Fréttablaðið - 04.12.2005, Síða 4
4 4. desember 2005 SUNNUDAGUR
Minningar um Einar Olgeirsson
edda.is
Einar Olgeirsson er einn umdeildasti
og áhrifamesti stjórnmálamaður
síðustu aldar á Íslandi. Hann var
leiðtogi kommúnista og sósíalista og
heillaði fjölmarga til liðs við málstað
sinn með annálaðri mælsku og
persónutöfrum.
Hér fjallar Sólveig Einarsdóttir um
föður sinn frá ýmsum hliðum, um
skoðanir hans og hvernig pólitískt líf
hans og einkalíf fléttaðist saman. En
ekki síst fjallar þessi bók um afl
hugsjóna og hverju er til fórnandi
fyrir þær. Bókin er prýdd fjölmörgum
myndum sem aldrei áður hafa komið
fyrir almenningssjónir.
EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands
sem gegnir nú formennskunni
í Evrópusambandinu, hefur á
ferð sinni milli höfuðborga nýju
aðildarríkjanna í austanverðri
álfunni ekki orðið mikið ágengt við
að afla sjónarmiðum sínum hljóm-
grunns í mesta ágreiningsmálinu
innan sambandsins um þessar
mundir. Heimsóknarrúnturinn
er liður í undirbúningi leiðtoga-
fundar ESB sem markar hápunkt
breska formennskumisserisins
sem lýkur um áramótin, en hann
fer fram í Brussel dagana 15.
og 16. desember. Ágreiningur-
inn stendur um fjárlagaramma
Evrópusambandsins fyrir tíma-
bilið 2007-2013.
Blair hitti starfsbræður sína frá
Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og
Ungverjalandi í ungversku höfuð-
borginni Búdapest á föstudag.
Hugmyndir Blairs um uppstokkun
á sjóðakerfi sambandsins hlutu
þar kaldar móttökur, enda óttast
ráðamenn þar eystra að lönd þeirra
missi við þær breytingar spón úr
aski sínum - að minni fjárhags-
aðstoð við efnahagsuppbyggingu í
austantjaldslöndunum fyrrverandi
berist úr sjóðum ESB. En Blair
varaði við því að það gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir sam-
bandið ef ekki tekst samkomulag
um fjármálin á leiðtogafundinum
nú. „Náist ekki samkomulag núna...
tel ég að það sé ólíklegt að við náum
nokkru samkomulagi á næstu
tveimur formennskumisserum
(árið 2006),“ tjáði Blair blaðamönn-
um í Búdapest.
Hávær krafa er um það meðal
margra aðildarríkja að Bretar
gefi eftir endurgreiðslur sem þeir
hafa fengið úr sjóðum ESB frá því
Margaret Thatcher tókst að semja
um þær árið 1984.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, hitti pólska forsætisráðherr-
ann, Kazimierz Marcinkiewicz, líka
á föstudaginn á heimavelli hans í
Varsjá. Hún sagði við það tækifæri
að ESB yrði að ná „sanngjarnri
málamiðlun“ í fjárlagamálinu.
Merkel gaf í skyn eftir viðræður
sínar við Marcinkiewicz að þýska
stjórnin væri reiðubúin að koma
til móts við sjónarmið nýju aðildar-
ríkjanna.
audunn@frettabladid.is
Engu nær lausn á
fjárlagadeilu ESB
Tony Blair hefur lítið orðið ágengt við að afla fylgis við hugmyndir Breta að
uppstokkun á fjárlögum ESB í undirbúningi leiðtogafundar sem fram fer um
miðjan mánuðinn. Leiðtogar nýju aðildarríkjanna óttast um sinn hag.
TREGIR TIL AÐ FYLGJA BLAIR Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem nú gegnir
formennskunni í ESB, og starfsbræður hans frá nýju aðildarríkjunum, Tékklandi,
Ungverjalandi, Slóvakíu og Póllandi, í Búdapest á föstudag.MYND/AP
VERSLUN Ranglega var hermt í
nýjum bæklingi Hagkaups, sem
borinn var út í áttatíu þúsund
eintökum að morgni fimmtudags,
að nýtt kortatímabil væri hafið.
Hið rétta er að nýtt kortatímabil
hófst í gær, laugardag.
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, segir
villuna hafa slæðst inn vegna mis-
taka í prentun. „En við verðum
náttúrulega að standa við 80 þús-
und loforð sem við sendum í hús,“
segir hann og kveður fyrirtækið
bera kostnaðinn sem af þessu
hlaust. „Það var verið að breyta hjá
okkur lógói og ég búinn að upplýsa
VISA um málið. En auðvitað er
skelfilegt þegar svona gerist.“ - óká
Hagkaup borgar brúsann:
Farið rangt með
kortatímabilBRETLAND Til að losa opinbera lífeyrissjóðakerfið úr þeim ógöng-
um sem það er komið í hefur
breska ríkisstjórnin lagt til að
hækka eftirlaunaaldur í áföngum
úr 65 árum upp í 68 ár. Í staðinn
eiga lífeyrisgreiðslur að hækka og
taka fremur mið af ævitekjum en
verðbólgu.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir
tillögurnar harðlega og segir þær
allt of kostnaðarsamar. Michael
Howard, fráfarandi leiðtogi íhalds-
manna, benti auk þess á að á valda-
tíma ríkisstjórnarinnar hefðu
tugþúsundir manna tapað lífeyri
sínum.
