Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 28
[ ]
Ungt fólk í atvinnuleit getur
fengið margs konar aðstoð hjá
Vinnumiðlun ungs fólks.
Vinnumiðlun ungs fólks hefur
haft það að meginmarkmiði að
úthluta ungu fólki sumarstarf. Á
síðasta ári var hins vegar ákveðið
að miðlunin skyldi starfa allt
árið. Henni er ætlað að styrkja
stöðu ungs fólks í Reykjavík á
atvinnumarkaði, efla rannsóknir
á atvinnuþátttöku ungs fólks og
koma á samstarfi við fyrirtæki
og stofnanir.
„Vinnumiðlun ungs fólks
leitast við að hjálpa ungu fólki
í atvinnuleit,“ segir Gerður
Dýrfjörð verkefnisstjóri. „Við
aðstoðum fólk frá 17 ára aldri og
upp úr á marga vegu. Í könnun sem
við gerðum í sumar kom fram að
þátttakendur vildu sjálfsstyrking
arnámskeið, áhugasviðsgreiningu
og þjálfun í viðtalstækni. Við
gefum leiðbeiningar um hvar
þessa þjónustu er að fá og gefum
ákveðnar grunnleiðbeiningar,“
segir Gerður. „Á heimasíðu okkar
er líka að finna upplýsingar og
leiðbeiningar sem gott er að líta
yfir.“
Eitt af því sem Vinnumiðlun
ungs fólks býður upp á er aðstoð
við gerð atvinnuumsókna og
ferilskráa. „Fólk veit ekki alltaf
hvernig er best að fylla út umsókn.
Stundum er beðið um upptalningu
á námi og fyrri störfum. Þeir sem
hafa ekki margt að setja í þessa
reiti geta þess í stað dregið fram
það sem fer þeim vel úr hendi,
hverjir helstu styrkleikar þeirra
eru og hæfni, og sagt aðeins frá
sjálfum sér. Þetta getur skipt
miklu máli til að komast í viðtal,“
segir Gerður og bætir við að hægt
sé að fá aðstoð við gerð ferilskrár
sem geti nýst til margra ára með
því að bæta inn í hana eftir því
sem við á.
Vinnumiðlun ungs fólks hefur
séð um ráðningar í sumarstörf
á vegum Reykjavíkurborgar.
„Þetta eru um 1.700 til 2.000 störf
á hverju ári. Mest í gatnamála-
og garðyrkjudeild en líka mikið
í íþrótta- og tómstundastarfi. Það
eru líka mörg önnur störf í boði
en í minna mæli. Ungt fólk þekkir
þá þjónustu sem við bjóðum upp
á á sumrin. Nú getur það komið
á veturna líka og fengið aðstoð,“
segir Gerður að lokum.
einareli@frettabladid.is
Aðstoð við gerð
umsókna og ferilsskráa
Hófleg streita getur virkað
afkastahvetjandi en verði
streitan of mikil er voðinn vís
og geta afleiðingarnar verið
allt frá kulnun í starfi upp í
alvarleg atvinnumistök og
sjúkdóma.
Sextíu prósent læknaheimsókna
í Bandaríkjunum eru vegna
sjúkdóma og veikinda sem rekja
má til streitu. Fjörutíu prósent
starfsmanna telja sig vinna of
mikið og vera undir of miklu álagi,
samkvæmt tölum frá bandaríska
vinnueftirlitinu, og bandarískt
efnahagslíf tapar árlega 300
milljörðum dollara vegna
veikinda og annarra þátta
sem rekja má til streitu.
Þetta kemur fram í nýlegri
umfjöllun í viðskiptatíma-
ritinu Harvard Business
Review.
Streita er lífeðlis-
fræðileg viðbrögð við
bæði góðum og slæmum
breytingum. Hún getur
örvað afköst okkar,
skerpt einbeitinguna og
gefið okkur aukinn kraft
en hún getur einnig haft
skaðleg áhrif á heilsu
fólks, segir Herbert
Benson læknir sem lengi
hefur rannsakað áhrif streitu.
Benson segir að finni
maður streituna hlaðast
upp innra með sér, sé
nauðsynlegt að leggja
vandamálin til hliðar og
einbeita sér að öðru. Flestir
hafa upplifað hvernig
lausninni á vandamálunum
getur allt í einu skotið upp
í hugann hafi maður hætt
að velta sér upp úr þeim
og sé farinn að einbeita
sér að öðru. Benson
leggur til að fólk noti
þessa aðferð reglulega, og
haldi síðan í vellíðanina
og sjálfstraustið sem
kemur í kjölfarið þegar
vandamálin eru leyst. ■
Hafðu stjórn á streitunni
eru tilvalin á þessum árstíma. Það getur verið gaman að bjóða
vinnufélögunum heim og kynnast þeim betur. Fólk kynnist alltaf
betur þegar það gerir eitthvað saman utan vinnu.
