Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.07.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 2. jiili 1976 Föstudagur 2. júli 1976 TÍMINN 11 Frá prestastefnunni. PRESTASTEFNAN 1976 hófst á þriðjudag Að þessu sinni eru fundir presta- stefnunnar i nýju safnaðarheimili Bústaða- kirkju, sem verið er að taka i notkun. Aðalmál prestastefnunnar er sálgæzla, en prestar lita raunar svo á að allt þeirra starf sé sálgæzla. Á stefnunni er sálgæzlan rædd i þrengri merk- ingu og fjalla margir prestar um málið og auk þeirra læknir. Timinn hitti nokkra presta utan af landi að máli á prestastefnunni og ræddi við þá um málefni safnaða þeirra og það sem efst er á baugi á prestastefnunni. Kennir unglingum trúarbragðafræði Sr. Gylfi Jónssoti/ Hornafiröi: — Ég hef veriö prestur i Bjarnanesprestakalli I Horna- firöi siöan haustiö 1974, en áöur var ég prestur i Báröardal, siöan var ég viö nám I Sviþjóö og þjón- aöi þar einnig prestsembætti viö geðsjúkrahús um tima. Ég kynnt- ist kirkjustarfinu i Sviþjóö vel, en sænska kirkjan er vel efnuö og kirkjustarfiö mjög vel skipulagt. — Ég haföi aldrei komiö til Hornafjaröar áöur en ég tók þar viö prestsembætti. Þaö tók tima aö kynnast fólki og aðstæöum en þarna likar mér mjög vel. Söfn- uöurinn er I kringum fimmtán hundruð manns og þjóna ég þrem kirkjum, en prestsetriö er aö Bjarnanesi, sem er um átta kiló- metra frá Höfn. — 1 Höfn búa um 1200 manns. þar er ný, skemmtileg kirkja og gott safnaðarheimili, en þar starfræki ég m.a. kirkjuskóla á vetrum, fyrir börn á aldrinum 4-6 ára, sem eru heldur of ung fyrir sunnudagaskólann. Ég segi þeim sögur, og syng fyrir þau, kenni þeim einnig aö syngja og litlar bænir. Þetta hefur mælzt vel fyrir, bæöi hjá foreldrunum og börnunum sjálfum. Barnaguös- þjónusta er hálfsmánaöarlega. — 1 Bjarnanessókn er söfn- uöurinn um tvö hundruö manns, en þar hefur hingað til veriö messaö i skólanum, en um næstu helgi veröur vigö þar ný kirkja og mun biskup Islands, hr. Sigur- björn Einarsson, vigja hana. Viö þetta gjörbreytist aöstaöan i kirkjustarfinu I Bjarnanesi. — Þá er þaö Stafafellssókn, en I henni eru um 60-70 ibúar. Kirkjan þar er rúmlega eitt hundraö ára gömul og þar er afskaplega góö kirkjusókn. — Hornafjöröur er eiginlega „einskismannsland” ef svo má segja, þar sem hann telst varla til Austfjaröa og þá varla til Suöur- lands heldur. Þaö er langt á milli presta i prófastdæminu og þvi hittast þeir sjaldnar en skyldi t.d. eru um 100 km til næsta prests fyrir austan, og um 50 km til næsta prests fyrir vestan og 200 km aö Klaustri. — Komiö hefur veriö á trú- bragöafræðslu I unglingaskólan- um á Höfn og kenni ég þar. Þessi kennsla fér aö rnestu fram i umræöuíormí, og reyni ég aö fá unglingana til aö ræöa um trú- brögöin almennt, þá ræöum viö um fjölmarga hluti viðvikjandi hinum ýmsu trúbrögöum og margt annaö, svo sem fjöl- skylduvandamál, áhugamál þeirra, og svo reyni ég aö kenna þeim aöbera viröingu fyrir lifinu, Eins og ég sagöi áöan fer þetta mest fram i umræöuformi, en einnig fjölrita ég handa þeim efni. Engin próf eru tekin I þessari námsgrein en hún viröist mælast mjög vel fyrir hjá unglingunum, og þetta er lykill aö þvl aö kynn- ast þeim vel. Ég hef