Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.08.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 27. ágúst 1976 * TÍMINN 13 os Rozsa stjórnar. Regino Saint de la Maza og Manuel de Falla-hljómsveitin leika Concierto de Aranjues fyrir gitar og hljómsveit eftir Joaqin Rodrigo: Cristóbal Halffter stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tiikynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miódegissagan: „Leikir i fjörunni” eftir Jón óskar Höfundur les (2). 15.00 Miódegistónleikar Willy Hartmann söngvari, Kon- unglegi óperukórinn og hljómsveitin i Kaupmanna- höfn flytja tónlist eftir Lange-Muller úr leikritinu „Einu sinni var” eftir Holg- er Drachmann: Johan Hye-Knudsen stjórnar. Walter Klien leikur á pianó Ballööu op. 24 eftir Edward Grieg. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.20 Popphorn 17.30 Tveir fyrir Horn og Bangsi meö Höskuldur Skagfjörö flytur fyrri hluta frásögu sinnar af Horn- strandaferö. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.00 Pianósónata i G-dúr op. 78 eftir Franz Schubert Vladimir Ashkenasy leikur. 20.40 Mistilteinn og munaöar- hyggja Siguröur Ó. Pálsson skólastjóri flytur erindi. 21.05 Promenadetónleikar frá útvarpinu í Stuttgart Guömundur Gilsson kynnir. 21.30 Gtvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi” eftir Guö- mund Frimann Gisli Hall- dórsson leikari les sögulok (17) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. t deiglunni Baldur Guðlaugs- son stjórnar umræöum Stefáns Karlssonar handritafræðings og Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar lögfræðings um frjálsan út- varpsrekstur. 22.55 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guöna Rúnars Agnarsonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 27. ágúst 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Grænland „Oghann kall- aöi landiö Grænland” Fyrri hluti fræöslumyndar, sem gerö er sameiginlega af danska, norska og islenska sjónvarpinu. Rifjuö upp sagan af landnámi ts- lendinga á Grænlandi og skoöaöar minjar frá land- námsöld. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. Siöari hluti myndarinnar veröur sýndur 3. september nk. 21.20 Lygaiaupurinn (Billy Liar) Bresk biómynd frá ár- inu 1963, byggð á samnefndu leikriti eftir Keith Water- house og Willis Hail. Leik- stjóri John Schlesinger. Aöalhlutverk Tom Courte- nay og Julie Christie. Billy Fisher starfar hjá útfarar- stofnun. Hann hefur auöugt imyndunarafl og dreymir dagdrauma, þar sem hann vinnur hvert stórvirkiö á fætur ööru, og þannig flýr hann gráan og til- breytingarlausan hvers- dagsleikann. S'd í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 52 sérlega merkilegur atburður. Hann minntist ekki einu orði á hungrið, kuldann,kvalirnar og þreytuna. Það þurfti ekki heldur að lýsa því fyrir Nikka. Hann vissi það mætavel, að Jónas hafði átt dauðann yfir höfði sér frá því að hríðin skall á. Og það var alls enginn gamanleikur að grafa sig í fönn. Það þurfti meira en snjóskóflu til þess að komast lifandi úr fönninni. Það var ekki nóg að vera í hlýjum fötum. Sá, sem blundaði andartak, átti oft- ast dauðann vísan. Nikki mat af rek Jónasar eftir eigin reynslu af vetrar- slarki á f jöllum uppi, og það var ekki laust við, að hann horfði meðtalsverðri aðdáun á Jónas. Hann sat nú þarna hjá honum og skrafaði við hann, þar til dimmt var orðið. Um leið og hann f ór, lof aði hann að koma af tur að Björk, áður en Jónas færi, og hann lét í veðri vaka, að hann hefði gaman af þvi að fara með honum suður að Marz- hlíð og