nótt. Fyrir utan munn- ann beið maður, sem var flestum illskeyttari, þegar við jarfa var að eiga. Nóttin leið, köld og heið. Stjörnurnar blikuðu — milljónir lítilla Ijósdepla í slæðum iðandi norðurljósa, sem stundum blossuðu upp, svo að birti um loft og láð. Yfir f jallakömbunum svifu þó hersveitir dökkra skugga, sem annað veifið læddust gætilega fram á sviðið, en drógu sig þess á milli til baka, eins og nú ætti að endur- skipuleggja liðið til óstöðvandi áhlaups. Hvert Ijósflug úti í geimnum endurspeglast á sindrandi snævi fjall- auðnanna. Ljós og skuggar stigu trölladans, og undir- leikur þessa seiðmagnaða leiks var öræfakyrrðin, sem öllu hélt í spennitreyju sinni. Jónas stóð vörð svo sem tíu faðma frá munna jarfa- gjótunnar og lét sig engu skipta eltingaleik Ijóss og skugga. Hann hallaði sér rólega upp að klettanef i og beið átekta. Til annarar handar var að minnsta kosti f immtíu faðma djúpt gljúfrið, en til hinnar bergið og upp frá því snarbrött f jallshlíðin. Hér var aðeins mjór stallur að fóta sig á, og ógætileg hreyfing gat haft alvarlegar af- leiðingar. En Jónas var samt ánægður. Jarfarnir gátu ekki laumast brott óséðir. Það var dauðasök, þótt þeir rækju ekki nema blátrýnið út um munnann. Tíminn leið, og það var tekið að bóla á hrukkum á hörkulegu andliti Jónasar. Það var þó ekki kuldinn, sem G E I R I Brukka ræöst meö gaura- gangi miklum aö Geira, hann er með öxi sem er smurð Geiri biöur.. ...Skjöldur hans getur ekki stöövaö hina stóru exi... rétt tima- setning getur / bjargað honum! Föstudagur 2. júlí 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Valbergsdóttir heldur áfram lestri „Leyni- garösins” eftir Francis Hodgson Bumett (11). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaö viö bændurkl. 10.05. Tdnleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. H.00Q3 Margit Weber og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins I Berlln leika Búrlesku I d-moll fyrir pianó og hljóm- sveit eftir Richard Strauss, Ferenc Fricsay stjórnar / Kathleen Ferrier, kór og Fllharmoniusveit Lundúna flytja Rapsódiu fyrir alt- rödd, kór og hljómsveit op. 53 eftir Brahms, Clemens Krauss stjórnar / Aaron Ro- sand og Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Baden-Baden leika Sex húmoreskur fyrir fiölu og hljómsveit eftir Sibelius, TiborSzöke stjórn- ar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Faröu burt, skuggi” eftir Steinar Sigurjónsson Karl Guö- mundsson leikari les (2). 15.00 Miödegistónleikar Ger- vase de Peyer og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leika Klarinettukonsert nr. 1 I c-moll op. 26 eftir Louis Spohr, Colin Davis stjórnar. Pál Lukács og Ungverska rikishljómsveitin leika Víólukonsert eftir Gyula David, János Ferencsik stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Eruö þiö samferöa til Afriku? Feröaþættir eftir Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýöingu sina (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 tþróttirUmsjón: Jón Ás- geirsson. 20.00 Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók Fil- harmoniusveitin i Búdapest leikur, Kyrill Kondrasin stjórnar. Frá ungverska út- varpinu. 20.40. 1 deiglunni. 21.15 Fiöíusónata nr. 2 eftir Hallgrim Helgason Howard Leyton Brown og höfundur- inn leika. 21.30 tltvarpssagan: „Æru- missir Katrinar Blum” eftir Heinrich Böll. Franz Gisla- son les þýöingu staa (3). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn” eft- ir Georges Simenon Krist- inn les (4). 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. /emdum ik. líf Kerndum yotlendiý ifTniTTrjTfTTiw

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.