Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 74

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 74
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR30 menning@frettabladid.is ! [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Hljómsveitin Ampop hefur hingað til verið þekkt fyrir raftónlistar- pælingar sínar en á þessari þriðju plötu sveitarinnar kveður við nýjan og poppaðri tón. Sveitin hefur vakið sífellt meiri athygli í Bretlandi að undanförnu og við hlustun á nýju plötunni heyrist alveg af hverju. Hún er full af vönduðu og grípandi poppi, með örlitlu rafkryddi, og yfir öllu hljómar nokkuð sérstæð rödd Birgis Hilmarssonar. Þetta er heilsteypt plata og svo virðist sem Ampop sé loksins búin að skapa sér sinn eigin hljóm, með rödd Birgis í fyrirrúmi. Áhrifum frá Bítlunum og Radiohead er blandað saman á smekklegan hátt og þannig hljómar sveitin aldrei eins og eftirhermusveit. Samt sem áður er Ampop ekki að finna hér upp hjólið en þetta er allt saman mjög fagmannlega gert. Fyrsta smáskífulag plötunn- ar, My Delusions, situr ferskast í minninu en flest önnur lögin eru mjög frambærileg. Nokkur depurð hvílir yfir lagasmíðunum og þetta er ekki beint plata sem þú setur á fóninn til að komast í gott skap eða áður en þú ferð á djammið. Þetta er meira plata fyrir þá sem vilja heyra eitthvað þægilegt og gott til að ná sér niður, jafnvel í eftirpartíinu. Falleg depurð AMPOP: MY DELUSIONS NIÐURSTAÐA: Þriðja plata Ampop er full af vönduðu poppi. Þetta er engin stuðplata en þeir sem vilja eitt- hvað þægilegt og gott skulu leggja við hlustir. Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran syngur ljóð eftir Johannes Brahms á hádegistónleikum í Listasafni Íslands í dag. Með henni leikur Gerrit Schuil á píanó. „Brahms er svolítið krefjandi og maður þarf að koma með djúpa túlkun til að syngja hann,“ segir Hólmfríður, sem ætlar að syngja bæði Sígaunaljóðin og fleiri ljóð eftir Brahms. „Hann er hárómantískur og ofsalega gaman að syngja hann.“ Hólmfríður er einsöngvari og söngkennari að mennt, var sex ár við nám í Vínarborg, hélt síðan til Mílanó þar sem hún hélt áfram námi en fluttist heim til Íslands fyrir nokkrum árum. Fyrir tveimur árum eignaðist hún lítinn dreng og hefur því ekki komið mikið fram, en er að fara á kreik aftur um þessar mundir. „Ég var ekkert endilega að hugsa um að koma heim, en gerði það samt og hef verið að syngja mikið við brúðkaup og jarðarfarir,“ segir Hólmfríður, sem einnig hefur komið fram á tónleikum í Berlín, Finn- landi og víðar. „Ég hef ekkert verið í óperum, einbeiti mér alveg að ljóðum og óratóríum.“ Tónleikar þeirra Hólmfríðar og Gerrits Schuil í Listasafninu hefjast klukkan 12.15. Syngur Brahms í hádeginu Kl. 21.00 Bjarni Arason syngur á Nasa ásamt stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlf- arssonar. Sérstakir gestir á tónleik- unum verða Raggi Bjarna og Björn Jörundur. > Ekki missa af ... ... ljóðatónleikum þeirra Kristins Sig- mundssonar og Jónasar Ingimund- arsonar í Salnum annað kvöld. Einnig verður hægt að fylgjast með þeim leiðbeina söngvurum á ljóðasöngs- námskeiði í Salnum á miðvikudag og fimmtudag. ... jólaseríu Tilraunaeldhússins, fjölskrúðugum uppákomum á sýningu eldhússins í Nýlistasafninu. ... jólasýningu Lóu og Hulla, sem þau Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson opnuðu um helgina í Galleríi Humar eða frægð! á Laugavegi 59. „Í þessari bók koma við sögu meðal annarra læknir sem sér- hæfir sig í að rannsaka og lina sársauka, ungur drengur sem finnur engan sársauka og fær fyrir þær sakir vinnu sem lík- amslistamaður í hryllingsleik- húsi sem hefur aðsetur í gömlu Álafossverksmiðjunni, og lítil stúlka sem finnur til án þess það liggi ljóst fyrir hvað amar að henni. Lækninum í sögunni rennur auðvitað blóðið til skyldunnar að forða stúlkunni úr hremming- unum ef honum á ekki að finn- ast hann hafa lifað og starfað til einskis. En þó hlýtur maður að vona að sú björgun verði ekki á kostnað unga drengsins sem finn- ur ekki til sársauka. Það er ekk- ert vit í að ljóstra því upp í þessu viðtali hvernig sú glíma fer að lokum.“ Þannig lýsir Guðrún Eva Mínervudóttir söguþræðinum í nýútkominni skáldsögu sinni Yosoy. Hún segir þetta vera nútíma- sögu sem hvorki sé flókin né erfið aflestrar þótt framvindan sé stundum margbrotin. „Þetta getur alveg talist saga fyrir við- kvæma, þótt hún sé kannski ekki endilega fyrir ofurviðkvæma, nokkurs konar fágaður hrylling- ur.“ Hvernig myndi hún að öðru leyti lýsa sögunni: „Það má segja að hún fjalli líka um hugann og vitundina. Hugurinn er enn að mestu leyti ókannað svæði. Hver veit, kannski mun næsta vísinda- byltingin snúast um hugann.“ Og þegar að þeirri byltingu kemur mun Guðrún vafalaust sjást á götuvirkjunum. ■ GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR tvinnar saman margbrotinn raunveruleikann í nýjustu skáldsögu sinni Yosoy. Nútímasaga sem er auðveld aflestrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.