hitta skyldmenni hans. Svo liðu nokkrir dagar. Jónasi batnaði í hnénu, svo að hann gat hreyft fótinn að vild. En hann forðaðist að láta heímilisfólkið vita það. Hann langaði til þess að vera lengur í Björk, því að það eitt að sjá Stínu bregða fyrir var honum undarleg ánægja. Nú var hann alveg hættur að hugsa um Lappastúlkuna og hreindýrahjörð föður hennar. Fara til Lappanna í vor? Nei — hann var stein- hættur við það. Hann ætlaði að útvega sér landskika, byggja bæ og eiga Stínu. Hann fór að inna að þessu einn daginn, þegar Stína var ein inni hjá honum. En árangurinn varðekki sem beztur, því að hún sneri varfærnislegum orðum hans upp í glens. Hún vildi ekki giftast.... Krakkar og heimiliserjur — nei, hún var ekki ginnkeypt fyrir þvi. Jónas hélt fyrst, að hún talaði í fullri alvöru og ályktaði sem svo, að það væri óttinn við barneignirnar, sem risti dýpst. Hann sagði því, að þau þyrftu ekki að byrja á því að hlaða niður krökkum. Hans Pétursson og Greta hefðu verið meira en f immtán ár í hjónabandi, og hún væri einmitt þessa dagaga að eiga f yrsta barnið. Og ekki sæist það á Ölafíu, að hún væri neitt á þeirri leið, þótt hún væri búin að vera mörg ár í Marzhlíð. Stúlkan horfði glettnislega á hann. Það var skrítinn glampi í augnakrókunum. — Hvers vegna ætti maður að giftast? spurði hún hlæj- andi. Jónas sletti í góm. Hvers vegna að gifta sig? Hann vissi svarið, en gekk illa að velja orðin. Hann hefði kunnað betur tökin, ef hann hefði verið að fást við björn. Hvers vegna gif ta sig....? Ja, það var ekki svo auðvelt að rökstyðja það. Stúlkan brosti að tilburðum hans og hirti ekki um að ræða þessi mál frekar. Þau gátu líklega talað um eitt- hvað annað. Brandur hafði haft rétt fyrir sér. Yngsta dóttir hans var ekki neinn auli, sem tapaði vitglórunni, þótt einhver strákur liti hýrlega til hennar. Stúlkurnar í fjalla- byggðunum voru sjaldan mjög ástsjúkar. Tilfinn- ingarnar urðu svo oft að þoka fyrir skynsamlegum sjónarmiðum. Væri kot falt og tvær kýr til reiðu, gat unga fólkið hitt prestinn að máli og reynt að stafa sig i laumi fram úr hjónavigsluritúalinu i sálmabókinni, en væri jarðnæðið ekki annað en skýjaborgir fyrir utan og ofan f jallatindana, þá var eins gott að beina huga sínum að einhverju öðru. Bjarkarfólkið vissi allt um hug Jónasar til Stínu, og Brandur og kona hans fóru ekki dult með það, að þeim þætti hann ófýsilegur tengdasonur. Þau þekktu ekki mikið til Hlíðarfólksins, en eftir því, sem faðir Ólafíu sagði, var ekki ríkidæminu fyrir að fara i Marzhlíð. Þar var barkarbrauðog grasagrautur á borðum í brúðkaups- veizlum. Nei — það var á betra völ. Og svo lá ekkert á. Stína hafði ekki nema gott af því að vera heima nokkur árin enn. Jónas hugsaði ráð sitt. Honum þótti það óskiljanlegt, að Stína skyldi hlæja upp i opið geðið á honum, þegar hann var sjálfur andaktugur eins og við guðsþjónustu í kirkjunni. Loks tók hann að gruna, hvers vegna Stína vildi ekki eiga neitt saman við hann að sælda: Hann var frá Marzhlíð.... fátækur ræfill, sem stúlkurnar forð- uðust, þegar talið barst að alvarlegum málefnum. Morguninn eftir kom Jónas alklæddur f ram í eldhúsið. Hann gerði sér far um að stíga vinstra fætinum eins fast til jarðar og þeim hægri. Hann spurði um byssu sína og skíði. HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Égvarðað iáta reyna á hvort þetta værir y>ú sjálfur. Geiri hefur lent inn til drottning, arinnar i staöinn fyrir út úr höliinni! Jæja, Hvell Geiri, ^ loksins eru þá kominn i minar hendur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.