Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 8
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 Líttu eftir húðinni! Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási FEDTCREME® • Á þurra og sprungna húð • Inniheldur ekki ilm- eða litarefni REPAIR® • Á mjög þurra og illa farna húð • Inniheldur ekki rotvarnar-, ilm- eða litarefni Svindlarar og pakk Vefþjóðviljinn veitir Merði Árnasyni alþingismanni Samfylkingarinnar harða ádrepu fyrir ummæli á Alþingi í vikunni. Er vitnað í eftirfarandi orð sem féllu í ræðustól þingsins 25. nóvember: „Og þessi maður hér [bendir á Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra] og forveri hans og félagar þeir eru hér sérstaklega kjörnir til þess að gæta hagsmuna almennings á Íslandi gegn svikurum, gegn svindlurum og gegn pakki sem að fer þannig með peninga fólksins að það ætti að vera löngu búið að koma þeim öllum saman fyrir á ónefndum stað.“ Samkvæmt Vefþjóðviljanum var þessum orðum beint að fólki sem þingmaðurinn taldi hafa brotið samkeppnislög. Samfylkingin ánægð? Vefþjóðviljanum finnst einkennilegt að enginn samflokksmanna Marðar skuli hafi séð ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning hans. „Mál þessara einstaklinga eru þó einmitt þar stödd að lögregla hefur lokið rannsókn þeirra og saksóknari er með það til skoðunar hvort gefa beri út í því opinbera ákæru. Og þá kveður Mörður Árnason alþingismaður sér hljóðs á Alþingi, kallar þetta fólk svindlara og pakk sem fyrir löngu hefði átt að vera komið allt á ákveðinn stað, og hlýtur að verða að ætla að jafnvel hann eigi þó ekki við verri stað en fangelsi. Og Samfylkingin situr ánægð í þingsalnum og sér ekkert athugavert.“ Ósamkvæmni Síðan segir í Vefþjóðviljanum: „En af hverju hefði mátt ætla að Samfylkingin sæi eitthvað athugavert? Ja, ef hún hefði meint eitthvað almennt en ekki bara sértækt nokkrum dögum fyrr, þegar hún gekk af göflunum yfir dagbókarfærslu Björns Bjarnasonar viðvíkjandi svokölluðu Baugsmáli, þá hefði mátt ætla að brugðist [yrði] af hörku við orðum Marðar. ... Hlýtur það að segja töluvert mikið um sannfæringuna sem í raun hefur búið að baki málflutningi þeirra vegna dagbókarfærslu Björns.“ gm@frettabladid.is Skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna hafa um nokkurt skeið ekki verið uppörvandi fyrir Samfylkinguna. Niðurstöður Gallup sem birtar voru nú í byrjun mánaðarins benda til þess að flokkurinn eigi við alvarlegan vanda að stríða. Samfylkingin mælist nú aðeins með 25% fylgi. Á sama tíma eflist Sjálfstæðisflokkurinn með hverri könnun og mælist með tæplega 43% fylgi. Ekki er lengra síðan en í alþingiskosningunum vorið 2003 að talið var mögulegt að Samfylkingin yrði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Nú skilur himinn og haf flokkana. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að unnið sé að „innra starfi“ og tölurnar muni breytast. Óljóst er við hvað hún á nákvæmlega, en kannski er hún að vísa til þess að starfshópar framtíðarnefndar skili niðurstöðum. En heldur er það þá óraunsætt ef formaðurinn trúir því að einhverjar yfirlýsingar frá stefnuskrárnefndum, sama hve vandaðar eru, snúi í snarheitum við því sem greinilega er þung öfugþróun og undiralda. Einkennilegt er að sjá ýmsa forystumenn Samfylkingarinnar skeyta skapi sínu á Staksteinum Morgunblaðsins vegna þess andbyrs sem flokkurinn mætir. Menn geta haft sínar skoðanir á þessum pistlum ritstjóra Morgunblaðsins en það er flótti frá veruleikanum ef menn telja sér trú um að þau skrif hafi einhver áhrif á fylgi stjórnmálaflokkanna. Rætur vandans, fylgistapsins, eru hjá