Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 22
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Rituale Það blundar “baristi” í mörgum. Við bjóðum cappuccino vélar fyrir þá sem taka kaffi alvarlega. Það er ekki bara bara fallegt útlit sem einkennir þessar handsmíðuðu kaffivélar frá Isomac í Milanó – þú leikur þér að því að búa til besta kaffibollann sem gesturinn hefur smakkað. Rituale (22kg) hefur allt það sem hægt er að biðja um, falleg, kraftmikil og fúnksjónísk vél. Mondiale (26kg) er sú nýjasta frá Isomac og einkennist af mýkri línum í hönnun. Komdu við og sjáðu, þreifaðu og smakkaðu kaffið. Fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér Isomac kaffivél fyrir þessi jól. Mondiale Allra bestu cappuccino vélarnar frá Isomac Í allri þeirri miklu velsæld sem hér ríkir og fylgismenn ríkis-stjórnarflokkanna eru óþreyttir að dásama eru fjölmargir sem hafa það ekkert öðruvísi en skítt. Hvað sem líður margræddu launaskriði á almennum vinnumarkaði, auknum kaupmætti launa og sæmilega stöðugu efnahagslífi er dágóður hópur fólks sem nán- ast lifir á vatni og brauði. Það fólk finnur ekki fyrir launaskriðinu og kaupmættinum og skilur varla um hvað verið er að tala þegar stjórnmálamennirnir ræða lipurlega um stöðu mála. Og þegar tals- menn, til dæmis eldri borgara og öryrkja, leggja fram gögn sem sýna fram á að veruleikinn sé annar en stjórnmálamennirnir bás- úna bregðast ráðamenn við af yfirlæti og segja allt á misskilningi byggt. „Þið hafið það víst gott,“ er viðkvæðið. Einhvern tíma virðist sem einhverjir hafi ákveðið að greiðsl- ur til öryrkja og eldri borgara ættu að vera smánarlega lágar. Að sama skapi er engu líkara en að þeir sem síðar hafa valist til að fara með völd á Íslandi hafi annað hvort ekki haft áhuga eða dug til að bæta úr ástandinu. Þeir hafi einfaldlega hugsað með sér að svona sé þetta og svona eigi þetta að vera. En það er ekki þannig. Akkúrat ekkert segir að þeir sem ein- hverra hluta vegna þurfa að treysta á hið opinbera um framfærslu eigi að lepja dauðann úr skel. Ekkert segir að stjórnmálamenn dagsins í dag geti ekki hróflað við kerfinu og gert þeim, sem á þurfa að halda, mögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Áhugi er það eina sem þarf. Að undanförnu hefur hvert dæmið á fætur öðru um veikar stoðir velferðarkerfisins dúkkað upp. Hér má nefna sem dæmi framfærslu öryrkja og eldri borgara, aðbúnað gamla fólksins á opinberum stofnunum og viðvarandi peningaskort barna- og ungl- ingageðdeildar Landspítala. En listinn er lengri. Miklu lengri. Dæmin hrannast upp fyrir augum stjórnmálamannanna og þeir kunna aðeins eitt ráð til að bregðast við. Ráðið er að loka augun- um. Augu stjórnmálamannanna og öll önnur skilningarvit eru hins vegar galopin þegar kemur að umræðu um þeirra hjartans mál. Útþensla utanríkisþjónustunnar, sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stytting námstíma til stúdentsprófs, fánastöng í þinghús- inu og bókaútgáfa eru dæmi um mál sem eiga hug þeirra og hjarta. Svo ekki sé nú minnst á fjár- og tímafrek ferðalög til fjarlægra heimsálfa og setningu laga um ríkuleg eftirlaun þeirra sjálfra. Kannski má segja að allt séu þetta ágæt mál og hvert með sínum hætti landi og þjóð til framdráttar. Hins vegar er forgangsröðin skökk, svo ekki sé nú kveðið fastar að orði. Grunnstoðir samfélagsins þurfa að vera traustar svo hægt sé að byggja ofan á þær. Við þurfum að búa svo um hnúta að öryrkjar og eldri borgarar geti lifað góðu lífi og að sjúkir og aðstandendur þeirra