Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 34
ATVINNA 8 4. desember 2005 SUNNUDAGUR Águst Bent Sigbertsson eða bara Bent eins og flestir þekkja hann, hóf nú í vikunni störf í Skífunni í Smáralind. ,,Ég er einn af þeim sem er í skóla og fékk því jólafrí eins og margir aðrir. Þannig að sem nemi á barmi gjaldþrots ákvað ég að reyna að fá mér einhverja vinnu í jólafríinu. Þar sem ég hef nú líka verið að bæði gefa út plötur og spila plötur í útvarpinu þá var alveg kjörið að ég færi bara að selja plötur líka,“ segir Bent galvaskur en hann sagir samt að hann væri strax orðinn valtur í starfi því það hefði verið að hótað að reka hann strax eftir tvo eða þrjá tíma. Sjálfur ætlar Bent frekar að reyna selja plötur vina sinni í bransanum en sínar eiginn. ,,Ég hef reyndar ekki gefið út plötu í tvo eða þrjú ár þannig að ég fer varla að pranga þeim út núna. Ég reyni náttúrulega að koma mínum út enda eru þessar plötur flestar sígild meistaraverk.“ Bent segist ekki segist ekki hafa unnið í mjög mörgum störfum yfir ævina enda hafi hann verið í skóla frá því að hann man eftir sér. ,,Uppáhalds vinnan mín til þessa hefur samt verið í útvarpinu þar sem ég hef getið sinnt mínu helsta áhugamáli. Ég hef heldur aldrei unnið sem afgreiðsludama áður og núna um helgina er ég að fara að vinna í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér á laugardegi.“ Verstu vinnuna sína til þessa telur Bent að hafi verið bæjarvinnan enda eru mjög sérstakt fólk sem hangir í slíkri unglingavinnu fram á fullorðinsár. Í sumar vann Bent sem ruslakall og ber hann þvi starfi vel söguna. Það muna kannski margir eftir því að Bent var fyrir nokkrum árum atvinnurappari og því má segja að hann hafi farið úr öskunni og í eldinn. ,,Maður er að reyna að komast aftur í bransann enda hefur maður verið pínu þunglyndur yfir þessu öllu saman. Kannski eru mínar 15 mínútur af frægð bara búnar. Maður sér bara til en samt er maður ennþá nógu þekktur til þess að koma fram í Fréttablaðinu af því að ég var að fá nýja vinnu,“ segir Bent að lokum með vonarneista í röddinni. Er orðinn afgreiðsludama Bent með einu af sínu sígildu meistaraverkum. VILHELM Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Áhugaverð störf í boði Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ – GRUNNSKÓLAR Grunnskólakennarar Háteigsskóli, í síma 530-4300 • Tónmenntakennari óskast í 50% stöðu frá og með 1. mars 2006. Hlíðaskóli, í síma 552-5080 • Sérkennari óskast í 70% stöðu frá áramótum. • Kennari með táknmálskunnáttu óskast til að kenna 6 tíma á viku. Hvassaleitisskóli, í síma 570-8800 • Heimilisfræðikennari óskast til að kenna 6 tíma á viku, á miðviku- og föstudögum, frá áramótum. Langholtsskóli, í síma 553-3188 • Sérkennari óskast í 100% stöðu. Hæfniskröfur: • Kennarapróf • Hæfni í mannlegum samskiptum • Faglegur metnaður • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum Bókasafnsfræðingur Ingunnarskóli, í síma 411-7828 • Bókasafns-og upplýsingafræðingur óskast í 75-100% stöðu frá 1. jan. 2006. Um er að ræða nýtt skólabókasafn í örum vexti sem býður upp á mikla möguleika og mótunarstarf. Helstu verkefni: • Yfirumsjón með daglegri starfsemi bókasafnsins • Tilbúinn að vinna náið með nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans að þróun skólastarfsins. • Önnur verkefni sem stjórnendur kunna að fela viðkomandi og fellur innan eðlilegs starfssviðs Hæfniskröfur: • Bókasafns- og upplýsingafræði • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Frumkvæði • Hæfni í mannlegum samskiptum • Tilbúin að vinna á opnum svæðum Stuðningsfulltrúi Grandaskóli, í síma 561-1400 • Stuðningsfulltrúi óskast í 50-100% stöðu frá 3. janúar 2006. Háteigsskóli, í síma 530-4300 • Stuðningsfulltrúar óskast í 50% stöður. Langholtsskóli, í síma 553-3188 • Stuðningsfulltrúi óskast í 75% stöðu. Öskjuhlíðaskóli, í síma 568-9740 • Stuðningsfulltrúi óskast í 50-70% stöðu. Helstu verkefni: • Að vera kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð • Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum Hæfniskröfur: • Nám stuðningsfulltrúa æskilegt • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum • Frumkvæði í starfi Skólaliðar Grandaskóli, í síma 561-1400 • Skólaliði óskast í 50-100% stöðu frá 3. janúar 2006. Háteigsskóli, í síma 530-4300 • Skólaliði óskast í 50% stöðu. Vinnutími frá kl 9-13. Korpuskóli, í síma 411-7880 • Skólaliði óskast í 50-100% stöðu. Langholtsskóli, í síma 553-3188 • Skólaliði óskast í 100% stöðu. Helstu verkefni: • Að sinna nemendum í leik og starfi • Að sjá um daglegar ræstingar • Að sinna tilfallandi verkefnum Hæfniskröfur: • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum • Vandvirkni og snyrtimennska Ræstingarstarf Hamraskóli í síma 567-6300 • Óskað er eftir starfmanni í hlutastöðu vegna daglegra ræstingar sem eru unnar síðdegis. Hæfniskröfur: • Snyrtimennska • Vandvirkni í starfi Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í við- komandi grunnskólum. Umsóknir ber að senda til viðkom- andi skóla. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavík- urborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á www.grunnskolar.is Störfin eru laus til umsóknar nema annað sé tilgreint. Laust er starf leikskólastjóra við leikskólann Hólabæ á Reykhólum í Austur-Barðastrandar- sýslu. Á Hólabæ eru 14 börn. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu Reykhólahrepps, sími 434 7880. Netfang: sveitarstjori@reykholar.is Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð og einungis tæplega 3 tíma akstur til Reykjavíkur. Þar er öll almenn þjónusta fyrir hendi s.s. leikskóli, grunnskóli, mjög góð sundlaug, bókasafn, heilsugæsla, verslun og kirkja. Verið er taka í notkun nýtt og glæsilegt íþróttahús. LEIKSKÓLASTJÓRI ÓSKAST REYKHÓLAHREPPUR www.reykholar.is Smiðir Vegna aukinna verkefna óskar JB Byggingafélag eftir að ráða smiði og mótamenn í uppslátt, góður mælingaflokkur. Næg verkefti næstu árin. Geta byrjað strax eða eftir áramót. Upplýsingar gefa Kristján Yngvason í síma 693-7005. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.jbb.is Hjá JB Byggingafélagi er boðið er uppá góða starfsaðstöðu og líflegt starfsmannafélag. JB Byggingafélag, Bæjarlind 4, s: 544-5333 Hafnarfjarðarbær óskar að ráða arkitekt til starfa á umhverfis- og tæknisviði. Um er að ræða framtíðarstarf. Helstu verkefni eru deiliskipulagsgerð, umsjón með aðkeyptri skipulagsvinnu og yfirferð byggingar- nefndarteikninga m.t.t. skipulagsskilmála. Skilyrði er háskólapróf í arkitektúr. Æskilegt er að viðkom- andi hafi reynslu af deiliskipulagsgerð, ásamt þekk- ingu á skipulags- og byggingarlögum og -reglu- gerðum. Lipurð í mannlegum samskiptum er mik- ilsverður eiginleiki. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf fljótlega eftir áramótin. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Launanefndar sveitarfélaga eða viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs í síma 585 5500. Umsóknum skal skila til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, eigi síðar en 17.desember n.k. LAUST STARF ARKITEKTS HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.