Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 21
enginn efast um að Davíð Oddsson sé. Þó að hann sé ekki hagfræðing- ur þá hefur hann gott nef fyrir því sem er að gerast í efnahagslífinu,“ segir hann. Pólitísk veðrabrigði Trúverðugleiki Seðlabankans og seðlabankastjóra ber oft á góma þegar málefni Seðlabankans eru rædd. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, telur að það skipti verulegu máli að seðlabankastjóri hafi „tiltrú og traust aðila á markaðnum og að menn treysti því að hann láti stjórnast af gangverki efnahags- lífsins, ekki gangverki stjórn- málanna. Það er grundvallar- atriði. Þetta verður prófsteinninn á Davíð Oddsson og vandasamt hjá honum. Ef menn fá á tilfinn- inguna að bankinn láti stjórnast af pólitískum veðrabrigðum eða sé með hentistefnu þá getur það verið mjög skaðlegt fyrir efna- hagslífið og alla umgjörð pen- ingamála,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Það má segja að í starfi seðla- bankastjóra sé Davíð að fást við afleiðingar þeirrar stjórnarstefnu sem hann hefur sjálfur mótað. Það er spurning hvort hann getur komið að því óbundinn af fyrri ákvörðunum. Það verður kannski hans vandi,“ segir Ingibjörg Sól- rún og kveðst einkum vera að tala um verðbólguna, gengi krónunnar og hækkun stýrivaxta, ákvarðan- ir ríkisstjórnarinnar í málefnum Íbúðalánasjóðs, stóriðjumálum og skattamálum. „Það gæti skipt máli fyrir seðlabankastjóra að senda stjórn- völdum skýr skilaboð, ekki bara markaðnum. Seðlabankastjórarn- ir hafa verið feimnir við það því að Seðlabankinn varð ekki sjálf- stæð stofnun fyrr en árið 2001 og það eimir enn af tengingu milli bankans og stjórnvalda.“ Gagnrýnin ekki básúnuð Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna, er á sama máli. Hann telur að pólitíkin innandyra í Seðlabankanum hafi verið of höll undir ráðandi stjórnvöld og telur að það hefði verið að mörgu leyti heppilegra ef Seðlabankinn hefði gerst trúaðri á sjálfan sig og minna á stjórnarráðið þegar hann öðlaðist aukið sjálfstæði fyrir fjórum árum. Ögmundur kveðst telja að Seðlabankinn eigi að fylgja betur eftir gagnrýni á það sem hann telji stríða gegn þeim markmiðum sem hann eigi að standa vörð um, til dæmis gagn- rýni sem hann hafi sett fram um stóriðjuframkvæmdir og annað sem hann telji hafa farið úrskeið- is hjá stjórnvöldum. Þetta telur Ögmundur að hafi verið falið neðanmáls og ekki básúnað nógu hressilega. „Seðlabankinn hefur sett gagnrýni fram en hikað mjög við að halda henni á lofti í opin- berri umræðu og hörfað til baka þegar á hefur reynt,“ segir hann. Tíminn leiðir auðvitað í ljós hvernig framvindan verður en miðað við þær harðvítugu deil- ur sem Davíð hefur átt við ýmsa einstaklinga í stjórnmálum og viðskiptum þá hljóta menn að spyrja sig hvort þær geti haft áhrif inn í Seðlabankann og á þróun efnahagsmála, sérstaklega ef andstæðingur á borð við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur sest í forsætisráðuneytið. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Þorvaldur telur hætt við því. Hann segir að sjálfstæður seðlabanki þurfi að vera hlutlaus gagnvart stjórn og stjórnarandstöðu; hann verði að njóta trausts og virðingar báðum megin við borðið. Sjálfstæður seðlabanki þurfi að veita ríkis- stjórninni aðhald, ekki pólitískt aðhald, heldur efnahagsaðhald. Forsætisráðherra geti ekki með góðu móti borið fullt traust til seðlabanka sem stýrt sé af fyrr- verandi höfuðandstæðingi á vett- vangi stjórnmálanna. „Þetta getur skapað togstreitu og úlfúð og spillt hagstjórninni, ekki síst ef seðlabankastjórinn sýnir engin merki þess að hann sé hættur að skapa ókyrrð í kring- um sig og illindi. Og það er ekki heldur trúverðugt ef hann varp- ar yfir sig hempu og þykist allt í einu vera steinhættur að stofna til átaka. Steingrímur Hermanns- son mátti eiga það að hann lét lítið á sér bera þau ár sem hann sat í bankastjórn Seðlabankans. Og hann mátti einnig eiga það að hann hefur látið á sér skiljast að hann sjái hálfpartinn eftir því að hafa tekið sér sæti þar. Aðrir mættu gjarnan taka hann sér til fyrirmyndar að þessu leyti,“ segir Þorvaldur. Davíð vildi ekki veita viðtal við vinnslu þessarar greinar en í samtali við blaðamann undir- strikaði hann sjálfstæði bankans og sagðist myndu halda sér eftir megni frá kastljósi fjölmiðlanna nema að því leyti sem viðkæmi starfinu. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Brynvarið byrgi Gull-, seðla- og myntforði landsins er geymdur hver í sínu herberginu hér í kjallara hússins. Öryggisráðstafanir eru á heimsmælikvarða. Íslendingar eiga tvö tonn af gulli eða svipað og íbúar í Papúa Nýju-Gíneu. MÁNUDAGUR 5. desember 2005 21 ÞORVALDUR GYLFASON PRÓFESSOR „Orð eru dýr í seðlabönkum og þess vegna meðal annars henta orðljótir stjórnmálamenn öðrum fremur illa þótt víðar væri leitað,“ segir Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann er einn þeirra hagfræðinga sem krefjast þess að stjórnmálamenn verði útilokaðir frá bankanum. SEÐLABANKI ÍSLANDS Gull-, seðla- og myntforði Seðlabankans er geymdur í geymslum á stærð við tvær myndarlegar stofur í kjallaranum undir austurhluta Seðlabankans. Hinum megin er bílageymsla. Á fyrstu hæð hússins er matsalur, móttaka og skrifstofur. Á annarri hæð eru skrifstofur Reiknistofu bankanna. Á þriðju og fjórðu hæð eru almennar skrifstofur og á fimmtu hæð eru skrifstofur seðlabankastjóra og fundarherbergi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.