Samfylkingunni sjálfri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ótvíræður og skörulegur foringi Reykjavíkurlistans meðan hún var borgarstjóri. Henni hefur ekki tekist að skapa sér sömu stöðu innan Samfylkingarinnar. Um sumt minnir hlutskipti hennar þar á tíma Geirs Hallgrímssonar og Þorsteins Pálssonar í Sjálfstæðisflokknum, en þeir glímdu báðir við smákóngaveldi. Davíð Oddssyni tókst að brjóta það á bak aftur. Kannski ætti Ingibjörg Sólrún að kynna sér hvernig hann fór að. Vandinn snýr þó ekki aðeins að persónum og leikendum. Um leið og draumur Samfylkingarinnar að losna við Davíð Oddsson úr íslenskum stjórnmnálum rættist mýktist áreiðanlega ásýnd Sjálfstæðisflokksins í huga margra reikulla kjósenda á miðju stjórnmálanna. Samfylkingin varð þá ekki eins áhugaverð og áður. Jafnframt hefur það gerst að öflug kvennasveit er risin upp í Sjálfstæðisflokknum, og þar eru engar „slæðukonur“ á ferð heldur harðjaxlar sem eiga eftir að verða áberandi á stjórnmálasviðinu næstu árin. Samfylkingin og vinstri flokkarnir hafa ekki sömu sérstöðu og áður í augum kvenþjóðarinnar. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa að vonum fyllst Þórðargleði yfir óförum flokksins og formannsins. En fyrir lýðræði og heilbrigð stjórnmál á Íslandi er það ekki gott að höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar sé veikur og vanmegna. Það þarf að vera ákveðið jafnvægi á þessum vettvangi. Þess vegna er ástæða til að vonast eftir því að Ingibjörg Sólrún hafi rétt fyrir sér þegar hún spáir því að Samfylkingin muni innan tíðar ná vopnum sínum. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Það er vont fyrir lýðræðið ef höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar er veikur og vanmegna: Samfylkingin þarf að eflast Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa að vonum fyllst Þórðargleði yfir óförum flokksins og formannsins. Margir þeirra frjálslyndu manna sem eru mótfallnir tilnefningu dómarans Samuel A. Alito Jr. í hæstarétt Bandaríkjanna einbeita sér að því að hann hafi tapað í málinu „Planned Parenthood gegn Casey“ árið 1991. Í málinu var fjallað um lög sem hefðu gert það að verkum að konur í Pennsylvaníu sem vildu fara í fóstureyðingu hefðu þurft að láta eiginmenn sína vita af því. „Pennsylvanía hefur lögmætan hag af því að reyna að auka áhuga eiginmannsins á örlögum fóstursins,“ er sá hluti skoðana hans í málinu sem hvað oftast er vitnað í. Eina vandamál Alitos var að hann gekk ekki nógu langt því skoðun hans náði einungis til kvæntra karlmanna. Sýnið mér eilitla þolinmæði og leyfið mér að skýra mál mitt. Fyrir um það tíu árum varð kærastan mín ófrísk. Við höfðum ekki ráðslagast um þungunina, en hún var heldur ekki slys þar sem við þekktum bæði gang líffræðinnar. Ég vildi að kærastan mín eignaðist barnið en hún sagðist ekki tilbúin til þess, auk þess sem minniháttar læknisfræðilegar áhyggjur settu strik í reikninginn, þannig að hún tók sig til og eyddi fóstrinu þó að það stríddi gegn óskum mínum. Hvað rétt hafði ég til að koma í veg fyrir að hún eyddi fóstrinu? Engan, eins og síðar kom í ljós. Þetta var eingöngu spurning um hana. Það þarf ekki að koma á óvart að við hættum saman eftir þetta og löngun minni til að verða pabbi varð síðar fullnægt því í dag á ég tvö dásamleg börn. En endrum og eins hugsa ég um þessa afdrifaríku ákvörðun sem kærastan mín tók og þá verð ég afar gramur. Mér verður sérstaklega hugsað til ákvörðunarinnar um þessar mundir þar sem ég er að ráðleggja vini mínum sem er í svipaðri en gagnstæðri aðstöðu. Þegar hann rifti trúlofun sinni greindi kærastan hans