Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 2. júli 1976 TÍMINN 17 Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýöingu sina (9). 18.00 Ttínleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþrtíttirUmsjón: Jón As- geirsson. 20.00 Hljómsveitin Filhar- monia leikur Sinfóniu nr. 7 i A-dúr op. 92 Otto Klemperer stjórnar. 20.40 Til umræðu Baldtur Kristjánsson sér um þátt- inn. 21.15 islenzk tónlist Björn Ólafsson og Árni Kristjáns- sonleika Sex islenzk þjóðlög fyrir fiölu og píanó eftir Helga Pálsson. 21.30 Ótvarpssagan: „Æru- missir Katrinar Blum” eftir Heinrich Böll Franz Glsla- son les þýöingu sina (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn” eft- ir Georges Simenon Krist- inn Reyr les þýöingu As- mundar Jónssonar (8). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guöna Rúnars Agnars- sonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 10. júli 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Orn Eiösson les „Dýrasögur” eftir Böövar Magnússon á Laugarvatni (3). óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Út og suöur Asta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um siö- degisþátt meö blönduöu efni (16.00 Fréttir. 16.15 Veöur- fregnir). 17.30 Eruð þið samferða til Afrfku? Feröaþættir eftir Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýöingu sina (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45. Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 FjaörafokÞáttur I umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 óperutónlist: Þættir úr „Töf raflautunni eftir Mozart Evelyn Lear, Roberta Peters, Lisa Otto, Fritz Wunderlich, Dietrich Fischer-Dieskau, Franz Crass o.fl. syngja ásamt út- varpskórnum i Berlín meö Filharmoniusveitinni i Berlín, Karl Böhm stjórnar. 20.45 Framhaldsleikritiö: „Búmannsraunir” eftir Sigurö Róbertsson Annar þáttur „Lof mér þig aö leiöa”. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leik- endur: Geirmundur.... Rú- rik Haraldsson Jósefina. Sigriöur Hagalin. Baddi. Hrafnhildur Guömunds dóttir. Sigurlina. Sig- riöur Þorvaldsdóttir. Þi ör a n d i. Ar n i Tryggvason. 21.50 Hljómsveit Hans Carstes leikur lög eftir Emmcrich Kalman. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Hreint É iSioncf I - Bsrl LANDVERND Rannsóknarnefnd sjóslysa: 9 sjómenn fórust og 308 slösuðust — slys tíðust við spil og vindur Niu dauðaslys urðu á islenzkum skipum árið 1975,enalls slösuðust 308 sjómenn um borö i skipum eða við þau á árinu, samkvæmt nýút- kominni skýrslu Rannsókna- nefndar sjóslysa. Tekiö er fram, að fjöldi slysanna er byggður á skýrslum Tryggingastofnunar rikisins varðandi bótaskyld slys sjómanna, og er I mörgum tilfell- um um smávægileg meiðsli að ræða, en að hinu leytinu eru ekki talin með minni háttar slys, sem ekki teljast bótaskyld. Algengustu slysin eru þau, aö sjómenn veröa á milli huröa, hlera og veiöarfæra, eöa veröa fyrir endum er virar og stög slitna. Slik slys uröu 83 áriö 1975. Þar næst koma slys, er veröa er menn renna til á isuöum eöa sleipum þilförum og detta. Skráö slys af þvi tagi eru 53. I þriöja sæti eru slys, er verða er menn fara frá og aö borði. Þau eru skráö 32 talsins. Sex af þeim niu dauöaslysum, sem skráö eru, uröu meö þeim hætti, að menn drukknuöu af skipum á siglingu, að veiöum eöa i höfn. í skýrslunni eru rakin tildrög margra slysa á sjó og leitazt er viö aö skýra hvers vegna þau urðu með það fyrir augum, að fyrirbyggja aö sams konar slys endurtaki sig, þar sem þvi veröur viö komiö. Hér fer á eftir yfirlit um starf nefndarinnar á s.l. ári: Á árinu 1975 var starf nefndar- innar sem fyrr einkum fólgiö i þvi aö fara yfir sjópróf vegna sjós- slysa og komast aö niðurstööum um orsakir slysanna. Eru atvika- lýsingar og niöurstööur nefndar- innar meginefni þessarar skýrslu. Þau slys, sem skýrslan fjallar um, eru af ýmsum toga, svo sem veriö hefur i fyrri skýrsíum. Skal hér aðeins vikiö aö þeim tegund- um slysa, sem helzt gefa tilefni til almennra athugasemda. Skipaströnd Eins og fram kemur i formála