Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 78

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 78
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR34 Sjávarskart Herdísar GLÆSILEGT Skartið er afar hentugt til að hressa upp á einlitar og venjulegar flíkur. HERDÍS EGILSDÓTTIR Hefur hannað dásamlega skartgripi sem hún kallar Sjávarskart. Nýi diskurinn með SPARK er kominn í verslanir! Frábærir söngvarar Allt sungið á íslensku Diskurinn inniheldur meðal annars lögin: Sweet Child of Mine - Guns N’Roses We Are The Champions - Queen It’s My Life - Bon Jovi More Than Words - Extreme Allt er á tjá og tundri - Sálin hans Jóns míns Fjöllin hafa vakað - Bubbi Morthens SPARK mun árita geisladiskinn í Kringlunni og Smáralind um helgina. – Dreifing: Sími 897 7922 aria@islandia.is Gestasöngvari: Jónsi í Svörtum fötum Matthildur Lind Matthíasdóttir 16 ára nemi við Menntaskólann í Reykjavík var um helgina kosin Ford stúlka ársins 2005. Stelpurn- ar sem unnið hafa keppnina hafa hingað til fengið nóg af verkefn- um í módelbransanum og margar komist nokkuð langt. „Mér finnst þetta ótrúlega gaman allt saman. Þetta opnar margar leiðir fyrir mann og er gott tækifæri,“ segir Matthildur. Hún er ekki ókunn fyrirsætustörfunum og hefur tvisvar farið út til að starfa við fyrirsætubransann og eflaust fer hún aftur. „Ég fer í Ford keppnina í New York í janúar og svo sé ég bara til hvað kemur út úr henni,“ segir hún feimnislega og viðurkennir að hún hafi gaman af tískuheim- inum. „Já, hérna heima versla ég yfirleitt í Spútnik, Rokki og rósum, Gyllta kettinum og líka Sautján og þeim búðum. Ég blanda þessu öllu saman.“ Hún er á fyrsta ári á málabraut og segist hafa virkilega gaman af því að læra tungumál en hver eru önnur áhugamál hennar? „Að vera með vinum mínum, ferðalög, að dansa og fleira, þetta venjulega bara.“ segir hún. Hefur gaman af tískuheiminum MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR Hún er nýkjörin Ford fyrirsæta ársins 2005. Hollywood-parið Jennifer Garner og Ben Affleck eignuðust heil- brigða dóttur síðastliðinn fimmtu- dag. Þetta er fyrsta barn þeirra Garner og Affleck, sem giftu sig í júní. Þau eru bæði 33 ára. Að sögn blaðsins E! News ætla þau að skíra barnið Violet. Þau Affleck og Garner léku saman í myndinni Daredevil árið 2003, sem var jafnframt fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Garner. Þau byrjuðu þó ekki saman fyrir en á síðasta ári. Garner var áður gift leikaran- um Scott Foley. Þau skildu í mars í fyrra eftir þriggja og hálfs árs hjónaband. Affleck og Jennifer Lopez hættu við brúðkaup sitt í september árið 2003 og slitu síðan trúlofun sinni í janúar árið eftir. Affleck leikur næst í sjón- varpsmyndinni Superman og í kvikmyndunum Truth Justice og The American Way. Þátturinn Alias, með Garner í aðalhlutverki, lýkur fimm ára göngu sinni í maí á næsta ári. Heilbrigð dóttir GARNER OG AFFLECK Hollywood-parið hefur eignast heilbrigða litla dóttur. ARMBÖND Herdís notar laxaroð, hlýra- og nílarkarfaroð í skartgripina sem eru sérlega glæsilegir. SJÁVARSKART Fallegt sett með armbandi, hálsmeni og belti í gulum lit. Herdís Egilsdóttir er sennilega þekktust fyrir skrif sín um ýmsar persónur eins og litla Pappírs- Pésa og Skessuna í fjallinu. Hún á þó nóg annað í pokahorninu og hefur til dæmis verið að dunda sér við að hanna dásamlega flotta skartgripi sem hressa upp á hvaða flík sem er. „Alla mína ævi hef ég verið viðkvæm fyrir efni til að hanna úr. Mátti aldrei sjá spýtu eða spotta án þess að langa til að búa eitthvað til úr því,“ segir Her- dís kát. Hún hannar armbönd, hálsmen og belti úr roði og myndu munirn- ir sóma sér vel í flottri hönnunar- búð en Herdís selur þó vörurnar ekki í búðum. „Mörg síðustu ár hef ég verið hrifin af leðri en nú er ég komin í roðið. Ég kalla þetta Sjávarskart og hanna hvern skartgrip fyrir sig svo það eru engir tveir eins. Ég sel þá bara sjálf og vil ekkert setja þetta í búðir, þetta er svo persónulegt. Fólk getur bara sett sig í samband við mig ef það hefur áhuga á vörunum, ég á allt- af svolítinn lager og er líka alltaf til í að búa til nýtt.“ Herdís vinnur með roð af laxi, hlýra og nílarkarfa og segir stóra kostinn við roðið vera að það sé svo létt. „Þetta mega vel vera stórir gripir því maður finnur ekki fyrir þessu. Auk þess er það kostur við svona náttúruleg efni að maður svitnar ekki undan þeim, eins og plastinu til dæmis. Skartið sjálft er unnið úr laxi því hann er svo sterkur og svo fóðra ég með hlýr- anum sem er mýkri.“ Hún hefur þó ekki gefið skrift- irnar upp á bátinn og gaf nýlega út barnabókina Draumar marglytt- unnar. „Í stuttu máli sagt er þetta ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Þarna fer fram barátta góðs og ills í hafinu og er bókin myndskreytt af Erlu Sigurðardóttir sem gerði fyrir mig ynd- islegar myndir. Ég virð- ist vera öll í sjónum. Það er líka gaman að segja frá því að ég er alin upp við sjóinn. Ég bjó á Húsa- vík á yngri árum og lék mér í fjörunni svo ég hef ekki langt að sækja þennan sjáv- aráhuga.“ Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um hönnun Herdísar geta sent póst á netfangið lifsleikn- i@lifsleikni.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.