Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 4. desember 2005 — 328. tölublað — 5. árgangur www.postur.is 5.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! SIRRÝ Í FÓLKI NFS og Fólk með Sirrý hafa eins sófa í settinu Habitat-sófar slá í gegn FÓLK 50 SÓLEY HALLA MÖLLER Hundar fá jólaklippingu • atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS ÓLÆTI Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan þríbýlishús við Njálsgötu aðfaranótt laugardags, lét ófriðlega og kastaði eggjum í húsið. Ástæðan fyrir árásunum á húsið var sú að fólkið taldi það vera heimili Stefáns Hjaltested sem kallaður hefur verið svefnnauðgarinn. Lögreglu barst tilkynning um ólætin frá íbúa hússins en hópurinn leystist upp eftir komu hennar svo hún þurfti ekki að hafa frekari afskipti af fólkinu. Einn af íbúum hússins var mjög sleginn yfir aðgerðum fólksins og sagði þetta vera aðra helgina í röð sem ráðist væri með þessum hætti á húsið. Hann sagði að Stefán byggi ekki lengur í húsinu og því væri það saklaust fólk sem yrði fyrir óþægindum af þessum árásum. Íbúinn sagði þá sem byggju í húsinu vera áhyggjufulla og ekki vita á hverju þeir ættu næst von. Stefán Hjaltested var nýlega dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun, en hann er talinn hafa gefið fórnarlambinu svefnlyf til þess að koma fram vilja sínum. - eö Ráðist að húsi þar sem dæmdur kynferðisbrotamaður átti áður heima: Íbúarnir mjög áhyggjufullir STJÓRNMÁL Hlutfallslega helmingi færri íbúar á landsbyggðinni eru með háskólamenntun en á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þing- manns Samfylkingarinnar, en svörin byggjast á gögnum Hag- stofu Íslands. Anna Kristín spurði meðal annars um menntun eftir aldri í þéttbýli og dreifbýli. Í svari forsætisráðherra kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu eru tæplega 23 prósent á aldrinum 16 til 74 ára með háskólamenntun en einungis um 12 prósent í sama aldurshópi á landsbyggðinni. „Munurinn er sláandi. Á lands- byggðinni eru um 45 prósent íbúa á aldrinum 20 til 40 ára ein- vörðungu með grunnmenntun. Á höfuðborgarsvæðinu eru 28 prósent á þessum aldri aðeins með slíka menntun,“ segir Anna Kristín. Hún kveðst hafa spurst sérstak- lega fyrir um aldurshópinn 20 til 40 ára því hann standi meðal annars undir mannfjölgun. Fram kemur að á höfuðborgarsvæðinu eru hlutfallslega fleiri á þessu aldursbili en á landsbyggðinni. „Ef 20 til 40 ára íbúa vantar, þá fækkar fólki í byggðarlaginu í framtíðinni.“ Anna Kristín bendir á að stefna stjórnvalda sé að fjölga störfum sem krefjast sérhæf- ingar og menntunar. „Þar sem menntunarstig er lægra er einnig lægra kaup og meiri hætta á atvinnuleysi. Niðurstaða mín er sú að menntakerfið sé stórgallað fyrst það skilar fólki út í lífið með svo litla menntun. Er það góður vitnisburður um menntakerfið þegar nálægt helmingur íbúa landsbyggðarinnar á aldrinum 20 til 40 ára er aðeins með grunn- menntun?“ johannh@frettabladid.is Menntakerfið beinir ungu fólki á mölina Landsbyggðin bíður enn og aftur lægri hlut í samkeppninni um ungt fólk. Menntakerfið hefur brugðist, segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leitað hefur svara við málinu hjá forsætisráðherra. Grétar verður hjá Víkingi Knattspyrnumaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson hefur ákveðið að spila með liði Víkings í Landsbanka- deildinni á næsta ári. Hann segir þungu fargi af sér létt. ÍÞRÓTTIR 46 Á NJÁLSGÖTU Kynferðisbrotamaðurinn býr ekki lengur í húsinu en íbúar þess hafa áhyggjur af árásum á það. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÖFUÐ- BORGAR- SVÆÐIÐ LANDS- BYGGÐIN 45% 40% 28% 26% 46% 14% Háskólamenntun Starfs- og fram- haldsmenntun Grunnmenntun SKIPTING EFTIR MENNTUNARSTIGI 20 - 40 ÁRA HÆGLÆTISVEÐUR með lítilsháttar vætu austast á landinu. Ennfremur verða snjó- eða slydduél á Vestfjörðum og á Vesturlandi annars úrkomulítið. Hiti 0-6 stig, hlýjast fyrir austan. SARAH REINERTSEN Fyrsta járnkonan með gervifót Milljón dala tilfinning TÍMAMÓT 16 Tsjekhov í Nemendaleikhúsinu Nemendaleikhús Listaháskólans frumsýnir Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í kvöld. MENNING 37 Verslunin Vísir Það verða liðin 90 ár á morgun frá því verslunin Vísir opnaði á Laugaveginum. VIÐTAL 24 VIÐSKIPTI Eignir íslenskra lífeyrissjóða verða um tvö þúsund milljarðar króna eftir tíu ár. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða þúsund milljarðar króna og munu þær því tvöfaldast á þessum tíma. Til samanburðar var verðmæti landsframleiðslunnar árið 2004 885 milljarðar króna. Þetta kemur fram í grein eftir Guðmund Guðmundsson og Kristíönu Baldursdóttur, sérfræðinga á tölfræðisviði Seðlabanka Íslands. Þau segja takmarkaða fjárfestingarkosti á Íslandi leiða til þess að líf- eyrissjóðirnir muni stórauka fjárfestingu erlendis. Ávöxtun erlendra verðbréfa muni því skipta sköpum fyrir framtíð lífeyrissjóðanna. - bg / Sjá síðu 12 Eignir lífeyrissjóða tvöfaldast: 2000 milljarðar eftir tíu ár NJÁLSGATA 7 Kynferðisbrotamaðurinn býr ekki lengur í húsinu en íbúar þess hafa áhyggjur af árásum á það. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Trúbador frá Húsavík Þórir Georg Jónsson sem kallar sig My Summer as a Salvation Soldier hefur fengið frábæra dóma fyrir nýju plötuna sína, Anarchists are Hopeless Romantics. VIÐTAL 30 STJÓRNMÁL „Þessi lítilsvirðing ríkisvaldsins á þörf aldraðra um bætur vegna hærri verðbólgu slær öll fyrri met,“ segir Pétur Guðmundsson verkfræðingur og fulltrúi í starfshópi sem fjallað hefur um kjör aldraðra. Pétur segir að desemberuppbótin á almenna launamarkaðnum færi ríkinu 650 milljónir króna í skatta. Auk mikilla skerðinga sem meira en helmingur aldraðra þarf að þola greiða aldraðir jafnframt 175 milljónir króna í skatta af 26 þúsund króna uppbótinni í desember. „Ríkissjóður græðir á öllu saman,“ segir Pétur. Sjá síðu 10 / - jh Uppbót veldur vonbrigðum: Ríkið vanvirðir eldri borgara BÖRN SYNGJA Á BESSASTÖÐUM Íslensk börn af erlendum uppruna færðu forsetanum í gær fyrsta eintakið af geisladiskinum Úr vísnabók heimsins. Á diskinum eru barnalög frá átján löndum sungin á fimmtán tungumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PÉTUR GUÐMUNDSSON Pétur segir desem- beruppbótina færa ríkinu 650 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.