Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 2, jiílí 1976 TÍMINN 7 Mikil aukning veltu hjá tryggingafélög- um samvinnumanna AÐALFUNDUR Samvinnu- trygginga g.t., Liftryggingafé- iagsins Andvöku og Endur- tryggingaféiags Samvinnu- trygginga h.f., voru haldnir aö Kirkjubæjarklaustri föstu- daginn 25. júni s.I. Fundinn sátu 18 fulltrúar viös vegar af landinu auk stjórnar félaganna, framkvæmdastjóra og nokk- urra starfsmanna. Meöal fulltrúa voru 2 fulltrúar starfs- manna tryggingafélaganna, er kosnir höföu veriö til þess á fundi starfsmannafélagsins. Fundarstjóri var kjörinn Jón Helgason, Seglbúðum, en fund- arritari Hreinn Bergsveinsson, Reykjavik, Bjarni Pétursson, Reykjavik og Bragi Lárusson, Kópavogi. Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en Hallgrimur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, skýrði reikninga Samvinnutrygginga og Jón Rafn Guömundsson, fram- kvæmdastjóri, reikninga Lif- tryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h.f. í reikningum Samvinnutrygg- inga kom fram, að iögjöld árs- ins hjá félaginu námu kr. 1.364.9 millj. á árinu 1975 og höfðu auk- izt um kr. 376.5 millj. frá árinu áður. Iðgjöld ársins hjá Liftrygg- ingafélaginu Andvöku námu árið 1975 kr. 49.1 millj. og höfðu aukizt um kr. 36.8 millj. frá árinu áður. Iðgjöld ársins hjá Endur- tryggingafélagi Samvinnu- trygginga h.f. námu árið 1975 kr. 499.4 millj., en voru áriö 1974 kr. 314.7 millj., og nemur aukn- ing þeirra kr. 184.7 millj. Heildariögjöld ársins hjá öll- um félögunum námu þvi sam- tals á árinu 1975 kr. 1.913.4 millj. á móti kr. 1.315.4 millj. árið 1974 Hallgrimur Sigurösson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga Jón Rafn Guömundsson, fram- kvæmdastjóri Andvöku og höfðu aukizt um kr. 598,- millj. eða um 45.4%. Heildartjón Samvinnutrygg- inga árið 1975, greidd og áætluð ógreidd, námu samtals kr. 1.461.0 millj. Nettóbóta- og iögjaldasjóðir voru i árslok 860 millj. króna. Rekstrarafkoma ársins er halli að upphæð 55.5. millj. króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af tapi á fiskiskipatrygg- ingum að upphæð kr. 45 millj., og tapi á gömlum endurtrygg-' ingarsamningum, en á árinu komu fram ógreidd erlend tjón vegna þessara samninga að upphæð kr. 41.2 millj. króna. Heildarliftryggingastofn And- vöku nam i byrjun ársins 1975 samtals 3.897 millj. króna, en i árslok 6.521 millj. króna og haföi þvi aukizt um 67% á árinu. Lif- tryggingagjöld ársins námu 21.9 millj, króna ,en slysa- og sjúkratryggingaiðgjöld ársins námu 27.2 millj. króna. 1 bónussjóö Andvöku voru lagðar á árinu kr. 3 millj, og rekstrarafgangur nam kr. 444.000.- Nettóbóta- og iðgjaldasjóðir Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h/f námu i lok ársins 369.3 millj, og höfðu auk- izt um 128.1 milljón króna. Rekstrarafgangur félagsins varð kr. 3.585.000,- Fjöldi mála er varöa félagið og starfsemi þess voru rædd á fundinum. M.a. kom fram, að Samvinnutryggingar hafa ný- lega keypt hlut Sambands is- lenzkra samvinnufélaga I Ar- múla 3, Reykjavik. Samþykkt var aö heimila aukningu á hlutafé Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygg- inga úr 20 f 40 millj. króna. Endurkosnir voru I stjórnir félaganna Erlendur Einarsson, forstjóri, Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri og Ragnar Guðleifsson kennari. UNDIRBÚNINGUR AÐ VAR- ANLEGRI GATNAGERÐ í STYKKISHÓLMI ASK-Reykjavlk,—Við höfum hér verið að skipta um jarðveg I tveimur götupörtum, en gert er ráð fyrir að steypa þær I sumar eða haust, sa gði Halldór Jónasson starfsmaður hreppsskrifstof- unnar I Stykkishólmi, er Tíminn ræddi viö hann í gær. — Hins vegar verður ekki allt