heldur ekki oröið var viö annaö en aö foreldr- arnir séu þessu hlynntir. Kennsla I þessu formi er ekki algeng hér, en þó tel ég vlst, aö hún hafi veriö stunduö I einhverjum skólum hér á landi. — Aö lokum vil ég segja þetta, aö ég er þvi mjög og eindregiö fylgjandi, aö prestkosningar veröi lagöar niöur, og álit aö allt sé betra en þaö form sem nú er. Þaö hefur aö visu ekki komið nema ein opinber tillaga um, hvernig þeim skuli breytt, þ.e. aö sóknarnefndirnar velji sjálfar úr umsækjendum, en eins og kunnugt er, var þetta mál nokkuö rættá þingi s.l. vetur. Þaö þarf aö dreifa miöstjórnarvaldinu i Reykjavik. BREYTINGAR Á STARFSHÁTT UM ERU NAUÐSYNLEGAR en ekki þarf síður að beina athyaiinni inn á við að eigin trúarlífi AAaðurinn lifir ekki á brauði einu saman Sr. Stefán Eggertsson á Þingeyri: — Einn aöalgallinn viö búsetu presta á Vestfjöröum eru erfiö- leikarnir á aö þeir geti komiö saman. Vestfiröirnir eru einangr- aöir og erfitt aö komast á milli byggöarlaga allan veturinn. Þaö er aö minu áliti mikilvægt fyrir presta, hvar sem þeir starfa, aö „fara og finnast oft”. Þeim er nauösynlegt aöræöa sin mál ekki aöeins þau andlegu heldur lika veraldleg. Þessum samskiptum eigum viö erfiöara meö aö halda uppi en aðrir prestar á landinu Auöveldaraer aö komastá höfuö- borgarsvæöiöen til annarra staöa á Vestfjöröum mestan hluta árs- ins. Prestafélag Vestfjarða held- ur þó einn fund á ári. Formaöur þess, sr. Siguröur Kristjánsson prófastur á ísafiröi hefur meö prýöi reynt aö halda þessu félagi saman þrátt fyrir verulega erfiö- leika. Þessir erfiöleikar eru tvímæla- laust einn af griöarlega mörgum afleiöingum siæmra samgangna á landinu. Góöar samgöngur eru alger undirstaöa þess, aö nokkurt menningar- og félagslif geti þrif- izt i landinu. Menn leggja ekki á sig idagþaösem þeir geröu I gær, aö eyöa hálfum öörum degi I aö komast á eitt ball eða búnaöar- námskeiö. Þvi hjóli tímans verö- ur ekki snúiö viö. Þaö væri þó vanþakklæti aö segja aö samgöngurnar heföu ekki batnaö á undanförnum ár- um. Samgöngubótum hefur einnig þokaö áfram á Vestfjörö- um, en of hægt. Svo vikiö sé aö starfinu innan safnaöanna á Vestfjöröum þá há- ir þvi mest óhóflega mikill og langur vinnutimi. Eöa einnig mætti oröa þaö svo — óhagstætt hlutfall langs vinnutima og dugn- aöar prestanna og annarra for- ystumanna safnaöarstarfsins. Þegar aöeins örfáar stundir eru aflögu, sem menn eru ekki i slori uppaööxlum, erekki von ágóöu i safnaöarstarfinu, nema þar hafi yfirburöamenn læröra og leikra forystu. Þar meö er ég ekki aö koma allri ábyrgöinni yfir á blessaöan þorskinn. En þaö þarf gifurlega mikiö til aö halda safnaöarlifi lifandi á stööum þar sem allt byggist á sjávarafla og bátar eru sifellt aö koma aö á öll- um hugsanlegum timum sólar- hringsins. 