Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 12

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 12
12 5. desember 2005 MÁNUDAGUR HEILSA Stefnt er að því að Súðavík verði fyrsta reyklausa sveitarfélagið á landinu. Fjöldi Súðvíkinga hætti að reykja síðastliðið sumar, í kjölfar námskeiðs sem haldið var fyrir reykingarfólk. Að sögn Önnu Lindar Ragnars- dóttur, sem hætti að reykja eftir námskeiðið, var óskað eftir öðru námskeiði vegna góðrar aðsóknar á það fyrra. Talið er að eingöngu tólf Súðvíkingar reyki enn þá. Anna Lind segir það raunhæfan möguleika að Súðavík geti orðið alveg reyklaus bær, eingöngu þurfi vilja íbúa bæjarins til að svo geti orðið. Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu. ■ Súðavík reyklaus bær: Fáir reykja í bænum VINNUMARKAÐUR Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, var á fundi félagsmálanefndar alþingis í síðustu viku og gaf þar álit sitt á frumvarpi um starfsmannaleigur. Hann skilaði í kjölfarið inn tillögum um breytingar á frumvarpinu fyrir hönd verkalýðsfélagsins. „Þær breytingar sem við viljum sjá eru þrjár,“ segir Vilhjálmur. „Í fyrsta lagi viljum við að með frumvarpinu verði tryggt að kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði gildi fyrir starfsmenn sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. Í annan stað viljum við að stéttarfélögin fái hlutdeild í nauðsynlegu eftirliti með þessum málum og geti þá jafnvel kallað eftir launaseðlum og öðrum gögnum. Þannig geta stéttarfélögin undirbúið málið fyrir Vinnumálastofnun í stað þess að eftirlitið sé alfarið hjá henni.“ Hann segir að í þriðja lagi sé nauðsynlegt að þau fyrirtæki sem njóti starfskrafta starfsmanna, þótt þeir séu leigðir, ábyrgist að kjör þeirra séu í samræmi við íslenska löggjöf og íslenska kjarasamninga. - jse Formaður Verkalýðsfélags Akraness um frumvarp um starfsmannaleigur: Tryggt að samningum sé fylgt VILHJÁLMUR BIRGISSON, FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGS AKRANESS Vilhjálmur lagði inn tillögur um breytingar á frumvarpi um starfsmannaleigur fyrir félagsmálanefnd Alþingis. MENNTAMÁL Bæjarstjórnin í Borgarbyggð hefur sótt formlega um það til menntamálaráðherra að hann staðfesti stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. „Þetta mál hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá menntamálaráðherra og starfs- mönnum ráðuneytisins og ekki síður hérna heima í héraði,“ segir Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, sem á sæti í öðrum af tveimur vinnuhópum sem sjá um stofnun skólans. Málið á sér langan aðdraganda. Fyrir um tuttugu árum voru margir framhaldsskólar starfandi í Borgarfirði. Meðal annars var þar skóli í Reykholti, húsmæðraskóli á Varmalandi og iðnskóli í Borgarnesi. „Það var fjölbreytt flóra framhaldsmenntunar í Borgarbyggð en hún er öll horfin núna,“ segir Helga. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi er eini framhaldsskólinn á svæðinu og telja Borgfirðingar að þörf sé á öðrum framhaldsskóla á svæðið. „Á síðasta ári var gerð könnun meðal íbúa um hvað þeir teldu helst skorta í Borgarbyggð og þar kom fram að fólk taldi skorta möguleika á að sækja framhaldsmenntun á svæðinu. Of stór hluti barna hérna fer ekki í framhaldsnám og við viljum breyta því,“ segir Helga. Reiknað er með að skólinn fari af stað í bráðabirgðahúsnæði haustið 2006. Bæjarstjórnin í Borgarbyggð á von á svari frá menntamálaráðuneytinu fyrir árslok og segir Helga að ef bæjarstjórnin fái grænt ljós frá ráðuneytinu verði strax eftir áramót farið í það verkefni að ráða skólameistara. - sk Bæjarstjórnin í Borgarbyggð vill færa út kvíarnar í skólamálum: Vilja menntaskóla í Borgarfjörð HELGA HALLDÓRSDÓTTIR Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, vill að menntaskóli rísi í Borgarnesi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.