Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 83

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 83
Lesendur tímaritsins In Touch hafa kosið leikarann Ryan Phillippe, eiginmann Reese Witherspoon, svalasta pabbann í Hollywood. Phillippe er faðir þeirra Ava, sem er 6 ára, og hins tveggja ára Deacon. Hann segist hafa þjálfast í barnauppeldi þegar hann hjálpaði móður sinni sem vann á leikskóla þegar hann var yngri. Hann segist jafnframt vera ákaflega stoltur af börnunum sínum tveimur. Svalasti pabbinn PHILIPPE OG WITHERSPOON Hollywood- parið þykir eitt það flottasta þar í borg. Þau eiga tvö börn saman. Kanadíska söngkonan Alanis Morissette er meðal þeirra listamanna sem eiga lög í stórmyndinni The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe sem er væntanleg í bíó. Morissette, sem gaf nýverið út órafmagnaða útgáfu af metsöluplötu sinni Jagged Little Pill, syngur lagið Wunderkind í myndinni. Talið er að myndin muni berjast hatramlega við Harry Potter-myndina nýju um áhorfendur fyrir jólin. Syngur í Narníu ALANIS MORISSETTE Söngkonan kanadíska á lag í nýju Narníu-myndinni sem er á leið í kvikmyndahúsin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.