1 þorpum þar sem tölu- veröur hluti ibúanna eru hand- verksmenn, verzlunarmenn eöa vinna viö landbúnaö er ákveöinn stofn manna ávallt til taks, sem heldur safnaöarstarfinu gang- andi. Þessi hópur er sibur til i sjávarþorpunum. Mér finnst aö þaö gleymist stundum aö maöur- inn lifir ekki á brauði einu saman. Þaö er vinsælt aö taka svo til oröa aö verið sé aö bjarga verömæt- um. í þessum orðum liggur óbeint aö þaö eitt séu verömæti sem vegib er á bryggjuvigtinni. Þaö er rétt aö fólk sýnir oft mikla fórn- fýsi viö aö vinna úr aflanum, sem á land berst. En þaö er eins og þaö gerisér ekki alltaf grein fyrir hverju það fórnar. Jú, kannski veit það aö þaö fornar likams- kröftum sinum og stundum heilsu. En þaö er lika aö fórna andlegum verömætum, því að taka þátt i trúarh'fi, njóta lista, landslags og hvildar. Mér finnst oft, að i þessari stefnu sé fólgið rangt verömæta- ' mat. En þaö verður sjálfsagt allt- af hætt viö aö þjóö, sem lifir á veiðum til sjávarins og rányrkju til landsins hafi þann hugsunar- hátt,sem einbllnir á stundargæöi. Þaö þarf aö veiða fiskinn með- an hann gengur. Þvi finnst mér aö fiskimönnum og fiskmeöhöndlur- um fyrirgefist fremur en bóndan- um, sem ofbeitir skefjalaust land sitt. Til slikra verka knýr hann engin fiskigengd né önnur sam- bærileg knýjandi orsök. Og for- ystumönnum landbúnaöarins viröist hættan, sem af þessu staf- ar engan veginn svo ljós sem skyldi. Sjálfsagt dregur ysog þys, svo- kölluð streita, úr þvi aö vel gangi Kirkjusóknin sæmi- leg vetur og sumar Sr. Ingibergur J. Hannes- son, Hvoli, Saurbæ: — Ég hef verið prestur i Dölun- um i sextán ár og finnst gott að starfa þarna og það fer vel á með mér og söfnuðunum. Ég þjóna fimm kirkjum, Staðarhólskirkju i Saurbæ, Skaröskirkju á Skarðs- strönd, Dagveröarneskirkju, Staöarfellskirkju og Hvamms- kirkju. Þannig hefur þetta verið siöan áriö 1971, en áður þjónuðu þrír prestar i sýslunni. — Söfnuðurinn er ekki mjög fjölmennur, hátt á sjötta hundrað manns. Við missum mikiö af unga fólkinu úr sveitinni til náms i kaupstööunum og þvi miöur vill þaö veröa, aö margt af þvi vill ekki snúa heim i sveitina aftur. — Ég get ekki kvartaö yfir kirkjusókn i þeim kirkjum sem ég þjóna og er hún sæmileg yfirleitt. Ég kenni viö Laugaskóla i Dölum, sem er heimavistarskóli og við skiptumst á, ég og presturinn i Búðardal að halda þar messur annan hvorn þriöjudag að vetrin- um til. Ég messa þar einnig á sumrin, en þá yfir nýjum söfnuði, ef svo má segja, en þar eru hús- mæöur i orlofi meiri hluta sumars. Þær vilja fá messu á sumrin og mér finnst þær góöur söfnuður. Organista vantar Sr. Jón Baldvinsson, Staðarfelli í Kinn: — Ég var vigöur að Staöarfelli þann 7. júli 1974 og hef verið þar siöan. Mér likar ljómandi vel aö starfa þarna, enda er þetta min heimasveit, en ég er frá Rangá i Kinn. Ég þjóna þarna þrem kirkj- um,en engin kirkja er á prest- setrinu aö Staðarfelli. Heima- kirkja min er að Ljósavatni, en hinar tvær eru aö Þóroddsstaö og aö Lundarbrekku i Bárðardal. — Oft er færö erfið á veturna og hefur veriö erfiðleikum bundiö að komast til kirknanna á stundum. T.d. auglýsti ég einn veturinn fjórum sinnum messu á Þórodds- stað, án þess aö komast til að messa i eitt skipti. Kirkjusókn er hins vegar afburöa góö og get ég tekið sem dæmi, að eitt sinn er ég var að ferma aö Þóroddsstað komu 193 manns til kirkju, en alls eru i sókninni tæplega 150 manns. Alls eru það um 470 manns sem eru i þessum þrem sóknum. Ég tek þó fram ab ég messa ekki i hverri kirkju nema um einu sinni i mánuöi. — 1 Kinninni er rikjandi sú hefö eða siöur frá gamalli tiö, aö a.m.k. einn maöur frá hverjum bæ sæki kirkju