Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 05.12.2005, Qupperneq 86
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR42 Íþróttaaðstaðan sem Knattspyrnu- akademía Íslands og Kópavogsbær ætla að byggja á upp í Kópavogi mun verða mikil lyftistöng fyrir íþróttahreyfinguna í landinu, en aðstaðan verður sú allra glæsileg- asta sem byggð hefur verið upp hér á landi. Það er von þeirra, sem að þessu verkefni koma, að með tilkomu þessarar aðstöðu færist auk- inn slagkraftur í þjálfun afreks- íþróttafólks hjá íþróttahreyfing- unni á Íslandi en vonast er til þess að aðstaðan verði eins konar heilsu-, íþrótta- og fræðasetur, þar sem hugað verður betur að ein- staklingsmiðaðri þjálfun í hinum ýmsu íþróttagreinum. Vonast er til þess að framhalds- skóli verði reistur í nágrenni við íþróttaaðstöðuna en frá því hefur ekki verið gengið ennþá. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands, bindur miklar vonir við þetta verkefni og vonast til þess að hún mun auka faglega þjálfun íþrótta hér á landi. „Þetta mál horfir afar vel við okkur. Við teljum að þessi þróun sé mikil lyftistöng fyrir íþróttastarf í landinu. Ég tel þetta styrkja alla faglega vinnu sérstaklega. Afreks- stigið fær mikið vægi hjá þeim sem að þessu verkefni koma og það er jákvætt því að það hefur vant- að aukinn slagkraft í þann hluta íþróttastarfsins. Tilkoma þessarar glæsilegu aðstöðu á eftir að hjálpa íslensku íþróttafólki mikið. Knatt- spyrnuakademía Íslands hefur skilað einstaklega góðu starfi til þessa, og þetta metnaðarfulla framhald er einungis til góðs fyrir íslenskt íþróttalíf.“ Nýtist öllu íþróttafólki Arnór Guðjohnsen, forsvarsmaður Knattspyrnuakademíu Ísland, von- ast til þess að aðstaðan muni nýt- ast öllu íþróttafólki. „Við fórum af stað með námskeið fyrir um tveim- ur árum. Við ákváðum að hafa námskeiðin á morgnana til þess að trufla ekki starf íþróttafélaganna og grunnskóla. Þetta gekk vel og í kjölfarið fáum við hugmynd um að stækka þetta verkefni enn meira. Við teljum að það sé mikilvægt að samræma nám og iðkun íþrótta betur á framhaldsskólastiginu, og okkar hugmynd byggir að stórum hluta á því að það rísi framhalds- skóli í grennd við aðstöðuna sem við ætlum að byggja upp með Kópavogsbæ. Ég held að þessi aðstaða sem byggð verður upp í Kópavoginum muni hjálpa efni- legu íþróttafólki að ná enn lengra og það er okkar verkefni að leggja fram kunnáttu okkar og reynslu til þess að leiðbeina fólkinu sem tekur þátt í þessu verkefni.“ Nauðsynlegt að hlúa betur að hæfileikafólki Eiður Smári Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður hjá Chelsea og fyr- irliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, er einn þeirra sem kemur að fjármögnun hluta aðstöðunnar sem byggð verður upp við Valla- kór í Kópavoginum. Hann segist fyrst og fremst vera að hugsa um þessa aðstöðu sem hugsanleg- an starfsvettvang fyrir sig eftir að knattspyrnuferli hans lýkur. „Fyrst um sinn er ég einungis að leggja nafn mitt við þetta fram- tak. Ég horfi til þess að geta tekið þátt í þessu starfi eftir að knatt- spyrnuferli mínum lýkur. Ég vona nú að það séu nokkur ár í það. En þetta er einn af þeim hlutum sem ég ætla að einbeita mér að þegar þar að kemur. Það er myndarlega að þessu staðið og samstarfið við Kópavogsbæ er til fyrirmyndar.“ Eiður Smári vonast til þess að aðstaðan verði til þess að íslenskt íþróttafólk eigi auðveldara með að bæta getu sína í íþróttum. „Það sem vakir fyrir mér í þessu starfi eru einkum tvennt. Í fyrsta lagi að skapa góðan og heilbrigðan stað fyrir börn til að stunda knatt- spyrnu, og þar er ég að horfa til allra, óháð getu. Svo í öðru lagi er að hjálpa þeim sem skara fram úr að ná enn lengra og rækta þá hæfi- leika sem fyrir hendi eru.