Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 71
SUNNUDAGUR 4. desember 2005 43
Opið lau.: 11:00 - 16:00 // sun.: 13:00 - 16:00
FÓTBOLTI Talið er að næstum hálf
milljón manns hafi verið á götum
Belfast um hádegisbilið í gær
þegar útför knattspyrnugoðsagna
rinnar George Best fór fram.
Fjöldi þekktra einstaklinga
úr knattspyrnuheiminum heiðr-
aði Best og fjölskyldu hans með
nærveru sinni, þar á meðal
fyrrum liðsfélagar hans hjá
Manchester United, Denis Law
og Harry Gregg, ásamt þjálfara
landsliðsins Sven-Göran Eriksson
og fyrrum þjálfara Celtic, Martin
O´Neill.
Alex Ferguson var að sjálfsögðu
viðstaddur og mætti ásamt
Norðamanninum Ole Gunnar
Solskjær. Um leið og jarðarförinni
lauk steig Ferguson upp í flugvél
til að stjórna sínum mönnum í
leiknum gegn Portsmouth sem
fram fór í gær.
Yfir tíu þúsund manns klöppuðu
fyrir Best þegar bifreiðin sem
hann hvíldi í lagði að kirkjunni
þar sem sjálf útförin fór fram og
mátti sjá tár á vöngum ófárra sem
viðstaddir voru. Calum, sonur
Best, sagði eftir athöfninna að
dagurinn væri vissulega erfiður
en jafnframt ótrúlegur. „Allur
stuðningur ykkar er ómetanlegur,“
sagði hann við allt fólkið á götum
Belfast sem syrgði Best.
Mikinn mannmergð myndaðist
á þeim götum sem farnar voru
til að komast frá kirkjunni að
Roselawn-kirkjugarðinum. Þar
var Best að lokum grafinn við hlið
móður sinnar.
George Best fylgt til hinstu hvílu í gær:
Fjölmenni fylgdist með útför Best
MANNMERGÐ Ótrúlegur fjöldi fólks fylgdist
með útför George Best í Belfast í gær og er
talið að um hálf milljón manna hafi verið á
götum borgarinnar þegar mest var.
FÓTBOLTI Harry Redknapp,
sem sagði starfi sínu sem
knattspyrnustjóri Southampton
lausu í gær, segir að hann hefði
ekki átt annara kosta völ en að fara
þá leið. Redknapp er sterklega
orðaður við stjórastöðuna hjá
Portsmouth og segir hann að um
leið og hann hafði óskað eftir því
við forráðamenn Southampton að
fá að ræða við Porstmouth hefði
komið í ljós að þeir væru ekki
sáttir með hann.
„Um leið og ég hafði beðið þá
um að fá að ræða við Portsmouth
varð ég var við óánægju frá þeim.
Hefði ég rætt við Portsmouth og
ekki fengið starfið hefði ég aldrei
getað snúið aftur til Southampton.
Því átti ég ekki annara kosta völ
en að segja upp,“ sagði Redknapp
sem þarf þó varla að hafa miklar
áhyggjur því hann þykir nánast
öruggur um að hreppa starfið
hjá þeim bláklæddu, það er
ef forráðamenn Southampton
samþykkja að sleppa honum.
„Ég hef átt stórkostlegan tíma
hjá Southampton en okkur lenti
saman og við því er ekkert að
gera,“ sagði Redknapp að lokum.
- vig
Harry Redknapp:
Gat ekki annað
en sagt upp
HARRY REDKNAPP Fer úr ensku 1. deildinni
og líklega í úrvalsdeildina.