Vinnustaðapartý
Hópur eftirlaunaþega verður
æ fjölmennari á Vesturlöndum
á meðan þeim sem greiða í
eftirlaunasjóði fer fækkandi.
Í iðnríkjunum verður sú staða æ
meira áberandi að eldri borgur-
um á eftirlaunum fjölgar á meðan
fólki á vinnumarkaði sem greiðir í
lífeyrissjóðina fækkar.
Samkvæmt samantekt OECD
er opinber eftirlaunaaldur í
kringum 65 ára í flestum þessara
landa en flestir hætta reyndar
að vinna mun fyrr og fæstir
seinna en þessi aldur segir til um.
Karlmenn á Íslandi, í Sviss og
Japan eru reyndar undantekning
en þeir vinna yfirleitt lengur en
lögbundinn eftirlaunaaldur segir
til um, þeir japönsku jafnvel 10
árum lengur. Þetta kemur fram í
The Economist.
Þær kynslóðir sem komast
á eftirlaun á næstu árum
eru afar fjölmennar vegna
mannfjöldasprengju sem átti
sér stað á Vesturlöndum upp
úr síðari heimstyrjöldinni en
það sama er ekki hægt að segja
um næstu kynslóðir á eftir. Í
sumum löndum hefur komið
upp sú hugmynd að hækka
eftirlaunaaldurinn, til dæmis
í Bretlandi og Þýskalandi þar
sem hægt og sígandi á að hækka
eftirlaunaaldurinn úr 65 árum að
meðaltali upp í 67 ára eftir 15-
30 ár. En fleira verður að koma
til ef þessi tilraun á að takast,
að mati Economist, einkum þarf
viðhorf vinnuveitenda til eldra
starfsfólks að breytast. ■
Eftirlaunavandi
iðnríkjanna
Í mörgum löndum heims er
litið á verkalýðsfélög sem ógn
og stöðugt brotið á réttindum
meðlima þeirra.
Árið 2004 voru 145 manneskjur
myrtar vegna þess að þær tóku
þátt í starfi verkalýðsfélaga. Þetta
kemur fram á vef BSRB, bsrb.is,
og er meðal þess sem kemur fram
árlegri skýrslu Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga um brot
gegn réttindum verkalýðsfélaga.
Eru þar rakin viðvarandi brot
gegn rétti fólks til að mynda og
vera í verkalýðsfélögum og eru
þessi brot af öllum toga. Meðal
þeirra glæpa sem framdir eru
gegn verkalýðsforkólfum eru
morð, ofbeldi, fangelsisvist og
bann við tilvist verkalýðsfélaga
og þá eru ótalinn sá fjöldi sem er
rekinn úr starfi fyrir það eitt að
krefjast sanngjarnra réttinda og
í löndum án velferðarkerfis, þýðir
það ávísun á fátækt og örbirgð. ■
145 verkalýðsleiðtogar
myrtir á síðasta ári
Gerður Dýrfjörð, verkefnisstjóri hjá Vinnumiðlun ungs fólks, segir fólk í atvinnuleit ekki alltaf kunna að fylla út atvinnuumsóknir og
ferilskrár. Hjá vinnumiðluninni er boðið upp á aðstoð við hvort tveggja. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Streita getur valdið
alvarlegum veikindum.
Allt er öldruðum fært og engin ástæða til að láta fullfrískt fólk hætta að vinna þó það nái
67 ára aldri.
Lech Walesa.
Íslenskar bækur eru í æ ríkara
mæli prentaðar hérlendis.
Íslenskar bækur eru í meira
mæli prentaðar hérlendis í ár en í
fyrra. Bókasamband Íslands gerði
könnun á þessu efni sem birtist
í Bókatíðindum og hún sýnir að
hlutfall prentunar innanlands
hefur aukist um 1,5% frá síðasta
ári. Þetta er vel af sér vikið hjá
íslenskum prentfyrirtækjum,
ekki síst þegar tekið er tillit til
hás gengis íslensku krónunnar
sem gerir samkeppni við erlendar
prentsmiðjur enn erfiðari.
33% barnabóka eru prentaðar
hérlendis og 62,3% skáldverka.
Fræðibækur eru flestar prentaðar
hér á landi eða 78,6%. Það er því
ljóst að íslenskur prentiðnaður er
í sókn og er það vel.
Íslenskir prentarar
prenta íslenskar bækur