“ Góð reynsla af samræmingu náms og íþrótta Fjölbrautaskóli Suðurlands á Sel- fossi, í samstarfi í hugbúnaðar- fyrirtækið Sideline Sports sem sérhæfir sig í forritagerð, hóf í haust að bjóða upp á sérstaka línu innan skólans þar sem áhersla er lögð á körfubolta og bóknám, og er sérstaklega hugað að því að hvern- ig hægt sé að samræma námið og íþróttaiðkunina. Þannig sendir skólann lið til leiks í Íslandsmót- inu í körfubolta sem keppir undir nafni skólans, líkt og þekkist í skólum í Bandaríkjunum, bæði á framhalds- og háskólastigi. Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari FSU, segir reynsluna vera afskaplega góða af þessu samstarfi. „Þetta er ekki eig- inleg námsbraut heldur settum við okkur það markmið að skapa ungum og efnilegum íþrótta- mönnum, reyndar bara strákum til þess að byrja með, besta mögu- lega æfingaumhverfi. Þetta hefur gengið vonum fram í haust og það má með sanni segja að drengirnir sem taka þátt í þessu verkefni hafi staðið sig frábærlega, bæði innan vallar og utan. Hugmyndin er sú að taka jafn marga drengi inn í þessa námsleið á hverju ári, og munu útskrifast árlega, til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi. Með þessu verkefni erum við ekki bara að horfa til þess að búa til góða íþróttamenn, heldur kannski fyrst og fremst að bjóða metnaðarfullu ungu fólki upp á bestu mögulegu aðstöðuna til þess að þroska hæfi- leika sína.“ Aðstöðubylting Öllum ber saman um að aðstað- an sem rísa mun í Kópavogi muni treysta undirstoðir þjálfunarstarfs fyrir íslenska afreksíþróttamen. Stefnt er að því að bjóða upp á mikla sérþjálfunarmöguleika, þar sem afreksíþróttamönnum, í öllum mögulegum íþróttagreinum, verður boðið upp á að æfa við bestu mögu- legu aðstæður. Einnig er stefnt að því að faglegt starf þjálfunar- og íþróttafræða muni að einhverju leyti fara fram í Kópavoginum í framtíðinni þar sem háskólanemar, á sviði íþrótta- og heilsurannsókna, muni hafa starfsaðstöðu. magnush@frettabladid.is AÐSTAÐA SEM EYKUR GÆÐI AFREKSSTARFS EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður er fremsti íþróttamaður Íslands í dag en hann telur nauðsynlegt að hlúa betur að efnilegu íslensku íþróttafólki. Kópavogsbær og Knattspyrnuakademía Íslands ætla sér að byggja upp stórglæsi- lega íþróttaaðstöðu við Vallarkór í Kópavogi sem mun nýtast íþróttahreyfing- unni í heild sinni. Afreksstarf íþróttamanna hér á landi gæti því breyst til muna með tilkomu þessarar aðstöðu, en ónægur slagkraftur í afreksstarfi innan íþróttahreyfingarinnar hefur valdið mörgum íþróttaáhugamönnum áhyggjum. Afreksstarf Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands er ekki burðugt samanborið við nágrannaríki okkar í Skandinavíu, en Noregur, Svíþjóð og Danmörk, hafa haldið úti metn- aðarfullu afreksstarfi í íþróttum og er staðan nú orðin sú að allar þjóð- irnar eiga íþróttamenn í fremstu röð í flestum íþróttagreinum. Innra starf sérsambandanna í þessum ríkjum er borið uppi af myndarlegu fjárframlagi frá rík- inu. Íslenskt unglingalandsliðsfólk, í öllum íþróttagreinum fyrir utan fótbolta, þarf sjálft að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd á erlendum vettvangi en því er öfugt farið í nágrannaríkjum okkar, þar sem ungt afreksfólk er ekki látið bera kostnað af þátttöku í keppni, þegar það keppir fyrir þjóð sína. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Íþrótta- og ólymp- íusambands Íslands, segir sér- samböndin vera fjárþurfi. „Það þarf mun meiri peninga inn í innra starf sambandanna svo hægt sé að halda úti metnaðarfullu afreks- starfi þar sem landsliðsfólk þarf ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Innra starf sérsam- banda íþróttahreyfinganna í þess- um löndum í kringum okkur, er rekið af ríkinu. Og það er alveg ljóst að til þess að bæta afreks- starf sérsambandana þarf að ríkið að koma að þessum málum með myndarlegri hætti. Við höfum átt gott samstarf við bæði mennta- mála- og heilbrigðisráðherra um afreksstarf og lýðheilsu almennt, og þessi mál eru í réttum farvegi. Hins vegar verðum við að reyna að ná enn meiri árangri og það gerist aðeins með myndarlegra fjárfram- lagi frá ríkinu til sérsambanda.“ Jón Arnar Magnússon, sem um tíma var einn af tíu bestu tugþraut- arköppum í heiminum, hefur þurft að greiða mörg hundruð þúsund krónur úr eigin vasa í fargjöld vegna keppnisferða. „Mér finnst alls ekki eðlilegt að landsliðsfólk í íþróttum þurfi að borga fyrir að keppa fyrir þjóð sína á erlend- um vettvangi. Það er mikill heið- ur að fá að keppa fyrir landslið í íþróttum en það liggur við að það sé verið að neyða fólk til þess að keppa fyrir Ísland vegna þess að keppendur þurfa að borga tugi þús- unda fyrir að keppa í hvert skipti. Það þarf að fá meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna hér á landi og koma afreksstiginu í annan far- veg en það er nú. Aðeins þannig munum við eignast fleiri afreks- menn í íþróttum.“ Íþróttaakademían í Reykjanes- bæ, sem hóf göngu sína í haust, býður upp á afreksbraut í sam- starfi við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Námsbrautin miðar að því að útskrifa með reglulegu millibili afreksmenn í íþróttum. „Notast hefur verið þessa uppbyggingu á námsbrautum skóla í Noregi í meira en tuttugu ár. Þar er boðið upp á fjölda greina þar sem fólk þarf að uppfylla ákveðnar kröfur í bóknámi og íþróttum. Nemend- um er tryggt aðgengi að færum þjálfurum og öll aðstaða er fyrsta flokks. Við bjóðum upp á fjórar námsbrautir sem miða að þessu marki, en það eru fótbolti, körfu- bolti, golf og sund. Þetta teljum við vera hentugar greinar til þess að koma þessu verkefni af stað. Það hefur gengið afar vel með þetta verkefni það sem af er og við sjáum miklar framfarir hjá þeim nemend- um sem eru á þessari námsbraut,“ sagði Geir Sveinsson, forstöðumað- ur Íþróttaakademíunnar. Geir segir jafnframt að íþrótta- hreyfingin í landinu treysti um of á sjálfboðaliðastarf og segir nauð- synlegt að hreyfingin fá meira fjármagn til umráða heldur en hún fær nú. „Það er alveg ljóst að sjálf- boðastarf heldur íþróttahreyfing- unni gangandi en það er auðvitað nauðsynlegt að styrkja starfið enn frekar með ríkara fjárframlagi .“magnush@frettabladid.is Afreksstigið þarf meira fjármagn Sláandi munur er á ríkisstyrkjum Íslands og nágrannaríkja okkar í Skandinavíu, þegar kemur að framlagi til íþróttahreyfingarinnar. Fólk sem starfar innan íþróttahreyfingarinnar vill sjá þessi mál í öðrum farvegi. JÓN ARNAR MAGNÚSSON Þegar Jón var upp á sitt besta, varði hann löngum stundum í fjörunni á Sauðarkróki við æfingar. Hann hefur þurft að greiða hundruðir þúsunda í ferðakostnað úr eigin vasa vegna keppnisferða fyrir Íslands hönd. FJÁRFRAMLAG RÍKJA TIL ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBANDA ÍSLAND 74,7 MILLJÓNIR + 30 MILLJÓNIR AÐ AUKI TIL SÉRSAMBANDA OG 30 MILLJÓNIR Í AFREKSSJÓÐ SVÍÞJÓÐ 1,4 MILLJARÐAR + AUKAFRAMLAG SEM METIÐ ER ÁRLEGA. GETUR ALLT AÐ ÞVÍ TVÖFALDAÐ FASTA FRAMLAGIÐ. NOREGUR 1,8 MILLJARÐAR + AUKAFRAMLAG SEM METIÐ ER ÁRLEGA. NÆR HÆST MILLJARÐI KRÓNA. DANMÖRK 1,3 MILLJARÐAR + AUKAFRAMLAG SEM METIÐ ER ÁRLEGA. GETUR ALLT AÐ ÞVÍ TVÖFALDAÐ FASTA FRAMLAGIÐ. HELSTI MUNUR -LANDSLIÐSFÓLK Í ÍÞRÓTTUM ÞARF EKKI AÐ BERA KOSTNAÐ AF ÞÁTTTÖKU SINNI Í KEPPNUM FYRIR HÖND NOREGS, SVÍÞJÓÐAR OG DANMERKUR. -HÉR Á LANDI ÞARF LANDSLIÐSFÓLK Í FLESTUM TILFELLUM AÐ BORGA FYRIR SIG.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.