Tíminn - 10.10.1976, Side 32

Tíminn - 10.10.1976, Side 32
32 TÍMINN Sunnudagur 10 október 1976 barnatíminn Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýroför um Afriku með bláan vefjarhött”. Þessi kveljandi bið i að- gerðarleysi hafði verið þeim öllum þungbær þraut. Þeir gátu ekkert vitað, hvaða meðferð stúlkurnar sættu. Átt- undi dagurinn var sunnudagur. Frá þvi snemma um morguninn höfðu þeir skipzt á um að vera á verði við járn- brautarstöðina, en það var loks siðla dags, sem ungur maður með bláan vefjarhött kom riðandi að dyrunum. Honum voru afhent 3000 pund. Án þess að segja eitt einasta orð, sneri hann reiðskjótanum við og þeysti á harða stökki vestur á eyðimörkina. Ekki þorði ofurstinn að láta njósna um ferðir hans, vegna hótana i bréfinu, og þeir vissu þvi ekkert annað en að hann hvarf i vesturátt. Járnbrautarlestin til E1 Obeid átti áætlun að- eins á hverjum sunnu- degi og fimmtudegi. Vafalaust hafa ræningjarnir vitað þetta og miðað sinar áætlanir við það. Nú var enga ferð að fá þangað fyrr en á fimmtudag. Þeir urðu þvi enn að biða fjóra daga i Kosti. Árni sagði siðar, að eftir þessa löngu dvöl i Kosti, þekkti hann hvern nagla og hvern bita i brúnni yfir Nil betur en verkfræð- ingurinn, sem byggði brúna. Þegar þeir komu loks- ins seint á fimmtudags- kvöld til E1 Obeid, gátu þeir heldur ekkert gert, nema biða og biða i von og óvissu. Þorpið sjálft var leiðinlegt á þeim dögum. Þar voru nokkur bænahús, veitingahús fyrir Evrópumenn og nokkrar opinberar bygginar, en annars voru húsin leirkofar með stráþaki, eins og hálf kúla i laginu. Daginn, sem þeir áttu von á stúlkunum, höfðu þeir sett hermannaflokka á vörð á öllum vegum. Það var einn slikur flokkur, sem þær hittu. Ofurstinn hafði brenn- andi löngun til að vita, hvar þær frú Alice og vinstúlkur hennar hefðu verið i haldi. Fengi hann vitneskju um það, gæti hann ef til vill haft hendur i hári ræningj- anna. Þá mundi Berit eftir þvi, að Suleika hafði einhvern tima sagt, að þær væru i Kadero i Dar Nubafjöll- unum. Á þessum árum hafði setulið Englendinga i Egyptalandi einmitt byrjað að nota bifreiðar til ferðalaga um eyð- merkur. í E1 Obeid voru nokkrar herbifreiðar, sem voru hafðar þar til eftirlitsferða um ná- grennið. Voru þær nú strax sendar af stað hlaðnar af hermönnum og skotvopnum. Vegna hraða bifreiðanna, tókst þeim að fara aðra, lengri leið til Kadero en ræningjarnir fóru á hestum sinum, og voru þó komnir meira en klukkutima á undan ræningjunum. Þegar svo ræningjarnir, sem ekkert grunaði um eftir- för, komu á harðastökki inn i þorpið, voru þeir teknir höndum. t beltum þeirra fundust 2700 pund sterling — hinu höfðu þeir eytt — og perlufesti og hringar frú Alice. Við rannsókn kom það i ljós, að fjórir menn frá Kadero voru þeim með- sekir, höfðu aðstoðað þá við ránið á konunum. Þeir voru lika teknir höndum siðar þennan sama dag. Tveimur þeirra náðu hermenn- imir inni i þorpinu, en hinir tveir sluppu upp i fjöllin og vörðust þar lengi áður en þeir voru yfirbugaðir. Seint um kvöldið kom herflokkurinn aftur til E1 Obeid méð alla ræn- ingjana i böndum. Var ákveðið, að þeir skyldu allir drepnir, en kon- urnar báðu þeim lifs, og voru þeir þá dæmdir i margra ára fangelsi. Eftir nokkra daga var frú Alice orðin svo hress, að hægt var að halda áfram ferðinni með járnbrautarlest til Khartum. Hér var stanzað inokkra daga og ferðinni siðan haldið áfram með skipum og jámbrautarlestum við stöðulaust alla leið til Kairo. Þangað kom hópurinn 1. marz 1913 og tók sér gistingu þar. IX. Lifandi grafin 1. Dvölin i Kairo varð öllum til ánægju, og ekki sizt þeim systkinunum Árna og Berit, sem um tiu mánaða skeið höfðu ekki annað séð en hin fá- tæklegu negraþorp i Mið-Afriku. Hér iðaði allt af lifi og fjöri. Hér var saman komið fólk af ýmsum þjóðstofnum Af- riku og Asiu. Fatnaður fólksins var mjög breytilegur i sniðum, og margir klæddust skraut- l^um, liststerkum fatn- aði. Allt var þeim syst- kinunum nýtt og undra- vert. Hér komu þau i nýjan heim, sem þau höfðu aldrei þekkt fyrr. Allt vakti undrun þeirra og athygli: mannfjöld- inn, hinir skæru litir, lyktin, dýrin, skrækirn- ir, hávaðinn. Þau fundu þá, að nú voru þau i fyrsta skipti á ævinni komin i stórborg. Oft lá við, að þau týndu hvort öðru i þessum feikna mannfjölda. Berit varð þvi alls ekkert undrandi, er ofurstinn sagði henni, að i Kairo byggju um sjö hundruð þúsund menn (nú er ibúatalan 1 mill- jón og 300 þúsund). Þótt hann hefði tifaldað ibúa- Nýr teiknimyndaflokkur eftir ungan ísfirðing Hér hefur göngu sina nýr teiknimyndaflokkur eftir ungan Isfiröing, Jón Steinar Ragnarsson. Aöalpersóna myndaflokksins heitir Dúfa og farast Jóni svo orö um tilkomu hennar: Ekki alls fyrir löngu átti ég mjög erfitt um svefn. Ég velti mér á alla kanta, en allt kom fyrir ekki. Allt i einu fékk ég þá grillu i hausinn aö fara aö teikna svona rétt til þess aö láta mig syfja og ég teiknaöi og teiknaöi, þar til ég loksins steinsofnaöi. Morguninn eftir, þegar ég vaknaöi, fór ég aö glugga i krassiö frá þvi um nóttina og kom þá auga á ægi- lega skritna og litla persónu sem ég hugsaöi mér aö væri ekki svo vitlaust aö æfa sig i aö teikna. Svo hófst ég handa seinna um daginn aö krota upp nokkrar myndirog þar sem ég sat meö pennana mina og allt sem svona teikniverki til- heyröi laust þvi einhvern veg- inn niöur i huga mér aö láta Dúfa HRííÐ flf E& MÐIEKKIVIÐ Ú TLfí KKÍL'ID _ Jón Steinar. hana heita Dúfu. Og þar meö var allt komiö i gang. DUfa mun birtast i Timanum einu sinni i viku, i Sunnudags- blaöinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.