steypt, heldur beðið með hluta af föt- unum þar til næsta sumar. Þá er reiknað með aö lögð verði ollu- möl. Yfirlýsing Þjóðleikhúsráö vill að ge&iu tilefni, vegna skrifa I blaði yðar, lýsa yfir þvi, að það telur æskilegt, að sá maður, sem gegnir embætti þjóðleikhússtjóra, sé leik- listarmaður, sem fær sé um að taka virkan þátt I listrænu starfi leikhússins. Þau leikstjórnarverkefni, sem þjóöleikhússtjóri hefur tekið að sér innan og utan stofnunarinnar, hafa verið unnin meö fullu samþykki þjóðleikhúsráös. Reykjavlk 30,júni 1976 Vilhjálmur Þ.GIslason, Kristbjörg Kjeld, Hörður Bjarnason, GylfiÞ.Glslason, GunnarEyjólfsson. Aö sögn Halldórs er langt komið með að skipta um jarðveg i Austur- og Hafnargötu, en jarð- vegsskipting átti sér staö i Aöal- götu s.l. sumar. Þetta er um 700 metra kafli sem gera á i sumar og hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 16milljónir. En HaUdór kvað þaö óllklegtað sú áætlun stæöist, enda hafi hún verið gerð á liðnu ári. 1 Stykkishólmi er nú I smiðum fjölbýlishús með átta Ibúöum. Þær voru nýlega gerðar fok- heldar, og verða tvær ibúðanna afhentar I október, en hinar i febrúar á næsta ári. Um er að ræöa ibúðir, sem byggöar eru samkvæmt leiguibúða-áætlun rikisstjórnarinnar, en þó verða tvær þeirra seldar. Hinar koma til með að vera áfram I eigu sveitarfélagsins. Aöspurður hvort um húsnæöisskort væri að ræða I Stykkishdlmi, sagöi Halldór svo vera. Þrátt fyrir að nokkur ein- býlishús væru I smiðum, stæði húsnæðisskorturinn sumum fyrirtækjum staöarins fyrir þrifum. Skelfiskveiði hófst i Stykkis- hólmi um s.l. helgi, og stunda sex bátar þá veiði. Einn bátur er á linu og annar á rækju.en tveir eru á handfærum. Nokkurs atvinnu- leysis gætti meðal húsmæöra og unglinga áður en skelfiskveiðin hófst, en að sögn Halldórs er at- vinnuleysi nú hverfandi litið. Ný bók urti málvísindi Komin er út á vegum Rannsóknastofnunar I norrænum málvisindum við Háskóla tslands bókin OLD ICELANDIC HEITI IN MODERN ICELANDIC EFTIR Halldór Halldórsson pró- fessor, og er þetta þriðja bókin i ritröð þeirri, er málvisindastofn- unin hefur gefiö út undanfarin ár. 1 fyrri hluta bókar sinnar rann- sakar höfundur hugtakið heiti i fornum ritum, einkum Snorra- Eddu, og kemst að þeirri niður- stöðu, aö Snorri muni hafa þekkt latnesk rit um mælskulist oe I Skáldskaparmálum Snorra-Eddu sé um áhrif frá klassiskri mælskulist að ræða. í seinni hluta bókarinnar fjallar höfundur um notkun heita eöa skáldamálsoröa i siðari tima islenzku og sýnir fram á, að fjöldi þeirra lifir enn I lausu máli og á vörum alþýöu, t.d. iorðtökum og talsháttum, svo og i margs konar semsetningum við önnur orð. Bókin er 83 bls. aö stærð, prentuð hjá Fr. Bagges Kgl. Hofbogtrykkeri i Khöfn. Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns- sonar sér um dreifingu og söiu. Ráðsmaður Maður um fimmtugt óskar eftir ráðs- manns- eða umsjónarmannsstöðu. — Er ekki búfræðingur. Tilboð sendist afgreiðslu Timans, Aðal- stræti 7, Reykjavik, merkt Ráðsmaður 1483. Smábýli til sölu Langholt III i Hraungerðishreppi á Árnes- sýslu (nálægt Selfossi) er til sölu. Upplýsingar á staðnum. Simi um Selfoss. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Cherokee og Bronco, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 6. júli kl. 12-3. — Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. Frá þroskaþjálfa- skóla íslands Umsóknarfrestur um skólavist næsta haust er til 15. júli n.k. Þeir, sem þegar hafa skilað umsóknum eru beðnir að staðfesta þær fyrir þann tima. Umsóknir eiga að berast til skólastjóra i Kópavogshæli. Kópavogshælið, 1. júli 1976. Skólastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.