hverju sinni sem messaö ér og tel ég aö þessi siður sé rlkjandi á mörgum fleiri stöö- um. Þessi hefð myndi samt áreiðanlega ekki haldast ef mess- að væri um hverja helgi. Þá er það lika samþykkt þarna, að ekki er messaö um hásauðburöinn, en þarna eru flestir sauðfjárbændur, né heldur er messað um háslátur- tiðina. — Stærsti og raunar eini erfiö- leikinn i kirkjustarfinu er, að þaö vantarstundum organista. Þaö er t.d. organisti sem leikur i tveim kirkjum hjá mér en alls er hann organisti viö átta kirkjur. Viö höf- um hins vegar ágætt söngfólk i öllum kirkjunum. — Ég kenni timakennslu viö Stóru-Tjarnarskóla, á vetrum, en hann er barna- og unglingaskóli. um safnaöarstarf hér I þétt- býlinu. En úti um land og sérstak- lega i sjávarþorpunum er þaö þetta kapphlaup viö nýtingu lands- og sjávargæöa, sem er safnaöarstarfi fjötur um fót. Þar meö er ég ekki aö segja aö engu sé ábótavant um starfshætti prestanna, og ég held aö skilning- ur sé vaxandi meöal þeirra á aö þar megi ýmislegt betur fara. Mér hefur einkum oröiö starsýnt á það ytra, sem blasir viö og þarf minni útlistunar viö. Mér er ljóst aö viö prestarnir þurfum ekki siö- ur aö beina athyglinni inn á við — aö okkar eigin trúarlifi. Mest af tima minum yfir veturinn fer hins vegar i félagsmál, en fé- lagslif i sveitinni er mjög mikiö, sérstaklega s.l. vetur, þar sem mjög snjólétt var. Biskup tslands, hr. Sigurbjörn Einarsson fiytur ávarp og yfirlitsræöu Rík safnaðarvitund og tilfinning gagnvart kirkjunni Sr. Þórhallur Höskuldsson, Möðruvöllum: — Ég hef veriö prestur að Mööruvöllum i Hörgárdal i tæp átta ár, og þjóna Möðruvalla-, Glæsibæjar-, Bakka og Bægisár- sóknum, auk elliheimilisins i Skjaldarvik, þar sem eru nálægt 80 vistmenn. Ég rek auk þess bú- skap á Mööruvöllum og lit svo á, aö það sé óhjákvæmilegt, aö prestar deili að einhverju leyti sömu kjörum og þau sóknarbörn, sem þeir eiga aö lifa og starfa með. — Jú, ég kann vel viö mig i starfi nyröra en þvi er ekki aö neita að kirkjulegt starf á erfitt uppdráttar i fámennum sveita- söfnuðum, fyrst og fremst vegna rekstrarörðugleika kirknanna. Það er brýnt hagsmunamál strjálbýiisins, aö rekstrarafkoma þeirra sé betur tryggð en nú er. Allar kirkjur minar eru meira en 100 ára gamlar, og það er ekki hvað sizt um rekstur þessara gömlu húsa, sem skórinn kreppir Skýrslan, sem nú veröur lögð fram til kynningar og umhugsun- ar er 46 siður, og hefur samning hennar verið mikið verk, en viö höfum m.a. unniö saman á starfs- fundum i um 20 daga á þessu synodusári. 1 skýrslu okkar eru nú lagöar fram allitarlegar tillögur um breytingar á ytra starfsskipulagi kirkjunnar. islenzka kirkjan starfar eftir starfsskipan, sem hún hefur þegið i arf frá gamla bændaþjóðfélaginu, og tilgangur þessarar endurskipulagningar er aö aölaga starf kirkjunnar þörfum samtimans. Tekiö er á ýmsum vandamál- um, og kann mörgum við fyrstu sýn að þykja tillögurnar um breytingar allróttækar. Þó hefur veriö reynt að miöa viö aöstæður og möguleika á aö koma breyt- ingum i framkvæmd. Þaö skal einnig tekiö fram, aö þetta eru ekki fyrst og fremst okkar tillög- ur, heldur hefur þaö veriö hlut- verk okkar að vinna úr áliti og umræðum fýrri prestastefna og annarra aöila, sem