fyrir siöustu skýrslu nefndarinn- ar eru strönd skipa og báta hryggilega tiö. Telur nefndin þetta vera visbendingu um aö skipstjórnarmenn mættu sýna meiri aögæzlu og árvekni viö siglingastjórn. A smærri bátum tiðkast þaö f of rikum mæli að skipstjórnarmenn yfirgefi stjórnpall og feli stjórn skips mönnum, sem ekki hafa réttindi né þekkingu til aö annast slika stjórn. Aö þvi er varöar stjórn stærri skipa verður aldrei of brýnt fyrir mönnum aö nýta rétt þá auknu tækni til siglinga, sem fyrir hendi er. Notkun þessarar tækni, eins og t.d. sjálf- stýringar, má hins vegar ekki verða til þess að menn slaki á eölilegri og almennri athygli og árvekni viö stjórn skips. Athygli vekur I þessu sambandi hve litið skipstjórnarmenn nota dýptar- mæla á siglingu viö land. Slys við spil og vindur Slys i sambandi viö spil og vindur eru jafnan áberandi og oft alvarleg. Nefndin leggur áherzlu á fyrri ábendingar sinar um að sami maður sinni ekki hifingu og stjórn spils. Jafnframt hvetur hún sjómenn til aö vera vakandi um meðferð og ástand þessara öflugu tækja og láta ekki liöast að þau séu notuð langtimum saman i ófullnægjandi ástandi. Einnig aö vinna að þvi, aö lögbundinn öryggisbúnaöur, svo sem óryggis lokar, sé haföur á þessum tækjum og kynni sér jafnframt hvernig notkun og staösetningu tækjanna á skipunum er háttað. Eldsvoðar í skipum Eldsvoöar i skipum eru enn áhyggjuefni. Birtist sérstök skrá yfir þá, eins og i siöustu skýrslu. Nefndin varö fyrir gagnrýni á siðasta ári fyrir að láta ekki i ljós álit á orsökum eldsvoðanna. Þvi er til aö svara aö eldsvoöa ber oft- ast þannig aö, að nefndin hefur ekki treyst sér til að draga neinar ályktanir um orsakir þeirra, enda eru upptök þeirra i flestum tilvik- um hulin og erfitt að gera sér grein fyrir þeim. Nefndin leggur sem fyrr áherzlu á öflugar eld- varnir um borð i skipum. Nú eru reykköfunartæki lögboöin i fleiri skipum en áöur, m.a. öllum skut- togurum. Þaö er þó ekki nægilegt aö þessi tæki séu til um borö — menn þurfa aö kunna aö fara meö þau. 1 þessari skýrslu birtast leið- beiningar frá Brunamálastofnun rikisins um reykköfun, sem nefndin vonar að sjómenn kynni sér. Þá stóö nefndin ásamt fleiri aðilum aö tilraun meö froðu- slökkvibúnað. Kennsla í meðferð reykköfunartækja A s.l. hausti skrifaöi nefndin skólanefndum Stýrimannaskól- ans og Vélskólans og fór þess á leit viö þær, aö tekin yröi upp kennsla i meöferö reykköfunar- tækja og i reykköfun viö skólana. Með þvi móti væri nokkuð öruggt, að ekki færri en fjórir menn á hverju skipi kynnu á slik tæki. Skipshöfnum á skipum, sem hafa reykköfunartæki um borö, er bent á, að leita til slökkviliös- manna um notkun slikra tækja, finni þær sig vankunnandi i meö- ferð þeirra. Flest öll slökkvilið á landinu munu nú hafa þessi tæki. Efritlit með gúmbátum Nefndin hefur nokkrar áhyggj- ur af þvi, aö.of oft komi fyrir aö gúmbátar blási sig ekki út, þegar á þarf að halda. Gefur þetta til- efni til aö álykta, aö enn frekar þurfi aö herðaéftirlit og skoöun á þessum lifsnauðsynlegu tækjum. Mun nefndin reyna aö beitá á'firif- um sinum I þá átt. Rannsókn á reki gúmbáta 1 siðustu ársskýrslu er frá þvi skýrt, aö nefndinni var falið af samgönguráöuneytinu, aö sjá um rek gúmbjörgunarbáta, sam- kvæmt þingsályktunartillögu þar um. Nefndin hefur nú aflaö þeirra tækja, sem hún telur með þurfa. Af framkvæmdum hefur ekki get- aö oröiö, þar sem ekki Hefur ték- izt að fá skip til rannsóknanna. Neskaupstaður: A LELEGUR AFLI HJÁ SMÁBÁTUM -hs-Rvik/BG-Neskaupstaö. Tregur afli hefur veriö hjá smá- bátunum, sem gera út frá Nes- kaupstað, þaö sem af er sumrinu. Taka menn jafnvel svo djúpt I ár- inni, aö segja aö ekki fáist einu sinni I soöiö. Um eöa yfir 30 trillur eru nú farnar aö róa, flestar meö handfæri, en nokkrar auk þess meö net. Smábátaútgerö hefur aukizt hrööum skrefum frá Neskaupstaö undanfarin ár og má gera ráö fyrir, aö 40-50 trillur veröi geröar þaðan út i sumar. Vegna þessarar sumarútgeröar smábátanna hefur jafnan verið yfirdrifin atvinna viö fiskverkun yfir sumartimann, en nú byggist hún nær eingöngu á aflanum, sem skuttogararnir koma meö aö landi. Afli þeirra hefur verið nokkuð góöur undanfarið, eöa um 100 tonn eftir 10 daga veiðiferö aö jafnaöi af ágætum þorski og ýsu. öryggisbúnaður skuttogara I framhaldi af þeim aðgerðum, sem nefndin vann að á fyrra ári i sambandi við öryggisbúnað skut- togara, hefur hún unnið að at- hugunum á aðferöum til aö draga úr hálku á þilfari. Hefur hún látiö gera tilraunir meö sérstaka málningu, sem reynst hefur vel. Er þessum tilraunum enn ekki lokiö við allar aöstæöur, en nefnd- in mun láta frá sér heyra aö þeim loknum. Heimsóknir á slysadeild Borgarspítalans Hafi skipstjórnarmenn áhuga á, að viðhalda læknisfræöilegri þekkingu sinni eða auka við hana, þá hefur nefndin talað við yfir- læknir slysadeildar Borgarspital- ans, um að þeir fengju aö koma þangaö og fylgjast þar með störf- um lækna við ýmiss konar slys, og var það leyfi fúslega veitt. Nefndinni er kunnugt um, aö nokkrir skipstjórnarmenn hafa notfært sér þessa aðstöðu, er þeir hafa veriö i fríi, og ber þeim sam- an um það, aö þeir hafi mikið lært af dvöl sinni þar. Blóðf lokkun sjómanna A siðasta ári geröi nefndin til- lögu um það, til hins háa sam- gönguráðuneytis, aö allir sjó- menn yrðu blóöflokkaöir og skráöur blóöflokkur hvers og eins i skipshafnarskrá. Það hefur sýnt sig, að æ oftar eru þyrlur meö lækna sendar til móts við skip og báta, þar sem stórslys hafa orðið og getur það haft úrslita þýöingu, að geta samstundis séð blóðflokk hins slasaöa. Ráðstefna í Reykjavík Endurvæðing lands og vatns Alþjóöaráöstefna um endur- væöingu lands og vatns veröur haldin á vegum vistfræöinefndar visindaráös NATO aö Hótel Loft- leiöum f Reykjavik dagana 5.-10. júli n.k. Forseti ráöstefnunnar er dr. M.W. Holdgate, yfirmaöur Umhverfismálastofnunar Bret- lands og honum til aðstoöar er M. Woodman frá Cambridge, Eng- landi, en dr. Sturla Friöriksson sér um framkvæmd ráðstefnunn- ar hér á landi. Tilgangur ráöstefnunnar er: 1) Aö fjalla um, að hve miklu leyti vistkerfi i tempraöa beltinu, sérstaklega i noröurhluta þess, hafa beöiö tjón af óskynsamleg- um aögeröum mannsins, sem valdiö hefur röskun á jafnvægi náttúrunnar, meöal annars á hinni lifrænu framleiöslu, fjöl- breytni erfðasafnsins og heil- brigöir afkomu manna. 2) Aö ræða helztu ráöstafanir, sem kunnar eru til verndunar á vistkerfum og enduruppbyggingu þeirra, sem eyöilögö hafa veriö, og sfyöjast viö dæmi til skýring- ar. 3) Að benda á vankunnáttu á ýmsum sviðum þessa viöfangs- efnis, þar sem frekari rannsókna er þörf. 4) Aö stuöla að þvi aö fundnar séu leiðir til leiöbeininga um hag stæöa meöferö á landi, þannig aö i framtiöinni veröi tjóni foröaö og erföasöfn og aörar lifrænar auö- lindir nýttar á jákvæðan hátt. Ráðstefnan veröur sett aö morgni mánudagsins 5. júli af Einari Agústssyni, utanrikisráö- herra. Um 60 erlendir og innlendir vis- indamenn sitja þessa ráöstefnu. Af Islands hálfu flytja eftirtaldir menn erindi: Dr. Sturla Friðriks- son, erföafræöingur um Vanda- mál hnignunar islenzkra vist- kerfa, Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri um Uppblástur og skógrækt á islandi, Sveinn Run- ólfsson, landgræðslustjóri um Landgræðslu á islandi og Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri um Lif i fersku vatni og fiskiræktará- ætlanir. íslenzk mynd- skreyting verðlaunuð A síöastliönu hausti var haldin i Bratislava i Tékkóslóvakiu, eins og jafnan annaö hvert ár, alþjóö- leg sýning á myndskreytingu i barna- og unglingabókum. Biennale of Illustrations Bratis- lava. Rikisútgáfa násbóka sendi bækur til þessarar sýningar, m.a. Syrpu úr verkum Halldórs Lax- ness meö myndskreytingum eftir Harald Guðbergsson. A sýningunni hlaut Syrpa viö- urkenningu, Mentions d’honneur decernees aux maisons d’edition. Þetta er i annaö sinn sem bók frá Rikisútgáfunni meö teikning- um eftir Harald Guöbergsson fær slika viöurkenningu. Hin bókin var Lestrarbók handa 5. bekk grunnskóla, er hlaut viöurkenn- ingu árið 1973. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.