honum frá því að hún væri ófrísk og að hún ætlaði að eiga barnið alveg sama hvað. Auðvitað er það réttur hverrar konu og enginn ætti að geta tekið þann rétt af konunni. En þegar að karlmaður og kvenmaður stunda samfarir átta báðir aðilar sig á því að með samförum sínum skapa þau kannski nýtt líf. Ef báðir aðilar taka þátt í samförum af yfirlögðu ráði eiga þá ekki báðir aðilar að fá að hafa eitthvað um það að segja hvort lífinu sem verður til í samförunum skuli eytt eða ekki? Umræðan um fóstureyðingar hefur snúist upp í óvitræna umræðu um tvær gerólíkar hugmyndir um þunganir. Þeir sem eru á móti fóstureyðingum staðhæfa að um leið og sæðisfruma snertir eggfrumuna hafi verið skapað nýtt líf sem hafi öll þau réttindi sem því fylgja. Til að mynda ákvað Bush-stjórnin að lög um heil- brigðistryggingar barna ættu einnig við um fóstur, slægt bragð sem býr til mótsögn fyrir frjálslynda stjórnmálamenn sem vilja auka heilbrigðisþjónustu við ófrískar konur en sem eru mótfallnir þeirri hugmynd að lög um heilbrigðistryggingar barna eigi líka við um fóstur. Aðrar slíkar aðgerðir eru meðal annars tilraun Jed Bush, ríkisstjóra Florida, til að skipa mann frá ríkinu sem umsjónarmann fósturs alvarlega þroskaheftrar konu. Þeir sem eru fylgjandi fóstureyðingum hafa haldið dauðahaldi í þá hugmynd að fóstrið sé hluti af móðurinni en ekki sjálfstæður einstaklingur. Stuðningsmenn fóstureyðinga nota þau rök að deilan snúist fyrst og fremst um rétt konunnar yfir eigin líkama. Á meðan umræðan um fóstureyðingar hefur staðið í stað þá hefur átt sér stað lögfræðileg og menningarleg þróun sem hefði átt að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda varðandi fóstureyðingar: Mikil framþróun í genarannsóknum og hreyfing ábyrgra feðra. Þessir tveir þættir eru tengdir. Þökk sé DNA-prófunum getum við í dag vitað hver er hinn raunverulegi faðir barns. Þetta þýðir að samfélagið getur kallað karlmenn til ábyrgðar fyrir þeim börnum sem þeir eiga. Og það er nákvæmlega þetta sem er að gerast. Breytt stefna í félagsmálum og breytingar á velferðarkerfinu eiga að ýta undir að feður axli ábyrgð á börnum sínum. Ef faðir er tilbúinn að skuldbinda sig til þess lagalega að ala upp og sjá fyrir barni þá er dálítið skrítið að konan geti ákveðið, án þess að hafa samráð við karlmanninn, að eyða fóstri sem er afleiðing samfara sem fóru fram að yfirlögðu ráði beggja aðila? Af hverju gæti ég sem karlmaður ekki gert sömu kröfu og konan, að ég ætli mér að halda barninu sama hvort hún kæri sig um það eður ei. Málið er það að ef við ætlum að láta feðurna skipta sköpum í uppeldi barna þá þurfa þeir réttindi líka. Ef faðir er reiðubúinn að skuldbinda sig til þess lagalega að ala upp barn án nokkurrar hjálpar eða afskipta móðurinnar þá ætti hann að geta sótt um lögbann gegn eyðingu þess fósturs sem hann átti þátt í að skapa. Það gæti auðvitað orðið erfitt að koma þessu í kring. En á meðan slík mál kynnu að virðast flókin, þá er fjölskyldulíf það vissulega líka. Það er betra að takast á við hina afar myndrænu tilhugsun um skítugar bleiur en við þá ríkjandi ósamkvæmni sem einkennir stefnuna í málefnum feðra sem og umræðu um fóstureyðingar sem viðurkennir ekki ábyrgð allra þeirra er áttu hlut að getnaðinum. (Dalton Conley er stjórnandi rannsóknardeildar í félagsvísindum við New York-háskóla í Bandaríkjunum) Greinin birtist áður í New York Times. Réttur karlmanna til að velja Í DAG FÓSTUREYÐINGAR DALTON CONLEY Umræðan um fóstureyðingar hefur snúist upp í óvitræna umræðu um tvær gerólíkar hugmyndir um þunganir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.