fái fullkomna þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Og þá þjónustu þarf að veita um leið og hennar er þörf, ekki seinna eins og biðlist- akerfi stjórnmálamannanna gerir ráð fyrir. SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Stjórnmálamenn þurfa að styrkja grunnstoðirn- ar áður en þeir sinna áhugamálum sínum. Augunum lokað Og þegar talsmenn, til dæmis eldri borgara og öryrkja, leggja fram gögn sem sýna fram á að veruleikinn sé annar en stjórnmálamennirnir básúna bregðast ráðamenn við af yfirlæti og segja allt á misskilningi byggt. „Þið hafið það víst gott,“ er viðkvæðið. Ekki efasemdir „Ég var einn af þeim sem hafði vissar efasemdir um NFS - nýju fréttastöðina. Nú er ég að sönnu fréttafíkill - jafnvel meiri en gengur og gerist meðal frétta- fíknustu þjóðar heims. Ég hefði því auð- vitað átt að fagna þessari viðbót“ skrifar Össur Skarphéðinsson alþingismaður á vefsíðu sína í gær og bætir við: „Ég taldi hins vegar að jafntíðir fréttatímar og stöðin ætlaði að bjóða upp á hefðu í för með sér útvatnað gums. Mér finnst fátt leiðinlegra en horfa á sumar erlendu fréttastöðvarnar og sjá þar sömu fréttir, og sömu þætti, heilu og hálfu dagana“. Leiftrandi En Össur er ánægður. „NFS hefur hins vegar komið mér þægilega á óvart“, skrifar hann. „Spaugstofan gerði að vísu flennigrín að þeim í upphafsvikunni sem gekk út á að sýna með skondnum hætti að það væri aldrei neitt í fréttum á stöðinni - og alltaf það sama! Reynsl- an hefur þó orðið önnur. Fréttatímarnir eru ferskir og spennandi, og nýja fólkið á skjánum er að gera sig ákaflega vel. Þó NFS sé framhald af Stöð 2 leikur eigi að síður leiftrandi byrjendaspenna um fréttatímana. Fréttamennirnir eru í samkeppni við Ríkissjónvarpið og eru a.m.k. þessa dagana að vinna hana næsta örugglega. Umgjörðin hjá NFS er líka faglega gerð og leiftrandi á köflum“. Mikið um stjórnmál Enn skrifar Össur á vefsíðu sína: „Hugsanlega er ég undir áhrifum af þeirri stað- reynd að NFS fjallar miklu meira um stjórnmál en Ríkissjónvarið og meira en Stöð 2 gerði áður. Stjórnmál eru heppilegt viðfangsefni fyrir stöð sem þarf að framleiða mikið af fréttum. Útsjónarsamir fréttamenn sem fylgjast vel með pólitíkinni geta alltaf fundið þar góðar fréttir - a.m.k. á meðan þingið er að störfum. Stundum eru yfirlýsingar stjórnmálamanna nægilegar til að skapa miklar fréttir. NFS tekur líka fastar á stjórnmálunum og stjórnmála- mönnum en hinar stöðvarnar. Kannski af því hún gefur þeim meiri tíma. Það er alltaf svolítið hættulegt fyrir stjórn- málamenn að sitja fyrir svörum ef þeir eru ekki fullkomlega klárir á því sem þeir hafa undir hverju sinni. Þegar þeir fá að tala frítt - og lengi - kemur alltaf fram ef þeir eru ekki sterkir á svellinu.“ gm@frettabladid.is Einn af fallegustu köflunum í Nýja testamentinu er samtal Jesú við samversku konuna sem hann hittir við brunninn og er að finna í Jóhannesarguðspjalli, 4.1-27. Þarna brýtur Kristur allar hugs- anlegar reglur: hann talar við konu, sem er fáheyrt og ótrúlegt framferði sem vekur undrun læri- sveinanna þegar þeir verða þess áskynja, og ekki nóg með það, heldur er sú kona sem hann í létt- úð sinni ávarpar hreinlega sam- versk, sem er ámóta og væri hún palestínuarabi á okkar dögum; Samverjar voru af apartheit-for- kólfum þess tíma álitnir standa skör lægra í mannfélaginu en gyðingar sem áttu ekki samskipti við slíkan lýð. Og loks: hann, sem er karlinn, gyðingurinn og (sem hún á að vísu í vændum að fá að vita) sjálfur Kristur, Messías, hann biður hana um að