BBC hermir að tólf milljónir
Breta yfir 25 ára aldri muni eiga
erfitt með að láta enda ná saman
þegar þeir komast á eftirlaun.
Breska ríkisstjórnin:
Lífeyrisaldur
hækkaður
ELLIN BÍÐUR ALLRA Árið 2050 þurfa Bretar
að vera orðnir 68 ára til að geta hafið töku
lífeyris úr opinbera kerfinu.MYND/AP
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 2.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
63,51 63,81
109,76 110,3
74,33 74,75
9,973 10,031
9,38 9,436
7,883 7,929
0,5258 0,5288
90,12 90,66
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
105,105
ÚKRAÍNA Úkraínsk yfirvöld hafa
fellt niður vegabréfsáritunar-
skyldu ferðamanna frá Íslandi
og nokkrum
öðrum ríkjum
í Evrópu sem
eiga ekki aðild
að Evrópu-
sambandinu.
Þetta til-
kynnti skrif-
stofa Viktors
Jú s t sj e n k ó
Úkraínufor-
seta á þriðju-
dag, að því er
AFP-fréttastofan greindi frá.
Áður hafði áritunarskylda
fyrir ferðamenn frá Evrópu-
sambandslöndunum tuttugu og
fimm, Sviss, Bandaríkjunum og
Japan verið felld niður, dvelji þeir
ekki lengur en 90 daga í landinu.
Úkraínskir ríkisborgarar
verða eftir sem áður að afla sér
vegabréfsáritunar vilji þeir sækja
Ísland heim. - aa
Úkraína opnar landamærin:
Áritunarskylda
afnumin
VIKTOR JÚSTSJENKÓ
Forseti Úkraínu.
Enn ein sprengingin Einn lést og
þrjátíu eru sárir eftir öfluga sprengingu
við dómstól í borginni Gazipur í
Bangladess í fyrradag. Fjöldi lögfræðinga
hafði safnast saman fyrir utan hús
dómstólsins í mótmælagöngu. Aðeins
eru fáeinir dagar síðan sex manns létust
í sprengingu fyrir utan sama dómshús.
BANGLADESS
Fíkniefni í Grundarfirði Tveir menn
voru stöðvaðir með sextíu grömm
af kannabisefnum og tíu grömm af
amfetamíni við venjubundið eftirlit
lögreglu í Grundarfirði. Mennirnir sem
eru á þrítugsaldri hafa áður komið
við sögu hennar. Þeim var sleppt að
skýrslutöku lokinni. Þá voru fjórir menn
teknir fyrir hraðakstur og einn fyrir
ölvunarakstur á Snæfellsnesvegi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SVÍÞJÓÐ Sænski utanríkisráð-
herrann Laila Freivalds á að
segja af sér en Göran Persson
forsætisráðherra á að halda
áfram.
Þetta er niðurstaða í
skoðanakönnun sem gerð var
í framhaldi af gagnrýninni
á sænsk stjórnvöld eftir
flóðbylgjuna í Indlandshafi í
fyrra.
Í sænsku vefmiðlunum segir að
þjóðin hafi fyrirgefið Persson en
að meirihluti þjóðarinnar vilji að
Freivalds segi af sér. Stuðningur
við vantraustsyfirlýsingu virð-
ist fara minnkandi meðal
þjóðarinnar.
Skoðanakönnun í Svíþjóð:
Vilja Persson en
ekki Freivalds
BAUGSMÁLIÐ Ákæruliðunum átta
í Baugsmálinu, sem nú eru fyrir
héraðsdómi, kann að verða vísað
frá dómi eða málið fellt niður,
að mati Eiríks Tómassonar
prófessors.
Eiríkur sagði í Ríkisútvarpinu
í gærkvöld að þetta kynni að
leiða af dómi Hæstaréttar á
föstudaginn en þá var felldur
úr gildi úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur um að Sigurður
Tómas Magnússon, sérstakur
saksóknari, væri ekki bær til að
sækja þennan hluta málsins.
Eiríkur telur að í dómi
Hæstaréttar felist að héraðs-
dómur hafi átt að líta svo á að
ákæruvaldið hafi verið fjarverandi
í þinghaldi um miðjan nóvember.
Héraðsdómur hefði frekar átt
að boða nýtt þinghald í héraði.
Hæstiréttur tók ekki afstöðu til
þess hvort Sigurður Tómas væri
bær til að sækja málið eða ekki.
Að öllum líkindum verður boðað
til nýs þinghalds í héraði og telja
fræðimenn að héraðsdómur gæti
þá litið svo á að ríkissaksóknarinn
væri enn fjarverandi. Dómari gæti
þá neyðst til þess að fella málið
niður eða vísa málinu frá. - ghs
Eiríkur Tómasson prófessor um Baugsmálið:
Fellt niður eða vísað frá
EIRÍKUR TÓMASSON Eiríkur sagði í gær að
héraðsdómur gæti neyðst til að fella málið
niður eða vísa því frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA