Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 16
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1954 Kvikmyndin Salka Valka, sem gerð var eftir sögu Halldórs Laxness, er frumsýnd í Austurbæjarbíói og Nýja bíói í Reykjavík. 1971 Veitingahúsið Glaumbær við Fríkirkjuveg brennur. Þetta var einn vinsælasti skemmtistaðurinn í heilan áratug. 1976 Breska tónskáldið Benjamin Britten andast. 1991 Síðasta bandaríska gíslnum er sleppt úr haldi í Líbanon. Maðurinn hafði þá verið í haldi mannræningja í 2.454 daga. 1992 Bush Bandaríkjaforseti sendir mikið herlið til Sómalíu. 1993 Tónlistarmaðurinn Frank Zappa deyr 52 ára að aldri. Bandaríska hlaupakonan Sarah Rei- nertsen skráði nafn sitt í sögubæ- kurnar þegar hún nýlega varð fyrsta konan með gervilim til að ljúka „Iron man“-þríþrautinni á innan við sautján tímum. Keppnin um járnmannin er geysilega erfið, þar eru hjólaðir 180 kílómetrar, syntir sjö kílómetrar í sjó og hlaupið heilt maraþon. Sarah star- far fyrir Össur í Bandaríkjunum og var stödd hér á landi í vikunni til að halda fyrirlestur um reynslu sína. Hún er snaggaraleg í hreyfingum, hristir sítt ljóst hárið frá andlitinu þegar hún tekur hressilega í hendina á blaðamanni. Yfir henni er norrænt yfirbragð enda kemur í ljós að mamma Söruh er norsk og heitir Sólveig. Það er varla hægt að greina að hún sé hölt þegar hún gengur á undan inn á kaffihúsið þar sem hún var að ljúka öðrum fundi með undirbúningsnefnd Reykjavíkurmaraþons en það er jafn- vel líklegt að Sarah taki þátt í því á næsta ári. „Ég er þrítug og missti fótinn þegar ég var sjö ára. Ég fæddist með fæðin- gargalla sem leiddi til þess að fóturinn óx ekki rétt, og því var tekin ákvörðun um að taka fótinn af rétt fyrir ofan hné því hann var talsvert vanska- paður,“ segir Sarah í léttum tóni og gýtur augunum á kærastann sem situr við hlið hennar. Hann er frá Ástralíu og þau kynntust á „Iron man“-kepp- ninni í ár. Sarah hefur því verið með gervilim í mörg ár og hefur á þeim tíma séð ótrúlegar framfarir í tækninni. „Fyr- sti fóturinn sem ég fékk var úr tré með gúmmíi. Nú höfum við komist mikið lengra og það er mjög spennandi að vinna fyrir fyrirtækið sem gerir þetta mögulegt,“ segir Sarah og bætir við að henni finnist ótrúlegt að í þessu litla landi sé verið að upphugsa tækni sem hefur áhrif á svo marga í heiminum. Sarah segist ekki hafa verið íþrót- tamannsleg á fyrstu árunum eftir afli- munina. Þegar hún var ellefu ára hitti hún konu með gervifót sem hafði tekið þátt í maraþoni. Hún kenndi Söruh að hlaupa, sagði henni frá ólympíuleikum fatlaðra og veitti henni innblástur til að setja háleit markmið. „Það varð markmið mitt að komast á leikana fyrir Bandaríkin,“ segir Sarah og með mikilli ákveðni og staðfestu tókst henni ætlunarverkið og hún keppti í hundrað metra hlaupi í Barcelona árið 1992. „Ég fékk ekki verðlaun og varð mjög vonsvikin en það hvatti mig til að setja mér næsta markmið sem var að hlaupa maraþon,“ rifjar Sarah upp en fimm árum síðar, þá 21 árs árs að aldri, hljóp hún sitt fyrsta maraþon- hlaup í New York. Sarah fylgdist ávallt með „Iron man“-keppninni í sjónvarpi og dáðist að þeim sem þrautina þreyttu. Það hafði því lengi verið draumur hennar að taka þátt. Kepptnin fer fram víða um heim en heimsmeistaramótið og ein erfiðasta leiðin er í Havaí. Engin kona með gervilim hafði nokkurn tíma lokið slíkri keppni en tuttugu ár eru síðan karl gerði það. „Líklega fannst mér bara kominn tími til,“ segir Sarah kímin, en þá tilfinningu, að verða fyr- sta konan með gervifót til að komast í mark á tilsettum tíma, segir hún ótrúlega. „Þetta var milljón dala til- finning,“ segir hún hlæjandi og ben- dir því til staðfestingar á myndina af sjálfri sér þar sem hún hleypur í mark. „Mér finnst ég vera hluti af sögu kepp- ninnar og að ég hafi breytt viðhorfi fólks og veiti fólki kannski innblástur,“ segir Sara sem er síður en svo hætt að hlaupa. „Ég á eftir að hlaupa marga endaspretti,“ segir hún skælbrosandi og hlakkar til næstu átaka. ■ SARAH REINERTSEN: FYRSTA JÁRNKONAN MEÐ GERVIFÓT Milljón dala tilfinning Í REYKJAVÍK Það er ekki á Söruh að sjá að á hana vanti annan fótinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI GÓÐUR ENDASPRETTUR Sarah kemur í mark eftir rúma fimmtán klukkutíma. Hún hafði þá hjólað 180 kílómetra, synt sjö kílómetra í sjó og hlaupið heilt maraþon í skóglendi og við erfiðar aðstæður á Havaí. Á þessum degi árið 1872 fann lítið breskt briggskip, undir stjórn David Morehouse skipstjóra, ameríska skipið Mary Celeste þar sem það sigldi fullum seglum við Azoreyjar í Atlantshafi. Það var vel sjófært, geymslurými full af vistum en ekki sála um borð. Þann 7. nóvember hafði Mary Celeste lagt af stað frá New York en stefnan var sett á Ítalíu. Um borð voru skipstjórinn Benjamin Briggs, kona hans og tveggja ára dóttir ásamt átta manna áhöfn. Þegar Morehouse og menn hans fóru um borð í skipið fundu þeir dagbók skipstjórans en síðasta færslan hafði verið rituð níu dögum áður. Þá var skipið statt um 500 sjómílum frá þeim stað sem það síðar fannst mannlaust. Briggs skipstjóri, fjölskyda hans og áhöfn fundust aldrei og ráðgátan um af hverju þau yfirgáfu Mary Celeste er fram á þennan dag óleyst. ÞETTA GERÐIST > 4. DESEMBER 1872 Leyndardómur Mary CelesteHANNES HAFSTEIN (1861-1922) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni reynum.“ HANNES HAFSTEIN VAR SKÁLD OG FYRSTI RÁÐHERRA ÍSLANDS. AFMÆLI Chloe Ophelía Corbulew fyrirsæta er 24 ára. Ingibjörg Reynisdóttir leikkona er 35 ára. Arnar Jensson aðstoðaryfirlög- regluþjónn er fimmtugur. Sólborg Guðmundsdóttir, Flatahrauni 16b, Hafnarfirði, varð áttræð 9. ágúst síðastliðinn. Af því tilefni viljum við bjóða vinum og vandamönnum til kaffisamsætis að Garðaholti í dag milli klukkan 15.00 og 18.00. Ásgerður Búadóttir myndlistarkona er 85 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1902 Samuel Butler skáld. 1795 Thomas Carlyle rithöfundur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi Óli J. Blöndal frá Siglufirði Unnarbraut 1, Seltjarnarnesi verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, mánudaginn 5. desember kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög Margrét B. Blöndal Ólöf Birna Blöndal Sveinn Þórarinsson Jósep Ó. Blöndal Erla Harðardóttir Ásbjörn Ó. Blöndal Jóhanna Guðmundsdóttir Sigurður Ó. Blöndal Linda Björk Guðmundsdóttir Bryndís J. Blöndal Guðrún Ó Blöndal Friðrik Jón Arngrímsson afa og langafabörn Dánar_Óli J 3.12.2005 16:34 Page 1 60 ára Mánudaginn 5. desember verður Örn H. Tyrfingsson, vélfræðingur í Elliðaárstöð, 60 ára. Af því tilefni ætla hann og konan hans Lena M. Hreinsdóttir að hafa „Opið hús“ í Félagsheimili starfsmanna Orkuveitunnar í Elliðaárdal, milli kl. 17.00 og 19.00 þann dag. Afmæli_Orn H 3.12.2005 16:35 Page 1 Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Jóhönnu I. Þorbjörnsdóttur Einigrund 5, Akranesi Sérstakar þakkir til heimilishjálpar og strafsfólks lyfja- deildar sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka alúð og góða umönnun. Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir, Björn Mikalesson Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Sigurður Mikaelsson Sigurður Heiðar Steindórsson, Sigríður Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Dánar_Jóhanna 3.12.2005 16:35 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.