um kirkjunn- ar mál fjalla. Tilgangurinn með tillögunum er sá, að kirkjan geti betur en nú gegnt þjónustuhlutverki sinu, og allt skipulag kirkjunnar sé byggt upp að neðan frá söfnuöinum, sem grundvallareiningu og miöi við þarfir hans og réttindi. Aður miðaöi skipulagið við kerfi, sem byggt var upp að ofan frá — el'stur var konungurinn en undir honum embættismennirnir einn af öörum, þeirra á meðal prest- arnir. Eins og nú er má ef til vill segja, aö kirkja okkar sé fyrst og fremst prestakirkja. Prestarnir eru kirkjan i hugum margra, sem um leiö finna siður til stööu sinnar og ábyrgöar sem þegnar kirkj- unnar. Jafnframt er i tiilögunum miðaö við að auka mjög starf ieikmanna innan kirkjunnar. Ég held að prestar elmennt kæmu til meö aö fagna auknu leik- mannastarfi og beinu frumkvæöi leikmanna i safnaöarstarfi. — Telur þú að vandamál kirkju samtimans verði leyst með breyttum starfsháttum einum saman? — Nei, ég vil leggja áherzlu á, aö tilbeiöslan er og verður miðlæg i öllu starfi kristinnar kirkju og á virkri þátttöku fjöldans i sam- eiginlegri tilbeiöslu hvilir allt kirkjulegt starf og I gegnum far- vegi tilbeiöslunnar verður þaö að sækja næringu sina. Á presta- stefnunni nú veröa einmitt lagðar fram tillögur til nýrrar handbók- ar fyrir presta og söfnuði, sem er orðiö mjög aökallandi og þvi for- vitnilegt aö fylgjast meö þróun þeirra mála. að. Aftur á móti er safnaöarvitund og tilfinning gagnvart kirkjunni mjög sterk meðal sóknarbarna minna. Og ég held, aö einkenni safnaöanna á landsbyggðinni sé einmitt þessi tilfinning, þessi safnaöarvitund. Sé aftur á móti boriö saman viö Reykjavik, þá tel ég aö hér sé miklu frekar um aö ræöa prestavitund — fólk vill sækja þjónustu til þessa eða hins prestsins, en hefur siöur eins rika tilfinningu gagnvart söfnuöi sin- um og sóknarkirkju. — Svo viö vikjum aö presta- stefnunni, hvað finnst þér athyglisveröast á dagskrá henn- ar? — Aðalmál prestastefnunnar er sálgæzlan og þar er vissulega tekið fyrir mikilvægt mál. Auk þess veröur lögð fram hér i dag (þriöjudag) skýrsla starfs- háttanefndar kirkjunnar, sem skipuö var fyrir tveimur árum og skila á lokaáliti á næsta ári, 1977. Nú verður lögö fram skýrsla um töluveröan hluta starfs nefnd- arinnar, mjög athyglisverö að minu mati. — Átt þú sæti i þessari nefnd? — Já, en formaður hennar er sr. Jón Einarsson i Saurbæ og auk okkar skipa hana sr. Halldór Gunnarsson i Holti, sr. Jón Bjarman fangaprestur og sr. Jónas Gislason lektor. — Þetta eru allt fremur ungir prestar? — Já, en það er ekki siður starfsreynsla og áhugi hinna eldri sem er orsök þeirrar hreyfingar, sem nú er að komast á þessi mál. Skjaldhamrar Jónasar Árnasonar voru frumsýndir á ensku i Iönó I fyrrakvöld. Sem áöur hefur veriö skýrt frá fara Irskir og islenzkir leikarar mcö hlutverkin, en leikritiö veröur tekiö til sýningar á trlandi innan tíðar. Meöal gesta á frumsýningunni voru forsetahjónin, scm hér sjást heilsa upp á leikstjórann Anthony Matheson og Vigdisi Finnbogadóttur, leikhússtjóra. Sýningunni var mjög vel tekið af áhorf- endum og hefur nú vcriö ákveöiö, aö siöasta sýning leiksins I þessum búningi veröi á föstudagskvöld. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.