Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 32

Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 32
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR6 Flestir eru búnir með stór- framkvæmdirnar þegar jólin nálgast. Þegar jólin nálgast fer fólk að taka til við húsframkvæmdir. Júlíus Haraldsson, söluráðgjafi Byko segir mikið um að fólk sé að fínpússa íbúðirnar á þessum tíma. ,,Þegar desember gengur í garð fara stóru framkvæmdir- nar að minnka. Fólk sem kemur hingað er að flísa- eða parket- leggja, klára að kaupa síðasta skápinn og svo framvegis.“ Júlíus hefur tekið eftir breytingum síðustu ár. ,,Það hefur færst í aukana að fólk geri upp gömlu heimilin sín fremur en að skipta um húsnæði. Það eyðir frekar peningum í að breyta og laga en flytja,“ segir Júlíus. Fólk leggur greinilega áherslu á að hafa jólaandann í lagi og reyna að slaka á. Það má ekki gleyma því að jólin eru ekkert verri þótt íbúðin sé ekki glans- andi hrein og fín! Stærri aðgerðum á heimilum að ljúka Sandblástursfilmur í gluggum með myndum eða texta njóta vaxandi vinsælda á heimilum. „Það færist stöðugt í vöxt að fólk fái sér filmur í gluggana og skreyti þær með ýmsum hætti,“ segir Valgerður J. Þorbjörnsdóttir hjá fyrirtækinu Merkingu. Hún nefnir rúður í útihurðum heimila sem sýna nöfn heimilisfólks eða skreytilist af einhverju tagi og segir líka ljóð eða annan hnyttinn texta verða æ oftar fyrir valinu. „Þá er misjafnt í hvora áttina fólk vill að textinn vísi,“ segir hún. „Það fer oft eftir staðsetn- ingu. Nöfn fólks eru látin vera læsileg utan frá og yfirleitt annar texti líka ef hann er á neðstu hæð. En myndir og allt sem er á efri hæðum er látið blasa við innan frá. Ef sett er ljóð á svalahurðina þá er það haft læsilegt innanfrá.“ Valgerður segir fyrirtækið líka bjóða upp á límfilmu með mynd- um sem prentaðar eru á hana og sjást einungis frá annarri hlið filmunnar en hin hliðin er gegnsæ svo það er úr mörgu að velja. Ljóð og önnur list á glugga Ljóð og myndir eftir lítinn dreng á svaladyrum foreldra hans þótt hann sé uppkominn og floginn úr hreiðrinu. Venus tekur sig vel út í baðherbergisglugganum. Margir eru að leggja lokahönd á framkvæmdir í desembermánuði. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.