gefa sér að drekka, biður hana um að slökkva þorsta sinn, biður hana um að líkna sér. Hann hlífir henni við meðaumkun sinni. Neitar að umgangast hana sem smælingja. Hún er mannkynið. Hann ætlar að vísu að frelsa hana til eilífs lífs en hún verður líka að skynja sjálf hvers virði hún er. Í þessari frásögn er hann lifandi kominn - byltingarmaðurinn, sá sem setur allt í uppnám. Hann nennir ekki að fylgja ströngum umgegnisreglum og úreltum siðalögmálum sem mismuna fólki eftir kyni og þjóðerni, og ætlar að sameina alla menn um það sem máli skiptir, grundvallaratriðin, kærleikann og trúna. Því að frásögnin vitnar ekki bara um sveigjanleika hans heldur líka ósveigjanleika. Þetta snýst ekki bara um virðingu hans fyrir ólíkum birtingarmyndum mannkynsins heldur líka um tilætlunarsemi hans um trú og fylgispekt. Gef mér að drekka, segir hann við konuna: ég ætla líka að gefa þér að drekka; og þegar þú hefur fengið að drekka hjá mér mun þig ekki aftur þyrsta, vegna þess að ég mun gefa þér lifandi vatnið: hann segir: „hvern þann sem drekkur af vatninu, sem eg mun gefa honum mun aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun vatnið, sem eg mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs.“ Í þessari frásögn birtast meðal annars tvö lykilhugtök: annars vegar boðháttur sagnarinnar „að gefa“ og hins vegar „lifandi vatnið“. Því verður ekki með orðum lýst hvílík gæfa það er að eiga þess kost að ganga að næsta vaski og skrúfa frá honum svo að það tekur að buna hreint og tært og ómengað vatn úr lind sem virðist óþrjótandi. Sá og sú sem kropið hefur við læk í íslenskri sveit og bergt af honum hefur fundið bragðið af sjálfri jörðinni eins og hún er óspillt og okkur gefin til varðveislu og nytja. Í því er meiri auðlegð fólgin en nokkru sinni verður mæld og helsta verkefni okkar hlýtur að vera að standa vörð um vatnsbúskap íslenskrar náttúru og hætta að rugla með hann. Hugtakið um „lifandi vatnið“ nær ekki einungis að fanga tilfinningu okkar um tærleika og hreinleika og hina svölu lind sem slökkvir þorsta okkar heldur minnir það okkur líka á þá staðreynd að sjálft lífið kviknaði í vatni og vatnið er forsenda alls lífs og þar sem ekki er vatn þar er ekkert líf. Gef. Hjálparstarf kirkjunnar hefur að þessu sinni einbeitt sér að því að nota afl sitt og þá fjármuni sem safnast til að grafa vatnsból víða þar sem vatn hefur gengið til þurrðar af völdum þurrka eða annarra hamfara og óáranar. Það er skemmtileg tilhugsun að ímynda sér að hver króna sem maður lætur af hendi rakna jafngildi einum vatnsdropa handa þjáðu fólki sem býr við slæm skilyrði. Okkur ber að gefa með okkur. Þó ekki væri nema jafngildi eins vatnsglass; um leið og maður lyftir símtólinu og hringir í 9072002 þá getur maður teiknað upp í huganum mynd af dálitlu vatnsglasi. Okkur er eiginlegt að gefa og deila með okkur því að við erum gædd hæfileikanum til að finna til hvert með öðru. Og okkur ber að gefa af því hugarfari sem sprettur af lindinni innan í okkur sem aldrei má þorna. Við eigum ekki að gefa af yfirlæti og mærð og sjálfumgleði með augun á speglinum full aðdáunar, heldur eigum við að gefa af auðmýkt og þakklæti fyrir það að eiga þess kost að fá að skrúfa frá krananum. ■ Gef Í DAG SÖFNUN FYRIR VATNI. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Sá og sú sem kropið hefur við læk í íslenskri sveit og bergt af honum hefur fundið bragðið af sjálfri jörðinni eins og hún er óspillt og okkur gefin til varðveislu og nytja. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.